Pressan - 30.04.1992, Síða 25
FIMMTUDAGUR PRfSSAN 30. APRÍL.1992
25
E R L E N T
Sameining Kóreu næst?
Kórea hefur verið aðskilin allt frá stríðslokum 1945, en nú sjá menn
ýmis merki þess að til sameiningar geti komið á næstunni. Slík samein-
ing yrði vafalaust erfiðari en sameining Þýskalands, en gangi hún eftir
verður Kórea vafalaust efnahagsstórveldi, sem taka verður tillit til.
Allt frá vopnahlénu, sem batt
enda á Kóreustríðið árið 1953,
hefur sameining Norður- og
Suður-Kóreu virst ómöguleg. En
síðastliðinn desember undirrit-
uðu fulltrúar ríkjanna tveggja
griðasáttmála þar sem drög voru
lögð að hugsanlegum sáttum í
framtíðinni. Eftir að Þýskaland
sameinaðist að nýju er Kórea
eina landið, sem enn er skipt
samkvæmt lyktum síðari heims-
styrjaldar. Sérfræðingar þykjast
sjá þess ýmis teikn, að framund-
an kunni að vera enn ffekari þró-
un í átt til sameiningar. Suður-
Kóreumenn þvertaka ekki fyrir
samvinnu með fjendunum í
norðri og fjölskyldufyrirtæki
Kim Il-Sung í Pjongjang hefur
reynt að skapa sér örlítið alþjóð-
legri ímynd en áður. Þeir feðgar
hafa til dæmis sést í jakkafötum
með bindi.
Efnahagsástandið í Norður-
Kóreu versnar stöðugt. Upp-
skerubrestur og sífelldur skortur
á orku og matvælum setja rnark
sitt á landið og nú er ekki lengur
hægt að reiða sig á bróðurlega
aðstoð annarra kommúnistaríkja,
sem áður fyrr komu Norður-
Kóreu til bjargar. I Pjongjang lít-
ur út fyrir að ráðamenn séu loks
að átta sig á því að þeir geta ekki
lengur einangrað sig og án að-
stoðar eða viðskipta við hinn
kapítalíska heim er veldi þeirra
dauðadæmt.
Samt sem áður er of snemmt
að fagna. Því má ekki gleyma að
Norður-Kórea er að líkindum
hervæddasta land heims og at-
hafhir hersveita þeirra við landa-
mærin ofit á tíðum sérkennilegar,
svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Það er langur vegur ffá því að
traust milli ríkjanna sé slíkt að
unnt sé að ræða um hugsanlega
sameiningu.
Menn skyldu líka hafa hafa
hugfast að nær allt við Norður-
Kóreu er eins úr martröð súrreal-
ísks ofsóknarbrjálæðings. Per-
sónudýrkunin á Kim Il-Sung ein-
ræðisherra og syni hans, Kim D-
Jong, hefur aldrei verið geggj-
aðri, samkvæmt opinberum fjöl-
miðlum snúast nær allar ráðstaf-
anir annarra ríkja heimsbyggðar-
innar um djöfullegt samsæri
gegn Norður-Kóreu, meira fé er
veitt í kjamorkuvopnaáætlun
hersins en nokkru sinni fýrr og
ofsóknir gegn meintum undir-
róðursöflum eru jafnofsakenndar
og áður.
En það er athyglisvert að bera
ríkin tvö saman — að svo miklu
leyti sem það er hægt—því allar
upplýsingar að norðan eru væg-
ast sagt af skomum skammti og
þær, sem þó fást uppgefnar,
þykja ekki mjög traustvekjandi.
En að svo miidu leyti, sem hægt
er að bera ríkin saman, vekur í
raun athygli hvað þau eiga þrátt
fyrir allt mikið sameiginlegt.
Þannig em í báðum löndum um
25% mannaflans í „frumfram-
leiðslugreinum" á borð við land-
búnað og sjávarútveg. (í Póllandi
og Rúmeníu er hlutfallið um
35% en í Japan og á íslandi um
10% svo dæmi séu tekin.)
Vinnuvikan í iðngreinum er í
báðum ríkjum um 50 stundir og í
báðum ríkjum er óvenjuhátt hlut-
fall þjóðarinnar á vinnumarkað-
inum. Norður-Kórea hefur þó
vinninginn hvað það varðar, ekki
síst vegna þess hvemig konum
hefur verið smalað af heimilun-
um í verksmiðjumar.
I báðum ríkjum er menntunar-
hlutfallið svipað, þó svo menn
hafí mjög ríkar efasemdir um
nytsemi mikils hluta „náms-
greina“ norðanmanna. Fleiri
karlar ganga menntaveginn en
konur og er hlutfallið svo að
segja hið sama beggja vegna
landamæra. Byggðaþróun frá
sveitum í borgir hefúr verið afar
svipuð. Þrátt fyrir að heilbrigðis-
kerfi ríkjanna gætu ekki verið
ólíkari em lífslflcur hinar sömu
og hafa aukist jafhhratt á undan-
fömum ámm (hvað þetta varðar
er ekki stuðst við opinberar töl-
ur).
