Morgunblaðið - 23.03.2004, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 23.03.2004, Qupperneq 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN Uni Óskarsson skíðamaður varð á sunnudaginn í sjötta sæti í svigi á norska meistaramótinu, fékk tímann 1.43,41 og 18,60 FIS-punkta fyrir árang- urinn. Björgvin Björgvinsson varð í 10. sæti í sama móti á tímanum 1.44,48 og fékk 24,59 FIS-punkta fyrir. Kristinn Ingi Valsson varð í 14. sæti á 1.45,53 og fékk 30,48 punkta fyrir. Sindri M. Pálsson fékk 46,67 punkta fyrir 1.48,42 sem dugði í 31. sætið en 80 keppendur luku við báðar ferðirnar. Guðrún Arinbjarnardóttir varð í 18. sæti í kvennaflokki í sviginu, lauk keppni á 1.48,54 og fékk 38,98 FIS punkta fyrir það. 58 stúlkur luku báðum ferðunum. Í stórsviginu á laugardaginn varð Björgvin í 9. sæti á 2.11,13 og fékk 34,92 punkta fyrir. Kristján Uni varð í 13. sæti á 2.12,48 og fékk 44,05 punkta fyrir það. Góður árangur Kristjáns Una Kristján Uni HERMANN Albertsson, leikmaður úr- valsdeildarliðs FH í knattspyrnu, fær úr því skorið síðar í vikunni hvort krossband í hné hafi gefið sig en Hermann meiddist í leik með FH-ingum gegn ÍBV í deilda- bikarnum á dögunum. „Það bendir allt til þess að krossbandið sé slitið. Ég var í myndatöku í dag og fæ niðurstöðurnar þegar líður á vikuna. Að sjálfsögðu held ég í vonina um að þetta sé ekki svona alvarlegt en því miður er útlit- ið ekki gott,“ sagði Hermann við Morg- unblaðið í gær. Reynist krossbandið slitið verður Hermann frá æfingum og keppni næstu 7–8 mánuðina. Hermann stóð sig vel með FH-liðinu á síðustu leiktíð en hann lék 11 leiki Hafn- arfjarðarliðsins í úrvalsdeildinni og skor- aði 2 mörk. Hermann úr leik hjá FH? FÓLK  VEIGAR Páll Gunnarsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, lék sinn fyrsta leik með Stabæk um nýliðna helgi. Stabæk og Bodö/Glimt skildu jöfn, 1:1, og lék Veigar Páll í fram- línu Stabæk. Frammistaða hans þykir lofa góðu en keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst 12. apríl.  STABÆK hefur ekki unnið einn einasta leik á undirbúningstíma- bilinu. Í 11 leikjum hefur liðið tapað níu og gert tvö jafntefli.  BARCELONA jafnaði sinn besta árangur í 20 ár þegar liðið vann sinn níunda deildarsigur í röð á Spáni. Börsungar lögðu Real Sociedad, 1:0, og hélt brasilíski töframaðurinn Ro- naldinho upp á 24 ára afmæli sitt með stæl – skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á lokamínútu leiksins en þetta var 12. mark hans á leiktíðinni.  BARCELONA skaust með sigrin- um upp í þriðja sæti deildarinnar með 55 stig, Valencia sem burstaði Real Mallorca hefur 60 og Real Mad- rid sem steinlá fyrir Atletico Bilbao er í toppsætinu með 61 stig.  RÓBERT Gunnarsson er áfram í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn dönsku úrvalsdeildarinnar í hand- knattleik. Róbert hefur skorað 177 mörk fyrir Århus GF sem hefur unn- ið fimm leiki í röð en markahæstur er Micke Næsby, félagi Gísla Krist- jánssonar í liði Frederica, með 200 mörk. Í þriðja sæti er svo hálfís- lenski Hans Óttar Lindberg í liði Team Helsinge með 151 mark.  TVEIR leikmenn danska kvenna- liðsins GOG voru fluttir á sjúkrahús í Ungverjalandi á sunnudag þegar liðið lék þar við Györ í undanúrslit- um EHF-keppninnar í handknatt- leik. Annar leikmaðurinn var alvar- lega meiddur í öxl og hinn fékk þungt högg í magann. GOG tapaði leiknum, 29:23, og samtals í tveimur viðureignum með fjögurra marka mun, 55:51. „Ég hef aldrei séð annað eins í kvennahandknattleik,“ sagði Peter Bruun Jørgensen í viðtali við DR eftir leikinn þegar hann var spurður að því hvort ungverska liðið hefði leikið grófan handknattleik.  