Pressan


Pressan - 02.07.1992, Qupperneq 60

Pressan - 02.07.1992, Qupperneq 60
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 SUÐURLAND y GISTING Félagsheimilið Kirkjuhvoli 880 Kirkjubæjarklaustri Sími 98-74621 GISTING Hótel EDDA Kirk j ubæ j arklaus tur Sími 98-74799 GISTING Hótel EDDA Skógar Sími 98-78187 GISTING Hótel EDDA Húsmæðrask., Laugarvatni Sími 98-61154 VERSLUN Kaupfélag Árnesinga Kirkj ubæ j arklaustri Sími 98-74615 VERSLUN Fossnesti Söluskáli Selfossi Sími 98-21356 GISTING Hótel EDDA Menntask., Laugarvatni Sími 98-61118 UPPSVEITIR ÁRNESSÝSLU Uppsveitir Ámessýslu eru fjöliamar ferðamannaslóðir, enda er þar að finna fjölda merkra staða, auk mikillar og ijölbreyttrar náttúrufegurðar. Hér verð- ur getið helstu hreppa sýslunnar og þess merkasta sem þar er að finna. Laugardalshreppur — Sveitar- rnörk eru um Brúará, Apavatn og Apá að austan og sunnan, Lyngdals- heiði að vestan. Afréttur er ofan byggðarinnar allt að Langjökli. Sveitin er sléttlend og afar votlend, en norðan byggðarinnar rísa tignar- leg fjöll með skógivaxnar hlíðar. Þekktustu staðir sveitarinnar eru Vígðalaug á Laugarvatni, stöðuvötn- in Laugarvatn og Apavatn og hell- arnir Tintron og Laugarvatnshellar í Reyðarbarmi og Stóragilshellir í Laugarvatnsfjalli. Brúarárskörð eru á náttúruminjaskrá og sama er að segja um Laugarvatn. Þéttbýli tók að myndast á Laugar- vatni eftir að þar var byggður héraðs- skóli árið 1928. Þar er jarðhiti og því gróðrarstöð, sundlaug og gott gufu- bað. Ýmis þjónustustarfsemi er rekin fyrir ferðamenn á Laugarvatni. Stað- urinn er þekkt skólasetur og eru þar barnaskóli og leikskóli, héraðsskóli, menntaskóli og íþróttakennaraskóli. Skólarnir eru flestir nýttir sem hótel á sumrum. Biskupstungnahrcppur — Sveit- in liggur milli Brúarár og Hvítár, en Tungufljót rennur um miðja sveit. Afréttur er norðan byggðarinnar, allt að vatnaskilum á Kili, eða um 70 kílómetra langur. Landslag er afar fjölbreytilegt og skógarkjarr víða í fjallshlíðum og á undirlendi. I sveitinn er margt þekktra staða. Helstir eru Gullfoss, Geysir, Hauka- dalur og Skálholt. Brúarárskörð eru á sveitarmörkum til íjalla og Hagavatn við Langjökul. A afrétti eru tvö svæði á náttúruminjaskrá, Hvítárvatn og Hvítárnes annars vegar og Þjófa- dalir og Jökulkrókur hins vegar. I sveitinni eru tvö votlendissvæði á náttúruminjaskrá; Pollengi og Tunguey annars vegar og Haukadal- ur og Almenningar hins vegar. Gull- foss og Geysir eru friðaðir. SKÁLHOLT Skálholt er talinn einn merkastur sögustaður á Islandi, næst Þingvöllum. Saga kristni á Islandi og saga Skálholts eru samtvinnaðar. Teitur Ketilbjamar- son, sonur Ketilbjamar er nam land í Grímsnesi og Biskupstungum, reisti fyrstur bæ í Skálholti. Gissur hvíti sem kom með kristni til Islands var sonur Teits og sonur Gissurar, ísleifur, varð fyrsti biskup á íslandi 1056 og bjó í Skálholti. Biskupsstóll var í Skálholti frá 1056 til 1796 og sátu þar 32 biskup- ar í kaþólskum sið og tólf í lútherskum. Árið 1550 var síðasti kaþólski biskup- inn á Hólum, Jón Arason, fluttur í böndum til Skálholts og hálshöggvinn þar ásamt sonum sínum. Kirkja hefúr ávallt staðið í Skálholú frá því hún var fyrst byggð. Smíði nú- verandi kirkju hófst árið 1956. Kirkjan er krosskirkja með útbrotum svo sem talið er að hinar eldri dómkirkjur hafi verið. Hörður Bjamason, húsameistari rfkisins, teiknaði kirkjuna, sem er þijá- tíu metra löng og hæðin frá turni til gólfs er 24 metrar. Grafhýsi Skálholts- biskupa og lítið minjasafn er í