Morgunblaðið - 29.04.2004, Page 17

Morgunblaðið - 29.04.2004, Page 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 17 MICRA Áttu hann í gulu? Nýja Micran er bíll sem sker sig úr. Smábíllinn stóreygði býr yfir lipurð listdansarans og afli kraftlyftingamannsins. Micran er stútfull af hugvitssamlegum lausnum sem létta þér lífið. Innanrýmið er svo haglega hannað að þetta er rúmbesti bíll í sínum stærðarflokki. Nissan Micra – æðislegur bíll í öllum regnbogans litum. Komdu við hjá Ingvari Helgasyni og kynntu þér málið nánar. Sævarhöfða 2 · 525 8000 · ih@ih.is F í t o n / S Í A 0 0 9 2 0 3 Verð frá 1.390.000 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396, lögg. fasteignasali. EINBÝLI Í GARÐABÆ ÓSKAST Mér hefur verið falið að leita eftir einbýlis- húsi. Æskilegt að það séu að lágmarki fjögur svefnherb. Um er að ræða fjársterka aðila, sem eru tilbúnir að veita langan afhendingartíma sé þess óskað. Verðhug- mynd 24-28 millj. Áhugasamir vinsamleg- ast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Garðabæ | Krakkar úr Barnaskóla Hjallastefnunnar og leikskólanum Ásum tóku fyrstu skóflustungurnar að Sjálandsskóla, nýjum grunnskóla í Garðabæ, í gær, en ætla má að krakk- arnir verði meðal nemenda í skólan- um þegar hann tekur til starfa haust- ið 2005. „Skólinn er hannaður utan um hug- myndir um einstaklingsmiðað nám þannig að skólahúsnæðið sjálft er mjög sveigjanlegt,“ segir Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar. Þannig verða ekki skólastofur í eig- inlegum skilningi í skólanum, heldur verður ákveðið heimasvæði, og svo misstór rými þangað sem hópar nem- enda geta farið til að vinna verk sem krefjast næðis. Foreldrar velja skólana „Þarna verður ákveðið nokkur hundruð fermetra heimasvæði og á því verða 60–70 börn og kannski 5–7 kennarar. Þessir 5–7 kennarar verða í teymi til að starfa með þessum barna- hópi, hver og einn ber ábyrgð á ein- hverjum hluta hópsins. Svo fara börn- in inn í þessi minni rými þegar þau vilja vinna með þannig efni,“ segir Ás- dís. Fyrsti áfangi skólans mun rúma um 250 börn í 1.–7. bekk. „Ég er nokkuð viss um að foreldrar verði áhugasamir um að fá rými þarna fyrir börnin sín,“ segir Ásdís. Skólinn mun eins og aðrir skólar í Garðabæ þjóna öllu bæjarfélaginu og geta foreldrar valið hvar þeir kjósa að láta börn sín ganga í skóla. Skólinn verður því að sækjast eftir nemendum eins og aðrir skólar í bæjarfélaginu. Stefnt er á að skólinn verði vígður haustið 2005. Síðar verða byggðir fleiri áfangar fyrir annaðhvort fleiri nemendur í 1.–7. bekk, eða fyrir eldri börn. Framkvæmdir við Sjá- landsskóla að hefjast Morgunblaðið/Ásdís Mokað í sandinn: Leikskólabörnin tóku nokkuð margar fyrstu skóflu- stungur að Sjálandsskóla í gær, enda af nógu að taka. Reykjavík | Borgarráðsmenn munu taka afstöðu til þess hvort, og þá hvernig, fyr- irspurn frá Átakshópi gegn færslu Hringbrautar verður svarað. Hverjum og einum borgarráðsmanni var á þriðju- dag afhent fyrirspurn um af- stöðu þeirra til frestunar á færslu Hringbrautar. Eiríkur Hjálmarsson, að- stoðarmaður borgarstjóra, segir Þórólf Árnason borg- arstjóra ekki hafa tekið af- stöðu til erindisins, en vænta megi svars nk. mánudag þegar borgarfulltrúar hafi ráðið ráð- um sínum. Aðspurður hvort borgaryfirvöld hyggist svara ályktun frá fundi átakshópsins frá því 30. mars, segir hann að það sé ekki venjan að svara sé óskað við slíkum ályktunum, átakshópurinn hafi komið sín- um sjónarmiðum til skila til kjörinna fulltrúa. Þau mistök urðu við vinnslu blaðsins í gær að nöfn féllu nið- ur úr myndatexta þar sem fulltrúar úr átakshópi gegn færslu Hringbrautarinnar af- hentu borgarráðsmönnum fyr- irspurn. Á myndinni voru þau Dóra Pálsdóttir og Örn Sig- urðsson að afhenda Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokks fyr- irspurnina. Svara erindi á mánudag Grafarvogur | Ástralska listakonan Tamara Kirby hefur undanfarna daga unnið með grunnskólakrökkum í Grafarvogi og kennt þeim að vinna listaverk úr reyr, pappír og trélími. Ekki var annað að sjá en krakk- arnir í 5. og 6. bekk í Ingunnarskóla skemmtu sér konunglega, útötuð í trélími og alsæl með tilveruna. Þau voru að útbúa lampa sem meiningin er að ganga með í skrúðgöngu við upphaf Leiklistarhátíðar barna sem hefst 15. maí. „Krakkarnir hafa staðið sig alveg frábærlega,“ segir Kirby. „Kenn- ararnir höfðu áhyggjur af því að krakkarnir hegðuðu sér illa, en svo reyndist alls ekki vera. Þau eru mjög spennt fyrir þessu verkefni og mjög áhugasöm um að læra nýjar aðferðir. Þarna fá þau að virkilega vera með puttana í verkefninu, verða subbuleg, og eru hæstánægð með það.“ Alls vinnur Kirby með um 70 börn- um í þremur skólum í Grafarvogi. Hún segir mjög mikilvægt fyrir sig sem listamann að gefa af sér með því að fá samfélagið í lið með sér við að gera listaverk, í stað þess að vinna ein á vinnustofu allan liðlangan daginn. Kirby segir krakkana á Íslandi mjög ánægða með það sem hún er að kenna þeim, og segir að það hljóti að mega gera meira af listrænum hlut- um með skólabörnum til að fá þau til að skapa nýja hluti. Bjó til hús með þessari aðferð Aðferðin sem Kirby kennir krökk- unum í Grafarvoginum felst í því að útbúa grind úr sveigjanlegum reyr, gegnbleyta pappír í útþynntu trélími og leggja yfir grindina. Útkoman verður ótrúlega sterk, segir Kirby, og hefur hún m.a. búið til hús með þess- ari aðferð í Ástralíu. Hún viðurkennir þó að slík hús myndu eflaust endast stutt hér á landi. Afraksturinn af föndri krakkanna má svo sjá í skrúðgöngu við upphaf Leiklistarhátíðar barna þann 15. maí. Kirby vinnur að því ásamt fleirum að útbúa 3–4 metra hátt naut, landvætt Suðurlands, sem verður borið fremst í skrúðgöngunni. Á eftir nautinu koma svo krakkarnir með lampana sína, og því næst fjölskyldur þeirra og aðrir áhorfendur með litla flug- dreka í líki fugla. Áströlsk listakona föndr- ar með skólakrökkum Morgunblaðið/Ásdís Listsköpun: Krakkarnir í Ingunnarskóla tóku vel í nýjar aðferðir og hjálp- uðust að við að gera lampa með aðstoð Tamöru Kirby.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.