Pressan - 05.03.1992, Síða 25

Pressan - 05.03.1992, Síða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. MARS 1992 25 S K O Ð U N Látið í friði EFNAHAGSMÁL Ég dvaldist í Bandaríkjunum um ára- mótin og fram í febrúar og las þá að stað- aldri stórblaðið New York Times. í lok janúar birtist þar mikil ljósmynd af for- ystumönnum ýmissa ríkja, sem sæti áttu í Öryggisráðinu og sóttu sérstakan hátíðar- fund þess, þar á meðal Bush Bandaríkja- forseta og Jeltsin Rússlandsforseta. Ég tók sérstaklega eftir því, að í hópi forystu- mannanna fimmtán var leiðtogi Græn- höfðaeyja, en íslendingar hafa veitt því ríki talsverða þróunaraðstoð um nokkurra ára skeið. Og þá fór ég að hugleiða þróun- araðstoð. ísland hefur, eftir því sem mér er sagt, nokkrum sinnum átt þess kost að taka sæti í Öryggisraðinu, en jafnan hafnað því, þar sem það hefði of mikinn kostnað í för með sér. Sendiráð landsins hjá Sameinuðu þjóðunum er h'tið og fámennt og vanbúið starfi í þessu mikilvæga ráði. En hvemig stendur á því, að Grænhöfðaeyjar hafa ráð á þvf, sem ísland hefúr ekki ráð á, þótt Grænhöfðaeyjar þiggi þróunaraðstoð frá íslandi? Er ekki eitthvað bogið við þetta? Nóg er af fátækum þjóðum í heiminum. Ættu íslendingarekki að veita einhvetjum þeirra aðstoð í stað íbúa Grænhöfðaeyja, sem eru ekki fátækari en svo, að þeir geta setið í Öryggisráðinu og spókað sig á ljós- mynd með Bush og Jeltsin? Einhveijir kunna að svara því til, að ís- lendingar veiti íbúum landsins aðstoð, en ekki ríkisstjóm þess, því að þeir kenni landsmönnum aðallega að veiða. Þetta svar er alls ekki fullnægjandi. Ef Græn- höfðaeyjar hafa efni á að sitja í Öryggis- ráðinu. þá hafa þær líka efni á _að greiða fullt verð fyrir þá kennslu, sem íslending- ar veita íbúum landsins, og þá gætu Is- iendingar einbeitt sér að aðstoð, þar sem hennar er greinilegar þörf. Það kynni raunar líka að vera eðlilegra, að þeir kost- uðu eigin sem í Öryggisráðinu en setu for- ystumanna Grænhöfðaeyja, eins og þeir gera með óbeinum hætti. Því er við að Ef Grœnhöfðaeyjar hafa efni á að sitja í Öryggisráðinu, þá hafa þœr líka efni á að greiða fullt verð fyrir þá kennslu, sem fs- lendingar veita íbúum landsins, og þá gœtu íslendingar éinbeitt sér að aðstoð, þar sem hennar er greinilegar þörf. bæta, að Grænhöfðaeyjar vonl til skamms tíma einræðisríki og þvf minni ástæða til að aðstoða þær en mörg önnur lönd. Sífellt fleiri eru teknir af efast um þró- unaraðstoð, og ber margt til. í fyrsta lagi verðum við vitni að þróun án aðstoðar í löndum eins og Hong Kong og Suður- Kóreu. I öðru lagi horfum við víða annars staðar í þriðja heiminum upp á aðstoð án þróunar. Þróunaraðstoð hefúr lítinn sem engan árangur borið og gerir sums staðar illt verra, því að hún eflir ríkisvald á kostnað einkaframtaks í viðtökulöndum, raskar þar jafnvægi. truflar og torveldar eðlilega aðlögun og hagvöxt. Ef við viljum hjálpa þjóðum þriðja heimsins, þá er skynsam- legast að gera það með ljárfestingum þar í ágóðaskyni og með því að opna þeim markaði á Vesturlöndum. Höfundur er lektor í stjónmálatræði i félags- vísindadeild Háskóla íslands. BIRGIR ÁRNASON Hrikalegar frásagnir af afkomu fyrir- tækja í sjávarútvegi ýta óhjákvæmilega undir kröfur um að gengi krónunnar verði lækkað. Gengisfelhng hefúr um áratuga- skeið verið hefðbundin aðferð til að taka á afkomuvanda í sjávarútvegi. En það þarf ekki ítarlega athugun til að sannfærast um að gengislækkun. hvort sem er í einum rykk eða í áföngum, á alls ekki við eins og nú háttar í