Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 49
JOHN Carew, miðherji Roma á
Ítalíu, er á ný kominn í lands-
liðshóp Norðmanna í knattspyrnu,
sem mætir Serbíu-Svartfjallalandi
í Belgrad 31. mars. Hann var sett-
ur út úr landsliði Norðmanna eftir
að honum og John Arne Riise,
leikmanni Liverpool, lenti saman í
september sl. Það var Nils Johan
Semb, fyrrverandi landsliðsþjálfari
Noregs, sem ákvað að setja Carew
út úr landsliðinu, en nú hefur eft-
irmaður hans, Åge Hareide, valið
miðherjann í 20 manna lands-
liðshóp sinn, sem er þannig skip-
aður:
Markverðir: Erik Holtan (Odd
Grenland) og Thomas Myhre
(Sunderland).
Varnarmenn: Claus Lundekvam
(Southampton), Ståle Stensaas
(Rosenborg), Christer Basma (Ros-
enborg), Hassan El Fakiri (Móna-
kó), Brede Hangeland (Viking),
John Arne Riise (Liverpool) og
Vidar Riseth (Rosenborg).
Miðju- og sóknarmenn: Ardian
Gashi (Vålerenga), Jan Gunnar
Solli (Rosenborg), Martin Andre-
sen (Blackburn), Harald Martin
Brattbakk (Rosenborg), John Car-
ew (Roma), Tore André Flo
(Siena), Morten Gamst Pedersen
(Tromsø), Thorstein Helstad
(Austria Vín), Magne Hoset
(Molde), Frode Johnsen (Rosen-
borg) og Sigurd Rushfeldt (Austria
Vín).
John Carew aftur í
landsliðshóp Noregs
FÓLK
ALFREÐ Jóhannsson, sem lék í
fremstu víglínu með Grindavík í úr-
valsdeildinni í knattspyrnu síðasta
sumar, hefur verið lánaður til 1.
deildar liðs Njarðvíkur. Alfreð lék
15 leiki með Grindavík í úrvals-
deildinni í fyrra og skoraði í þeim 3
mörk.
JÓN ÖRVAR Eiríksson og Þor-
leifur Árnason, sem léku með KA í
úrvalsdeildinni í knattspyrnu í
fyrra, eru gengnir til liðs við 2.
deildar lið Leifturs/Dalvíkur.
ÓLAFUR Sigurjónsson skoraði 4
mörk fyrir Tres de Mayo þegar lið
hans og Hlyns Jóhannessonar
markvarðar vann óvæntan útisigur
á Granada, 25:24, í spænsku 2.
deildinni í handknattleik um
helgina. Þrátt fyrir sigurinn er Tres
de Mayo langneðst, er með 10 stig
og er sjö stigum frá því að komast
úr fallsæti þegar sex umferðum er
ólokið.
DAWID Banaczek, pólski knatt-
spyrnumaðurinn sem Skagamenn
vildu fá í sínar raðir fyrr í vetur,
hefur samið við Vaduz frá Liech-
tenstein. Hann mun leika með lið-
inu í næstefstu deild í Sviss en þar
er félagið í harðri baráttu um að
komast í úrvalsdeildina.
JASON Kidd, leikstjórnandi
NBA-liðsins Nes Jersey Nets, ætlar
sér ekki að fara í aðgerð á hné fyrir
úrslitakeppnina, en slík aðgerð yrði
til þess að Kidd myndi ekki leika
fleiri leiki með liðinu í vetur. Nets
hefur leikið til úrslita um NBA-
titilinn undanfarin tvö ár og í viðtali
við New York Post segir Kidd að á
meðan hann geti hreyft hnéð muni
hann leika í úrslitakeppninni.
NORSKA knattspyrnufélagið
Viking hefur fengið Mads Timm, 19
ára danskan sóknarmann, að láni
frá Manchester United fram í júlí.
Timm þykir bráðefnilegur og sagt
er að hann eigi að leika við hlið
fyrrum leikmanns United, Erik
Nevland, í fremstu víglínu hjá Vik-
ing. Það er því útlit fyrir harðari
samkeppni fyrir Hannes Þ. Sig-
urðsson, sem hefur átt sæti í byrj-
unarliði Viking að undanförnu.
ABBY Wambach skoraði þrennu
fyrir Bandaríkin sem sigruðu Nor-
eg, 4:1, í úrslitaleiknum á alþjóðlega
kvennaknattspyrnumótinu sem lauk
í Portúgal um helgina. Hún lagði
auk þess upp fjórða markið fyrir
Lindsay Trapley en Hege Riise
gerði mark Noregs. Frakkland,
sem leikur með Íslandi í riðli í und-
ankeppni EM, vann Ítalíu í víta-
spyrnukeppni í leiknum um þriðja
sætið, eftir 3:3 jafntefli.
WAYNE Rooney, hinn 18 ára
miðherji Everton, sem fékk að sjá
sitt tíunda gula spjald í leik gegn
Leicester um helgina, fer í tveggja
leikja bann. Hann mun missa af leik
úti gegn Newcastle og heimaleik
gegn Tottenham í byrjun apríl.
ROB Douglas, markvörður
Celtic og Thiago Motta, mið-
vallarleikmaður Barcelona,
voru úrskurðaðir í eins leiks
bann hjá aganefnd Knatt-
spyrnusambands Evrópu,
UEFA, í gær. Þeir leika því
ekki með liðum sínum er þau
mætast í 16 liða úrslitum
UEFA-keppninnar á Nou
Camp. Þeim lenti saman í
fyrri leik liðanna í Glasgow,
sem Celtic vann, 1:0 – fengu
báðir að sjá rauða spjaldið.
