Morgunblaðið - 29.04.2004, Síða 29

Morgunblaðið - 29.04.2004, Síða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 29 Á TÍMUM öflugra fjarskipta og samgangna hefur verið auðveldara og auðveldara fyrir fólk að kynn- ast öðrum menningarheimum en sínum eigin. Maður þarf ekki ann- að en að slá inn nafn- ið Iceland á Altavista- .com og heilt hlass af upplýsingum rignir yfir skjáinn og mynd- ir af Íslandi hlaðast inn á vafrarann fyr- irvaralaust. Sam- kvæmt Ferðamálaráði Íslands í Norður- Ameríku er Ísland í tísku hjá Bandaríkja- mönnum og líta þeir á Ísland sem vænlegan kost til að ferðast til. Já „að ferðast til“ en ekki „að flytjast til“ því sam- kvæmt nýjasta frumvarpi dóms- málaráðherra er mottóið „Já, já, þið megið bara koma í einhvern smátíma og eyða peningum, en drullið ykkur síðan heim aftur.“ Þingmál nr. 749 Nýlegt frumvarp Björns Bjarna- sonar, þingmál nr. 749 um breyt- ingar á lögum um útlendinga, bitnar, ef maður hugsar út í það, einna helst á ástinni sem maður hélt að væri án landamæra. Björn er að reyna að girða ástina inni með gaddavír. Segjum svo að ís- lenskur ríkisborgari fari í nám til Danmerkur. Þar verður hann ást- fanginn af 20 ára stúlku með suð- ur-afrískan ríkisborgararétt. Þau ákveða það að ástin þeirra sé sú eina sanna og þau ákveða að taka næsta skref. Eignast börn og búa saman. Ef hún síðan ákveður að flytjast með honum til Íslands, segjum 22 ára gömul. Þá hefst skrípaleikurinn því það er ekki leyfilegt. Þau verða að bíða í 2 ár þar til hún verður 24 ára gömul til að mega koma til langdvalar í landinu. Þegar þau loksins komast til landsins þá kvikna upp grun- semdir hjá yfirvöldum „bíddu er þetta ekki samsæri?“ Til að kom- ast til botns í þessu er gripið til þess ráðs að gera skyndiárásir á heimili þeirra og þau látin sanna fyrir yfirvöldum að þau séu í raun og veru ástfangin. Hann verður yfirheyrður um uppáhalds hár- spreyið og tannkremið hennar og hann náttúrulega veit ekki neitt „ég bara hef ekki pælt í því hvaða hársprey hún notar, satt best að segja“. Hún náttúrulega hefur ekki hugmynd um hvað uppá- haldstölvuleikurinn hans heitir. Það er frekar öruggt að ef farið væri í skyndiárás inn á heimili hjá fólki af íslenskum uppruna þá hefði karlinn ekki hugmynd um hvaða hársprey eða tannkrem konan notar. Það er mjög líklegt að hann hafi ekki hugmynd um nafnið á sínu eigin tannkremi, hann kallar það bara tannkrem. Gullfoss, Geysir og Justin Timberlake Og skrípaleikurinn heldur áfram þegar kemur að stóru stundinni að tengdó og stóri bróðir kærust- unnar ákveða að koma til landsins í norðrinu og eiga góða sam- verustund með stúlkunni og kær- astanum hennar. Þau skoða saman stolt Íslendinga, Gullfoss og Geysi í öllu sínu veldi, og tengdason- urinn og tengdamamman komast að því þeim til mikillar furðu að þau eru bæði miklir aðdáendur Justin Timberlake. Á meðan þau sitja á teppinu inni í stofu og hlusta á útbrunna slagara kappans og tala um sambandsslit hans við Britney Spears, þá eru systkinin inni í eldhúsi að rifja upp æsku- minningar yfir bolla af kaffi og sígó. Tvær vikur líða og það er kominn tími á að mæðginin haldi heim á leið. Tilhugsunin um að þurfa að vera svona fjarri dótt- urinni er móðurinni óbærileg og þau ákveða að hún verði eftir en bróðirinn snýr aftur heim. En þá versnar ástandið, því samkvæmt frumvarpi Björns Bjarnasonar gengur það hreinlega ekki upp að fólk ákveði að vera lengur á Íslandi en góðum túrista sæmir og harkan hefst strax. Tekið sýni af tengdó Skrípaleikurinn breytist í háalvarleg brot á mannréttindum og persónuvernd ein- staklingsins. Dag einn er tengdamamman tekin til yfirheyrslu og látin sanna það að hún sé virkilega móð- ir dóttur sinnar. Það er tekið af henni DNA-sýni til að