Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 44

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5.MARS 1992 Sk/UfUð- Meðan Matti svindlar klúðra aðrir ÝTTU FJÓRTÁN SINNUM Á LIMDI ÓL- AFUR Á SIG HORN? ÚR ÓLGUSJÓ ÞJÓÐVIUANS Á VEGGINN HANS SVERRIS Ekki ófrægari maður en Scheving niálaði þessa mynd af sjómönnunum á bátnum Asa. Málverkið hangir nú á vegg í aðalbanka Landsbank- ans. Það er þó ekki langt síðan það komst á vegginn hjá Sverri Hermannssyni og koll- egum hans í banka allra lands- manna. Það barst þangað ný- verið frá Síðumúlanum. Nánar tiltekið hékk þetta málverk um árabil á einum veggja Þjóðviljans og sómdi sér vel. En nú er Þjóðviljinn allur vegna mikilla skulda, ekki síst í Landsbankanum. Og svona til að fá eitthvað upp í annars glataðar skuldir tóku Sverrir og félagar málverkið upp í. Það er annars við hæfi að Landsbankinn hafi fengið málverk af útgerð, enda skuld- ir útvegsfyrirtækja mikill höf- uðverkur fésýslumannanna við Austurstræti. Þau eru lent í ágætis ritdeilu Agnes Bragadóltir, blaðamaður á Mogga, og Gunnar Þorsteins- son, æðstispámaður í Krossin- um. Sem er harla gott, því bæði eru þau orðhákar og rökfim með afbrigðum. Agnes vænir Gunnar um að ofsækja poppara, sem séu í raun miklu skárra fólk en Gunnar og fylgismenn hans í Krossinum, en Gunnar er gall- harður á því að boðskapur ým- issa poppara sé bæði afsiðandi og mannskemmandi í meira lagi. I þessum orðahnippingum sér þess greinilega stað hversu vikublaðið GULA PRESSAN er farið að móta umræðuna á Islandi. Greinina sem Agnes skrifar á móti Gunnari byggir hún meðal annars á frétt um að þeir Krossmenn hafr þakkað sér það að tónleikar Bryans Adams í Laugardalshöll fóru forgörðum vegna rafmagnsleysis. Rafmagnsleysið hafi verið svar almættisins við bænum Krossmanna. Þessu svarar Gunnar og er hinn kokhraustasti. Hann segir að söfnuður sinn hafi aldrei fett fingur út í Bryan Adams eða gert athugasemdir við fram- komu hans. Hins vegar, bendir Gunnar réttilega á, birtist frétt þessa efnis í áramótaútgáfu GULU PRESSUNNAR. Hér til hliðar er sagt frá því að einstakir þingmenn hafi alls fjórtán sinnum á síðasta degi þings fyrir jólahlé ýtt á vitlausan atkvæðahnapp og þurft að leið- rétta sig eftir á til að rétt afstaða kæmi þó fram í Alþingistíðind- um. Því má bæta við að grunur leikur á að oftar sé ýtt á vitlaus- an hnapp, en án þess að við- komandi klúðrarar hafi fyrir því að láta þess getið. Við sumar til- lögur og breytingatillögur við fjárlög greiddu stundum allir þingmenn atkvæði með, en að- eins einn á móti eða að atkvæði féllu eftir skiptingu stjómarliða og stjómarandstæðinga en einn einasti þingmaður „greiddi ekki atkvæði" og ekki að sjá að sýni- leg ástæða fyrir öðruvísi afstöðu hafi verið fyrir hendi. Grunsamlegar atkvæða- greiðslur á þennan hátt hentu síðasta dag þingsins eftirfarandi þingmenn: Halldór Ásgrímsson þrisvar, Steingrím Hermannsson tvisvar, Egil Jónsson tvisvar og einu sinni hvem; ÓlafÞ. ÞórS- arson, Jóhann Arsœlsson, Rann- veigit GuSmundsdóttur, Kristínu Astgeirsdóttur, Kristínu Einars- dóttur, GuSna Agústsson. TVIFARAKEPPNI PRESSUNNAR — 34. HLUTI Enn sannar tvífarakeppnin að skyldleiki í ytra útliti er ávísun upp á svipað innræti. Eða hefðu þeir David Hockney, listmálarinn poppaði, og Ólafur Gaukur, gít- arleikarinn poppaði, reynt fyrir sér á jafnlíkum braut- um og þeir hafa gert ef ekki væri fyrir það