Morgunblaðið - 29.04.2004, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 29.04.2004, Qupperneq 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 15 Norsk stjórnvöld kynntu nýverið drögað breytingum á lögum um eign-arhald á fjölmiðlum en þær felam.a. í sér að þakið á markaðs- hlutdeild eins fjölmiðlafyrirtækis á hverju sviði fyrir sig, þ.e. á sviði dagblaða, sjónvarps eða út- varps, verður hækkað úr 33% í 40% á lands- vísu. Breytingarnar fela hins vegar einnig í sér þá nýjung að fjölmiðlafyrirtæki sem hefur 30% eða hærri hlutdeild í einum fjölmiðlageira verður ekki heimilt að hafa meira en 20% markaðshlutdeild í öðrum geira. Má því segja að slakað sé á reglunum að einu leyti en þær hertar að öðru leyti. Líklegt er talið að breyt- ingarnar verði samþykktar fyrir sumarhlé Stórþingsins. Norski menntamálaráðherrann, Valgerd Svarstad Haugland, kynnti hugmyndir rík- isstjórnarinnar formlega í janúar og hefur síð- an þá staðið yfir formlegt samráðsferli með hagsmunaaðilum, og hafa þeir þar fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Mark- mið breytinganna er sagt vera það, að tryggja tjáningarfrelsi í Noregi, samkeppni og fjöl- breytni á fjölmiðlamarkaði. Nýtt ákvæði kveð- ur á um að hægt verði að takmarka samstarf milli sjálfstæðra fjölmiðla ef talið er að afleið- ingar þess verði ekki minni en orðið hefðu ef annar hefði keypt hinn. Þrjár stórar fjölmiðlasamsteypur eru í Nor- egi – Schibsted, Orkla og A-pressen – og hefur samþjöppun átt sér stað á markaðnum und- anfarin ár og áratug. Í lýsingu á fjölmiðlaum- hverfinu í Noregi sem skrifuð var af Helge Øst- bye fyrir Europan Journalism Centre í Maastricht í Hollandi árið 2000 er talið að fyr- irtækin þrjú hafi alls 55–60% markaðshlutdeild á dagblaðamarkaði og má gera ráð fyrir að þessi hlutdeild hafi aukist nokkuð síðan. Brugðist var við þessari samþjöppun á markaði árið 1998 með lagsetningu um eign- arhald á fjölmiðlum en það hefur þó ekki dugað til að snúa þróuninni við. Eðlilegt að vera með alhliða fjölmiðlafyrirtæki Sem fyrr segir hefur formlegt samráðsferli vegna frumvarpsdraga norska mennta- málaráðherrans staðið yfir undanfarnar vikur og mánuði. Gudbrand Guthus hjá Eierskapstil- synet, eftirlitsstofnun með eignarhaldi á fjöl- miðlum – sem er sjálfstæð ríkisstofnun sem sett var á laggirnar í tengslum við lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum 1998 – sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þar hefði komið fram, að stóru fjölmiðlasamsteypurnar í Noregi teldu það eðlilega þróun, að þær starfi í öllum geirum fjölmiðlanna. Ríkisstjórnin telji hins vegar mikilvægt að koma í veg fyrir að einn aðili sé of sterkur á öll- um sviðum fjölmiðlunar, heildarstyrkleiki hans verði með þeim hætti of mikill. Hafa beri í huga í þessu sambandi hversu sterkt norska ríkisútvarpið (NRK) sé á mark- aðnum en þess má geta að norska sjónvarpið hefur ekki tekjur af auglýsingum eins og ís- lenska ríkissjónvarpið. Hann bendir til að mynda á að Schibsted eigi þriðjung í sjón- varpsstöðinni TV2 á móti tveim aðilum, A-pressen og danska fyrirtækinu Egmont, sem er tengt Orkla, en markaðshlutdeild TV2 sé minni en ella, einmitt vegna þess hversu fyr- irferðarmikið NRK sé á markaðnum. „Það er hins vegar verið að koma í veg fyrir að þeir auki markaðshlutdeild sína, það er rétt,“ sagði Guthus. Verið sé að fyrirbyggja frekari samþjöppun á markaðnum áður en hún eigi sér stað. Aftur á móti vilji fjölmiðlafyr- irtækin hafa tækifæri til að vaxa og stækka, málflutningur þeirra í samráðsferlinu hafi ein- kennst af þeim vilja þeirra. Hærra þak úti á landi Sérstakt tillit er tekið til aðstæðna í hinum dreifðari byggðum í frumvarpsdrögum rík- isstjórnarinnar. Þar hefur átt sér stað sam- þjöppun á undanförnum árum og hafa dagblöð og aðrir fjölmiðlar smám saman verið að fær- ast á hendur stóru fjölmiðlafyrirtækjanna. Að grunni til munu sömu reglur gilda úti á landi en