Pressan - 02.07.1992, Síða 44

Pressan - 02.07.1992, Síða 44
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 VESTURLAND VERSLUN Verslunin Bitinn Reykholti GISTING Hótel EDDA Laugar Sími 93-41265 VERSLUN Kaupfélag Borgfirbinga Vöruhús Vesturlands Borgarnesi Sími 93-71200 VEITINGAR Bændaskólinn Hvanneyri Sími 93-70000 GISTING Bændaskólinn Hvanneyri Sími 93-70000 GISTING Hótel Búðir Borgarnes Sími 93-56700 GISTING Hótel Ósk Vogabraut 4 Akranesi Sími 93-12544 HVALFJÖRÐUR — NÁTTÚRU- FECURÐ í BLAND VIÐ MAGN- ÞRUNCNA SÖCiU Oft heyrast ferðalangar kvarta undan því hve langt sé fyrir Hvalfjörð og margir horfa með tilhlökkun til þess tíma þegar unnt verður að aka undir fjörðinn um jarðgöng og stytta sér leið. Menn gleyma því hins vegar oft að náttúrafegurð er mikil í Hvalfirði. Þjóð- vegurinn liggur víða í snarbröttum skriðum og útsýni er mikilfenglegt á mörgum stöðum við veginn. Fjallasýn er fögur. Fyrir botni fjarðarins eru Botnssúlur, Múlafjall og Hvalfell, en utar Þyrill. Hvalfjörður er um þrjátíu kílómetra langur og víðast hvar fjórir til fimm kílómetrar á breidd. Dýpstur er hann 84 metrar út af Kiðafelli í Kjós. Innst klofnar Hvalfjörður í tvo voga, Brynju- dalsvog og Botnsvog. Fjölskrúðugt fuglalíf er í Hvalfirði og þar er á nokkrum stöðum að finna góðar kræklingaíjörar. í þjóðsögu einni er frá því greint að Hvalfjörður heiti eftir illhveli mann- skæðu sem grandaði bátum og drekkti mönnum á firðinum. Meðal fórnar- lamba vora tveir synir prestsins í Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd. Prestur greip til sinna ráða og leiddi hvalinn með göldr- um inn tjörðinn, upp Botnsá og upp í vatn sem upp fra því nefnist Hvalvatn. Fellið íyrir ofan vatnið heitir og Hval- fell. Hvalvatn er næstdýpsta stöðuvatn landsins, 165 metra djúpt. Miklar siglingar hafa verið um Hval- fjörð frá öndverðu. Verslunarstaðir voru nokkrir við fjörðinn fyrr á öldum þar sem kaupskip ffá útlöndum renndu í vör. Árið 1402 kom skip inn fjörðinn og bar með sér vágest mikinn sem áður en langt um leið hafði lagt þriðjung landsmanna í gröfina. Þetta var svarti- dauði, drepsóttin mikla, sem barst til landsins með skipi Einars Herjólfsson- ar. í heimsstyijöldinni síðari var Hval- fjörður skipalægi skipalestanna sem fluttu heijum Rússa hergögn ffá Banda- ríkjunum. Oft var tilkomumikið að sjá að því er virtist endalausa röð flutn- ingaskipa sigla út fjörðinn í fýlgd her- skipa í einhverjar hættulegustu og mannskæðustu siglingar sem sögur fara af. NOKKRAR CÖNdULEIÐIR í HVALFIRÐI Glymur Fossinn Glymur er í Botnsá í Botns- dal í Hvalfirði, en Botnsá rennur úr Hvalvatni út í Botnsvog. Glymur er hæsti foss Islands, 198 metrar. Neðan fossins fellur áin í hrikalegu gljúfri nið- ur undir dalbotn og eftir dalnum til sjávar. Best er að leggja upp í göngu að Glynt frá Stórabotni. Gengið er upp Glymsbrekkurnar og að fossinum. Hrikalegt er að horfa niður í gljúffið, sem víða er miklu dýpra en hæð foss- ins. Hvalfeli Hvalfell er móbergsstapi, 848 metra yfir sjávarmáli, með grágrýtis- kolli, fyrir botni Botnsdafs. Hægt er að komast að fjallinu annaðhvort með því að vaða Botnsá fyrir ofan Glym eða fara yfir ána á göngubrú neðan túnsins á Stórabotni og upp með ánni austanmegin með stefnu á fjallið. Botnssúlur Botnssúlur í Botnsdal eru taldar vera gamalt eldfjall