Pressan - 02.07.1992, Síða 65

Pressan - 02.07.1992, Síða 65
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLI 1992 25 SUÐURNES ua Fyrir höfuðborgarbúa er stutt að skreppa til Grindavíkur, einnar stærstu verstöðvar landsins, og heyra þorsk- hjartað slá. Þar snýst allt um fiskveiðar og fiskvinnslu, enda kaupstaðurinn ein stærsta verstöð landsins. Þar er árlega landað afla að verðmæti milljarða króna. Sjósókn frá Grindavík var löng- um erfið og hættuleg, þar sem kaup- staðurinn liggur fyrir opnu hafi. Inn- siglingin til Grindavíkur er enn í dag oft í fréttum enda óárennileg þegar illa viðrar. Ný hafnarmannvirki voru reist í kringum 1950 og stöðugt hefur verið unnið að endurbótum hafnarinnar síð- an. Hún er nú talin í hópi betri fiski- hafna landsins. Grindavík varð ein af lögskipuðum verslunarhöfnum landsins þegai' einok- unarverslunin komst á árið 1602. Mörg ömefni á staðnum má rekja til siglinga og verslunar íýrr á öldum. KEFLAVÍK Kaupstaðurinn Keflavík stendur við samneftida vík sem gengur inn úr vest- anverðum Stakksfirði í sunnanverðum Faxaflóa. Óljóst er hvenær byggð hófst í Keflavík. Verslun er talin hafa verið þar lfá því um 1500. Mikið útræði var frá Keflavík fyrr á öldum og framyfir aldamótin 1900, einvörðungu á opnum árabátum. Fyrsti vélbáturinn kom til Keflavíkur 1908 og markaði upphaf nýrra og betri tíma í sögu staðarins sem enn byggir að verulegu leyti á útgerð og fiskvinnslu. REYKJANESFÓLKVANÚUR Reykjanesfólkvangur er ákjósanlegt útivistarsvæði. Hann er í nálægð stærsta þéttbýlissvæði landsins og ætti því að vera borgarbúum kærkomið at- hvarf frá erli og þvargi þéttbýlisins. Landslag fólkvangsins er stórbrotíð og fjölbreytt og er raunar stöðugt að breyt- ast því mótunartíma þess er ekki lokið. Reykjanesfólkvangur var stofnaður ár- ið 1975 og standa að honum Garða- kaupstaður, Grindavík, Hafnarljörður, Keflavík, Kópavogur, Njarðvík, Reykjavík, Seltjamames og Selvogur. Fólkvangurinn er 300 ferkílómetrar að stærð og er langstærsta friðlýsta land sinnar tegundar á landinu. Mörk hans eru Vesturháls að vestan, sýslumörk Gullbringusýslu og Ámessýslu að aust- an, að sunnan til sjávar og norðurlendi fólkvangsins tengist öðmm friðlýstum svæðum, svo sem Bláfjallafólkvangi og Heiðmörk. AKVECIR UM FÓLKVANCINN Helstu akvegir um Reykjanesfólk- vang eru Krísuvíkurvegur af Reykja- nesbraut, skammt sunnan Hafnarfjarð- ar, en norðan álversins í Straumsvík. Krísuvíkurvegur liggur yfir Kapellu- hraun og Óbrynnishólabruna, um Vatnsskarð og áfram meðfram Kleifar- vatni, suður í Krísuvík og Selvog, en skammt sunnan Krísuvfkur skiptist vogurinn og liggur þar annar vegur tíl Grindavíkur. Akvegur er einnig í Kald- ársel ffá kirkjugarðinum í Hafnarfirði. Til að sem flestir getí fengið að njóta þeirrar náttúmfegurðar sem fólkvang- urinn hefúr upp á að bjóða var lagfærð og bætt jeppaslóð sú, sem liggur um Móhálsadal, en svo nefnist svæðið milli Sveifluháls og Vesturháls, þannig að nú er hann fólksbílafær yfir sumar- mánuðina. Með þessum vegi hefur opnast skemmtileg hringleið innan fólkvangsins. Með tilkomu nýs vegar úr Bláfjöll- um opnaðist norðurhluti fólkvangsins og tengdist hann þá Bláfjallafólkvangi. Þar með opnaðist önnur hringleið, en allt of fáir hafa gert sér grein fyrir því að Bláfjallafólkvangurinn býður upp á ýmislegt fleira en aðstöðu til vetrar- íþrótta. CÖNCUFERÐIR í REYKJANES- FÓLKVANCI Möguleikar til gönguferða í Reykja- nesfólkvangi eru nánast óþrjótandi. Nokkrar leiðir eru þó öðrum vinsælli vegna útsýnis, sögu og náttúruminja eða sérkenna í landslagi. Hér verða nefndar nokkrar göngu- Ieiðir, sem auðvelt ætti að átta sig á með því að hafa gott landabréf af svæð- inu til hliðsjónar. BÚRFELL Búrfell er eldgígur eða eldborg unt 7,5 kílómetra austsuðaustur frá Hafnar- firði. Frá Búrfelli hafa runnið hraun niður í Hafnarfjörð og Skerjafjörð. Hraunin heita ýmsum nöfnum, sem sem Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun, Gálgahraun, Urriðakotshraun, Grá- helluhraun og Smyrlabúðahraun, en samheiti allra er Búfellshraun. Þau eru alls um átján ferkílómetrar að stærð. Frá gígnum liggja miklar hrauntiað- ir, en svo nefnast farvegir apalhrauna á VELKOMIN A Suðumes Anægjuleg ferð um skemmtilegan landshluta þar sem fjöldi forvitnilegra staða bíða ykkar. ELDSTÖÐVAR • HRAUN • FUGLABJÖRG • FJÖRUR • VITAR FORVITNILEGAR MINJAR • BLÁA LÓNIÐ • VEIÐI • HESTALEIGA GOLF • GÖNGULEIÐIR • TJALDSTÆÐI • SVEFNPOKAPLÁSS HÓTEL • VEITINGASTAÐIR • BÍLALEIGUR LEIGUBÍLAR • HÓPFERÐABILAR -Góður valkostur- -Skemmtiferð um Suðurnes- -Fjölbreytt ferðaþjónusta- Bókin Suöur meö efó er hinn kjörni leiðsögumaður. Góða ferð! Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum E3 FERÐAMÁLASAMTÖK SUÐURNESJA ■< o ■< DC CD

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.