Pressan


Pressan - 02.07.1992, Qupperneq 26

Pressan - 02.07.1992, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 2. JÚLÍ 1992 Úrskurður Mannréttindadómstólsins í Strasbourg ^ Htá Htoðýá, liHeykdá ocj I nýgengnum dómi Mannrétt- indadómstólsins í Strasbourg í máli Þorgeirs Þorgeirssonar rit- höfundar má finna mjög athygl- isverða afstöðu til tjáningarffels- is. Það er einföldun að halda því fram að niðurstaðan lúti aðeins að 108. grein almennra hegning- arlaga sem enginn virðist vilja verja í dag. I niðurstöðunni má finna mun mikilvægari skilaboð um frelsi manna til að tjá sig í ræðu og riti. Þar segir að Mannréttinda- dómstóllinn líti svo á að tjáning- arfrelsi sé ein grundvallarstoð lýðfrjálsra þjóðfélaga. Einnig segir að það þjóni ekki aðeins þeim tilgangi að auðvelda miðl- un upplýsinga og hugmynda um mál sem séu vinsæl og móðgi engan heldur einnig um mál sem valdi móðgun, hneykslun og röskun. Segir dómurinn að þær skorður sem 10. grein Mannrétt- indasáttmálans setji við tjáning- arfrelsi beri að túlka þröngt og færa gild rök fyrir öllum tak- mörkunum. Þessu virðist þveröfugt farið hér á landi. Akvæði um tak- mörkun tjáningarfrelsis, sem finna má víða í lagasetningunni, virðast oftar en ekki vera túlkuð furðurúmt þegar þau koma til dómstóla. Það er reyndar athyglisvert að umræða um þessi mál hefur ver- ið skilin eftir í höndum Iögfræð- ingastéttar landsins, sem virðist hafa óbilandi trú á lagasetningu um tjáningarfrelsi. Þess vegna virðast flestar fræðilegar greinar um slík efni snúast um það með hvaða hætti komið verði lögum yfir skaðvaldinn — þ.e.a.s. þann ertjáir sig! Það er kannski táknrænt fyrir þessa afstöðu að fulltrúi íslensks réttlætis við Mannréttindadóm- stólinn sá ástæðu til að skila sér- atkvæði þegar að dómi kom. Þar skipti meira máli að íslenskir dómstólar væru sjálfum sér sam- kvæmir en þeir horfðust í augu við sjálfsögð mannréttindi. Hallur Magnússon, fyrrver- andi blaðamaður Tímans, sagði þegar Hæstiréttur dæmdi hann í mars að hann yrði síðastur íslendinga til að vera dæmdur eftir 108. grein- inni. EKKI HÆGT AÐ KREFJAST ÞESS AÐ ÞORGEIR SANNAÐI MÁLSITT Það er annað atriði og ekki síður athyglisvert í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins. Þar kemur fram að með því að dæma Þorgeir meðal annars fyrir að hafa ekki getað fært sönnur á staðhæfingar sem fram komu í greininni hafi verið gerðar kröf- ur til hans sem honum hafi verið ómögulegt að rísa undir. Með öðrum orðum var ekki hægt að fara fram á að Þorgeir sannaði mál sitt. Hann mátti segja þetta af því honum fannst það rétt! Þetta lýtur að sjálfsögðu að grunni meiðyrðamála eins og þau eru rekin fyrir íslenskum dómstólum. Til að hefja slík mál er hægt að taka einstök ummæli út úr blaðagrein og stefna þeim er þau skrifa og krefjast þess að hann sanni hvert orð. Sönnunar- byrðin er gjörsamlega þess sem tjáir sig. Því er ekki að leyna að blaðamenn PRESSUNNAR telja að í dómi Bæjarþings Reykja- vfkur í máli Gallens Borgar hafi jreim verið gert að sæta slíkum afarkostum. Engu skipti að blaðagreinin sem slík var fylli- lega réttlætanleg. Forvitnilegt er í því sambandi að Iíta á niðurstöðu dómstóla í Lúxemborg í máli því er Cargo- lux höfðaði gegn Páli J. Einars- syni, fyrrum starfsmanni sfnum. Páll kom upp um ólöglegt vopnallug Cargolux sem hann hafði orðið vitni að þegar hann var starfsmaður fyrirtækisins. Cargolux stefndi honum fyrir rógburð og lygi vegna þessa. Ár- ið 1989 var kveðinn upp sýknu- dómur en þar var sönnunarbyrð- in þannig að Cargolux bar að sanna að Páll hefði farið með lygar. Svo er litið á að fyrirtækið hafi mun betri aðstöðu til að sanna slíkt þítr sem það hefur öll gögn tiltæk unt málið en Páll ekki. Það tókst hins vegar ekki og Páll var því sýknaður. TÚLKUN GAUKS SÚ SAMA En niðurstaða Mannréttinda- dómstólsins þurfti í sjálfu sér ekki að koma svo á óvart. Einn þeirra dómara sem sátu í Hæsta- rétti hafði nefnilega skilað sér- áliti