hversu líkir þeir eru? Það held ég ekki. Hinn poppaði listferill þeirra á upptök sín í búlduleitu andlitinu, litla munnin- um og augnsvipnum. Ferðalög ráðherra til útlanda fyrir 20 árum: VIÐREISNARRÁÐHERRAR SIGRUÐU VINSTRIRÁÐHERRA RANGAN TAKKA Á EINUM DEGI ÞINGSINS Salome Þorkelsdóttir, for- seti þingsins, lenti sem kunn- ugt er í þeirri óskemmtilegu aðstöðu að þurfa að ógilda at- kvæðagreiðslu um daginn vegna þess að Matthías Bjamason hafði greitt atkvæði fyrir Ama Johnsen. Salome hefur sjálf lent í vandræðum með atkvæðahnappana, þótt hún hafi svo sem ekki verið að svindla. Hún hefur sem sé átt í vandræðum með að láta putt- ana rata á réttan hnapp; á síð- asta degi þingsins fyrir jólahlé ýtti hún þrisvar á rangan hnapp og greiddi þ.a.l. þrisvar atkvæði á annan hátt en hún ætlaði að gera. Síðasti dagur þingsins. vty auðvitað dálítið sérstakur því þá vom menn að hamast við að klára mál og flýta sér að kom- ast í jólaleyfið. Engu að síður hlýtur það að teljast með ólík- indum að þennan eina dag ýttu einstakir þingmenn alls a.m.k. fjórtán sinnum á vitlausan hnapp og þurftu að leiðrétta sig í kjölfarið. Salome klúðr- aði atkvæðagreiðslu sem fyrr segir þrisvar, í öll skipti sagði hún með putta sínum já þegar hún ætlaði að segja nei. Hún sem sé greiddi óvart atkvæði með tillögum stjómarandstöð- unnar þegar hún ætlaði að fella þær. umm? Eða fann hann allt í einu hjá sér hvöt til að líma á sig hom? Önnur kenning er raunar sú að þetta séu alls ekki hom heldur einhvers konar fálmarar, svona líkt og geim- vemr em með — hvemig sem það kann svo að nýtast Ólafi G. Einarssyni í starfinu sem menntamálaráðherra. Ferðalög ráðherra til útlanda hafa verið til umræðu. Fróðlegt er að fara 20 ár aftur í tfmann; skoða árið 1971. Það árið skiptu tvær ríkisstjórnir völdunum jafnt á milli sín, Viðreisn ríkti sem raunveruleg stjóm í fimm og hálfan mánuð, var starfsstjóm í mánuð í viðbót og vinstri- stjómin ríkti í fimm og hálfan mánuð. Jóhann Hafstein var forsætisráðherra fyrrihlutann og ferðaðist til útlanda fyrir 740 þúsund að núvirði, en við honum tók Ólafur Jóhannes- son og eyddi 250 þúsundum í ferðalög til útlanda. 1:0 fyrir Viðreisn. Gylfi Þ. Gíslason var menntamálaráðherra og eyddi 755 þúsund krónum, en við tók Magnús Torfi Ólafsson sem eyddi 490 þúsundum. 2:0 fyrir Viðreisn. Emil Jónsson var utanríkis- ráðherra og eyddi 160 þúsund krónum, en við tók Einar Agústsson sem eyddi 590 þúsundum. 2:1 fyrir Viðreisn. Ingólfur Jónsson var land- búnaðarráðherra og eyddi 130 þúsund krónum, en við tók Halldór E. Sigurðsson, sem sat heima og eyddi ekki krónu. 3:1 fyrir Viðreisn. Eggert G. Þorsteinsson var sjávarútvegsráðherra og eyddi Gylfi Þ. Gíslason var menntamálaráðherra og eyddi ráðherra mest I ferðalög til útlanda, 755 þúsundum á hálfu ári. Var sjálfsagt að vasast í handri- tamálinu. 475 þúsund krónum, en við tók Lúðvík Jósefsson sem sat heima út árið. 4:1 fyrir Við- reisn. Auður Auðuns var dóms- og kirkjumálaráðherra og eyddi engu í ferðalög til útlanda, en við tók Ólafur Jóhannesson, sem eyddi heldur engu sem ráðherra þessa málaflokks. Jafntefli og staðan 4,5:1,5. Emil Jónsson var félags- málaráðherra og eyddi engu, né heldur Hannibal Valdi- marsson sem tók við. Jafntefli og staðan 5:2. Einar Agústsson utanrík- isráðherra eyddi mestu af vinstristjórnarráðherrum 1971, ferðalög til útlanda loða enda mikið við þetta tiltekna ráöuneyti. Eggert G. Þorsteinsson var heilbrigðis- og tryggingaráð- herra og eyddi 40 þúsund krónum, en við tók Magnús Kjartansson sem sat heima. 