íslenskum efnahagsmálum og er raunar úrelt hagstjómaraðferð. Gengi krónunnar hefur nú verið haldið stöðugu í um tvö ár. Skynsamlegir kjarasamningar hafa tryggt að verðbólga hefúr snarminnkað og mælist nú á svipuðu róli og í helstu við- skiptalöndum íslendinga. Raungengi krónunnar hefur því lítið hækkað og sam- keppnisstaða útflutningsgreina rýmað óverulega af þeim sökum. Þegar við- skiptakjörin em tekin með í reikninginn er samkeppnisstaðan beui nú en hún var fyr- ir tveimur árum. Hér horfir öðmvísi við en síðast þegar gerð var tilraun til að halda genginu stöð- ugu um miðjan síðasta áramg. Þá fór inn- lend verðlags- og launaþróun úr böndum, ekki síst vegna slakrar fjármálastjómar þáverandi ríkisstjómarí aðdraganda kosn- inganna árið 1987. Raungengi krónunnar hækkaði snarlega og varð langtum hærra en það er nú. Viðskiptakjörin vom einnig til muna lakari en um þessar mundir. Ekki varð komist hjá lækkun á gengi krónunn- ar við þessar aðstæður, en auðvitað varð bið á því að þáð hægði á verðbólgunni. Almenn reksuarskilyrði sjávarútvegs em nú, þegar allt er talið, viðunándi. Vandi sjávarútvegsins liggur fyrst og síð- ast í því að of lítið er af fiski í sjónum um- hverfis landið. Þetta er ekkert nýtt. Af- kastageta fiskiskipastólsins og fiskvinnsl- unnar hefur lengi verið of mikil miðað við þann afla sem hugsanlega hefúr mátt draga að landi. Erfiðleikamir sem steðja að þegar nauðsynlegt reynist að skerða aflaheimildir undirstrika þá offjárfestingu í sjávarútvegi sem viðgengist hefúr um langt árabil. Það er þessi offjárfesting sem þarf að taka á og þar kemur gengislækkun að engu haldi, síst af öllu þar sem stærstur hluti skulda sjávarútvegsins er í erlendum gjaldmiðlum. Auðvitað þýðir það að fiskiskipum þarf að fækka og loka verður vinnslustöðvum. Aðgerðir ríkisstjómarinnar eiga að miða að þvf að milda afleiðingar sam- dráttar f sjávarútvegi en ekki að því að koma í veg fyrir hann. Hér þarf fyrst að huga að kjömm þess fólks sem samdrátt- urinn bitnar á en einnig veija bankakerfið fyrirhmni. Sanngjamt væri að nota tekjur af veiði- leyfagjaldi til að standa straum af kostnaði við aðgerðir í þessu skyni. Vemlegur árangur hefúr náðst í barátt- unni við verðbólguna. Stöðugt gengi krónunnar hefur gegnt þar lykilhlutverki. Ríkisstjómin á að halda áfram á sömu braut og hún markaði í haust með yfirlýs- ingu um að kanna skyldi hvort æskilegt væri að tengja gengi krónunnar við evr- ópsku mynteininguna — ECU — til frambúðar. Gengisfelling er neyðarúrræði Ríkisstjórnin á að halda áfram á sömu braut og hún markaði í haust með yfirlýsingu um að kanna skyldi hvort œskilegt vœri að tengja gengi krónunn- ar við evrópsku mynt- eininguna, ECU, til frambúðar. sem ekki á að grípa til nema á örlaga- stund. Því fer Ijarri að slík stund sé mnnin upp á Islandi. Nú er hins vegar lag til að gera aðkallandi skipulagsbreytingar í ís- lensku atvinnulífi og leggja þar með gmnn að nýju framfaraskeiði. Nöfundur er hagfræóingur hjá EFTA í Genf. „Ég hefkynnst mörgum góðum dreng um dagana. Þeir eru þó ekki margirsem standa Þresti Ólafssyni framarað mann- kostum, heiðar- leika, ósérhlífni og verksviti. “ Jön Baldvin Hannlbalsson utanrfklsráöherra. Ó)fcjó-tcx ■j-iýíA't o-tp' SV-cr! „Þetta er orðinn farsi og ég gef mér ekki langan tíma til að út- kljá þetta mál.