Morgunblaðið - 29.04.2004, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.04.2004, Qupperneq 24
DAGLEGT LÍF 24 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Háskólinn á Akureyri og Námsfl okkar Hafnarfjarðar – Miðstöð símenntunar kynna f ja rnám skólaár ið 2004-2005 í Hafnar f i rð i Kynningin fe r f ram í gamla Lækjarskóla v / Skólabraut Fimmtudaginn 29 . apr í l k l . 17 .00-19 .00 Frábærar, fjörugar og fjölbreyttar ævintýraferðir fyrir útskriftarhópa og alla sem vilja upplifa ævintýr Upplýsingar í síma 562-7700 www.travel-2.is 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Fullyrt hefur verið að staðastelpna sé sterk í grunn-skólum og jafnvel talið að skólinn hygli þeim á kostnað drengja. Þetta er í mótsögn við op- inbera valdastöðu þeirra síðar í lífinu eins og margar rannsóknir hafa sýnt fram á. Rannsókn Berglindar Rósar Magnúsdóttur er í samræmi við nið- urstöður margra erlendra rannsókna á sviðinu sem hafa sýnt fram á að strákar fá meiri athygli en stúlkur í skólum, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð og þeir eru einnig vinsælli í bekkjum. Algengast er að örfáir nemendur, oftast drengir, taki mest af athygli og tíma kennarans. Berglind greindi í MA-rannsókn sinni í uppeldis- og menntunar- fræðum, hvernig ráðandi orðræður stýra valdi og virðingu í unglinga- bekk. Hugtakið orðræða á við um það hvað fólk telur vera rétt, satt og eðlilegt og lýsir því gjarnan hvernig hugsað er um hluti á hverjum tíma. Ráðandi orðræða mótar atferli og hugmyndir einstaklinga og dregur gjarnan taum ákveðinna hópa og sjónarmiða. Einkunn skiptir stelpur máli Berglind var grunnskólakennari í nokkur ár og kenndi t.d. stærðfræði í unglingadeild. Hún er núna stunda- kennari í Háskóla Íslands og starf- andi jafnréttisfulltrúi Háskólans. Hún athugaði m.a. hvernig orð- ræður um karlmennsku og kvenleika hafa áhrif á hugmyndir nemenda um ýmsa hæfileika, t.d. greind, leiðtoga- hæfni, íþróttir og þekkingu. Rann- sóknina gerði hún á höfuðborgar- svæðinu í grunnskóla í þrjár annir í tveimur 10. bekkjum. Berglind kannaði m.a. hvernig ráðandi orðræður um þekkingu og hæfileika mótast af kyngervi. Hug- takið kyngervi vísar til félags- eða menningarbundins kynja- munar. Hún segir að orðræðan um greind hafi skipst í tvennt, annars vegar þá sem tengdi sig við karl- mennsku og hinsvegar þá sem tengdi sig við kven- leika. „Einkunnir eru mæli- kvarði á greind í kvenleikaorðræð- unni, en mælikvarðinn í karl- mennskuorðræðunni er mikil almenn þekking, virkni í að koma henni á framfæri og góður árangur með lítilli samviskusemi,“ segir Berglind Rós. Orðræðan um greind var afar at- hyglisverð og ekki síst í ljósi þeirrar ráðandi orðræðu um að stelpurnar hafi töglin og hagldirnar í skólanum. „Virðing og hugmyndir um hæfileika þeirra er ekki endilega í samræmi við einkunnaskalann,“ segir Berglind. „Hópur stelpna átti í innbyrðis sam- keppni um einkunnir en þessar háu einkunnir virtust ekkert nýtast þeim til aukinnar virðingar út á við, þ.e. fyrir utan vinahóp þeirra.“ Greind ekki tengd einkunn Berglind greindi tvennskonar orð- ræðu: Þeir sem eru staðsettir í karl- mennskuorðræðunni (það geta verið bæði kyn), þ.e. fá ágætar einkunnir og teljast ekki samviskusamir, hafa meiri möguleika á að teljast (nátt- úru)greindir en þeir sem fá afbragðs- einkunnir en teljast samviskusamir. Afbragðsárangur nokkurra stúlkna í bekkjunum var fyrst og fremst tengdur samviskusemi og öðrum ytri þáttum, s.s. nánum tengslum við kennara. „Að sjálfsögðu voru strákar sem fengu mjög háar einkunnir og voru samviskusamir en þá var það skil- greint sem snilld og ekki tengt sam- viskusemi í hugum annarra nem- enda,“ segir Berglind. „Þeir sem teljast svo „greindastir“ eru þeir sem vita mikið fyrir utan námsefnið, og eru duglegir að koma því á framfæri. Sú þekking sem þótti virðingarverð í bekkjunum var meira innan áhuga- sviðs drengja, eins og tölvukunnátta, almenn þekking, einkum í líffræði, stærðfræði, eðlisfræði og sögu. Samviskusemi er jaðarsett í orð- ræðunni um stráka og virðist frekar tengjast kvenleika