Pressan


Pressan - 09.04.1992, Qupperneq 43

Pressan - 09.04.1992, Qupperneq 43
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRIL 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU 43 sæti fær 25 tíma í Grjót- námunni og fyrir þriðja sætið fást 20 tímar í stúdíó Stefi. Það má heita næsta öruggt að hljómsveitunum sem hreppa verðlaunasæti gefíst kostur á að vera með eitt lag á safnplötu. Sveitimar 5 sem áður voru taldar upp eru þó ekki þær einu sem keppa á úrslitakvöldinu því enn á eftir að velja 2 til 3 sveitir til þátttöku. Þær sveitir verða ein- mitt valdar í kvöld, fimmtudagskvöld, Birgitta trommari og Elísa fiölari og söngvari. Þær eru kvennasveitinni Kolrössu krókriö- andi. Gott nafn. Þau eru orðin mörg árm síðan Þorgeir Þorgeirsson kom heim menntaður í kvikntyndagerð. Síðan þá hefur hann glímt víð Heinesen, Þórð Björnsson ríkissaksóknara l'yrrverandi, dómsmáhintðherra t langri bunu og mannréítindadómstólitm í Haag. Og margt bendir til að hann Iiafi unnið þá alla. En bar- áttan hefur breytt svipnum. í stað hins bjarta unga manns er kominn séður öldungur. BARIR • Fyrir utan alla þessa hefðbundnu bari Reykjavíkur og nágrennis er urm- ull staða, sem þjónar fœim tilgangi ein- um að hýsa einkasamkvæmi hvers- konar. Toppurinn er að sjálfsögðu Þingholt, sem rekin eru í tengslum við Hótel Holt. Þangað stígur maður helst ekki inn fæti nema í kjóli og hvítu. Því miður eru ekki margir staöir í sama klassa. Það er helst ef maður nennir að selflytja gestina úr siðmenningunni með rútu, á staði eins og Hótel Val- höll eða Skíðaskálann. En svo mað- ur haldi sig við Reykjavík er milliklass- inn allsráðandi. Kornhlaöan er til dæmis þægileg fyrir hópa af alls kyns stærðum. Fyrir mjög litla hópa er turn- herbergi Hótels Borgar kjörinn staö- ur, en fyrir stærri hópa er heppilegra að líta til Sóknarsalarins í Skipholti. En þá þarf maður líka að hafa fyrir því að ráða einhvern utanaðkomandi að- ila til þess að sjá um veitingar. Hafi maður ekki ótakmarkaðan aðgang að kampavínsbirgðum endar slíkt yfirleitt með einhverri viðurstyggilegri bollu- blöndun. Þumalfingursreglan er að bestu barirnir eru á stöðum, sem rekn- ir eru í tengslum við hótelin. Á hinn URSLIT MUSIKTILRAUNA Skúli Gautason, leikari og poppari „ Halló, þetta er Skúli. Þegar þú heyrir bíbtóninn þá vil ég að þú komir með skýrslu um ástand þitt, skýrt og greinilega, hratt og ákveðið.“ bóginn eru það yfirleitt dýrustu staðirn- ir fyrir gestgjafann. Ódýrast er vita- skuld að vera á einhvern hátt tengdur opinbera geiranum og fá inni í Borgar- túni fyrir slikk, tala nú ekki um ef ráð- herra fæst til þess að splæsa brenni- víni. POPPIÐ • 1000 andlit er ný sveit sem spilar á Gauki á Stöng í kvöld. Samkvæmt upplýsingum okkar eru þarna ekki tómir nýgræðingar á ferðinni heldur vant fólk. En hann Tómas Tómasson sem er í forsvari er bara ekki heima og símsvarinn hans gefur engar upplýs- ingar um bandið. Æ æ. • Ingvar Jónsson trúbador er sestur upp á Café Amsterdam og spilar þar í kvöld og næstu kvöld. Hann spilar ekkert illa strákurinn og syngur bara nokkuð skiljanlega. Er eiginlega bara skratti góður. • Bar 8 heldur tónleika á Púlsinum í kvöld. Þessi sveit keppti á músíktil- raunum fyrir stuttu og stóð sig ágæt- Annað kvöld, föstu- ’W, dagskvöldið 10. aprfl, verður úrslita- kvöld Músíktilrauna í Tóna- bæ. Nú þegar hafa fímm hljóm- sveitir tryggt sér rétt til þátttöku í úrslitunum. Þær eru; Inflammat- ory, In memoriam, Clockwork diabolus, Skítamórall og kvennasveitin Kolrassa krókríð- andi. Til mikils er að vinna því sig- urvegaramir fá 30 stúdíótíma í Sýrlandi, hljómsveitin í öðru en þá keppa um hylli áhorfenda og dómnefndar; Maunir, Baphó- met, Sjúgðann, Nicrothilia, Ux- orious, Niturbasamir, Talz Giss- ur og Dyslexía. Jason Guðmundsson, annar umsjónarmanna Músíktil- rauna, segir að hljómsveitimar í ár séu betri en þær hafi yfir- leitt áður verið. Ahugi