Pressan - 30.04.1992, Side 18
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRÍL 1992
M E N N
Amundískur
bragðarefur
Jón Baldvin glotti ógurlega
þegar hann sagði það hlyti að
vera í þágu þeirra sem vilja gera
málefnaágreining í Alþýðu-
flokknum eða steypa forystunni
að flýta flokksþinginu.
Þetta var glott refsins. Sama
glott og Jón var með þegar hann
sprengdi ríkisstjóm Þorsteins
„Hitt er alveg víst
að flokksþing
krata í júní mun
dæla út úr sér
samþykktum um
allt milli himins
og jarðar. Það
mun samþykkja
heilagleika hins
svokallaða vel-
ferðarkerfis. Það
mun lýsa yfir ei-
lífum stuðningi
við húsbréfin og
Jóhönnu. Það
mun setja þús-
und fyrirvara við
EES og Evrópu
alla. Það mun
setja saman
harðorða kröfu-
skrá í kvótamál-
um. Það mun
geirnegla ríkis-
fjármálin.“
Pálssonar og myndaði aðra með
Steingrími Hermannssyni. Það
gerði hann fýrst og fremst vegna
þess að hann gat það og hafði
gaman af því. Það drullumakerí
sem ríkisstjóm Steingríms stóð
fyrir sannaði að hann gerði það
ekki til að ná góðum málum
fram.
Og þetta glott er komið á and-
litið á Jóni núna vegna þess að
honum finnst hann hafa snúið
rosalega á þau Guðmund Ama
og Jóhönnu. í stað þess að Jón
gefi þeim tíma til hausts til að
grafa undan sér hefur hann grip-
ið þau tvö í bólinu. Þau þurfa að
grafa helvíti hratt ef þau ætla að
ná að fella hann á sex vikum.
Eða það heldur Jón.
Það er hins vegar eitthvað við
þennan leik Jóns sem minnir á
skyndiákvörðun. Það er eitthvað
ámundískt við hann. Þetta
hljómar of sniðugt fyrst þegar
maður heyrir það. Og flest sem
er rosalega sniðugt fyrst verður
oft draugfúlt á endanum.
Og ef til vill mun þetta refs-
lega glott fara svo í taugamar á
Jóhönnu og Guðmundi að þau
láti verða af því að hóa saman
nógu miklu af krötum til að fella
hann. Það kemur í ljós.
Hitt er alveg víst að flokks-
þing krata í júní mun dæla út úr
sér samþykktum um allt milli
himins og jarðar. Það mun sam-
þykkja heilagleika hins svokall-
aða velferðarkerfis. Það mun
lýsa yfir eilífum stuðningi við
húsbréfin og Jóhönnu. Það mun
setja þúsund fyrirvara við EES
og Evrópu alla. Það mun setja
saman harðorða kröfuskrá í
kvótamálum. Það mun geimegla
ríkisfjármálin.
Og ef Jón lifir flokksþingið af
mun hann mæta með þetta allt í
farangrinum þegar hann fer að
semja við Davíð og sjálfstæðis-
menn um stefhuna á næsta þingi.
Ef hann ætlar að taka eitthvert
mark á þessu flokksþingi verður
hann bundinn í báða skó og með
hendumar fyrir aftan bak.
Og hugsum okkur fleiri ef.
Ef Jón lifir flokksþingið af og
ef það samþykkir allt mögulegt
og ómögulegt og ef Jón fómar
þessum samþykktum í samning-
um við Davíð og sjálfstæðis-
menn, þá er hann í vondum mál-
um. Ef glottið á honum núna er
ekki nóg til að þjappa andstæð-
ingum hans saman þá ættu slík
svik við llokksþingið að duga.
Hann verður étinn lifandi á
næsta þingi.