í hugum margra. Í mörgum drengjahópum er lagt mikið upp úr því að aftengja sig frá öllu sem kvenlægt getur talist. Karl- mennska sem felst í því að læra lítið heima og hafa ekkert fyrir náminu getur að mati Berglindar verið ein af ástæðum þess að drengir mælast að með- altali með verri náms- árangur. Þeir sem stað- settu sig innan karlmennskuorðræðunnar létu duga þá innri vissu að þeir gætu staðið sig betur ef þeir vildu. Stimplaðar stelpur Berglind greindi birtingarmyndir orðræðunnar um karlmennsku og kvenleika. „Þeir sem eru í karl- mennskuorðræðunni gerðu meira af því að karpa opinberlega innbyrðis, rökræða við kennarann og koma þekkingu sinni, sem ekki kom alltaf námsefninu við, á framfæri,“ segir Berglind og að þeir nemendur sem flokkuðust í kvenleikaorðræðunni hafi einnig verið virkir en að umræð- ur út á við hjá þeim voru meira tengdar námsefninu og úrlausnar- efnum hverju sinni. Sérhæfing drengja Í þemaverkefnum virtust ráðandi stelpur sjá meira um heildarmynd, skipulagningu og frágang en ráðandi strákar voru „sérfræðingar“ á ákveðnum sviðum og því afar eft- irsóknarverðir í hópvinnunni. Einn var frábær penni, annar tónlistar- snillingur, sá þriðji afburða myndlist- armaður, enn annar tölvugúrú osfrv. Þessi skilgreindu hlutverk gerðu það oft að verkum að þeir fengu meiri at- hygli og aðdáun en stelpurnar. Þessi atriði eru aðeins brot úr rannsókn Berglindar sem var viða- mikil með þremur meginrannsókn- arspurningum. Hún sagði nýlega frá niðurstöðum sínum á Málstofu upp- eldis- og menntunarfræðiskorar Há- skóla Íslands. Leiðtogahegðun Þar sagði hún m.a. að orðræður um kvenleika og karlmennsku móti mjög hugmyndir og hegðun nem- enda. Hún nefndi sem dæmi að orð- ræða um þægu og góðu skólastelp- una sé mest ráðandi meðal vin- sælustu stelpnanna en hún er aftur á móti í mótsögn við orðræðu um æski- lega leiðtogahegðun sem m.a. bygg- ist á frumkvæði, sjálfstæði og op- inberri virkni. Í niðurstöðum Berg- lindar kemur m.a. fram að karl- mennska og gildi hennar eru ráðandi meðal nemenda. Hún getur því ekki tekið undir umræðuna um að í skóla- stofunni sé fyrst og fremst verið að hygla stelpum. Hins vegar má segja að hin ráðandi orðræða um góðu og þægu skólastelpuna sé í góðu sam- ræmi við þær kröfur sem gerðar eru í skólanum en völd og virðing meðal nemenda og kennara eru ekki endi- lega í samhengi við einkunnir eða hlýðni.  MENNTUN | Orðræðan um greind er kynskipt Karlmennska ráð- andi meðal nemenda Strákar eru snjallir en stelpur samviskusamar. Berglind Rós Magnús- dóttir gerði rannsókn á orðræðu um völd, virð- ingu og leiðtogahæfni meðal unglinga í bekkj- ardeild í grunnskóla. Sú þekking sem þótti virðingarverð í bekkjunum var meira innan áhuga- sviðs drengja en stúlkna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Niðurstöðurnar: Á skjön við fullyrðingar um kvenlæga grunnskóla. Morgunblaðið/Golli Berglind Rós Magnúsdóttir: Gerði rannsókn á leiðtogahæfni meðal unglinga í bekkjardeild. Í RANNSÓKN Berglindar Rósar Magnúsdóttur voru nemendur látnir vinna að þemaverkefni um borgarstjórnarkosningar. Bekkj- unum var skipt í nokkra 5-6 manna kynjablandaða hópa. Hver hópur kom sér upp stefnu- skrá, hannaði auglýsingar og fann sér borgarstjóraefni til að keppa í ímynduðum borgar- stjórnarkosningum. Niðurstaðan var að allir hóparnir völdu sér stráka sem borgarstjóraefni þrátt fyrir að þessir nemendur hafi alist upp við kvenkyns borg- arstjóra. Karlmennska og hug- myndir um leiðtoga virðast því vera samofnar en rannsóknir á fullorðnu fólki hafa einmitt bent til hins sama. Ástæðurnar sem stelpurnar nefndu sem ástæðu fyrir því að þær eða aðrar stelp- ur voru ekki valdar voru m.a. eftirfarandi atriði:  Hópurinn okkar á meiri möguleika með strák í far- arbroddi.  Ótti við að vera stimpluð at- hyglissjúk.  Búin að vera svo áberandi upp á síðkastið.  Aðrir þurfa að fá að spreyta sig.  Það þýðir ekkert að hafa stelpu í forsvari.  Ég er ekki eins háfleyg og hef ekki eins mikið vit á stjórn- málum. Strákur sem borgarstjóri guhe@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.