Pressan


Pressan - 05.03.1992, Qupperneq 30

Pressan - 05.03.1992, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. MARS 1992 IIMHVERFI 1 |i w ” 1 L " ■■■■;: tf [TJ Skúli Guömundsson, at- vinnumaður í sorphiröu og þrifnaöi, tilbúinn í slaginn meö réttu græjurnar. ekkert um það hvemig þama er umhorfs. Hann sér þetta aldrei því það er alltaf búið að sópa þegar fólk fer á fætur,“ segir Skúli. Væri kannski ráð að sleppa því einu sinni að sópa og leyfa fólki að sjá hvemig umgengnin er? „Nei, það væri ekki hægt, þá kæmist fuglinn í þetta og hann myndi dreifa draslinu um allt,“ svarar Skúli. Á vorin og sumrin er vargurinn mjög ágengur og rífur og tætir í sundur alla poka í leit sinni að æti. Skúli telur miklu vænlegra að fjölmiðlamir taki myndir þama niðurfrá og sýni almenningi. Þá væri kann- ski von til að fólk tæki sig á. Annars telur hann umgengn- ina í heild ekki svo slæma, þó vissulega séu sumar helgar verri en aðrar. Og það er kannski ágætt að vissu leyti að megnið af draslinu skuli þó vera á sama punktinum — það auðveldar þrifin. En vissulega væri best ef fólk hefði dug í sér til að nota ruslakörfurnar, sem enginn hörgull er á í miðbænum. En er þctta skemmtilegt starf? „Þetta er bara eins og önnur vinna; getur verið skemmtileg og getur verið leiðinleg. Það er ÞAf> SEST EKKI LENCUR EIN EINASTA DÓS f MIÐBÆNUM „Dósimar er maður hættur að sjá því fólk tínir þær allar upp. Aður en Endurvinnslan kom var rosalega mikið um dósir og flöskur en nú sér maður varla heila flösku, þetta em aðallega glerbrot," segir Skúli Guð- mundsson, einn þeirra sem sjá um að borgin líti sómasamlega út. Hann vinnur á vélsóp og fer af stað klukkan fjögur á nætum- ar að hreinsa miðbæinn. Það er semsagt honum og samstarfs- mönnum hans að þakka að mið- bærinn lítur sómasamlega út þegar við hin loks skreiðumst á lappir. Skúli segir að það sé misjafnt hversu mikið drasl er á götun- um. Á þessum árstíma sé þetta í lágmarki, það gerir veðráttan. Á sumrin er hinsvegar mun meira rusl á götunum og eins segir Skúli að það aukist um hver mánaðamót þegar fólk er nýbú- ið að fá útborgað. „Almenningur veit náttúrlega náttúrlega skemmtilegt að sjá árangur af því sem maður ger- ir,“ svarar Skúli. Án efa sér Skúli alltaf árangur af starfi sínu og það er erfitt að hugsa sér hvernig miðbærinn liti út ef manna eins og hans nyti ekki við. TÓK FLÖC í FÓSTU R „Það er alveg ótrúlegt hvað það hefur rœst úr þessu. Maður verður bara að reyna nógu lengi því afföllin eru mikil, “ segir hinn margfaldi fósturfaðir Ríkharður Ásgeirsson. Mörgum landanum þykirþaö œrið verkefni að sjá um garðinn sinn svo vel sé. Það er því góðra gjalda vert þegar ein- staklingar taka upp á sitt ein- dœmi að hlúa að berum börð- um hér og þar um landið, svœð- um sem eru ekki íþeirra eign. Ríkharður Ásgeirsson er einn af þessum hugsjónamönnum, en hann ásamt konu sinni hefur tekið flag í fóstur, ekki bara eitt heldur „við skulum hafa flögin í fleirtölu en eitt þeirra er nú horfið. Við hjónin emm ákaf- lega nísk á allt sem lífirænt er og viljum ekki henda neinu. Því söfnum við illgresi, grasi og öðm úr garðinum okkar og setj- um í þessi leirflög. Okkur þykir svo upplagt að bmna með allt saman suðureftir. Við völdum okkur stað við veginn á leiðinni suður á Hafnir, en