og tindarnir rúst- ir af gömlum gíg. Auðveldast er að ganga á vestustu súluna, sem er 1086 metrar á hæð, níu metrum lægri en sú hæsta. Lagt er upp frá Stórabotni og farin sama leið og þegar gengið er á Hvalfell, en stefnan síðan tekin á Botnssúlur. Af Botnssúlum er mikið og tignarlegt útsýni. Þyrill Þyrill í innanverðum Hvalfirði að norðanverðu er þekktur fyrir sérsætt útlit sitt. Fjallið er úr basalti, 388 metra hátt. í hlíðum Þyrils hefur fundist mikið af sjaldgæfum geisla- steinstegundum. Þar hefur fundist kristalstegund svo fágæt, að hún hef- ur ekki fundist nema í þremur lönd- um heims. Nefnist hún epistilbit. Þyrilsnafnið er að líkindum dregið af svipti- eða þyrilbyljum sem oft verð- ur vart undir fjallinu. Auðveldast er að ganga upp brekkurnar ofan við Botnsskála. Þar var áður fyrr fjölfar- in leið sem nefndist Sfidarmannagöt- ur. Þegar upp er komið á brúnina er gengið vestur fjallið alveg fram á hamrabeltið sem er fyrir ofan bæinn Þyril. SÉRA HALLGRÍMUR HVÍLIR í SAURBÆJARKIRKJUGARÐl Kirkjustaðurinn og prestsetrið Saur- bær á Hvalfjarðarströnd er kunnastur fyrir það, að þar þjónaði sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson 1651 til 1659. Séra Hallgrímur dó úr holdsveiki á Fer- stiklu 1674 og er legstaður hans í Saur- bæjarkirkjugarði. I Saurbæ var kirkja helguð Jóhannesi skírara í kaþólskum sið. Kirkjan sem nú stendur í Saurbæ er helguð minningu séra Hallgríms. Sig- urður Guðmundsson teiknaði kirkjuna, sem vígð var árið 1957. Altaristaflan er eftir finnskan listamann, Lennart Seg- erstrale, og gaf Hvalur hf. töfluna. Myndskreytingar í gluggum eru eftir Gerði Helgadóttur. Séra Hallgrímur Pétursson er jafnan talinn mesta trúar- skáld Islendinga. Þekktastur er hann fyrir Passíusálmana sem gefnir hafa verið út oftar en nokkur önnur bók á Is- landi, að biblíunni undanskilinni. I Passíusálmunum er píslarsaga Jesú Krists rakin og lagt út af henni. Passíu- sálmamir komu fýrst út árið 1666. ÍRAR BYGÚÐU AKRANES Irskir menn námu land á landnáms- öld þar sem nú stendur kaupstaðurinn Akranes og er talið að írsk byggð hafi myndast þar í kjölfar landnámsmanna. Nafnið er án efa dregið af kornrækt sem stunduð hefur verið á nesinu. Ysti tangi þess, þar sem kaupstaðurinn stendur, nefndist til forna Skagi, en hlaut síðar nafnið Skipaskagi. Menn byrjuðu snemma að róa frá Skipaskaga og á 17. öld voru þar marg- ir tugir.verbúða, sem mynduðu vísi að þorpi. Það má telja eitt fyrsta sjávar- þorp á íslandi. Enn er Akranes á meðal stærstu verstöðva landsins. BYGÚÐASAFNIÐ í GÖRÐUM Á byggðasafninu í Görðum á Akra- nesi er að finna heildstætt safn muna sem tilheyrðu búskaparháttum og at- vinnutækni á Akranesi og í nágranna- byggðum á liðinni tíð. Meðal deilda safnsins má nefna sjóminja- og tækni- deild, baðstofu, hlóðaeldhús, smiðju, smíðastofu og skólastofú. Sjálft safnahúsið er hin merkilegasta bygging — fýrsta steinsteypuhús sinnar tegundar á landinu, byggt úr steyptum steinum árið 1876. Garðar vora kirkju- staður og prestsetur frá öndverðri kristni og koma víða við sögu í fomum heimildum. Fljótlega eftir að safnið var opnað ár- ið 1959 kom í ljós að gamla húsið rúm- aði ekki allar eigur þess. Því var raðist í nýbyggingu og var fýrsti áfanginn tekin í notkun fimm áram síðar.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.