Pressan - 02.07.1992, Síða 60

Pressan - 02.07.1992, Síða 60
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 SUÐURLAND y GISTING Félagsheimilið Kirkjuhvoli 880 Kirkjubæjarklaustri Sími 98-74621 GISTING Hótel EDDA Kirk j ubæ j arklaus tur Sími 98-74799 GISTING Hótel EDDA Skógar Sími 98-78187 GISTING Hótel EDDA Húsmæðrask., Laugarvatni Sími 98-61154 VERSLUN Kaupfélag Árnesinga Kirkj ubæ j arklaustri Sími 98-74615 VERSLUN Fossnesti Söluskáli Selfossi Sími 98-21356 GISTING Hótel EDDA Menntask., Laugarvatni Sími 98-61118 UPPSVEITIR ÁRNESSÝSLU Uppsveitir Ámessýslu eru fjöliamar ferðamannaslóðir, enda er þar að finna fjölda merkra staða, auk mikillar og ijölbreyttrar náttúrufegurðar. Hér verð- ur getið helstu hreppa sýslunnar og þess merkasta sem þar er að finna. Laugardalshreppur — Sveitar- rnörk eru um Brúará, Apavatn og Apá að austan og sunnan, Lyngdals- heiði að vestan. Afréttur er ofan byggðarinnar allt að Langjökli. Sveitin er sléttlend og afar votlend, en norðan byggðarinnar rísa tignar- leg fjöll með skógivaxnar hlíðar. Þekktustu staðir sveitarinnar eru Vígðalaug á Laugarvatni, stöðuvötn- in Laugarvatn og Apavatn og hell- arnir Tintron og Laugarvatnshellar í Reyðarbarmi og Stóragilshellir í Laugarvatnsfjalli. Brúarárskörð eru á náttúruminjaskrá og sama er að segja um Laugarvatn. Þéttbýli tók að myndast á Laugar- vatni eftir að þar var byggður héraðs- skóli árið 1928. Þar er jarðhiti og því gróðrarstöð, sundlaug og gott gufu- bað. Ýmis þjónustustarfsemi er rekin fyrir ferðamenn á Laugarvatni. Stað- urinn er þekkt skólasetur og eru þar barnaskóli og leikskóli, héraðsskóli, menntaskóli og íþróttakennaraskóli. Skólarnir eru flestir nýttir sem hótel á sumrum. Biskupstungnahrcppur — Sveit- in liggur milli Brúarár og Hvítár, en Tungufljót rennur um miðja sveit. Afréttur er norðan byggðarinnar, allt að vatnaskilum á Kili, eða um 70 kílómetra langur. Landslag er afar fjölbreytilegt og skógarkjarr víða í fjallshlíðum og á undirlendi. I sveitinn er margt þekktra staða. Helstir eru Gullfoss, Geysir, Hauka- dalur og Skálholt. Brúarárskörð eru á sveitarmörkum til íjalla og Hagavatn við Langjökul. A afrétti eru tvö svæði á náttúruminjaskrá, Hvítárvatn og Hvítárnes annars vegar og Þjófa- dalir og Jökulkrókur hins vegar. I sveitinni eru tvö votlendissvæði á náttúruminjaskrá; Pollengi og Tunguey annars vegar og Haukadal- ur og Almenningar hins vegar. Gull- foss og Geysir eru friðaðir. SKÁLHOLT Skálholt er talinn einn merkastur sögustaður á Islandi, næst Þingvöllum. Saga kristni á Islandi og saga Skálholts eru samtvinnaðar. Teitur Ketilbjamar- son, sonur Ketilbjamar er nam land í Grímsnesi og Biskupstungum, reisti fyrstur bæ í Skálholti. Gissur hvíti sem kom með kristni til Islands var sonur Teits og sonur Gissurar, ísleifur, varð fyrsti biskup á íslandi 1056 og bjó í Skálholti. Biskupsstóll var í Skálholti frá 1056 til 1796 og sátu þar 32 biskup- ar í kaþólskum sið og tólf í lútherskum. Árið 1550 var síðasti kaþólski biskup- inn á Hólum, Jón Arason, fluttur í böndum til Skálholts og hálshöggvinn þar ásamt sonum sínum. Kirkja hefúr ávallt staðið í Skálholú frá því hún var fyrst byggð. Smíði nú- verandi kirkju hófst árið 1956. Kirkjan er krosskirkja með útbrotum svo sem talið er að hinar eldri dómkirkjur hafi verið. Hörður Bjamason, húsameistari rfkisins, teiknaði kirkjuna, sem er þijá- tíu metra löng og hæðin frá turni til gólfs er 24 metrar. Grafhýsi Skálholts- biskupa og lítið minjasafn er í kjallara. Þar em