þar er aldrei logn. Eg hef ekki hugmynd um hver á landið. Okkur fannst bara upplagt að byrja að setja þarna niður. Við vorum að klippa hekkið héma í garðinum okkar og vissum ekki hvað við áttum að gera við sprotana. Við stungum þeim því niður hér og þar í flagið. Það er alveg ótrú-. legt hvað það hefur ræst úr þessu. Maður verður bara að reyna nógu lengi því afföllin em mikil. Einn kunningi minn var að klippa niður hekk eitt sumarið og lagði sprotana til hliðar. Eg spurði hvort ég mætti ekki hirða staflann og gróðursetja í flag- inu, og viti menn, það lifir hver einasta planta“. Er einhver sérstök ástœða fyrir staðarvalinu? „Nei, maður er eins og fjall- göngumaður sem velur áningar- stað þar sem vatn er að finna. Beggja vegna við veginn eru flög og tjöm á vetuma fram á vor. Á sumrin var þama stein- dautt flag, en er ekki lengur. Svæðið er kallað Bringar. Það var kona búin að setja niður grenitré fýrir ofan flagið og það hefur vafalaust verið hvati. í dag má finna í reitunum sól- berjarunna, asparsprota, viðju, víði, hvönn, lúpínu og jafnvel rabarbara. Einfaldlega allt sem til hefur fallið.“ Er ekki algengara en margur heldur aðfólk taki Jlag ífóstur? „Það eru margir sem eiga óskilgetin afkvæmi. Eg skrifaði eitt sinn greinarstúf í Víkurífétt- ir og hvatti fólk til að taka flag í fóstur. Þá komu nokkrar konur til mín og sögðust hafa gert þetta. Ég varð nú svolítið upp með mér þegar ungmennafélög- in fóm að hvetja fólk til að taka flag í fóstur, því þetta slagorð er komið frá mér.“ í CRÆNNI FRAMTÍP FELAST NÝ ATVINNUTÆKIFÆRI segir Ingibjörg Elíasdóttir, sem tók þátt í tilraunaverkefni um hvernig lifa má grœnt og umhverfisvœnt. Átta fjölskyldur í Kópavogi urðu á síðasta ári „grænar“, en það var liður í tilraunaverkefni á vegum bæjarstjómar Kópavogs. I eina fjóra mánuði kepptust fjölskyldumar við að vera eins umhverfisvænar og mögulegt var; flokkuðu mslið sitt, grófu afganga, þvoðu minna og spör- uðu og spömðu. Með Kópavogi í þessu verkefni vom GrindavQc, Eyrarbakki, Akranes og Nes- kaupstaður. Ingibjörg Elíasdóttir hjúkrunarfræðingur var sjálf- boðaliði ásamt fjölskyldu sinni og segir hún að það hafi komið sér á óvart hversu léttur leikur það er að vera umhverfisvænn. „Verkefnið hófst á því að fyrsta hálfa mánuðinn voru teknar svokallaðar núlltölur sem urðu viðmiðunarmörk um lifh- aðarhætti okkar. Við áttum til dæmis að vigta hvað væri mikið msl hjá okkur áður en við byij- uðum að flokka það og hvað við keyrðum mikið áður en við fór- um að draga úr akstri. í raun þarf að gera samanburð á einu ári því veðráttan á Islandi gerir eina viku svo gjörólíka annarri. Eftir að núlltölumar vom fengn- ar byrjuðum við að reyna að breyta okkur. Við mældum vatn og raf- magn firá fyrsta febrúar firam til fyrsta maí, en það er tími þegar birtir mikið á Islandi og hlýnar þannig að stærðirnar sem við fengum vom kannski ekki raun- hæfar. Auðvitað dregur maður úr notkun á rafmagni og hita á þessum tíma.