sanna skyldleika hennar við dótturina. (Vá, það væri ljótt ef dóttirin hefði verið ættleidd á sínum tíma.) Jæja, komið hefur í ljós að hún sé virkilega mamma stúlkunnar. Þá (tekur plan B við?) taka við heim- sóknir yfirvalda á heimili þeirra án dómsúrskurðar og heimsókn- irnar geta átt sér stað hvenær sem er sólarhringsins. Þar sem upphaflegur grunur liggur í að þarna sé ekki um raunverulega ást að ræða heldur „mála- myndabúskapur“ þá leita yfirvöld að sönnunargögnum um líf þeirra í Danmörku eða jafnvel einhver ástarbréf. Atburðarás: Lög- reglumaður kemur með bleikt ilm- andi bréf til yfirmanns síns „herra, ég held að í þessu bréfi dagsett 11 janúar 2002 sé ekki um ást að ræða. Það hefur komist upp um þau því þetta bréf er frá hon- um til hennar og það er bleikt!“ segir hann og glottir. „Ég hef fengið toppþjálfun í að leysa svona mál,“ segir hann og blikkar til grunaða parsins. Hið sanna í mál- inu er að bréfið var skrifaði af Ís- lendingnum í tilhugalífinu og þess vegna ekki mikið um ástarjátn- ingar heldur var stefnan tekin á að komast á stefnumót. Það að hann hafi sent henni bleikt og illa lyktandi bréf útskýrir frekar skrýtna kímnigáfu Íslendingsins. Við munum alltaf eiga minn- inguna um Kaupmannahöfn Harmleikurinn hefst þegar mamman fer heim aftur af ótta við herafla Íslendinga og að verða innlimuð inn í deCODE vegna DNA-sýnisins. Parið reynir að búa áfram eins og eðlilegt par og inn- an um tíðar heimsóknir yfirvalda reyna þau að ylja sér við fallegar minningar um ástina sem blómstr- aði í Danmörku. Reglubundnar spurningar yfirvalda um hvort þau elski hvort annað veldur því að hvert einasta jáyrði kemur með erfiðismunum. Smám saman fer já að breytast í að kinka kolli og það síðan breytist í að segja „eflaust“. Að lokum eru þau bæði farin að efast um ástina til hvors annars aðallega út af því að minningin um tíðar heimsóknir yfirvalda yf- irgnæfir minningarnar um róm- antíkina við Strikið í Kaupmanna- höfn. Þá er voðinn vís og óvíst er hvað verður úr þessu sambandi sem annars hefði átt langa lífdaga. Ýkt dæmisaga? Þetta er bara lítil dæmisaga, kannski dálítið ýkt en í takt við þann skrípaleik sem Björn Bjarnason er að setja á svið með frumvarpi sínu. Skilaboðin eru skýr; ef þú verður ástfanginn af útlendingi þá ertu einfaldlega í djúpum skít. Dómsmálaráðuneytið ætti kannski að ráðast í auglýs- ingaherferð þar sem slagorðið yrði „Ef þú verður ekki ástfanginn af Íslendingi munum við breyta lífi þínu í helvíti á jörð“. Sjónvarps- auglýsingin gæti verði þannig að par sem eru bæði af íslenskum uppruna ganga í gegnum rjóður og kjarr þar sem blóm og lauf strjúka barma þeirra þannig að þvílíkur unaður leikur um og und- ir þessu hljómar hið ástsæla lag Íslendinga „Rökkurró.“ Síðan kæmi dimman yfir og annað par af blönduðum uppruna birtist. Lagið „Du Hast“ glymur í hátt og það heyrist í haferni úr fjarlægð. Par- ið gengur í gegnum skóg af gaddavír og holdið rifnar af því því lengra sem það fer. Þau gráta bæði. Slagorðið kæmi upp: „Vertu ástfanginn af útlendingi, við mön- um þig. Dómsmálaráðuneytið.“ Baneitrað frumvarp Björns Bjarnasonar nr. 749 Hákon Skúlason skrifar um afstöðu til útlendinga ’Parið gengur í gegnumskóg af gaddavír og holdið rifnar af því því lengra sem það fer.‘ Hákon Skúlason Höfundur er varaformaður FUF-RN. Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 551 2040 Silkitré og silkiblóm Kryddhlífðar- pottar í eldhúsið Fréttir á SMS EINBÝLISHÚS TIL LEIGU Í ÞINGHOLTUNUM Lágmúla 9, 6. hæð • Sími 533 1122 • Fax 533 1121 Á besta stað í Þingholtum er til leigu einbýlishús ca 240 m² ásamt 20 m² bílskúr. Í boði er leigusamningur til nokkurra ára. Nánari upplýsingar á skrifstofu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.