Pressan - 09.04.1992, Side 32
32
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRÍL 1992
E R L E N T
S L Ú Ð U R
Eldhúsið er hjóðargersemi
Jack Lang, menningar- og menntamálaráðherra í Frakklandi, vill
láta vernda franskt eldhús eins og þjóðarger-
semi. I því skyni hefur hann sett á stofn eins
konar þjóðarráð matargerðarlistarinnar. Því
til aðstoðar eru einir sex hundruð matreiðslu-
menn og sérfræðingar og er þeim ætlað að
safna saman kórréttum uppskriftum að rétt-
um sem þykja dæmigerðir fyrir tuttugu og
tvö héruð Frakklands. Aætlað er að þetta
mikla starf taki ein sex ár en að því loknu
stendur til að gefa niðurstöðumar út á bók.
Lang segir afar áríðandi að þessi mikilvægi
þáttur franskrar menningar glatist ekki, en alþjóðlegar skyndibita-
keðjur á borð við McDonald’s og Burger King hafa verið í mikilli
framsókn í Frakklandi undanfarin ár.
Músík fyrir tóndaufa
Nýtt æði í næturlífinu á Bretlandi. Og það er að breiðast út um
heiminn. Loftgítarleikur. Þátttakendurnir
spila villt gítarsóló, en þurfa engan gítar og
ekki að kunna á hljóðfærið heldur. Tónlistin
er leikin af bandi, ástundendur komast upp
með að vera enn ómúsíkalskari en í karaoke.
Aðalmálið er að gretta sig, stappa niður fót-
unum, skaka sér og hreyfa finguma einhvers
staðar í grennd við naflann. I þessari „list“
em haldnar keppnir á Bretlandi, og þegar síð-
ast fréttist líka í Þýskalandi. En Islendingar
em náttúrlega löngu búnir að eignast sinn
loftgítarsnilling; hann heitir Johnny Triumph, öðm nafni Sjón.
Stuttpilsin að hverfa
Em stuttpilsin að hverfa aftur, að minnsta kosti um sinn? Svo virð-
ist vera ef marka má vetrartískuna 1992-’93, sem hefur verið kynnt í
París og Mílanó. Boðskapurinn er: Stutt og þröng pils em alveg úti. í
staðinn koma síð pils sem ná niður að eða jafnvel niður fyrir hné.
Tískukaupmenn hafa þó áhyggjur af því að
þessi síðu pils séu of þröng og þarafleiðandi
sé óþægilegt að klæðast þeim. Þetta hafi til
dæmis einkennt fatnaðinn ffá Chanel, Lager-
feld, Montana og Ungaro. Þetta hefur þó ekki
hindrað eigendur tískubúða í að taka við sér
og er sagt að þeir veðji á síðu pilsin fyrir
næsta vetur, reyndar buxur lfka, en einna síst
stuttpils. Nú verða náttúrlega einhvetjir til að
sjá eftir stuttu tískunni og líklega þá helst
karlmenn sem stunda það að horfa á eftir
stelpum. Þeir geta kannski huggað sig við það
að nýju síðu pilsin em mörg hver með klauf
sem nær langleiðina upp að mjöðm.
Sýningarstjóri Stalíns
Alexander Ganschin er líklega frægasti bíósýningarmaður allra
tíma. Hann lifir í hárri elli í Moskvu, 83 ára gamall, en er ennþá trúr
meistara sínum, Jósef Stalín. I átján ár starfaði Ganschin við að sýna
kvikmyndir í einkabíói einræðisherrans, aðallega söngleiki og
glæpamyndir. Að launum fékk hann konfekt úr súkkulaðiverksmiðj-
unni „Rauða október", auk þess sem hann gat talið sig heyra til innsta
hrings í Kreml. Nú hefur rússneski leikstjórinn
Andrei Kontchalovskí gert kvikmynd sem bygg-
ir á ævi Ganschins og þykir skýra vel viðhorf
Rússa til Stalíns. Sjálfur situr sýningarstjórinn
við sinn keip. Hann hefur ímugust á Gorbatsjof
sem eyðilagði fyrir honum Sovétríkin. Aðeins
einu sinni á ævinni gerðist hann óhlýðinn borg-
ari: Þegar hann, eftir að Stalín var dauður, stal Trúr meistara
risastóm olíumálverki af herra sínum og meistara sínum
úr Kreml.
