Pressan - 09.04.1992, Síða 47
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRIL 1992
47
l\^[örgum hefur sjálfsagt komið á
óvart að Guðmundur Magnússon
sjálfstæðismaður, sem í eina úð var að-
stoðarmaður Birgis
ísleifs Gunnarssonar
menntamálaráðherra,
skyldi vera settur
þjóðminjavörður til
tveggja ára, á meðan
Þór Magnússon fer í
frí til að vinna að
sögu silfursmíði á íslandi. Eflaust telja
margir sig ftnna pólitíska lykt af þessari
ákvörðun Ólafs G. Einarssonar
menntamáiaráðherra, og kann það svo-
sem vel að vera. Hins vegar mun Þjóð-
minjaráð, sem er eins konar yfirstjóm
safnsins, vera nokkuð ánægt. Telur ráð-
ið sig sjá í Guðmundi dugandi mann og
varla spilli heldur hversu greiðan að-
gang hann hafi inn í völundarhús
stjómmálanna. Og þótt Guðmundur sé
ekki fomleifafræðingur, þá hafi hann
alltént ágætt próf í^sagnfræði. Fyrir
ekki löngu var Lilja Árnadóttir skipuð
safnstjóri á Þjóðminjasafni — munu
ýmsir vona að með þessum manna-
breytingum fari að ljúka stöðnunar-
tímabili sem lengi hefur verið á safn-
inu...
F
JL yrir bæjarþingi ReykjavQcur hefúr
nú verið höfðað mál af verktakafyrir-
tækinu Gleipni á hendur Fitjum hf.,
sem reyndu að koma upp meðferðar-
heimili með sama nafni á Kjalamesi.
Fitjar gáfú íjúm 1988 út níu skuldabréf
til handa Gleipni upp á samtals liðlega
9 milljónir króna, en allt fór úr böndun-
um hjá Fitjum og meðal annars var
eignin, sem veðsetning var fyrir vegna
bréfanna, slegin á uppboði f október sl„
án þess að Gleipnir fengi krónu. Öll níu
bréfin hafa verið í vanskilum, en á bak
við veðsetninguna lá fyrir sjálfskuldar-
ábyrgð Brynjólfs Haukssonar, Skúla
Thoroddsen og Bjarna Steingríms-
sonar. í stefnunni kemur hins vegar
fram að Brynjólfúr sé nú með óþekkt
heimilisfang, en þeir Skúli og Bjami
skráðir til heimilis í Svíþjóð. Þeim er,
ásamt Bergi Guðnasyni lögfræðingi,
stjómarformanni Fitja, nú stefnl til
greiðslu skuldarinnar...
111
-L Aópur ungra listamanna og
áhugafólks um Iistir hefur tekið sig
saman og ætlar að freista þess að stofna
nýja listaháúð í Reykjavík. Hún verður
ekki sett á laggimar til höfuðs þeirri
listahátíð sem hefur verið haldin í meira
en tuttugu ár, heldur er ætlunin að
þama fái líka að njóta sín listafólk úr
ýmsum greinum, sem kannski er ekki
vant að baðá sig í frægð eða kastbjörm-
um fjölmiðla. Þetta verður semsagt eins
konar ,jaðarhátíð“, eins og það er kall-
að í útlöndum. Allir kváðu vera vel-
komnir að taka þátt, en undirbúnings-
fúndur verður haldinn í Djúpinu í Hafn-
arstræti á sunnudaginn klukkan fimm.
Og ef allt fer vel standa vonir til að há-
tíðin verði haldin í ágúst...
TD
-M.X.annsóknarlögreglan hefur enn
ekkj lokið rannsókn á atviki því í Mos-
fellsbæ er tveir lögregluþjónar voru
ásakaðir um harðræði. Lítið hefur kom-
ið fram sem styður ásakanimar á hend-
ur lögreglumönnunum og bendir flest
til þess að þær eigi við lítil rök að styðj-
ast. Lögreglumennimir munu alvarlega
vera að íhuga meiðyrðamál — ef þeir
verða sýknaðir af ásökununum — á
hendur mönnunum tveimur sem ásak-
animar bera fram. Meðal annars þykir
sýnt að höfuðáverkar þeir er annar
mannanna hlaut séu ekki tilkomnir
vegna barsmíða, heldur rak maðurinn
sig upp undir er hann skreið undir bíl-
inn er þeir vom á...
F
-1. yrirtækið Sæplast á Akureyri er
vel rekið fyrirtæki sem skilar hagnaði,
33,7 milljónum á síðasta ári. Það er
nokkuð athyglisvert við þessa niður-
stöðu að hagnaður fyrirtækisins reynd-
ist meiri eftir greiðslu skatta en fyrir
greiðslu þeirra og munaði þar 1,6 millj-
ónum króna. Skýringin á þessu liggur í
sameiningunni við Plasteinangrun, þar
sem uppsafnað tap var keypt. Sæplast
gat um leið lagt peninga inn á „skatta-
legan varasjóð" fyrirtækisins, en í þeim
sjóði em nú 107 milljónir króna. Félag-
ið hefúr ekki greitt tekjuskatt frá því
það var stofnað, enda ávallt næg inn-
stæða í varasjóðnum. Aðalfundur var
haldinn nýlega og tók það aðeins 50
mínútur að halda fundinn...
j}3í«'-!íi4WWf'iS
;.í*Mií.sVfr(5' íVijí |
|P§$
mi&á
■R
lÉfÍsff
'mmÍ
mm
gfetitÉþ
8ÉÉ!
.P'i'AÍl)
mmmá
•M'KÍ’s
jöiSÉp
%éjm
WKm
AUGLÝSENDUR OG LESENDUR
ATHUGIÐ!
Næsta tölublað PRES-
SUNNAR kemur út
miðvikudaginn 15.
apríl. Fyrsta tölublað
eftir páska kemur út
fimmtudag 23. apríl.
Páskasteikin í ár
Lærissteik: léttreykt eöa krydduð
Hólsfjallahangikjöt
Sölustaöir á höfuöborgarsvæöinu:
Fjarðarkaup, Hafnarfirði Júllabúð, Álfheimum
Plúsmarkaðurinn Straumnes Breiðholtskjör, Amarbakka
Plúsmarkaðurinn Grímsbær
Hagabúðin, Hjarðarhaga
Léttu
þér störfin
6 manno ELFA-DELCA uppþvotfavélin
kostar aöeins 33.155,- stgr.
_
Tekur borðbúnað fyrir 6 - þurrkar, skammtar
sjálf þvottaefni. 7 kerfi. Getur staðið á borði,
má einnig byggja inn í skáp.
íslenskar leiðbeiningar.
Greiðslukjör.
Einar Farestveit&Co.hf.
Borgartúni 28, simar: (91) 622900 og 622901 - Næg bílastæði