Bobo Balde, varnarmaður
Celtic, úrskurðaður í eins
leiks bann fyrir þrjú gul
spjöld og Javier Saviola,
Barcelona, fékk eins leiks
bann - var rekinn af leikvelli í
Glasgow.
Douglas
og Motta
í bann
Leikurinn fór hratt af stað hjá báð-um liðum, Keflvíkingar leituðu
mikið inn í teig að Derrick Allen sem
skoraði 6 fyrstu stig
þeirra. Grindvíking-
ar reyndu mikið af
gegnumbrotum sem
skiluðu þeim mörg-
um stigum í byrjun leiks. Það kom
mjög á óvart að stærsti maður Kefla-
víkur, Derrick Allen, átti að gæta
Darrel Lewis, bakvarðar Grindvík-
inga, og leysti það hlutverk með
stakri prýði. Um tíma fékk Lewis
engan frið og átti í erfiðleikum með
að festa sig í sessi í sókn Grindavíkur.
Mikill barningur var á milli leik-
manna og kom það nokkrum sinnum
upp á í þessum leik að dómarar
þyrftu að stöðva leikinn sökum rifr-
ildis eða pústra og var greinilegt að
hvorugt liðið ætlaði að gefa neitt eft-
ir.
Arnar Freyr Jónsson spilaði mjög
vel með Keflavík í fyrri hálfleik og
var gaman að fylgjast með sóknartil-
burðum hans. Hann sundurspilaði
Grindavíkurvörnina og skoraði ann-
aðhvort sjálfur eða gaf á samherja
sína sem voru í opnum færum eftir að
Arnar hafði dregið að sér varnar-
menn. Á tímabili spiluðu Grindvík-
ingar mjög slaka vörn og skoraði
Derrick Allen að vild inni í teig
heimamanna á tímabili. Þegar leið á
fyrri hálfleikinn fóru Grindvíkingar
að leita meira inn í teig Keflvíkinga
og voru þar fremstir í flokki Jackie
Rogers og Anthony Jones.
Keflvíkingar tóku þá leikhlé og
skiptu yfir í svæðisvörn, hún virtist
henta Grindavík vel og skoraði meðal
annars Helgi J. Guðfinnsson 5
þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik.
Staðan í leikhléi var 59:55, Keflavík í
vil.
Í seinni hálfleik var það sama upp á
teningnum, mikill hraði og mikið
skorað. Leikurinn var í járnum allan
seinni hálfleikinn en heimamenn í
Keflavík virtust alltaf vera skrefi á
undan. Barningurinn hélt áfram og
litlu munaði að syði upp úr milli
Jackie Rogers og Jóns Hafsteinsson-
ar. Við það virtust dómararnir missa
tökinn á leiknum.
Þegar um fjórar mínútur voru eftir
skoruðu Keflvíkingar átta stig í röð
og virtust vera að gera út um leikinn.
Grindvíkingar tóku þá leikhlé, og
skoruðu sjö stig í röð á innan við mín-
útu. Keflvíkingar tóku þá leikhlé og
fóru betur yfir sín mál. Keflavík skor-
aði 12 stig á lokamínútunum, öll úr
þriggja stiga skotum. Þrjú þeirra
voru frá Magnúsi Gunnarssyni og eitt
frá Nick Bradford og gerðu þau út
um þennan leik, 116:105.
„Það var alveg skelfilegt hvað
Darrel Lewis fékk lítið dæmt með sér
í öllum hans gegnumbrotum, það var
með ólíkindum hvernig Keflvíkingar
fengu að berja hann sundur og sam-
an. En burtséð frá því þá töpuðum við
þessum leik fyrst og fremst á vörn-
inni. Við áttum góðan endasprett,
skoruðum sjö stig í röð og minnkuð-
um muninn í eitt stig en náðum ekki
að fylgja því eftir. Þetta er bara önn-
ur orrustan og það er mikið eftir af
þessari keppni,“ sagði Friðrik Ingi
Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, í
leikslok.
„Við vorum yfir nær allan leikinn
en í restina bitu þeir frá sér með sjö
stigum í röð og leikurinn var galop-
inn. Þá sagði ég hingað og ekki lengra
og gerði út um leikinn með þremur
þriggja stiga körfum,“ sagði Magnús
Gunnarsson, hetja Keflvíkinga.
Morgunblaðið/Einar Falur
Falur Harðarson, annar þjálfara Keflvíkinga, gefur Sverri Þór Sverrissyni góð ráð. Þeir höfðu bet-
ur gegn Grindavík í gærkvöld og jöfnuðu metin í einvígi liðanna, 1:1.
Magnús tryggði
Keflavík sigurinn
KEFLVÍKINGAR jöfnuðu metin gegn Grindvíkingum, 1:1, í undan-
úrslitaeinvígi liðanna á Íslandsmóti karla í körfuknattleik í gær-
kvöld með því að sigra þá, 116:105, á heimavelli sínum í Keflavík.
Það var Magnús Þ. Gunnarsson sem tryggði heimamönnum sig-
urinn því hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á lokakafla leiks-
ins. Liðin mætast í þriðja sinn föstudagskvöldið, þá í Grindavík, en
það lið sem sigrar þrisvar kemst í úrslitaleiki Íslandsmótsins gegn
Snæfelli eða Njarðvík.
Davíð Páll
Viðarsson
skrifar
Morgunblaðið/Einar Falur
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, lætur sína menn
hafa það óþvegið og Páll Axel Vilbergsson lítur undan.