KEVIN Keegan knattspyrnustjóri Manchester City segir að Shaun Wright-Phillips verðskuldi að fá tækifæri með enska landsliðinu en Keegan telur Phillips besta yngsta leikmanninn á Englandi.  ROBERT Kovac, 29 ára, varnar- maður Bayern München, meiddist á ökkla á æfingu og verður hann frá keppni í átta vikur. Otto Baric, landsliðsþjálfari Króatíu, segir að hann verði búinn að ná sér fyrir Evr- ópukeppni landsliða, sem fer fram í Portúgal í júní.  ROMAN Abramovich, eigandi Chelsea, hefur mikinn áhuga á að fá Rio Ferdinand til liðsins í sumar, til að leika sem miðvörður við hliðina á fyrirliðanum John Terry. ÍTALSKIR stjórnmálamenn full- yrtu í gær að slagsmál stuðn- ingsmanna Rómarliðanna Lazio og Roma, sem leiddu til þess að leik þeirra í fyrrakvöld var hætt, hefðu verið skipulögð í pólitísk- um tilgangi. Fyrirliðar liðanna, Francesco Totti hjá Roma og Sinisa Mi- hajlovic hjá Lazio, urðu sammála um að óska eftir því að leiknum yrði hætt þegar síðari hálfleikur var nýhafinn. Stuðningsmaður Roma hafði þá kallað til Tottis og sagt honum að lögreglu- bifreið hefði keyrt yfir barn framan við Ólympíuleikvanginn og það hefði látist. Síðar kom í ljós að þær fregnir áttu ekki við rök að styðjast, en í framhaldi af því að þetta var tilkynnt í hátal- arakerfi vallarins fór allt í bál og brand á pöllunum. Í framhaldi af því hringdi forseti deildakeppn- innar, Adriano Galliani, frá Míl- anó og fyrirskipaði að leiknum skyldi hætt af öryggisástæðum. Stuðingsmenn liðanna slógust innbyrðis og við lögreglu í sex klukkustundir og að lokum voru 13 þeirra handteknir. Í látunum slösuðust 155 lögreglumenn og 21 stuðningsmaður. Félagsmálaráðherra Ítalíu, Roberto Maroni, sagði í gær að sér virtist sem óeirðirnar hefðu verið skipulagðar til að stilla ríkisstjórn landsins upp við vegg. Á laugardag hafði Silvio Berlusconi, forsætisráðherra og forseti AC Milan, sagt að bylting myndi von bráðar brjótast út á áhorfendapöllum knattspyrnu- félaganna, ef ríkisstjórnin kæmi þeim ekki til hjálpar. Sam- anlagðar skuldir félaganna nema nú um 44 milljörðum ís- lenskra króna. Voru slagsmálin í Róm skipulögð? VÍKINGAR, nýliðarnir í úrvals- deild karla í knattspyrnu, fara í æfingaferð á óhefðbundnar slóðir um næstu helgi því förinni er heitið til Tyrklands. Þar dvelja þeir í eina viku í æfingabúðum í borginni Antalya, sem er á Mið- jarðarhafsströnd Tyrklands, litlu austar en gríska ferðamanna- eyjan Rhodos. Þeir mæta þar rússnesku úrvalsdeildarliði og tyrknesku liði úr neðri deildum, en 2. flokkur félagsins er einnig með í för og leikur tvo leiki gegn liðum af svæðinu. „Þetta er sannkölluð drauma- ferð og ótrúlega ódýr því hún er hagstæðari en það sem boðist hefur hér heima. Við dveljum á fimm stjörnu hóteli með frábæra æfingaaðstöðu, en þarna hafa lið á borð við Dortmund, Bochum, PSV og AC Milan dvalið og æft á undanförnum árum,“ sagði Að- alsteinn Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings, við Morgunblaðið í gær. Um 50 manns verða með í för en Víkingar halda utan á sunnudag- inn kemur. Víkingar í æfingabúðir til Tyrklands AC Milan hefur verið á mikillisiglingu og ef að líkum lætur verður á brattann að sækja fyrir liðsmenn Deportivo. Milan-liðið