/IS
Kirkjugarðar Reykjavíkur kærðir til Verðlagsstofn^nar
NOIA SKATTFITIL
AB UNDIRBJOOA
LIKKISTURNAR
Sjálfseignarstofnun Þjóðkirkjunnar fær 163 milljónir króna af kirkjugarðs-
gjöldum og getur niðurgreitt þjónustu sína um 25 til 30 prósent. Engin heim-
ild er til þessa í lögum. Einkarekin útfararfyrirtæki hafa kært málið til Verð-
lagsstofnunar og krafið kirkjumálaráðherra um aðgerðir.
Verðlagsstofnun hefur nú til
sérstakrar skoðunar ásakanir
tveggja einkaaðila í útfararþjón-
ustu þess efnis að Kirkjugarðar
Reykjavíkurprófastsdæmis
(KRP) noti kirkjugarðsgjöld til
að greiða niður og undirbjóða
þjónustu sína með óeðlilegum
hætti. Telja forsvarsmenn einka-
fyrirtækjanna þessa niður-
greiðslu án heimildar í lögum og
í raun brot á lögum um sam-
keppnishömlur og ólögmæta
viðskiptahætti. Stjómarformað-
ur KRP bendir aftur á móti á að
útfararþjónusta KRP byggist á
hefð, er skapi réttarvenju, og að
stofnunin veiti einkareknu fyrir-
tækjunum margvíslega þjónustu
án þess að krefjast endurgjalds.
KRP fengu árið 1990 alls 163
milljónir króna til ráðstöfunar í
formi kirkjugarðsgjalda og má
ætla að upphæðin hafi ekki verið
lægri á síðasta ári. Með þessar
tekjur í höndunum geta KRP
rekið útfararþjónustu með
nokkrum halla og boðið upp á
kistur sem eru 25 til 30 prósent-
um ódýrari en hjá einkafyrir-
tækjunum. Aukinheldur þurfa
KRP ekki að standa skil á ýms-
W' —a m J |\ ■ tr w •
f 1' 'i
! i 7: 1
Davíö Ósvaldsson: „Þessi sjálfseignarstofnun getur undirboöiö okkur í krafti óskaplegs fjár-
magns af skattfé. Þeir njóta auk kirkjugarösgjalda skattalegrar sérstööu og geta í krafti þessa
undirboöiö okkur á markaöinum og þannig viöhaft óeölilega samkeppni."
um skattalegum gjöldum vegna
rekstrar síns eins og einkafyrir-
tækin.
„UNDIRBJÓÐA OKKUR í
KRAFTIÓSKAPLEGS
FJÁRMAGNS“
„Við erum mjög óánægðir
með aðstöðu þá sem Kirkjugarð-
ar Reykjavíkur eru í gagnvart
okkur, hvemig þessi sjálfseign-
arstofnun getur undirboðið okk-
ur í krafti óskaplegs fjármagns af
skattfé. Þeir njóta auk kirkju-
garðsgjalda skattalegrar sérstöðu
og geta í krafti þessa undirboðið
okkur á markaðinum og þannig
viðhaft óeðlilega samkeppni,"
sagði Davíð Osvaldsson, útfarar-
stjóri og líkkistusmiður, í samtali
við PRESSUNA um málið.
Hinir sjálfstæðu útfararþjón-
ustuaðilar leiluðu fyrir tveimur
árum til Reykjavíkurborgar eftir
landi undir sérstaka kirkjugarða,
en fengu ekki. í því tilfelli kom
fram það álit Jóns G. Tómasson-
ar, lögfræðings og borgarritara,
að eftir gildandi reglum væri
kirkjugarðsgjöldum ætlað að
mæta kostnaði vegna kirkju-
garða og heimild til annarra nota
væri ekki í lögum. Verslunarráð
íslands hefur og fjallað um málið
og bent á, að samkvæmt árs-
reikningum KRP sé kostnaður
vegna útfararþjónustu að stórum
hluta greiddur með kirkjugarðs-
gjaldinu. Þeir geti því veitt við-
skiptavinum sínum meðgjöf sem
viðskiptavinir einkafyrirtækj-
anna fá ekki, heldur þurfa að
greiða þjónustuna fullu verði.