“ Slghvatur Björgvinsson niðurskurðartinffur. (wcð ■f'txtsú'ycfttvíx (rce-c) bev ,Æg kom alveg af fjöllum þegar ég heyrði þetta í morgun." Ámi Johnsen atkvsði. S-K'ÍZu't' eútt cytcx „I>að er svo skrýtið, að fólk hef- ur á tilfinningunni að það sé að ræða einkasamtal. svo em kannski 28 þúsund manns að hlusta." Eirfkur Jónsson spjallari. ÓsýtUfccíð siiuft ,JMér finnst eins og gerzt hafi í gær, að ég skrifaði skattskýrsl- una í fyrra.“ Hapkur Helgason aöstoðarritstjóri. ^cct slcttcv KutZríU' sef-yc FJÖLMIÐLAR Orlítið um það sem ekki má skrifa um Ég rekst sífellt oftar á skoðan- ir fólks um hvað sé við hæfi að fjölmiðlar fjalli um og hvað ekki. Reyndar rekst ég oftar á það síðartalda. Einn heldur því fram að fjöl- miðlar eigi undir engum kring- umstæðum að fjalla um bama- vemdarmál og fær leiðarahöf- unda Moggans meira að segja til að taka undir með sér. Annar segir að fjölmiðlar eigi ekki að fjalla um fjárglæfra eða að minnsta kosti ekki fyrr en Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm sinn og þá skuli sérstaklega taka úllit til fjölskyldu hins dæmda í skrifunum. Sá þriðji heldur því fram að ekki eigi að segja fréttir af ásökunum um stríðsglæpi, að minnsta kösti ekki þegar hinir meintu glæpir eru orðnir nokkuð gamlir. Þann- ig má lengja telja. Og það sem furðar mig mest (og sjá má af þeirri skoðun leiðarahöfúndar Moggans að rétt sé að útiloka heilu málaflokkana af síðum blaðsins) er að flestar þessara radda eiga greiðan aðgang inn í blaðamannastétúna. Það er að rrúnnsta kosti sú mynd sem maður fær þegar Blaðamanninum, málgagni Blaðamannafélagsins, er flett. f því blaði fjalla flestar greinamar um hvað blaðamenn eiga ekki að skrifa um og af lestri þeirra að dæma er af nógu að taka í þeim efnum. Ég er hins vegar þeirrar skoð- unar að fjölmiðlar megi — og eigi — að fjalla um nánast allt milli himins og jarðar og kalla hluti og menn réttum nöfnum. Ég held að slíkt geti af sér opn- ara og betra þjóðfélag. Ef ég væri ekki þessarar skoðunar væri ég sjálfsagt ekki í því starfi sem ég er í dag. En er þá ekkert sem á ekki heimaíblöðunum? Jú, vissulega. Það kemur til dæmis engum við „What Ever Gets You Through The Night“, eins og John Lennon söng, svo framarlega sem það er kyn- þroska og yfir lögaldri. Þó svo að fólk sé áhugasamt um kynlíf þekktra einstaklinga er ekki þar með sagt að það eigi að fjalla um það í fjölmiðlum. Þó að það geú verið fjörugt þá snertir það h'f afskaplega fárra á beinan hátt. Svo aftur sé minnst á íslend- ingasögumar þá er svipuð af- staða tekin í þeim. Þótt fólk deili helst um peninga, völd og ástir er minnst fjallað um það síðast- talda í þeim sögum. Til að meta hvað eigi erindi í blöð hefur blaðamaðurinn við fátt annað að styðjast en hefðina og bijóstvitið. Hann getur ekki flett upp í lagasöfnum eða hæstaréttardómum til að meta hversu mikið pláss hann eigi að leggja undir viðkomandi mál eða hversu stór fyrirsögnin skuli vera. Og í raun bannar honum ekk- ert að birta það sem bijóstvitið segir honum. Fólk getur hætt að kaupa blaðið hans ef því mislík- ar það. Það getur skrifað and- s var ef það er ósammála honum. Það geúir stefnt honum ef það telur hann hafa meitt æru þess. En hann nýtur sama ritfrelsis og annað fólk. Þótt hann hafi skrýtnar skoðanirog annarlegan smekk þá bannar honum fátt að skrifa um það. Gunnar Smári Egilsson „Það var sko mjaltavélin frá Selfossi sem sigraði mulnings- vé!ina.“ Sigurður Sveinsson C<ýtct fictc) ,JJush virðist ekkert hafa til málanna að leggja." Ronald Reagan ollilffeyrisþegi. f\.jc\'Sysct, ^ýýcsysct ,í>eir blótuðu bara og sögðu shit maður, shit maður." Vilborg Sigurðardóttlr afgreiðsiustúlka.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.