Morgunblaðið - 29.04.2004, Síða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 27
UNGIR slagverksleikarar frá Dan-
mörku, Hørsholm Percussion og
Marimba Ensemble, halda tónleika
í Norræna húsinu kl. 20 í kvöld,
fimmtudagskvöld. Á efnisskránni
verða m.a. verk eftir Milhaud, Bach
og Chopin.
Hópinn skipa 13 ungir slagverks-
og marimbuleikarar á aldrinum 16–
24 ára undir leiðsögn Ole Pedersen
sem stýrt hefur Hørsholm Percuss-
ion og Marimba Ensemble síðustu
25 árin.
Hópurinn heyrir undir Tónlistar-
skóla Hørsholms. Á þessum tíma
hefur Ole ferðast með hópnum víða
um heim, m.a. til Bandaríkjanna,
Kanada, Ástralíu, Japan og um
Evrópu.
Hópurinn heldur um 40–50 tón-
leika á ári, tekur m.a. þátt í ár-
legum útitónleikum í Berlín og
Munchen.
Ole Pedersen er fæddur 1938.
Hann lék á slagverk með Sinfón-
íuhljómsveitinni í Malmø 1964–1969
og hefur frá þeim tíma starfað við
Det Kongelige Kapel. Ole hefur
kennt við Det Fynske Musikkons-
ervatorium frá 1980.
Hópurinn fór í tónleikaferðalag
til Japans 1993 og tók þar upp
hljómdiskinn Live in Japan sem
áhugasamir geta nálgast á bóka-
safni Norræna hússins.
Slagverk
í Norræna
húsinu
Í SÝNINGARSAL Íslenskrar grafíkur í
Hafnarhúsinu sýnir Hjördís Brynja Mörtu-
dóttir á þriðja tug málverka, unnin með
eggtempera. Þetta eru einfaldar myndir,
hugljúfar og átakalitlar sem vísa til náttúr-
unnar. Hjördís útskrifaðist úr Nýlistadeild
Myndlista- og handíðaskólans árið 1989 og
sótti svo framhaldsnám í Rudolf Steiner
hogeskole í Svíþjóð sem byggir á
andropósófíu (mannspeki) Rudolf Steiners.
Það eru ekki margir starfandi myndlist-
armenn á Íslandi sem vinna markvisst út
frá kenningum Steiners, en þær höfðu víð-
tæk áhrif á frumkvöðla abstraktlistarinnar
fyrir tæpum 100 árum. Andropósófían er á
sinn hátt ögrandi fyrir efnishyggju nú-
tímans. Í verkum Hjördísar kemur hún
m.a. fram í vinnuferlinu. Þ.e. að hún notar
umhverfisvænt hráefni og vinnur allt frá
grunni, smíðar eigin blindramma og malar
litaduftið sjálf frekar en að fara út í búð og
kaupa allt verksmiðjuframleitt og tilbúið til
notkunar. Þessi grunnvinna er partur af
listsköpuninni og leið listakonunnar til að
tengjast efninu. Hvað útkomuna varðar þá
truflaði það mig hve verkin eru bundin við
snemm-módernismann, eins og algengt er
hjá Steiner-menntuðum myndlistarmönn-
um. Er þannig séð dottið úr takti við þróun
myndlistar síðan í árdaga abstraktsins.
Mér vitandi er Ráðhildur Ingadóttir eini
íslenski myndlistarmaðurinn sem vinnur út
frá kenningum Steiners í takti við annað í
samtímalistum og er þeim samt trú. Ég
sakna þessa í verkum Hjördísar en geri
mér þó grein fyrir tilætlunarsemi í þeim
orðum mínum þar sem kenningar Steiners
miðast fyrst og fremst við innri þróun
listamannsins til hins eilífa, en ekki í ein-
hverjum samtíma.
Sjálfrátt og skreytt
Í Listasafni Reykjanesbæjar stendur yf-
ir sýning á verkum Kristjáns Jónssonar.
Kristján kom sterkur inn í íslenskan
myndlistarheim um miðjan síðasta áratug,
þá sérstaklega með eftirminnilegri sýningu
í Sólon Íslandus árið 1996. Hann hefur haft
hægt um sig síðan en sýnt reglulega, t.d. í
Hafnarborg, Listasafni Borgarness,
Stöðlakoti og nú í Listasafni Reykjanes-
bæjar. Kristján fellur vel inn í hóp lista-
mannanna sem þegar hafa sýnt í safninu,
en sýningar þar hafa aðallega miðast við
málverk með áherslum á liti og form frek-
ar en hugmyndafræði eða frásögn. Krist-
ján er málari sem virðist una sér við efnið
eitt og kanna möguleika þess innan mynd-
rammans. Hann byggir upp málverkið í
lögum (overlapping), ber efnið á myndflöt-
inn, skefur svo af eða þvær. Aðferðin er vel
kunn en misjafnt er hvernig listamenn
nýta sér hana. Kristján vinnur agað og
áhættulaust og eru verkin sérlega „dek-
oratíf“ þrátt fyrir sjálfráða aðferðina.