Menn skyldu ætla að félags-
legar breytingar í ofsóknarbrjál-
uðu kommúnistaríki og alþjóð-
lega sinnuðu kapítalistaríki væm
nokkuð á sinn hvom veginn, en
það er öðm nær. Hjónaskilnaðir
em litnir mjög alvarlegum aug-
um í báðum ríkjum og má til
dæmis nefna að árið 1986 var
um hálf milljón giftinga skráð á
Kóreuskaga, en aðeins um
40.000 skilnaðir. Skilnaðarhlut-
fallið er þannig lægra en í Iran!
Fjölskyldustærð hefúr líka hald-
ist í hendur sitthvomm megin
landamæranna.
Efnahagslega em ríkin tvö
eins og dagur og nótt, en ef þau
skyldu sameinast og norðan-
menn ná jafnmiklum árangri og
landar þeirra fyrir sunnan mun
verða til nýtt efnahagsstórveldi.
Svartsýnustu menn gera ráð fyrir
að sameinuð Kórea yrði 14.
stærsta efnahagsveldi heims með
meiri þjóðarframleiðslu en öll
Afríkuríki sunnan Sahara til
samans. Þegar haft er í huga að
Suður-Kórea ein er í 11. sæti yfn
mestu útflutningsríki heims og
10. stærsti innflytjandi geta
menn gert sér í hugarlund hvem-
ig sameinuð Kórea yrði. Þá er
rétt að gleyma því ekki að bæði
rikin em sliguð af hergagnafram-
leiðslu og mikill mannafli og
auðlindir myndu nýtast til þarfari
hluta ef af sameiningu yrði.
En hversu raunhæfar em hug-
leiðingar sem þessar? I Norður-
Kóreu er í raun ekkert valdakeríi
til, heldur hefur allt byggst á nær
guðlegu valdi leiðtogans heitt-
elskaða. Hann er orðinn hmmur
og það er fremur ósennilegt að
syni hans takist að halda sömu
völdum eftirhans dag. Spuming-
in snýst kannski fremur um það
hvemig Suður-Kórea er í stakk
búin til þess að sameina ríkin.
Viljinn er vissulega fyrir hendi,
en margir efast um getuna þegar
á hólminn er komið.
Menn skyldu þó hafa hugfast
að allt ffá seinna stríði hafa menn
efast stórlega um öll helstu
áform Suður-Kóreu: markaðs-
væðingu landsins, iðnbyltingu,
hátækniðnað og svo framvegis.
Þau hafa hins vegar öll gengið
eftir og vel það. Það segir sína
sögu að núna fyrst em Japanir
famir að ffiðmælast við Kóreu-
menn eftir síðari heimsstyrjöld.
Og kannski ekki seinna vænna.
Andrés Magnússon.
Höfuðborg Stóra
bróður: Pjongjang.
Foldgnár háskólinn
rís aö baki myndar
af hinum ástkæra
leiötoga, Kim II-
Sung.
S L Ú Ð U R
Velkomin til Nírvana!
Hljómsveitin Nirvana er ffá Seattle í Washington-ríki og x kjölfar
vinsælda hennar lýsti Booth Gardner, ríkisstjóri, yfir því að Wash-
ington-ríki væri héðan í frá Nirvana-ríkið, en þar vestra hafa menn
þann sið að gefa rflcjum hin og þessi gælunöfn. Þetta fannst mönnum
hið besta mál enda Nirvana það fyrsta áhugaverða, sem komið hefur
frá Washington-ríki frá því að
Boeing 747 rúllaði út úr skýlinu
fyrir margt löngu. Gleðin dvínaði
hins vegar þegar ríkisstjórinn
undirritaði skömmu síðar lög,
sem barma sölu á tónlisÞ með
ósiðlegum textum til ólögráða
fólks. Piltamir í Nirvana em ekki
hressir með þessar lyktir mála.
Atvinnuleysi ágerist
Leikarinn Paul Newman var um áraraðir
einn vinsælasti leikarinn vestanhafs. Að
undanfömu hefur honum hins vegar gengið
erfiðlegar að finna hlutverk, sem sést á því
að hann hefúr ekki leikið í kvikmynd síðan
1990, þegar hann lék í Mr. & Mrs. Bridge
við litlar vinsældir. Menn greinir á um
ástæðumar, en Newman sjálfur er ekki
vafa: ,JÉg fæ ekkert að gera. Það halda allir spagettívestrar?
að ég sé spagettflcokkur...“ Newman hefur á undanfömum ámm
grætt vel á sölu alls kyns matvæla, allt frá örbylgjupoppkomi til spag-
ettísósu, en það em augljóslega tvær hliðar á velgengninni.
