Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 8
FORSETAHJÓNIN voru gestir í
2.000 manna veislu Kvikmyndastofn-
unar Lincoln Center í New York á
mánudagskvöld. Veislan var haldin til
heiðurs breska leikaranum Michael
Caine, en hann er fimmti Bretinn sem
Kvikmyndastofnunin heiðrar fyrir
ævistörf sín í þágu kvikmynda.
Samkvæmt upplýsingum frá skrif-
stofu forseta Íslands er vinskapur
með fjölskyldu Caines og forseta-
hjónunum og því var þeim boðið að
vera viðstödd veisluna. Þar hélt for-
seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms-
son, ræðu en í frétt New York Times
frá atburðinum er þess getið.
Ólafur Ragnar var staddur í New
York í tilefni af ársþingi Austur-
vestur stofnunarinnar er hátíðin fór
fram.
Forsetinn í veislu
til heiðurs Michael Caine
Forsetahjónin Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson ræða við leik-
arann Steve Martin í veislu Kvikmyndastofnunar Lincoln Center.
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Það er ekkert lát á góðærinu hjá Orra frá Þúfu, bíðandi merarbossar svo langt sem augað eygir.
Vísindadagur á Keldum
Innsýn í öflugt
vísindastarf
Vísindadagur verðurhaldinn í bókasafn-inu á Tilraunastöð
HÍ í meinafræði að Keldum
á morgun og hefst hann
klukkan 8.30 með ávarpi
Þorgerðar Katrínar Gunn-
arsdóttur menntamálaráð-
herra. Síðan rekur hvert
erindið annað. Morgun-
blaðið ræddi af þessu tilefni
við Stefaníu Þorgeirsdótt-
ur, sérfræðing á Tilrauna-
stöðinni á Keldum, sem
hefur ásamt fleirum unnið
að undirbúningi dagsins og
fara svör hennar hér á eftir.
Segðu okkur fyrst hver
er forsaga þessa Vísinda-
dags?
„Það er ekki löng for-
saga. Í stuttu máli var hald-
inn Vísindadagur hér á
Keldum í fyrsta skipti fyrir tveim-
ur árum, nánar tiltekið 3. maí 2002.
Þetta var eins dags ráðstefna hald-
in í bókasafninu sem tókst svo ein-
staklega vel að okkar mati að
ákveðið var að halda slíkan dag
annað hvert ár.“
Hvert er tilefni þessa og hver
eru markmiðin?
„Tilefnið er, að nauðsynlegt er
að kynna niðurstöður þeirra rann-
sókna- og fræðistarfa sem hér fara
fram á vegum vísindamanna og
samstarfsaðila, bæði innlendra og
erlendra. Það má eiginlega flokka
markmiðin í þrennt. Í fyrsta lagi er
það starfsemin hér á Keldum, það
er gott fyrir innra starfið að starfs-
menn hér sjái hvað kollegar þeirra
eru að gera. Hér eru um 60 starfs-
menn á vegum Tilraunastöðvar-
innar og 12 til viðbótar frá embætti
yfirdýralæknis, sem hafa aðstöðu
hér á Keldum og er mikið og gott
samstarf á milli hópanna. Í öðru
lagi er það hollt og gott út á við að
kynna starfsemina fyrir öllu vís-
indasamfélaginu. Og í þriðja lagi,
síðast en ekki síst, er gott að geta
kynnt fyrir almenningi það starf
sem hér fer fram. Samkvæmt því,
er Vísindadagurinn opinn öllum
sem áhuga hafa á þeim málefnum
sem kynnt verða og það kostar
ekkert inn.“
Það er oft talað um „eins og hús-
rúm leyfir“, hvað komast margir
fyrir í bókasafninu á Keldum?
„Við erum með ágætis rými og
góðan fyrirlestrasal. Við getum
tekið á móti þó nokkrum hópi
gesta, með góðu móti tæplega
hundrað manns.“
Var þetta vel sótt fyrir tveimur
árum?
„Já, ágætlega“
Hvað geturðu sagt okkur um
dagskrána að þessu sinni?
„Þetta er afar viðamikil dag-
skrá. Það eru tuttugu erindi og
tuttugu aðrar kynningar á verk-
efnum á veggspjöldum. Alls koma
160 nöfn við sögu í þessum verk-
efnum, reyndar er eitthvað um að
sömu aðilar eigi aðild að fleiri en
einu verkefni. Þetta eru aðallega
sérfræðingar á Keldum, en það
koma líka fleiri við sögu, til dæmis
hafa undanfarin ár ver-
ið margir háskólanem-
ar að störfum á Keld-
um, aðallega líffræði-
og lífefnafræðinemar í
rannsóknatengdu fram-
haldsnámi. Að þessu
sinni eru ellefu nemar tengdir er-
indum eða veggspjöldum.