Listamanninum er þetta sýnilega ljóst og
ýtir undir „dekorasjónina“ með því að
teikna skreytikennd flúr og hverfult letur á
myndflötinn. Sumir titlar verkanna vísa
einnig til skreytilistar. Með þessu móti
skapar hann athyglisverða mótsögn við að-
ferðina. Það er augljóst að
Kristján hefur yndi af iðju
sinni. Hann er flinkur í efn-
istökum en er að sama skapi
ofurseldur efninu og hvað
sem hann vill svo segja út
fyrir það er kæft í málningu.
Feitlagnir ferðamenn
í landslagi
Í Grindavík hefur Saltfisk-
setur Íslands tekið upp þá
nýjung að bjóða upp á mynd-
listarsýningar. Daði Guð-
björnsson sýndi þar í fyrra og
nú sýnir Soffía Sæmundsdótt-
ir í setrinu 20 myndverk.
Soffía hefur skapað sér
nafn fyrir hálf-naíf málverk
sem eiga sér m.a. ríka hefð í
Bretlandi. Þessi tegund af
málverki er af einhverjum
sökum mjög vinsæl í hús hér
á landi og hafa allnokkrir
listamenn skapað sér ágætis
markað á Fróni með þess
háttar myndum. Karólína
Lárusdóttir, sem dæmi,
Gunnella, Hekla Björk Guð-
mundsdóttir o.fl. Þess háttar
myndir má finna í flestum
listmunagalleríum landsins og
satt að segja finnst mér þorri
þeirra hrein skelfing. Soffía
hefur það þó fram yfir marga
þessara málara að vera mal-
erísk og hefur metnað til að
þróa sig í efnistökum. Það er
helst landslagið sem hefur
styrkst hjá listakonunni
gegnum tíðina en feitlagnir
ferðamenn sem gjarnan prýða
myndir hennar, klæddir í ein-
hvers konar þjóðbúning eða
lúðrasveitarbúning, virðast
alltaf hanga í sama farinu.
Sýningin í Saltfisksetrinu
er sú fyrsta sem listakonan
heldur hérlendis eftir náms-
ferð til Kaliforníu þar sem hún skipti um
gír og gerði gríðarstórar kolteikningar,
óhlutbundnar að mér skilst. Ég átti því
von á róttækum breytingum í nýjum
verkum listakonunnar. En svo er ekki.
Reyndar eru nokkrar smámyndir á sýn-
ingunni sem heita „Tími“ sem eru grófari
eða hrárri en ég hef vanist frá listakon-
unni og svo eru 3 landslagsmyndir sem
nefnast „Brot“. Þar þykja mér forvitni-
legir hlutir vera að gerast. En mér þykir
ekki síður forvitnilegt að þessar myndir
voru þær einu sem enn voru óseldar á
sýningunni þegar ég leit þar við.
Málverk,
málverk
MYNDLIST
Sýningarsalur Íslenskrar grafíkur
MÁLVERK
HJÖRDÍS BRYNJA MÖRTUDÓTTIR
Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Sýn-
ingu lýkur 9. maí.
Listasafn Reykjanesbæjar
MÁLVERK
KRISTJÁN JÓNSSON
Opið alla daga frá kl. 13–17. Sýningu lýkur 2. maí.
Saltfisksetur Íslands
MÁLVERK
SOFFÍA SÆMUNDSDÓTTIR
Opið alla daga frá kl. 11–18. Sýningu lýkur 2. maí.
Eitt af verkum Hjördísar Brynju Mörtudótt-
ur í Sýningarsal Íslenskrar grafíkur.
„Ornamentum II“ eftir Kristján Jónsson.
Úr myndröðinni „Tími“ eftir Soffíu Sæmundsdóttur.
Jón B.K. Ransu
mbl.isFRÉTTIR Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu á hreint ótrúlegum kjörum í
sumar, en aldrei fyrr hefur verið jafn ódýrt að komast þangað
eins og nú með beinu flugi Heimsferða til Bologna eða Trieste.
Þú getur valið um flugsæti eingöngu, flug og bíl eða úrval góðra
hótela á áfangastöðum
Heimsferða.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 23.995
Flugsæti á mann, m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, Forli, 24. júní. Netverð.
Verð kr. 28.320
Flug og bíll í viku, á mann, m.v. hjón
með 2 börn, 2–11 ára, 24. júní, netverð.
Bíltegund B.
Ítalía
frá kr. 23.995
í sumar með Heimsferðum