Tvítyngdur
hrœsnari
Ef Jerry Brown er svarið, þá hlýtur spumingin að vera meira en lítið
furðuleg. Til dæmis: Viljum við fá forseta sem talar tungum tveim—og
lýgur með báðum í einu?
Brown þykist berjast gegn ,Jcerfinu“ í Washington, spilltu fjármála-
valdi og sérhagsmunum. I samræmi við þessa ímynd neitar hann að taka
við hærri kosningaframlögum en hundrað dölum. Þetta er sá sami Jerry
Brown og fyrir tveimur ámm bar vitni fyrir dómstóli í Kalifomíu gegn
þúsund dala hámarki á framlög. Eiðsvarinn sagði hann að lægri ffamlög
„dragi ekki úr spillingu", heldur þvert á móti „ýti undir spillingu“. Tak-
mörk á framlögum „gera kerfið óheiðarlegra, kraftminna og lokaðra".
Brown hefur ráðist á Bill Clinton fyrir að beina viðskiptum Arkansas-
fylkis til lögmannsstofu eiginkonu sinnar. Hann vísaði í grein í The
Washington Post þar sem ekkert stóð í þessa vem. Þar sagði einfaldlega
að Hillary Clinton væri meðeigandi að lögmannsstofu sem hefði átt við-
skipti við fylkið eins og aðra stóra aðila, en hún hefði neitað að taka við
tekjum sem fengust af þeim viðskiptum. Brown hlýtur að hafa verið fyr-
ir framan spegil. Það var hans eigin lögmannssstofa sem heimtaði tvö
hundmð þúsund dali frá skattgreiðendum í Kalifomíu fyrir að vinna
gegn tillögum um þak á fjárffamlög til frambjóðenda.
Brown hefur sagt eitt satt í kosningabaráttunni: „Það er verið að
svíkja Bandaríkjamenn og ljúga að þeim.“ Já og það er Jerry Brown sem
er að því.
Bill Clinton
tti/i ÍCtwi'
jýzttó. C/^>A»r AíCty*.
lýí,
cM&a- Wl>
ilX%.
WiJM.
CK Piyfan/ Axm Atu? JTma/ ' ' —L-s*
Hillary Rodham:
Betri hliðin
Hún verður ráðherra í haust — ef kallinn nær kjöri.
Þegar Hillary Rodham var
fjórtán ára langaði hana til að
verða geimfari. Hún skrifaði bréf
til bandarísku geimferðastofnun-
arinnar, NASA, og spurði hvem-
ig maður færi að því. Þeir svör-
uðu með því að benda á að það
stæði ekki til að gera stelpur að
geimfömm. Hún varð alveg óð.
Nú þrjátíu árum síðar á hún
enn við ekki ósvipaðan vanda að
etja. Hún er bráðskörp og frama-
gjöm kona í samfélagi sem er
ekki alveg búið að sætta sig við
svoleiðis fólk. Hún heitir núna
Hillary Clinton og er eiginkona
forsetaframbjóðandans Bills. Að
öllu jöfnu er hún manni sínum
mjög til framdráttar, en gengi
hennar rís og sígur í hverri viku
eftir átakapunktum og hvemig
hún bregst við þeim.
Þegar ásakanir um framhjá-
hald Bills Clinton vom hvað há-
værastar mættu þau hjón í sjón-
varpsþáttinn „60 Minutes" og
brostu ffaman í þjóðina. Og Hill-
ary sagðist ekki vera sú týpa sem
léti bjóða sér hvað sem væri; hún
væri sumsé ekki eins og konan í
laginu makalausa „Stand By Yo-
ur Man,“ en það samdi Tammy
Wynette þegar eiginmaður
hennar var búinn að lemja hana
stofuhomanna á milli í nokkur
ár. Þetta mátti ekki. Ekki einasta
urðu aðdáendur kántrítónlistar
móðgaðir, heldur náttúrlega
konumar sem vissu ekki að það
væri neitt að því að sýna æðru-
leysi og umburðarlyndi. Og Hill-
ary missti eitt prik.
