Pressan


Pressan - 02.07.1992, Qupperneq 65

Pressan - 02.07.1992, Qupperneq 65
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLI 1992 25 SUÐURNES ua Fyrir höfuðborgarbúa er stutt að skreppa til Grindavíkur, einnar stærstu verstöðvar landsins, og heyra þorsk- hjartað slá. Þar snýst allt um fiskveiðar og fiskvinnslu, enda kaupstaðurinn ein stærsta verstöð landsins. Þar er árlega landað afla að verðmæti milljarða króna. Sjósókn frá Grindavík var löng- um erfið og hættuleg, þar sem kaup- staðurinn liggur fyrir opnu hafi. Inn- siglingin til Grindavíkur er enn í dag oft í fréttum enda óárennileg þegar illa viðrar. Ný hafnarmannvirki voru reist í kringum 1950 og stöðugt hefur verið unnið að endurbótum hafnarinnar síð- an. Hún er nú talin í hópi betri fiski- hafna landsins. Grindavík varð ein af lögskipuðum verslunarhöfnum landsins þegai' einok- unarverslunin komst á árið 1602. Mörg ömefni á staðnum má rekja til siglinga og verslunar íýrr á öldum. KEFLAVÍK Kaupstaðurinn Keflavík stendur við samneftida vík sem gengur inn úr vest- anverðum Stakksfirði í sunnanverðum Faxaflóa. Óljóst er hvenær byggð hófst í Keflavík. Verslun er talin hafa verið þar lfá því um 1500. Mikið útræði var frá Keflavík fyrr á öldum og framyfir aldamótin 1900, einvörðungu á opnum árabátum. Fyrsti vélbáturinn kom til Keflavíkur 1908 og markaði upphaf nýrra og betri tíma í sögu staðarins sem enn byggir að verulegu leyti á útgerð og fiskvinnslu. REYKJANESFÓLKVANÚUR Reykjanesfólkvangur er ákjósanlegt útivistarsvæði. Hann er í nálægð stærsta þéttbýlissvæði landsins og ætti því að vera borgarbúum kærkomið at- hvarf frá erli og þvargi þéttbýlisins. Landslag fólkvangsins er stórbrotíð og fjölbreytt og er raunar stöðugt að breyt- ast því mótunartíma þess er ekki lokið. Reykjanesfólkvangur var stofnaður ár- ið 1975 og standa að honum Garða- kaupstaður, Grindavík, Hafnarljörður, Keflavík, Kópavogur, Njarðvík, Reykjavík, Seltjamames og Selvogur. Fólkvangurinn er 300 ferkílómetrar að stærð og er langstærsta friðlýsta land sinnar tegundar á landinu. Mörk hans eru Vesturháls að vestan, sýslumörk Gullbringusýslu og Ámessýslu að aust- an, að sunnan til sjávar og norðurlendi fólkvangsins tengist öðmm friðlýstum svæðum, svo sem Bláfjallafólkvangi og Heiðmörk. AKVECIR UM FÓLKVANCINN Helstu akvegir um Reykjanesfólk- vang eru Krísuvíkurvegur af Reykja- nesbraut, skammt sunnan Hafnarfjarð- ar, en norðan álversins í Straumsvík. Krísuvíkurvegur liggur yfir Kapellu- hraun og Óbrynnishólabruna, um Vatnsskarð og áfram meðfram Kleifar- vatni, suður í Krísuvík og Selvog, en skammt sunnan Krísuvfkur skiptist vogurinn og liggur þar annar vegur tíl Grindavíkur. Akvegur er einnig í Kald- ársel ffá kirkjugarðinum í Hafnarfirði. Til að sem flestir getí fengið að njóta þeirrar náttúmfegurðar sem fólkvang- urinn hefúr upp á að bjóða var lagfærð og bætt jeppaslóð sú, sem liggur um Móhálsadal, en svo nefnist svæðið milli Sveifluháls og Vesturháls, þannig að nú er hann fólksbílafær yfir sumar- mánuðina. Með þessum vegi hefur opnast skemmtileg hringleið innan fólkvangsins. Með tilkomu nýs vegar úr Bláfjöll- um opnaðist norðurhluti fólkvangsins og tengdist hann þá Bláfjallafólkvangi. Þar með opnaðist önnur hringleið, en allt of fáir hafa gert sér grein fyrir því að Bláfjallafólkvangurinn býður upp á ýmislegt fleira en aðstöðu til vetrar- íþrótta. CÖNCUFERÐIR í REYKJANES- FÓLKVANCI Möguleikar til gönguferða í Reykja- nesfólkvangi eru nánast óþrjótandi. Nokkrar leiðir eru þó öðrum vinsælli vegna útsýnis, sögu og náttúruminja eða sérkenna í landslagi. Hér verða nefndar nokkrar göngu- Ieiðir, sem auðvelt ætti að átta sig á með því að hafa gott landabréf af svæð- inu til hliðsjónar. BÚRFELL Búrfell er eldgígur eða eldborg unt 7,5 kílómetra austsuðaustur frá Hafnar- firði. Frá Búrfelli hafa runnið hraun niður í Hafnarfjörð og Skerjafjörð. Hraunin heita ýmsum nöfnum, sem sem Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun, Gálgahraun, Urriðakotshraun, Grá- helluhraun og Smyrlabúðahraun, en samheiti allra er Búfellshraun. Þau eru alls um átján ferkílómetrar að stærð. Frá gígnum liggja miklar hrauntiað- ir, en svo nefnast farvegir apalhrauna á VELKOMIN A Suðumes Anægjuleg ferð um skemmtilegan landshluta þar sem fjöldi forvitnilegra staða bíða ykkar. ELDSTÖÐVAR • HRAUN • FUGLABJÖRG • FJÖRUR • VITAR FORVITNILEGAR MINJAR • BLÁA LÓNIÐ • VEIÐI • HESTALEIGA GOLF • GÖNGULEIÐIR • TJALDSTÆÐI • SVEFNPOKAPLÁSS HÓTEL • VEITINGASTAÐIR • BÍLALEIGUR LEIGUBÍLAR • HÓPFERÐABILAR -Góður valkostur- -Skemmtiferð um Suðurnes- -Fjölbreytt ferðaþjónusta- Bókin Suöur meö efó er hinn kjörni leiðsögumaður. Góða ferð! Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum E3 FERÐAMÁLASAMTÖK SUÐURNESJA ■< o ■< DC CD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.