er á hraðri siglingu í átt að ítalska meistaratitlinum, forysta liðsins á Roma er níu stig en Evrópumeist- ararnir hafa unnið tólf af síðustu 13 leikjum sínum. Spánverjarnar eru engir aukvisar og tveir sigrar þeirra gegn Juventus, silfurliði síð- ustu Evrópukeppni, í 16-liða úrslit- unum sýnir og sannar hveru öflugt lið Deportivo er. „Við erum greinilega að koma upp á réttum tíma. Það er mikið sjálfsöryggi í liðinu, leikmenn hafa gaman af því sem þeir eru að gera og nú þurfum við bara að halda áfram á sömu braut og vera með einbeitinguna í fullkomnu lagi,“ segir Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan. Þjálfari Deportivo, Javier Ir- ureta, hvíldi þrjá lykilmenn sína í sigurleik liðsins gegn Murcia um helgina, Juan Carlos Valeron, Muro Silva og Walter Pandiani, svo þeir ættu að koma ferskir til leiks gegn Evrópumeisturunum í kvöld. Milan leikur án varnarmannsins Alessandro Nesta sem er meiddur og þrátt fyrir að Daninn Jan Dahl Tomasson hafi skorað tvö mörk í sigrinum á Parma um helgina verð- ur hann á varamannabekknum því Ancelotti hefur ákveðið að tefla Fil- lipo Inzaghi og Andrei Shevchenko fram í fremstu víglínu. Deportivo, sem tekur þátt í Meistaradeildinni fjórða árið í röð, hefur aldrei tekist að komast í gegnum 8-liða úrslitinen AC Milan er eitt af sigursælustu liðum í Evr- ópukeppninni en sex sinnum hefur Mílanóliðið hampað Evrópumeist- aratitlinum. Liðin voru í sama riðli í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Milan hafði betur á Spáni, 4:0, en dæmið snerist við á Ítalíu þar sem Deportivo hafði betur, 2:1. Meiðsli hjá Porto Fróðlegt verður að fylgjast með hvort Porto takist að fylgja eftir ár- angri sínum gegn Manchester Unit- ed en Portúgalirnir fá franska liðið Lyon í heimsókn í kvöld. Brasilíumaðurinn Juninho, leik- maður Lyon, segir að lið Porto hafi sýnt og sannað að þar sé afar sterkt lið á ferð en engu að síður telur hann möguleika Lyon góða á að komast í undanúrslitin. „Porto er með mjög gott lið og er betra að mínu mati en lið á borð við Inter, Barcelona og Bayern Münch- en sem ég hef leikið gegn. Liðið er mjög heilsteypt og samtaka í því sem það gerir inni á vellinum. Leik- menn liðsins hafa spilað lengi sam- an og gjörþekkja því hver annan svo við höfum búið okkur undir mjög erfiðan leik,“ segir Juninho en Lyon tyllti sér á topp frönsku 1. deildarinnar um helgina með 1:0 sigri á Nantes en Lyon og Monaco hafa bæði 60 stig. Porto hefur enn ekki tapað leik í portúgölsku deildinni en meiðsli hafa sett nokkuð strik í reikninginn hjá liðinu. Fyrirliðinn Jorge Costa getur ekki spilað eftir að hafa togn- að á læri í leiknum við Manchester United á dögunum og þá er Ric- ardo Costa handarbrotinn og getur heldur ekki spilað. En helsti höf- uðverkur þjálfarans, Jose Mour- inho, er meiðsli framherjanna Derli og Marco Ferreira. Massimo Ambrosini, leikmaður AC Milan, skorar hér glæsilegt mark með skalla í leik gegn Lazio á Ítalíu, þar sem Angelo Per- uzzi, markvörður Lazio, átti ekki möguleika á að verja. Stöðvar Deportivo sigurgöngu AC Milan? ÁTTA liða úrslitin í Meistardeild Evrópu í knattspyrnu hefjast í kvöld. AC Milan, sem á Evrópumeistaratitilinn að verja, tekur á móti spænska liðinu Deportivo La Coruna og í Portúgal fá Manchester United-banarnir í Porto lið Lyon frá Frakklandi í heimsókn. Annað kvöld mætast síðan Real Madrid og Mónakó og Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.