“ Hvað kom þér mest á óvart við nýja lífið? „Hvað lífræni úrgangurinn úr eldhúsinu er stór hluti af því sem við hendum. Ég hafði h'tið hugsað út í það að maður ætti að búa til mold úr afgöngum og það kom mér á óvart hvað það var lítið mál að flokka ruslið. Við emm ekki með eldhússkápa sem eru innréttaðir fyrir þetta heldur emm bara með dósir og flöskur í pokum inni í búri. I skandinavískum eldhúslausnum í dag er skápurinn undir vaskin- um aftur orðinn tvöfaldur eins og hann var í gamla daga. Þar ertu með margar fötur og grind- ur þar sem þú safnar sorpinu. Nú tek ég bara grær.metisúr- ganginn minn, kaffikorginn, ávaxtahýðið og telaufin og fer með það út. Þetta lyktar ekki og mýs og rottur hafa engan áhuga á grænmeti, heldur beinum, kjöti og fiski. Það sem lyktar illa er fiskurinn og mjólkurmatur- inn.“ Hvar hófst sparnaðurinn? „Vatnið spöruðum við ekki beint. Þær konur sem voru heimavinnandi könnuðu aftur á móti hversu mikið vatn fer í hin ýmsu heimilisstörf. Á meðan þú til dæmis burstar tennurnar renna niður 7 lítrar af vatni. í Skandinavíu setur fólk túðu á kranann hjá sér til þess að bunan verði minni. Svo er það þetta með sturtuna. Þú ert löngu bú- inn að gefast upp á því að vera í sturtu áður en þú hefur notað jafh mikið vatn og ef þú hefðir farið í bað. Það sem var svo lærdómsríkt var að finna hugarfarsbreyting- una. Rafmagn má spara með því að láta kaffið ekki standa í kaffi- vélinni heldur setja á brúsa og nota ekki þurrkara nema í neyð. Heimilistæki sem hita taka mestan straum og ef við hugs- um um smáatriðin náum við að spara. Islendingar bera það fyrir sig að vatn og rafmagn sé svo ódýrt á Islandi, en í raun emm við alltaf að henda þúsundköll- unum út um gluggann.“ En þarf ekki að stíga einu skrefi lengra og byrja að fœra fórnir fyrir náttúruna; spara vatnið og rafmagnið í stórum stíl, nota bílinn minna, fara í strœtó og þess háttar? „Ég held maður sé ekki tilbú- inn til að snúa aftur til fornra lífshátta. Það skal viðurkennt að maður er ekki tilbúinn til að fóma ýmsu af því sem telst til daglegs amsturs. Ég keyri til dæmis nokkuð mikið og við fjölskyldan eigum nokkra bfla. Vinir mínir fettu fingur út í þetta á sínum tíma og spurðu hvað við væmm að þykjast vera græn með alla þessa bíla. Þá sagði ég að ef fólk með marga bfla mætti ekki reyna þá mætti það enginn. Aftur á móti var það orðinn ávani hjá manni að vera alltaf að þvo. Við drógum því úr þvotti og gættum þess að vélin væri alltaf full. Ég minnkaði þvotta- efnisnotkunina um meira en helming og hef haldið því. Ég hef alltaf notað íslenskt þvotta- efni því það inniheldur minna fosfat en erlent. Fosfatið mýkir vatnið en íslenska vamið er al- veg nógu mjúkt fyrir. Þetta er bæði gaman og auð- veldara en ég ímyndaði mér upphaflega. Þótt almenningur hafi mikinn áhuga gengur þetta ekki nema haldist í hendur einkaaðilinn, sveitarfélögin og ríkið með lögum og reglugerð- um. Ég held að hið opinbera eigi lengst í land. Okkur íslendingum er í blóð borið að fara vel með hluti. Hér er falinn vaxtarbroddur fyrir ný atvinnutækifæri, ný- sköpun og fjárfestingu í íramtíð- inni. Ástæðan íyrir því að ég tók þátt í þessu var sú að ég er hjúkrunarfræðingur og tengi heilbrigði og umhverfi beint saman. Við búum og lifúm í beinum tengslum við umhverfið sem aftur hefúr áhrif á heilsu okkar, bæði fagurfræðilega og efna- fræðilega. Þess vegna þurfum við að hugsa okkur um, því við eigum bara eina jörð.“ „Okkur íslendingum er í blóö boriö aö fara vel meö hlutl," segir Ingibjörg Elfasdóttir.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.