hljóm- sveitanna sé alltaf að aukast — í ár þurfti að vísa 10 sveitum frá vegna plássleysis — áhorf- endum alltaf að fjölga og fjöl- miðlar séu farnir að sýna keppninni mikinn áhuga. NINA SÆMUNDSSON I LISTASAFNINU Á laugardaginn verður opnuð í Listasafni Islands sýning á verkum í eigu safnsins eftir Nínu Sœmundsson myndhöggvara. Á sýningunni verður einnig greint frá lífi Nínu og list hennar í máli og myndum. Nína var erlendis lengst af og í 30 ár bjó hún og starfaði í Holly- wood og fékk margskonar viður- kenningu fyrir störf sín. Árið 1931 vann hún samkeppni um gerð höggmyndar, sem jafn- framt átti að vera einkennis- merki, fyrir hið heimsfræga Waldorf-Astoria-hótel í New York. Verkið nefndi Nína Spirit of Achievement eða Fram- kvæmdahug. Yfir 400 tillögur bárust í þessa keppni og verk Nínu vakti mikla athygli í bæði bandarískum og norrænum fjöl- miðlum. Þann 29. ágúst 1959 var högg- mynd Nínu, Hafmeyjan, afhjúp- uð í suðvesturhomi Tjamarinnar. Verkið vakti hörð viðbrögð og sýndist sitt hverjum um ágæti þess og staðsetninguna. Á nýárs- nótt 1960 var Hafmeyjan sprengd í loft upp sem frægt er orðið. Þeir sem skemmdarverkið frömdu fundust aldrei og styttan var aldrei lagfærð né var ný afsteypa gerð. Nína Sæmundsson lést í febrúar 1965. Hún gifti sig aldrei og eignaðist engin böm, en síðustu árin bjó hún við kröpp kjör í lítilli íbúð við Þórsgötu í Reykjavík. Hún arfleiddi Listasafnið að fjölda verka sinna. lega. A þessum ágæta bar eru þeir Steinarr Logi Nesheim, Haraldur Vign- ir Sveinbjörnsson, Carl Johan Carls- son, Arnþór Þóröarson og Hannes Heimir Friöbjamarson. Og þaö sem er mest um vert; þeir spila frumsamda tónlist. • Fressmenn verða á Tveimur vinum föstudags- og laugardagskvöldið. Á laugardaginn spilar fiðlarinn Sean Bradley meö Fressmönnum og Red House ætlar líka aö koma fram. • Gildran. Þar kom aö því aö þeir Gildmmenn væm settir í Grjótiö enda búnir að fara illa með mörg ástsælustu dæguriög þjóðar vorrar. En grínlaust. Föstudags- og laugardagskvöld spilar Gildran í Grjótinu, sem er nýr staður staðsettur þar sem menn stóðu áður á öndinni. Bra. • Af Iffi og sál. Obbi Vestmanneying- ur og félagar hans spila hreint stórvel alls konar tónlist og ætla aö vera á Gauknum föstudags- og laugardags- kvöld. Hana nú. • Fríða sársauki heitír hljómsveit ein þó nokkuð merk. Aðalsprauta hennar er Friðrik Sturiuson, bassaleikari Sál- arinnar hans Jóns míns. Á sunnu- dagskvöldið verður Fríða með tónleika á Púlsinum. Tónleikamir verða hljóðrit- aðir með útgáfu í huga og því óskandi aö sem flestir mæti til að skapa réttu tónleikastemmninguna. Búið. VEITINGAHÚS • Sumt horfir til framfara. í Ármúlan- um, mitt í iðnaöar-, skrifstofu- og versl- unarhverfinu, reyndu einhverjir bjart- sýnismenn að reka heldur óvistlegan pöbb sem var kallaöur Gikkurinn. Hann fór á hausinn og er lítill sjónar- sviptir að. Nú hafa aðrir bjartsýnis- menn tekið við og reka þar litinn veit- ingastaö sem þeir kalla Jazz. Munur- inn á þeim og fyrri eigendum er þó sá að þeir hafa ágætan smekk. Staöurinn hefur verið hugguiega innréttaöur og Hermann Arason smiður hjá Selko Hvað ætlar þú að gera um helgina Hermann? ,,Á föstudagskvöldið ætla ég að spila körfubolta með félögum mínum og síðan fer ég jafnvel í bíó að sjá ann- aðhvort Cape Fear eða Boyz’n the Hood. Á laugar- daginn ætla ég að leggja land undir fót og fara í 25 ára afmæli á Akureyri. Sunnudagurinn fer svo í að koma sér aftur til Reykja- víkur en á sunnudagskvöld- ið fer ég á dansnámskeið.