Morgunblaðið - 29.04.2004, Page 31

Morgunblaðið - 29.04.2004, Page 31
AP MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 31 Á málstofu Samtaka um vestræna sam- vinnu – Varðbergs, sem haldin var 20. apríl síðastliðinn var fjallað um tilgang og gildi frið- argæslu Íslendinga og m.a. leitað svara við spurningunni: Af hverju friðargæsla? Við þeirri spurningu er í sjálfu sér til ein- falt svar. Það er ófriður í heim- inum og við verðum einfaldlega að axla þá ábyrgð sem felst í að vera hluti af samfélagi þjóðanna. Öll viljum við tryggja frið og ör- yggi í heiminum og staðreyndin er sú að með því að tryggja frið og öryggi annarsstaðar í heim- inum, tryggjum við jafnframt okkar eigið öryggi. Nýjung í íslenskum utanríkismálum Aðdragandi að stofnun ís- lensku friðargæslunnar er all- nokkur en hún tók til starfa árið 2001 og er því rétt að slíta barns- skónum. Hins vegar má rekja op- inbera þátttöku Íslands í frið- argæslustörfum allt aftur til árs- ins 1950. Undanfarin tíu ár hefur svo aukin áhersla verið lögð á friðargæslumál og þrátt fyrir til- tölulega skamman starfstíma ís- lensku friðargæslunnar hefur hún þegar sannað gildi sitt svo um munar. Í dag eru ríflega 180 manns á viðbragðslista og er það fólk vandlega valið úr stórum hópi umsækjenda, með ólíka menntun og reynslu. Þrátt fyrir það þarf að fjölga fólki á við- bragðslistanum á næstu miss- irum til að íslenska friðargæslan verði betur í stakk búin að takast á við þau verkefni sem fram- undan eru. Utanríkismálanefnd hefur ávallt fylgst vel með upp- byggingu og störfum íslensku friðargæslunnar og stutt við þró- un hennar. Ánægjulegt hefur verið að sjá hversu vel hefur tek- ist til við að fá hæft fólk til starfa. Að undanförnu hafa heyrst gagnrýnisraddir um afskipti okk- ar af hernaðarbrölti í útlöndum og því jafnvel haldið fram að Ís- lendingar, sem herlaus þjóð, eigi ekki að blanda sér í átök úti í hinum stóra heimi. Við þurfum að átta okkur á því að einangr- unarstefna er liðin tíð. Þjóðir heims bera í raun allar ábyrgð á heimsmálunum og við getum ekki skorast undan því að taka ábyrgð og leggja okkar af mörk- um, hvort sem við höfum yfir að ráða hersveitum eða ekki. Sérstaða her- lausrar þjóðar Sem herlaus þjóð hefur Ísland sérstöðu og er rétt og skylt að nýta sér hana öðrum þjóðum til hagsbóta. Við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að þurfa ekki að senda herlið til að tryggja frið og njótum þess munaðar að geta einbeitt okkur að uppbyggingar-, ráðgjafar- og hjálparstarfi. Það er skylda okkar að koma óbreytt- um borgurum til aðstoðar og hjálpa til við að tryggja öryggi þeirra, veita læknishjálp, aðstoða við uppbyggingu stofnana, þjón- ustu og samgangna og gera það sem í okkar valdi stendur til að tryggja framþróun lýðræðis. Þannig leggjum við okkar af mörkum við að stuðla að friði og öryggi í heiminum. Á erlendri grund þar sem ófriður hefur ríkt eiga Íslend- ingar líka auðveldara en margar aðrar þjóðir að athafna sig og takast á við verk- efnin í samstarfi og sátt við heima- menn enda nýtur Ísland þess að hafa ekki átt í ófriði við neina af þessum þjóðum. Að eiga enga fortíð í þessu sam- bandi og þurfa ekki að taka af- stöðu með einhverjum deiluaðila er ótvíræður styrkur. Góður árangur Stofnun íslensku friðargæsl- unnar var mikið framfaraspor og þátttaka Íslands í uppbyggingu í stríðshrjáðum löndum er okkur til sóma. Sérþekking Íslendinga hefur skilað miklum árangri og verkefni íslensku friðargæsl- unnar hafa vakið verðskuldaða athygli á alþjóðavettvangi. Nýaf- staðið verkefni við flugvöllinn í Pristina í Kosovó var einstaklega velheppnað en það fólst í að byggja upp, stjórna