Án þess að á neinn sé hallað má
nefna þrjá yfirlitsfyrirlestra. Ást-
ríður Pálsdóttir, sérfræðingur á
Keldum, fjallar um riðu, príon
sjúkdóma og smitandi prótein, Sig-
ríður Björnsdóttir, dýralæknir á
Hólum, fjallar um rannsóknir sín-
ar á minjum um uppruna íslenska
hestsins og meinsemdir sem
hrjáðu landnámshestinn, byggt á
rannsóknum á beinum þeirra. Og
Ólafur S. Andrésson, nýráðinn
prófessor við Háskóla Íslands,
flytur síðan erindi um Keldur og
nýjar aðferðir sameindalíffræðinn-
ar.“
En þetta er mikill fjöldi erinda,
hvað verður helst áberandi?
„Það er rétt, þetta er afar fjöl-
breytt ráðstefna og það kennir ým-
issa grasa, enda eru rannsóknir á
Keldum á margvíslegum sviðum
dýrasjúkdóma og skyldra efna.
Líklega má í dagskránni finna
dæmi um flest það sem er í gangi
hjá okkur, en það fer þó ekki hjá
því að sumt er mun burðarmeira
en annað. Til dæmis mun bera
mikið á fiskum. Þarna verður m.a.
að finna erindi um það nýjasta og
ferskasta í rannsóknum á ónæm-
iskerfi og sníkjudýrum fiska.
Einnig verða erindi um rannsóknir
á hæggengum smitsjúkdómum í
spendýrum, sjúkdómum á borð við
mæði-visnu og riðu svo dæmi séu
tekin. Mæði-visna er ekki vanda-
mál lengur, en hún er skyld HIV
og því um mikilvægar rannsóknir
að ræða. Riða er aftur á móti enn
til ama til sveita. Greint verður
m.a. frá nýjum aðferðum í grein-
ingu veikinnar og baráttunni gegn
henni.
Þá verða fróðleg erindi um smit-
sjúkdóma sem geta borist úr dýr-
um í menn og má nefna sem dæmi
kamfýlóbakter, en komið er inn á
faraldur sem gaus hér upp um árið
er farið var að selja ferska kjúk-
linga. Tvö erindi og eitt
veggspjald munu taka
þetta fyrir og þar verð-
ur framvindan og vís-
indavinnan reifuð.
Annað athyglisvert
erindi sem nefna mætti
er um fuglablóðögður sem hafa nú
fundist víða um land, m.a. í tjörn-
inni í Fjölskyldugarðinum og bað-
lóninu í Landmannalaugum. Agð-
an veldur svokölluðum sund-
mannakláða. Þá eru erindi um ný
sníkjudýr í hreindýrum og sauðfé
og fleira mætti tína til, en menn
geta fræðst um dagskrána á
www.keldur.hi.is.“
Stefanía Þorgeirsdóttir
Stefanía Þorgeirsdóttir er
fædd í Reykjavík 3. júní 1962.
Stúdent frá MR 1982 og BSc í líf-
fræði frá HÍ 1987. Lauk doktors-
gráðu í frumulíf- og örverufræð-
um frá Boston University árið
1995. Árið 1996 réðst hún sem
sérfræðingur við Tilraunastöð-
ina á Keldum og starfar þar enn.
Maki er Karl Blöndal aðstoðar-
ritstjóri á Morgunblaðinu og
börn þeirra eru Þorgeir 8 ára og
Margrét 4 ára.
Allt frá fugla-
blóðögðum til
landnáms-
hestsins
SAMKVÆMT skoðanakönnun
Fréttablaðsins, sem birt var í gær,
er 61% þeirra sem tóku afstöðu and-
vígt ríkisstjórninni en 39% eru henni
fylgjandi. Í frétt blaðsins segir að
stuðningur við ríkisstjórnina hafi
farið minnkandi í þremur síðustu
könnunum. Í ágúst á síðasta ári hafi
hún notið stuðnings 58% lands-
manna.
Samfylkingin fær 35,3% atkvæða,
vinstri-grænir 15,3% og Frjálslyndi
flokkurinn 4,9% í könnuninni. Fylgi
við Sjálfstæðisflokkinn minnkar á
milli kannana um tæp 9% og nýtur
hann stuðnings 31,6% svarenda.
Framsóknarflokkurinn bætir við sig
fylgi og fær 12,7% atkvæða.
Skoðanakönnunin var fram-
kvæmd sl. mánudagskvöld og voru
800 manns spurð, sem skiptust jafnt
á milli kynja og hlutfallslega milli
landshluta. Þegar spurt var um
stuðning við ríkisstjórnina tóku
83,7% afstöðu, 12,9% voru óákveðin
og 3,4% neituðu að svara. Hins vegar
tóku 56,3% afstöðu þegar spurt var
um stuðning við stjórnmálaflokk
yrði gengið til kosninga nú.
Minni stuðn-
ingur við
ríkisstjórn