Batmansnýraftur
Kvikmyndin Batman Returns verður
frumsýnd seinnipartinn í júní. Michael
Keaton leikur aðalhlutverkið sem fyrr en í
hlutvericum illvirkjanna em ekki síðri leik-
arar. Það er Michelle Pfeiffer, sem leikur
læðuna Catwoman, og enginn annar en
Danny DeVito, sem fer með hlutverk mör-
gæsarinnar Penguin. Söguþráðurinn mun
vera sá að borgarstjóraframbjóðandinn
Penguin plottar með Catwoman um hvem-
ig koma megi Batman fyrirkattamef. Talið
er að þessi mynd verði ekki síður vinsæl en hin fýrri, svo menn geta
tekið fram gömlu Batman-merkin sín fýrir sumarið.
Mörgæsin Danny De-
Vito.
Haukuríhomi
Ronald Reagan fýrrverandi Banda-
ríkjaforseta var bmgðið í fýrri viku jregar
hann var að ávarpa samkomu í Las Vegas
í Nevada. Skyndilega mddist andstæðing-
ur kjarnorkuvopna upp á sviðið, braut
stóreflis glerstyttu í ákafanum og lét svo
duglega í sér heyra úr ræðustóli. Efitir að
maðurinn hafði verið fjarlægður rifjaði Reagan það upp þegar hann
ávarpaði hippasamkundu á rfldsstjóraárum sínum í Kalifomíu en þá
sagði hann (skömmu áður en hann forðaði sér burt í þyrlu): „Þið
prédikið að menn skuli iðka ástir en ekki stríð. Að mínu viti emð þið
ófær um hvort tveggja.“
Ófriölegur
„friöarsinni".
Mama Clinton.
Mamma með
Kosrúngabaráttan í Bandaríkjunum fær-
ist mjög í aukana og hefur móðir Bill Clin-
tons t.d. látið til sín taka að undanfömu, en
mönnum ber ekki alveg saman um árangur
þess, því gámngamir bera hana helst sam-
an við Tammy Bakker, fýrrverandi eigin-
konu sjónvarpsklerksins bersynduga.
Móðirin, Virginia Kelley, lætur gagnrýn-
endur Clintons fá það óþvegið og segir
hann ekkert óhreint hafa í pokahominu,
nema ef til vill erfið uppvaxtarár. Frú Kell-
ey er ellilífeyrisþegi og hefur það helst að
áhugamáli að veðja á hesta.
ktljf 50Q9l)íiigton |09f
Töfrar og vísindi mættust þegar endanleg sönnun fékkst á hinni undar-
legu og í alla staði ótrúlegu kenningu um „Miklahvell". Allt frá 1964,
þegar stjamfræðingar uppgötvuðu bakgmnnsgeislun frá árdögum
þessum, hefur þeirri kenrúngu verið haldið á loft að geimurinn hafi eitt
sinn verið óendanlega samþjappaður punktur tíma og rúms, sem leysúst
úr læðingi í gífurlegri sprengingu og sé enn að jxenjast út.
Gera má ráð fýrir að maðurinn hafi ekki glímt við einkennilegri kenn-
ingar. Ef tíminn hófst til dæmis með Miklahvelli þá var ekkert þar á und-
an; og í stað þess að þenjast út í afúiarkað rými var Miklihvellur í raun
rými að þenjast út. Látum þversagnimar liggja á milli hluta; þetta stenst
bæði afstæðiskenningu Einsteins og síðari tíma uppgötvanir Edwins
Hubble um stækkun geimsins, en staðfesúnguna á því að sprengingin
bæri ábyrgð á þeim kynjaheimi, sem við gistum, vantaði.
En nú er hún fundin: „Ummerki örsmárra gára á geimgeisluninni" eins
og höfuðpaurinn George Smoot kýs að kalla það. Samkvæmt keraúng-
unni varð geislunin ekki greinanleg fýrr en 300.000 árum eftir Mikla-
hvell, en fyrst þá gátu ljósbylgjur borist um lofttæmi. Með sjónauka var
hægt að elta bylgjumar uppi allt til núverandi staðsetningar og þær voru
loksins mælanlegar. Þær gefa mynd, þó lítil sé, af örsmáum afbrigðum
sem urðu lífvaki stjömuþoka, reikistjama og alls þess sem á eftir sigldi —-
,jafúvel stjómmálamanna" eins og Smoot orðarþað.
Nú gefst kostur á að prófa hæfileika rannsóknarliðsins á mælingum út-
varpsbylgja allt niður í einn milljónasta hluta. f milljónatali munu vís-
indamenn rífast um hvemig „gárukort" Miklahvells hafi nákvæmlega
getað umtumast í núverandi „geimkort". Og á blaði lítur (xetta allt mjög
vel út, þó svo það bendi til þess að alheimurinn sé jafnvel enn undarlegri
en séð verður með bemm augum.