þakið á markaðshlutdeild verður þó ívíð hærra, þ.e. 60% í stað 40%. Breytingarnar fela í sér að stjórnvöld séu ekki að skipta sér af eignatilfærslum í einstökum byggðum, þ.e. í borgum og bæjum landsbyggðarinnar. Meiri áhersla verði lögð á að tryggja samkeppni og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaðnum í heilu lands- hlutunum. Thor Harald Henriksen er aðstoðarritstjóri Nordlys sem gefið er út í Tromsø og að mestu í eigu A-pressen. Hann segir að ekki hafi farið fram miklar umræður þar um hugmyndirnar sem reifaðar hafi verið um breytingar á reglum um eignarhald fjölmiðla. Nordlys rekur litla sjónvarpsstöð í Tromsø en að sögn Henriksen er hún algerlega bundin við borgina og nánasta umhverfi, breytingar á reglum um eignarhald á sjónvarpsstöðvum muni varla hafa áhrif á hana. ,,Við höfum fylgst með þessum umræðum en helst hafa það verið talsmenn stóru fyrir- tækjanna, auk A-pressen eru það Orkla og Schibsted, sem hafa tekið þátt í henni. Fulltrú- ar A-pressen hafa verið ósáttir við að sam- keppnisyfirvöld hafa neitað fyrirtækinu um að kaupa upp lítil blöð úti á landsbyggðinni og segja einnig að Schibsted sé hyglað með nýju tillögunum,“ segir Henriksen. Frumvarpið lagt fram í vor? Athygli vekur að erlendir aðilar eiga 42,4% í Schibsted, 42,7% í Orkla og svipað var uppi á teningunum að því er varðar A-pressen þar til fyrir skömmu. Hefur nokkuð verið rætt um það í tengslum við frumvarpsdrög norsku stjórn- arinnar hvort hætta væri á því að erlendir fjöl- miðlarisar, svo sem fyrirtæki Ruperts Mur- dochs, yfirtaki stóra fjölmiðla í Noregi að fullu og nái þannig ráðandi stöðu í fjölmiðlunum. Gudbrand Guthus segir að stjórnvöld telji meiri hættu á því að slíkir risar gerðu sig lík- lega til að yfirtaka norsku fjölmiðlasamsteyp- urnar ef þær hefðu stóra hlutdeild á fjölmiðla- markaðnum. Því séu lagabreytingar nú til þess fallnar að koma í veg fyrir að slíkir risar komi inn í norskt fjölmiðlaumhverfi. Að sögn Guthus hafa forsvarsmenn fjöl- miðlafyrirtækjanna hins vegar fært rök fyrir því að best sé að leyfa þeim að stækka og dafna sem mest, þannig verði þeim gert kleift að sporna við ásælni erlendra aðila. Ekki er hægt að spá fyrir um hver nið- urstaða þessa samráðsferlis verður, Guthus segir ríkisstjórnina ekki skuldbundna til að taka mið af sjónarmiðum málsagnaraðila. Ivar Granaasen, blaðamaður á Aftenposten, segir flest benda til þess að stjórnin leggi breytingarnar fram á Stórþinginu fyrir sum- arhlé og líklegt sé að þær verði samþykktar. Ekki sé ljóst hvaða breytingar verði gerðar á upphaflegu hugmyndunum. Hann segir að með tillögunum sé einkum ætlunin að hindra að Schibsted verði of öflugt en fyrirtækið ráði nú yfir nær 30% af markaði landsblaðanna, hér- aðsblöð eru þá undanskilin, en einnig sem fyrr segir 33% hlut í TV2. Schibsted er öflugt í ýms- um öðrum löndum og gefur þar m.a. út ókeypis blöð. Hafa talsmenn þess sagt að fái það ekki ráðrúm til að byggja upp öfluga bækistöð á heimavelli með aukinni hlutdeild muni það eiga erfitt með að taka af alvöru þátt í samkeppni erlendis. „En þeim verður ekki gert að draga saman seglin, þeir fá að halda þeim hlut sem þeir hafa nú,“ segir Granaasen. „Lögin verða ekki aft- urvirk. En komi nýr aðili til sögunnar á fjöl- miðlamarkaðnum verður hann að sætta sig við að mega ekki ráða meira en 20% af sjónvarps- markaðnum hafi hann tryggt sér 40% hlutdeild á dagblaðamarkaðnum. Hlutdeild hans á út- varpsmarkaði verður takmörkuð við 10% ef hann ræður 30% af sjónvarpsmarkaði og 20% af dagblöðum. Hann verður að velja,“ segir Iv- ar Granaasen. Vilja breyta lög- um um eignar- hald á fjölmiðlum Morgunblaðið/Jim Smart Stjórnvöld í Noregi vilja nú takmarka rétt fyrirtækja til að verða mjög öflug og ráðandi á öll- um sviðum fjölmiðlamarkaðarins, það er sjónvarps, útvarps eða dagblaða. Norska stjórnin vill ekki að eitt fyrirtæki hafi ráðandi stöðu í öllum geirum fjölmiðlunar ’Verið sé að fyrirbyggjafrekari samþjöppun á markaðnum áður en hún eigi sér stað. Aftur á móti vilji fjölmiðlafyrirtækin hafa tækifæri til að vaxa og stækka, málflutningur þeirra í samráðsferlinu hafi einkennst af þeim vilja þeirra.