6:2 fyrir Viðreisn. Magnús Jónsson var fjár- málaráðherra og eyddi 195 þúsund krónum, en við tók Halldór E. Sigurðsson sem eyddi 245 þúsundum og skor- aði fyrir Vinstri. Staðan þvL 6:3 fyrir Viðreisn. Ingólfur Jónsson var sam- gönguráðherra og eyddi 40 þúsund krónum, en við tók Hannibal Valdimarsson fór hvergi sem félagsmálaráðherra, en sem samgönguráöherra feröaðist hann til útlanda fyrir heilar 11 þúsund krónur að núvirði. Hannibal Valdimarsson, sem eyddi aðeins 11 þúsund krón- um. 7:3 fýrir Viðreisn. Jóhann Hafstein var iðnað- arráðherra og eyddi 175 þús- und krónum en við tók Magn- ús Kjartansson sem eyddi 435 þúsundum. Staðan því 7:4 fyr- ir Viðreisn. Gylfi Þ. Gíslason var við- skiptaráðherra og eyddi 70 þúsund krónum, en við tók Lúðvík Jósefsson sem eyddi '220 þúsund krónum. Lokastaðan varð því 7:5 fyrir Viðreisn. Meðan Matti Bjrana svindlar og fær skammir frá Salome, ýtir Salome á vitlausan hnapp og skammast sín. Þrír aðrir þingmenn studdu tvisvar sama daginn á vitlaus- an hnapp; Sigríður Anna Þórð- ardóttir Sjálfstæðisflokki, Jó- hann Arsælsson Alþýðu- bandalagi og Jón Baldvin Hannibalsson Alþýðuflokki. Fimm þingmenn til viðbótar ýttu einu sinni á vitlausan hnapp þennan dag, Rannveig Guðmundsdóttir Alþýðu- flokki, Sólveig Pétursdóttir Sjálfstæðisflokki, Ragnar Am- alds Alþýðubandalagi, Friðrik Sophusson Sjálfstæðisflokki og Kristinn H. Gunnarsson Al- þýðubandalagi. Kristinn gerði þó betur daginn áður þegar hann ýtti tvisvar á rangan hnapp. Nema Matti Bjama hafi verið að rétta þessu fólki hjálparhönd!? Hefur orðið stökkbreyting á Ólafi G. Einarssyni? Annað er vart að sjá á þess- ari ljósmynd sem tekin er af honum í ræðustóli á Alþingi. Af henni hafa glöggir menn talið sig ráða að Olafur væri kominn með hom, og þá hugs- anlega klaufir líka, þótt það þyrfti náttúrlega að athuga nánar. Og þó? Séu þetta hom, þá líkjast þau satt best að segja hreindýrshomum. Sem er nátt- úrlega stóreinkennilegt og lík- lega alveg fordæmislaust. Svo má líka spyrja: Hvemig fékk Ólafur homin? Birtust þau allt í einu á höfði hans einn morg- uninn? Spruttu þau snögglega eftir að hann hafði eina ferðina enn vegið ómaklega að kenn- að borða forðum tíð, áður en þjóðin lagðist í útlendan draslmat: Saxbauta, kindakjöt í soði og kindakjöt í karríi, kjötbollur í brúnni sósu, kjötbúð- ing, pylsur og bjúgu. Hann hafði hins veg- ar álitið að þessar þjóð- legu vörur væru löngu horfnar úr búðum og varla til nema í af- skekktustu kaupfélög- um. Starfsmaðurinn TÝNDI HLEKKURINN Starfsmaður PRESSUNN- AR sem fór í matvöruverslun um daginn uppgötvaði týndan hlekk í íslenskum matvælaiðn- aði. Honum fannst eins og hann væri að endurupplifa glaðar stundir bernsku sinnar þegar allt í einu blasti við hon- um hilla, full af niðursuðuvör- um frá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri, KEA. Þessar brúnu og dálítið fom- fálegu dósir reyndust innihalda ýmislegt sem honum þótti gott hugsaði með sér að lengi hefðu íslendingar staðið í þeirri trú að dósamatur væri argasti lúxus. Svo varð honum litið á verðið og spurði hvort svo væri kannski enn: Hann langaði svolítið að kaupa saX- bauta, en hætti við þegar hann sá að dósin kostaði hérumbil þúsundkall.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.