KIRKJUGARÐARNIR
REKNIR MEÐ 70 MILLJ-
ÓNA HALLA
Þess má geta að Þorsteinn
Pálsson kirkjumálaráðherra hef-
ur lagt fram frumvarp um kirkju-
garða, sem kirkjuþing samdi. Þar
er að finna ákvæði um styrki
vegna útfararþjónustu og hefur
Þorsteinn lagt til við allsherjar-
nefnd þingsins að ákvæði um
slíka styrki verði skoðað með til-
liti til einkarekinna útfararfyrir-
tækja. Ráðherra virðist sam-
kvæmt þessu vilja að einkafyrir-
tækin fái styrki líkt og KRP.
„Það er að okkar mati ekki
lausnin í málinu að við fáum
hluta af kirkjugarðsgjöldunum.
Það er öllum hollast að vita hvað
hlutimir kosta. En aðalatriðið er
að allir sitji við sama borð, að
engum sé mismunað, skattalega
eða á annan hátt,“ sagði Davíð
Ósvaldsson um þetta atriði.
í reglugerð ffá 1976 um stjóm
og rekstur KRP er ákvæði þar
sem sjálfseignarstofnuninni er
gert heimilt að veita alla al-
menna útfararþjónusm og reka í
því sambandi verkstæði til lík-
kistusmíða „svo sem verið hefur.
Skal sérstakt reikningshald vera
um þá starfsemi".
í ársreikningum KRP er ekki
að finna sérstakt reikningshald
með þessum hætti. I ársreikningi
1990 kemur fram að það árið
hafi KRP verið reknir með tæp-
lega 70 milljóna króna halla þrátt
fyrir 163 milljóna króna tekjur af
kirkjugarðsgjöldum. Líkkistu-
verkstæðið sjálft var rekið halla-
laust, en rekstur Fossvogskirkju
og útfararþjónustunnar kom út
með 38 milljóna króna halla.
KIRKJUGARÐARNIR:
HEFÐIN HEFUR SKAPAÐ
RÉTTARHEIMILD
I bréfi sem Helgi Elíasson,
stjómarformaður KRP, ritaði
Verslunarráði á sfðasta ári vegna
fýrirspumar ráðsins kemur ffam
það álit Helga að reglugerðin ffá
1976 veiti stofnuninni heimild til
að reka útfararþjónustu og hafi
staðfest hefð frá 1948. Þá vísar
Helgi til þess að í íslenskum rétti
sé á því byggt, að háttemi, sem
menn hafa fylgt um alllangt
tímabil, geti orðið gmndvöllur
réttarreglu. Auk þess bendir
Helgi á að KRP hafi annast
margvíslega þjónustu fyrir
einkareknu fyrirtækin án þess að
krefjast endurgjalds.
Þess má geta að Vilhjálmur
Wium skrifaði ritgerð íhagffæði-
deild Háskólans í nóvember
1990 um aðgangshömlur í útfar-
arþjónustu. Hann komst að þeirri
niðurstöðu að undanþágan frá
skattskyldu og kirkjugarðsgjöld-
in fælu í sér aðgangshömlur, sem
birtust í lægra þjónustugjaldi
KRP, endurgjaldslausri þjónustu
við önnur sveitarfélög, sölu á lík-
kistum undir ffamleiðsluvirði og
fríu landrými þeim til handa.
Davíð Ósvaldsson segir það
ekki lausn að einkafyrirtækin fái
hluta af kirkjugarðsgjöldunum.
Þýðir bann við niðurgreiðslunni
hjá KRP þá ekki einfaldlega að
líkkistur myndu hækka stórlega í
verði? „Hjá þeim kannski, en
ekki hjá okkur,“ svaraði Davíð.
Friörik Þór Guömundsson