Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 12

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5.MARS 1992 Hjá dómstóli í ávana- og fíkniefnamálum liggur mál á hendur tveimur mönnum sem fluttu inn og seldu að mestum hluta 60 kílógrömm af hassi. Þetta er mesta magn í einu og sama fíkniefnamálinu hér á landi. Ríkissaksóknari gaf út ákæm í málinu í júlí 1990. Þrátt fyrir að rúmlega eitt og hálft ár sé liðið frá því ákæran var gefin út hefur hún ekki verið birt mönnunum. Þetta þýðir að ekk- ert hefur verið gert í málinu hjá dómstólnum. ,Aitli það sé ekki vegna þess að við höfum meira að gera en við getum afkastað," sagði Ás- geir Friðjónsson, dómari við sakadóm í ávana- og fíkniefna- málum, þegar PRESSAN spurði hann hverju þetta sætti. Það var á árinu 1988 að mennirnir tveir, Hallgrímur Másson og Siefán Einarsson viðskiptafrœðingur, vom hand- teknir. Hallgrímur var handtekinn ásamt sendibílstjóra þegar þeir voru að koma málningarfötum fyrir í bílskúr í Fossvogshverfi í Reykjavík. I málningarfötunum vom um 10 kílógrömm af hassi. Við yfirheyrslur kom í ljós að áður höfðu verið flutt inn um 50 kflógrömm af hassi með þessum sama hætti. Áður en til handtökunnar kom hafði lögregla fengið vitn- eskju um hvað fötumar höfðu að geyma. Mennimir náðu ekki sjálfir í fötumar í vömgeymslu Eimskips í Hafnarfirði, heldur sendu sendibflstjóra, sem vissi ekkert um glæpinn. Sendibflstjóranum var gert að fara með fötumar að ákveðnu húsi í Fossvogi. Þar beið Hall- grímur hans. Lögregla vissi af því að búið var að sækja fötum- ar og sendibílnum var fylgt eftir. LEIFITJRSÓKN LÖGREGLU Þegar byrjað var að af- ferma bflinn lét lögreglan, undir stjórn Arnars Jens- sonar, þáverandi yfirmanns fíkniefnadeildarinnar, til skar- ar skríða. Hallgrímur og sendibílstjórinn voru hand- teknir. Snemma kom í ljós að bflstjórinn var saklaus af öllu og honum því sleppt. Hallgrím- ur játaði flest í mál- inu og snem ma beindist gmnur að Stef- Ásgeir Friðjónsson, dómari 1 sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum. Hann segir að ástæða þess, að ekkert hefur verið gert 1 stærsta fíkniefnamáli sögunnar hér á landi, sé sú, að svo mikið sé að gera aö hann og aöstoöarfólk hans anni ekki því sem fyrir liggur. Hann hefur valiö að af- greiða smærri málin en láta stærsta málið kyrrt liggja. skurðaðir í gæslu- varðhald og rann- sókn málsins keyrð áfram af öllu afli. Áður en langt um leið var málið fullrannsak- að og sent til ríkis- saksóknara. Ákæra var síðan gefin út í júlí 1990, eins og fyrr sagði, en þá hafði málið verið um eitt ár hjá ríkissak- sóknara. Síðan, eða í eitt og hálft ár, hefur það sofið svefninum langa, þrátt fyrir að hér sé um að ræða stærsta fíkniefna- mál hér á landi, að minnsta kosti ef mælt er eftir magni. Björn Halldórsson, yfirmaöur fíkniefna- deildar. Eftir að hann tók viö starfinu hafa orðið talsverðar mannabreytingar og sam- bönd við fólk í undirheimunum þar með tapast. FJOGUR KILO TEKINI LEIFSSTÖÐ Nokkru eftir að rannsókn lauk á „málningarfötumálinu", eða í maí 1989, var kona, Bryn- dís Valbjörnsdóttir, handtekin í Leifsstöð. I fórum hennar fund- ust fjögur kflógrömm af hassi. Hún hafði tengst hinu málinu talsvert. Hún er meðal annars ákærð fyrir að hafa selt fyrir þá Stefán og Hallgrím milli sjö og átta kfló af hassi. Hún var ekki ákærð samhliða þeim, heldur nokkru síðar, og þá fyrir söluna og að hafa flutt inn þau fjögur kfló sem áður er getið um. Eins og fyrr segir er búið að ákæra Bryndísi, en henni hefur ekki verið birt ákæran enn. í núgildandi lögum er ekkert sem segir hversu langan tíma dómari hefur til að birta ákærur. Með lagabreytingum sem taka gildi 1. júlí í sumar verður dóm- ari að birta ákæmr innan þriggja vikna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.