kjallara. Þar em margir merkilegir legsteinar. ÚEYSIR í HAUKADAL — FRÆGASTI GOSHVER í HEIMI Geysir í Haukadal er án efa frægasti goshver í heimi. Hann vakti snemma mikla athygli og varla er til sú ferðabók ífá Islandi frá 17. og 18. öld sem getur hans ekki. Virkni Geysis hefur verið ákaflega mismunandi. Fyrir Suður- landsskjálftann 1896 hafði hún minnk- að mjög en eftir hann jókst hún á ný. Árið 1915 hafði aftur færst værð yfir Geysi en fjöri var hleypt í hann árið 1935 þegar grafið var í skál hans svo að vatnsborðið lækkaði. Þijátíu ámm síðar var virknin orðin mjög lítil. Árið 1981 lét Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- gerðarmaður gera rauf með loftpressu í skál hversins vegna kvikmyndatöku þannig að vatnsborð hans lækkaði á ný. Nú er hægt að láta Geysi gjósa með því að dæla sápu í hann. Þegar Geysir var upp á sitt besta þeytti hann vatnssúl- unni sjötíu til áttatíu metra í loft upp en aðeins um fimmtíu metra nú. I nágrenni Geysis em fjölmargir minni goshverir og er Strokkur þeirra stærstur. Blómatími hans var fýrir síð- ustu aldamót þegar gos hans vom um sextíu metra há en nú em þau um þijá- tíu metrar. Vatnið sem goshverir gjósa er venjulega við suðumark. Geysis- svæðið er í umsjá Náttúruvemdarráðs. Grímsneshreppur — Sveitin er í miðri Árnessýslu og afmarkast af Brúará, Hvítá og Sogi á þrjá vegu, en liggur að Lyngdalsheiði á þann fjórða. Afréttur liggur norðan byggð- arinnar allt norður fyrir Skjaldbreið. Landslag er fjölbreytilegt og rísa Búrfell, Mosfell og Hestfjall yfir undirlendið. Við Hestfjall er Hest- vatn. Mýrlendi er mikið. Hraun hafa runnið í suðvesturhluta sveitarinnar á nútíma og eru þau víða kjarri vaxin. Þekktustu staðir sveitarinnar eru Kerið, Seyðishólar, Þrastarskógur og virkjanirnar við Sogið. Kerið og Ker- hóll við Seyðishóla eru á náttúru- minjaskrá og einnig svæði umhverfis neðri hluta Sogs. Jarðhiti hefur fundist á nokkrum stöðum í sveitinni og eru miklar framkvæmdir við hitaveitur í gangi og fer notendum jarðhitans ört fjölg- andi. Nú er jarðhiti notaður til húsa- hitunar á allnokkrum bæjum, og einnig við fiskeldi og iðnað. Tvær gróðrarstöðvar hafa risið í sveitinni. Mikil og útbreidd sumarhúsabyggð setur svip á Grímsnesið. Hrunaniannahreppur — Sveitin er á milli Hvítár og Stóru-Laxár. Af- réttur er norðan byggðarinnar allt að Hofsjökli. Sveitin er fremur fjalllend með sléttum mýraflákum á milli, sem verða víðáttumeiri eftir því sem sunnar dregur. Skógur er í Tungu- fellsdal og kjarr með Hvítá ofan til í sveitinni. I hreppnum eru þekktir staðir eins og Brúarhlöð, sem er á náttúruminja- skrá, Álfaskeið og gljúfur Stóru-Lax- ár og Hvítár. Gljúfur Hvítár og Kerl- ingarfjöll á afrétti eru á náttúruminja- skrá. Á Flúðum er rekið hótel og stór ferðamiðstöð. Gnúpverjahreppur — Sveitin er á milli Þjórsár og Stóru-Laxár og niður að Sandlækjarósi. Afréttur er norðan byggðarinnar milli Fossár og Þjórsár allt að Hofsjökli. Sveitin er mjög fjalllend, nteð mýraflákum á milli vestan til, en grónu hrauni, Þjórsárhrauni, austan til. Skóglendi er þó nokkurt í Þjórsárdal og í hlíð- um Búrfells. Þjórsárdalur er sá hluti sveitarinnar sem hvað þekktastur er og er hann á náttúruminjaskrá. Þar eru til dæmis Hjálparfoss, Háifoss og Gjáin, auk minja frá söguöld við Stöng og víðar. Þar eru líka Þjóðveldisbærinn og Búrfellsvirkjun. Framar í sveitinni eru Gaukshöfði, Stóri-Núpur og Búðafoss. Á afrétti eru Gljúfurleit og Þjórsárver sem eru friðuð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.