“ útbúinn matseðill sem er fyrir ofan meðallag. Af honum eldar Ásgeir Sæ- mundsson (Geiri Sæm), sem er ekki bara þrifnaðarpoppari heldur líka ágætur matreiöslumaður, til dæmis öndvegisfiskisúpu. I hádeginu á sunnudögum hefur verið lifandi djass- tónlist meðfram því sem gestir snæða ríkulegan Jjröns". Það er fínt fyrir þá sem eru með lífsmarki á þessum tíma. LEIKHUS • La Bohéme. Hér er prófstykki. Margir hafa nefnilega álitið að Borgar- leikhúsið sé ónothæft til óperuflutn- ings. Hljómsveitargryfjau sé alltof lítil og hljómburður miðaður við talað mál en ekki tónlist; húsiö sé hannað af leik- ara fyrir leikara. Nú lætur Óperusmiðj- an á þetta reyna, sem er virðingan/ert. Það er líka virðingarvert aö setja upp óperu meö ungu fólki, utan valdsviðs Garðars Cortes og félaga. Svo er La Bohéme líka sérdeilis falleg og skemmtileg ópera. Sun. kl. 20. • Sonur skóarans & dóttir bakar- ans. Leikritið var fmmsýnt fyrir einum fimmtán ámm og telst langt í frá með bestu verkum Jökuls Jakobssonar. Persónusköpun er í einfaldari kantin- um, og umfjöllunarefnið lika; togstreita milli gróðahyggju annars vegar og náttúm, draumlyndis og skáldskapar hins vegar. Hins vegar er verkið að mörgu leyti hæfilegt viðfangsefni fyrir áhugaleikfélag líkt og sannast á þess- ari sýningu Leikfélags Kópavogs, sem fer langt á einlægri frammistöðu leik- ara. Félagsheimili Kópavogs, fim. & fös. kl. 20. VID MÆLUM MED Að fólk skoði trén og runnana allt í kringum sig hér og þar sýnist manni að séu fam- ir að koma bmmhnappar Að fólk horfi á Ráðhúsið, horfi lengi, með tóman huga og geri svo upp við sig hvort það sé ljótt eða fallegt Kvöldvökunni í útvarpinu, Rás þar em oft mjög góðar og sannar frásagnir úr lífsbaráttu þjóðarinnar Kvöldsögum Þórhalls Guð- mundssonar á Bylgjunni eins og kvöldvakan, óvart fyndið INNI Steingrfmur Hermannsson. Enn einu sinni hefur sannast að hann er eins og korktappinn, honum skýtur alltaf úr kafi aftur. Eftir kosningamar síðastliðið vor var samdóma álit sér- fræðinga að tími Steingríms í pólitík hlyti að vera útmnninn, svo illilega hefði hann hlaupið á sig. Það væri bara tfmaspursmál hvenær honum yrði komið fyrir í einhveiju sendiráð- inu eða á einhverri alþjóðastofnuninni í útlöndum. Menn vora meira að segja famir að tala við Halldór Ásgrímsson eins og hann væri leiðtogi Framsókn- arflokksins. Misskilningur. Stein- grímur er búinn að gera sitt kombakk og hefúr sjaldan verið sprækari. Hann er aftur orðinn vinsælasti stjómmála- maður á íslandi. Þjóðin fann nefhilega að það vantaði eitthvað, það blésu kaldir vindar og lítið skjól að hafa. Hún sat uppi með kaldrifjaða ráðherra sem reyndu að tala við hana á máli skynseminnar. Steingrímur skildi að þetta var í meginatriðum vitlaust og andstætt eðli þjóðarsálarinnar. Hann kvaddi sér hljóðs og talaði máli til- fmninganna; talaði um þýska heims- ríkið sem ætlaði að gleypa litla ísland, talaði um fullveldið sem stæði til að fóma á altarinu í Brussel. Þetta skildi þjóðin og það var eins og henni hlýn- aði. Þama talaði hjarta við hjarta. UTI Plötusnúðar. Þeir fara ekki bara í taugamar á mönnum sem em frægir fyrir að nöldra (og stofhuðu einu sinni hávaðasamt félag til að berjast gegn hávaða); þeir fara í taugamar á okkur öllum. Af öllum starfsgreinum er eng- in minna virt en sú að spila plötur á út- vaipsstöð, sérstaklega ef hún er frjáls (þeir hafa ekki einu sinni rétt til bið- launa). Og það er líka fjarskalega illa borgað. Þess vegna fæst ekkert al- mennilegt fólk til að spila plötur í út- vaipið, bara einhveijir strákar úr út- hverfunum. Afleiðingin er sú að fólk situr taugaveiklað í bílunum sínum og snýr tökkunum á útvarpinu á ofboðs- legum flótta frá plötusnúðum sem em að reyna að leggja sér til mjúkar flau- elsraddir. Einu sinni var til í Ameríku plötusnúður sem hét Wolfman Jack. Restu siðmenntuðu fólki fannst hann hvimleiður. Það varð þó ekki af hon- um skafið að hann var dálíúð lunkinn plötusnúður, hann var auðvitað fer- lega smekklaus, en samt — Wolfman Jack var góður í því að vera Wolfman Jack. Það er semsé ákjósanlegra að vera smekklaus en leiðinlegur (bör- ing). Þangað til við fáum svoleiðis plötusnúða er allt í lagi að hlusta á smápíumar sem stundum spila plötur og flissa á Útrásinni.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.