flugvellinum og annast þjálfun heimamanna til að koma flugvellinum í hendur þeirra. Starfsmenn ís- lensku friðargæsl- unnar eiga svo sannarlega hrós skilið fyrir vel unn- in störf í þágu friðar og uppbyggingar í stríðshrjáðum svæðum. Nú bíður okkar annað verkefni af svipuðum toga og í Pristina, þó sýnu umfangsmeira, en 1. júní næstkomandi tekur íslenska frið- argæslan við stjórn á flugvell- inum í Kabúl í Afganistan. Verk- efnið er umfangsmikið og mun líklega taka nokkur ár að leysa það en kostnaður við útbúnað og rekstur flugvallarins mun verða greiddur af Atlantshafs- bandalaginu en aðildarríki þess munu leggja til starfsmenn og sérþekkingu. Íslenska friðargæslan er ekki hersveit Að undanförnu hefur verið rætt um íslensku friðargæsluna í fjölmiðlum. Því hefur m.a. verið haldið fram að íslenska frið- argæslan sé einskonar hersveit Íslands í útlöndum, grá fyrir járnum, og mikið gert úr því að friðargæsluliðar beri titla eins og hermenn. Þingmenn hafa jafnvel látið hrífa sig með í slíka fárán- lega umræðu í stað þess að ræða kjarna málsins og þannig sýnt störfum friðargæsluliða lítils- virðingu. Þá hefur því einnig ver- ið haldið fram að alla umræðu vantaði um friðargæsluna. Þetta er ekki rétt. Málefni íslensku friðargæslunnar hafa margoft verið rædd á Alþingi og utanrík- ismálanefnd hefur fylgst vel með starfseminni og fengið utanrík- isráðherra og embættismenn til að fara yfir störfin og verkefnin framundan. Í þessu sambandi er rétt að taka fram að alltaf hefur legið ljóst fyrir og m.a. komið fram á fundum nefndarinnar, að íslenskir friðargæsluliðar eru ekki hermenn. Markmið íslensku friðargæslunnar er að sinna borgaralegum verkefnum á svæðum þar sem hernaðarátök- um er lokið. Hins vegar er ljóst að störf friðargæsluliða eru fráleitt hættulaus en þeir sinna störfum á ótryggum svæðum og því getur reynst nauðsynlegt fyrir frið- argæsluliða, eins og t.d. lækna og hjúkrunarfólk að bera hand- vopn, hreinlega til að verja sig ef með þarf. Alltaf hefur legið ljóst fyrir, að ef krafa er gerð um að friðargæsluliðar okkar beri vopn, þá fá þeir tilskilda þjálfun í með- ferð þeirra. Íslenskir frið- argæsluliðar hafa líka þurft að bera titla af hernaðarlegum toga og hefur það stundum vakið við- brögð. Hér er um tæknilegt mál að ræða sem skýrist af því að umhverfið sem friðargæsluliðar starfa í er hernaðarlegt og oft er nauðsynlegt að hafa tiltekna tign til að samskipti geti gengið snurðulaust fyrir sig á vett- vangi. Framtíðin Ég tel að breiður pólitískur stuðningur sé fyrir starfsemi ís- lensku friðargæslunnar. Efling sérsveita Ríkislögreglustjóra, sem rætt hefur verið um, getur einmitt verið lóð á vogarskál- arnar við að efla friðargæsluna, en nauðsynlegt er að við höfum yfir að ráða nægilegum fjölda vel þjálfaðra lögreglumanna sem geta tekið þátt í friðargæslu- störfum erlendis. Um þessar mundir er ekki friðvænlegt í heiminum og tölu- verð óvissa ríkir um friðarferlið í Miðausturlöndum. Þörfin fyrir friðargæsluliða mun því vænt- anlega ekki minnka næstu miss- irin. Á Norðurlöndunum hefur farið fram töluverð umræða um friðargæslustörf og samþykkti Norðurlandaráð tilmæli um frið- argæslu árið 2001 að und- angenginni ítarlegri vinnu starfshóps. Enn er unnið að þessum málaflokki þar á bæ og óhætt er að fullyrða að þver- pólitískur áhugi ríkir innan Norðurlandaráðs um aukna þátttöku í friðargæslu. Íslenska friðargæslan er m.a. eitt af okk- ar framlögum til sameiginlegra skuldbindinga sem NATO-ríkis og þrátt fyrir að ekki séu öll Norðurlönd aðilar að NATO taka þau virkan þátt í al- þjóðlegri friðargæslu. Aðild Íslands að NATO er ákaflega mikilvæg. Nýjar