á sínum tíma þar sem hann Þorgeir Þorgeirsson rithöf- undur hefur nú unnið mál sitt fyrir Mannréttindadómstóln- um. Spurning er hvaða áhrif það hefur á tjáningarfrelsis- umræðu hér á landi. Þórbergur Þórðarson rithöf- undur var dæmdur fyrir að segja að Hitler væri sadisti. Taldi Hæstiréttur að hann hefði móðgað „erlenda menningarþjóð". vildi sýkna Þorgeir. Það var Gaukur Jörundsson, núver- andi umboðsmaður Alþingis og þá settur hæstaréttardómari. Gaukur hafði einmitt starfað við Mannréttindadómstólinn og í röksemd hans má finna margar hliðstæður við niðurstöðuna nú. Gaukur segist fallast á að um- mæli Þorgeirs, sem stefnt var fyrir, hafi verið harðorð. Jafn- framt segir hann að út af fyrir sig hafi þau ekki verið „réttlætt“, þ.e.a.s. ekki sé hægt að líta svo á að Þorgeir hafi sannað mál sitt fyrir rétti. Það telur hann hins vegar ekki skipta máli, því með hliðsjón af grundvallarreglu ís- lenskrar stjómskipunar um frelsi til að tjá sig í ræðu og riti sé ekki hægt að dæma út frá 108. grein- inni. Einnig fannst Gauki skorta á í ákæmnni að skýrt væri tekið fram hvaða aðila ummælin áttu að hafa meitt. Þá er rétt að taka fram að ann- ar hæstaréttardómari, Hrafn Bragason, hefúr um langt skeið hafnað því að dæma eftir 108. greininni. ÞÓRBERGUR DÆMDUR FYRIR AÐ MEIÐA ÆRU HITLERS I stjómarskrá lýðveldisins ís- lands frá 1944 er í 72. grein kveðið á um vemd prentfrelsis. Þar segir: „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti; jxi verður hann að ábyrgj- ast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða.“ Þama em prentfrelsinu settar þrengri skorður en tjáningarfrelsinu. Er ekki furða að nánast öll málaferli sem lúta að því að einhver hefi tjáð sig of frjálslega skuli vera vegna ummæla á prenti. Á meðal þeirra fjölmörgu Úlfar Þormóösson iisthöndl- ari var dæmdur fyrir að ætla að dreifa Speglinum á sínum tíma. í raun náði hann aldrei að koma hinum meiðandi ummælum á framfæri vegna þess að blaðið var gert upp- tækt fyrirfram, sem margir vilja túlka sem tilraun til rit- skoðunar. meiðyrðamála sem rekin hafa verið fyrir íslenskum dómstólum má finna margar skntnar niður- stöður. Má þar til dæmis nefna hæsta- réttardóm yfir Þórbergi Þórðar- syni rithöfundi frá 1934. Þór- bergur hafði skrifað grein í Al- þýðublaðið þar sem veist var harkalega að þýska nasista- flokknum og forystumönnum hans. Sagði þar að flokkurinn hefði lagt megináherslu á að inn- ræta löndum sínum miskunnar- laust hatur á stjómmálaandstæð- ingum sínum, svo sem komm- únistum og gyðingum. Einnig var lýst pyntingum sem höfund- ur staðhæfði að ættu sér stað í fangelsum Þjóðverja, sagðar skipulagðar af þeim mönnum sem ættu að gæta siðferðismats þýska ríkisins. Þórbergur sagði að rannsóknairéttinn á Spáni myndi hrylla við og kallaði kanslara þýska rikisins, Adolf Hitler, sadista. Fyrir réttinn lagði Þórbergur ffarn skrá yfir heim- iidir sínar sem hann taldi sanna mál sitt. Um mál Þórbergs sagði Hæstiréttur: „Það verður að telj- ast meiðandi og móðgandi fyrir erlenda menningarþjóð að segja það, að hún hafi sadista í for- mannssæti stjómar sinar, og að hann og stjóm hans hafi skipu- lagt og íyrirskipað hinar hrylli- legustu kvalir og pyndingar." Framannefnd orð og ummæli um hinn þýska kanslara og stjóm Þýskalands þóttu því ekki sönn- uð og var Þórbergur dæmdur íyrir þau. Nú má leiða líkur að því að engin leið hafi verið fyrir Þór- berg á þessum tíma að sanna ummæli sín, upplýsingar lágu jú ekki beinlínis á lausu um Þýska- land nasismans. Einnig má vel vera að margt í ummælum Þór- bergs hafi verið ónákvæmt og tæpast alls kostar rétt. Hæstirétt- ur tók hins vegar ekkert tillit til þess að það getur verið nauðsyn- legt að fjalla um mál sem valda „móðgun, hneykslun og rösk- un“. SIGMUND MÁTTI EKKI TEIKNA SCHÚTZ SEM NAS- ISTA En nasistamir áttu eítir að ber- ast aftur inn í íslenska dómstóla þótt með spaugilegri hætti væri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.