Nýkynslóð
kvenna
Seinna urðu til sagnir um að
lögmannsstofa hennar hefði not-
ið þess að Clinton var fylkisstjóri
í Arkansas og fólk, sem átti í við-
skiptum við fylkið, hefði leitað
til hennar vegna þess hverjum
hún var gift. Hún harðneitaði
þessu ásökunum, en bætti við
þegar hún var orðin leið á spum-
ingunum: „Eg hefði náttúrlega
getað verið heima, bakað kökur
og haldið kaffiboð, en þess í stað
ákvað ég að vinna fyrir mér.“
Ekki gott. I landi þar sem
langflestar konur em heimavinn-
andi með böm og bú er ekki
skynsamlegt að gera lítið úr
þeim starfa. Reyndar bætti Hill-
ary við nokkrum skynsemdar-
setningum um stöðu kvenna í
bandarísku samfélagi, en þær
heyrðust ekki í hávaðanum yfir
fyrstu ummælunum. I þessu sem
öðm er Hillary fulltrúi kynslóða-
skipta sem eru að ganga yfir
bandarískt þjóðfélag. Það verður
enn skýrara jregar hún er borin
saman við konu hins ffambjóð-
andans, Barböm Bush.
í ráðherrastól í
haust
Þau Hillary og Bill hittust í
Yale-háskóla þar sem bæði
lögðu stund á lögfræði. Hún
vann um tíma fyrir þingnefnd
sem bjó sig undir að kæra Ri-
chard Nixon fyrir embættisbrot,
en fór svo í sveitina til Arkansas
með manni sínum, sem ætlaði
sér alltaf að verða pólitíkus.
Hann varð fyrst dómsmálaráð-
herra í fylkinu 1976 og svo fýlk-
isstjóri 1978, þá þrjátíu og
tveggja ára. Hann tapaði kosn-
ingunum 1980 (það er stutt kjör-
tímabilið í Arkansas) og stuðn-
ingsmenn hans vom á því að ein
af ástæðunum væri að Hillary
hafði neitað að taka upp eftimaffi
hans. Eftir nokkrar fortölur féllst
hún á það og viti menn, hann
náði aftur kjöri 1982 og hefur
verið fylkisstjóri síðan.
Hillary hefur verið afkasta-
mikil sem lögfræðingur og hefur
beitt sér ekki síst í málefnum
bama og menntamálum. Hún
nýtur virðingar sem fræðimaður
og situr í stjóm Children’s De-
fense Fund, sem er kröftugasta
bandaríska stofnunin sem berst
fyrir málefnum bama. í Arkans-
as gerði Bill Clinton hana að for-
manni nefndar sem endurskipu-
lagði skólakerfið í fylkinu.
Allt þetta — og náttúrlega sú
staðreynd að hún er engu síður
vinsæl en eiginmaður hennar —
gerir hana sjálfsagðan kandídat í
ráðherrastöðu ef maður hennar
nær kjöri í haust. Clinton hefur
gert sér mat úr þessu. „Ef þið
viljið fá hana, þá verðið þið að
kjósa mig,“ segir hann. Það yrði
þá fyrsta fjölskylduráðningin í
Hvíta húsinu síðan John F.
Kennedy gerði bróður sinn Ro-
bert að dómsmálaráðherra 1961.
Eitt gæti komið í veg fyrir
það. Hillary Clinton hefur nú
fjórföld laun bónda síns, en ef
hún yrði ráðherra þyrfti hún að
sætta sig við launalækkun og þá
tilhugsun að hafa lægri laun en
hann í fyrsta sinn á ævinni.
Karl Th. Birgisson
Clinton og Elvis
Við sögðum frá því fyrir skömmu að
forsetaframbjóðendur væru að finna
sér lög til að einkenna baráttu sína. Bill
Clinton notaði til skamms tíma „Don’t
Stop“, en Fleetwood Mac bönnuðu
notkun á laginu. Nú er að fæðast nýtt
þema í herbúðum Clintons. Lag Pauls
Simon, „Graceland,“ er sigurstrangleg-
ast, en Clinton hefur dálæti á Elvis og
þykir ná honum með ólíkindum vel. I
sjónvarpsviðtali í New York fyrir
nokkmm dögum lét hann undan þrýst-
ingi og tók „Don’t Be Cmel“ við mik-
inn fögnuð og tileinkaði það náttúrlega fjölmiðlum í borginni, sem
hafa farið ómjúkum höndurn um hann.
Bill Clinton:
Don’t Be Cruel