margir merkilegir legsteinar. ÚEYSIR í HAUKADAL — FRÆGASTI GOSHVER í HEIMI Geysir í Haukadal er án efa frægasti goshver í heimi. Hann vakti snemma mikla athygli og varla er til sú ferðabók ífá Islandi frá 17. og 18. öld sem getur hans ekki. Virkni Geysis hefur verið ákaflega mismunandi. Fyrir Suður- landsskjálftann 1896 hafði hún minnk- að mjög en eftir hann jókst hún á ný. Árið 1915 hafði aftur færst værð yfir Geysi en fjöri var hleypt í hann árið 1935 þegar grafið var í skál hans svo að vatnsborðið lækkaði. Þijátíu ámm síðar var virknin orðin mjög lítil. Árið 1981 lét Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- gerðarmaður gera rauf með loftpressu í skál hversins vegna kvikmyndatöku þannig að vatnsborð hans lækkaði á ný. Nú er hægt að láta Geysi gjósa með því að dæla sápu í hann. Þegar Geysir var upp á sitt besta þeytti hann vatnssúl- unni sjötíu til áttatíu metra í loft upp en aðeins um fimmtíu metra nú. I nágrenni Geysis em fjölmargir minni goshverir og er Strokkur þeirra stærstur. Blómatími hans var fýrir síð- ustu aldamót þegar gos hans vom um sextíu metra há en nú em þau um þijá- tíu metrar. Vatnið sem goshverir gjósa er venjulega við suðumark. Geysis- svæðið er í umsjá Náttúruvemdarráðs. Grímsneshreppur — Sveitin er í miðri Árnessýslu og afmarkast af Brúará, Hvítá og Sogi á þrjá vegu, en liggur að Lyngdalsheiði á þann fjórða. Afréttur liggur norðan byggð- arinnar allt norður fyrir Skjaldbreið. Landslag er fjölbreytilegt og rísa Búrfell, Mosfell og Hestfjall yfir undirlendið. Við Hestfjall er Hest- vatn. Mýrlendi er mikið. Hraun hafa runnið í suðvesturhluta sveitarinnar á nútíma og eru þau víða kjarri vaxin. Þekktustu staðir sveitarinnar eru Kerið, Seyðishólar, Þrastarskógur og virkjanirnar við Sogið. Kerið og Ker- hóll við Seyðishóla eru á náttúru- minjaskrá og einnig svæði umhverfis neðri hluta Sogs. Jarðhiti hefur fundist á nokkrum stöðum í sveitinni og eru miklar framkvæmdir við hitaveitur í gangi og fer notendum jarðhitans ört fjölg- andi. Nú er jarðhiti notaður til húsa- hitunar á allnokkrum bæjum, og einnig við fiskeldi og iðnað. Tvær gróðrarstöðvar hafa risið í sveitinni. Mikil og útbreidd sumarhúsabyggð setur svip á Grímsnesið. Hrunaniannahreppur — Sveitin er á milli Hvítár og Stóru-Laxár. Af- réttur er norðan byggðarinnar allt að Hofsjökli. Sveitin er fremur fjalllend með sléttum mýraflákum á milli, sem verða víðáttumeiri eftir því sem sunnar dregur. Skógur er í Tungu- fellsdal og kjarr með Hvítá ofan til í sveitinni. I hreppnum eru þekktir staðir eins og Brúarhlöð, sem er á náttúruminja- skrá, Álfaskeið og gljúfur Stóru-Lax- ár og Hvítár. Gljúfur Hvítár og Kerl- ingarfjöll á afrétti eru á náttúruminja- skrá. Á Flúðum er rekið hótel og stór ferðamiðstöð. Gnúpverjahreppur — Sveitin er á milli Þjórsár og Stóru-Laxár og niður að Sandlækjarósi. Afréttur er norðan byggðarinnar milli Fossár og Þjórsár allt að Hofsjökli. Sveitin er mjög fjalllend, nteð mýraflákum á milli vestan til, en grónu hrauni, Þjórsárhrauni, austan til. Skóglendi er þó nokkurt í Þjórsárdal og í hlíð- um Búrfells. Þjórsárdalur er sá hluti sveitarinnar sem hvað þekktastur er og er hann á náttúruminjaskrá. Þar eru til dæmis Hjálparfoss, Háifoss og Gjáin, auk minja frá söguöld við Stöng og víðar. Þar eru líka Þjóðveldisbærinn og Búrfellsvirkjun. Framar í sveitinni eru Gaukshöfði, Stóri-Núpur og Búðafoss. Á afrétti eru Gljúfurleit og Þjórsárver sem eru friðuð.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.