‘ Leitin að hryðjuverkafor-ingjanum Osama bin Lad-en í ógreiðfæru fjallahér-aði við landamæri Pakistans og Afganistans minnir um margt á árangurslausa tilraun breska hersins á nýlendutímanum til að hafa hendur í hári annars ísl- amsks ófriðarseggs. Bretar leituðu þá Fakírsins af Ippi, eins af leiðtog- um pashtúna, og sú leit stóð í 24 ár, eða þar til hann andaðist í rúminu sínu, frjáls maður, árið 1960. Varnarmálafulltrúar vestrænna sendiráða minnast þessarar árang- urslausu leitar þegar þeir ráðleggja ráðamönnum hvernig haga eigi leit- inni að bin Laden í landamærahér- uðum Pakistans. Og þeim er ekki rótt við tilhugsunina um Fakírinn. Fakírinn af Ippi stjórnaði upp- reisn gegn breska hernum frá helli við landamærin í afskekktu fjalla- héraði sem nú nefnist Waziristan. Í þessu sama héraði hefur pakistanski herinn reynt að handtaka um 500 liðsmenn al-Qaeda, talibana og vopnaða félaga þeirra úr röðum pashtúna í aðgerðum sem staðið hafa frá því í mars en lítinn árangur borið til þessa. Fakírinn skipulagði fyrst árásir úr launsátri á breska hermenn, síðan á pakistanskar her- sveitir eftir að Pakistan fékk sjálf- stæði 1947. Bresku og pakistönsku hersveitirnar gerðu fjölmargar skyndiárásir til að reyna að ná hon- um frá 1936 og þar til hann lést 1960. Í einni árásanna, árið 1938, var sveit bresk-indverskra „njósnarmanna“ þurrkuð út. „Eins og villta vestrið“ Eftir tveggja ára árásir úr laun- sátri, ránsferðir og flótta undan breskum hersveitum kom Fakírinn sér upp höfuðstöðvum í hellum við landamærin, að sögn James W. Spain, sem hefur skrifað bók um landamærasvæðið. Loftárásir á svæðið báru lítinn árangur. „Þetta var eins og villta vestrið,“ sagði Sajjad Haider, fyrrverandi foringi í pakistanska flughernum sem tók þátt í loftárásum á Fakírinn og menn hans árið 1954. „Við vorum kallaðir út til að bjarga hermönnum. Þegar við flugum yfir svæðið sáum við hundruð skæruliða, í 10–15 manna hópum, sem földu sig á bak við kletta. Þeir þekktu landsvæðið, voru mjög fljótir í ferðum og gerðu sér grein fyrir veikleikum flugvél- anna okkar. Þeir földu sig neðst í bröttum hlíðum þannig að flug- mennirnir myndu ekki hafa nægt rými til að hækka flugið aftur eftir árásir.“ Haider bætti við að hersveitirnar sem leita að bin Laden og mönnum hans ættu nú við sömu vandamál að stríða. „Landamærin eru varasöm, 2.400 km löng og mjög giljótt. Þeir geta fært sig fram og til baka með stuðningsmönnum sínum og þeir njóta stuðnings íbúanna á svæðinu.“ „Ippi barðist á sama svæði og leit- in fer nú fram,“ hélt Haider áfram. „Hann fór úr einum helli í annan og þarna voru hundruð hella, þannig að erfitt var að komast að því hvar hann var.“ Haider telur að helsti munurinn á aðferðum Fakírsins af Ippi og bin Ladens felist í því að hinn síðar- nefndi njóti góðs af nútímatækni, svo sem Netinu og háþróuðum fjarskiptatækjum. Taqi Bangash, forstöðumaður Sagnfræðistofnunar Peshawar- háskóla, segir að bin Laden líki eftir aðferðum Ippis við að komast hjá handtöku. „Líkt og Ippi vaknar bin Laden klukkan tvö á nóttunni til að fara á næsta felustað. Ippi rauk oft á fætur um hánótt, klæddi sig og sagði við fylgismenn sína: farið á fætur, við þurfum að leggja af stað.“ Bin Laden fetar í fótspor Fakírsins af Ippi Reuters Osama bin Laden með Ayman al-Zawahri, næstæðsta foringja al-Qaeda. Þeirra er nú leitað í fjöllunum við landamæri Pakistans og Afganistans. Íslamabad. AFP. ’Landamærin eruvarasöm, 2.400 km löng og mjög giljótt. Þeir geta fært sig fram og til baka með stuðningsmönnum sínum og þeir njóta stuðnings íbúanna á svæðinu.‘ Bretum tókst ekki að ná uppreisnar- foringjanum þrátt fyrir 24 ára leit

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.