ógnir hafa steðjað að þjóðum heims- ins, gereyðingarvopn, efnavopn og nú síðast þaulskipulagðar hryðjuverkaárásir sem ógna ör- yggi alls mannkyns. Atlants- hafsbandalagið hefur sýnt hversu megnugt það er að takast á við ný verkefni og má segja að 11. september 2001 hafi ekki að- eins breytt heimsmyndinni held- ur einnig hlutverki alþjóðastofn- ana. Vígvöllurinn hefur færst nær okkur en áður var. Árásin á Madríd 11. mars síðastliðinn minnir okkur óþyrmilega á það. Okkar eigið öryggi Á meðan ekki ríkir friður og öryggi í heiminum verður alltaf mikil þörf fyrir friðargæslu og það er skylda allra þjóða að leggja sitt af mörkum. Ísland hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum og mun halda því áfram. Staða okkar sem her- lausrar þjóðar veitir okkur óneitanlega forskot sem við ætt- um að geta fært okkur í nyt. Fjárframlög Íslands til þessa málaflokks vega ef til vill ekki þungt í krónum talið á al- þjóðavettvangi vegna smæðar hagkerfisins, samanborið við framlög stærri ríkja. Við þurfum því að einbeita okkur meira að einstökum verkefnum sem eru vænleg til árangurs til að nýta fjármunina sem best. Vel skil- greind og hnitmiðuð verkefni skila árangri. Íslensk stjórnvöld hafa sýnt að þau eru reiðubúin að axla ábyrgð í þessum efnum og hafa ákveðið að efla íslensku friðargæsluna. Þannig leggjum við okkar af mörkum við að veita öryggi í heiminum. Það verður samt ekki litið fram hjá einu grundvallaratriði í þessu sambandi: Til þess að geta verið fær um að styðja við frið- ar- og öryggismál í öðrum lönd- um þurfum við að geta tryggt okkar eigin varnarhagsmuni á sannfærandi hátt. Af hverju friðargæsla? ’Á meðan ekki ríkir friður ogöryggi í heiminum verður alltaf mikil þörf fyrir friðargæslu og það er skylda allra þjóða að leggja sitt af mörkum.‘ Höfundur er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Eftir Sólveigu Pétursdóttur hlutahópur innan ESB uppspretta ýmiss núnings í samskiptum hins stækkaða usambands við stóra grannann í austri. Fátæktareyjan Kaliningrad iningrad, vestasta hérað Rússlands sem til 1945 var norðurhluti Austur-Prúss- austasta héraðs Þýzkalands, verður eft- kkun ESB til austurs að fátæktareyju sambandinu. Þótt tekjur fólks í Litháen landi séu enn sem komið er aðeins brot ðaltekjum Vestur-Evrópubúa eru þær mun hærri en fólks í Kaliningrad. Svæðið var tekið af Þýzkalandi við lok síðari heimsstyrjaldar og þýzkir íbúar þess annaðhvort drepnir eða þeir flúðu eða voru flæmdir á brott. Á dögum Sovétríkjanna var héraðið lokað svæði Rauða hersins í kringum flota- höfnina Kaliningrad, þar sem áður var þýzka há- skólaborgin Königsberg. Stór hluti núverandi íbúa héraðsins er fyrrverandi hermenn sovézka hersins, fjölskyldur þeirra og af- komendur. Fljótlega eftir hrun Sov- étríkjanna í byrjun tíunda áratugarins reyndu rúss- nesk stjórnvöld að bæta þróunarhorfur héraðsins með því að lýsa það „sér- efnahagssvæði“ og reyna að draga að er- fjárfestingu með hagfelldum reglum þar andi. Minna hefur þó orðið úr en vonir til. Þó virðist aðeins vera að rofa til í efnum. Hagvöxtur í Kaliningrad hefur hátt í 10% frá því árið 2002, samkvæmt frá héraðsyfirvöldum. Flest sjónvörp og ar þekktra vestrænna framleiðenda, eld eru í Rússlandi, eru sett saman í Kal- ad þar sem íhlutirnir í þau eru tollfrjáls n ekki í Rússlandi sjálfu. Brösulegar hef- gengið með fjárfestingar bílaframleið- BMW, Kia og General Motors hafa sam- að setja upp samsetningarverksmiðjur í nu, en óskilvirkni og spilling í stjórnsýsl- unni og fleiri þættir hafa spillt fyrir þessum uppbyggingaráformum. Fyrir þremur árum taldist samkvæmt opin- berum tölum um þriðjungur íbúa héraðsins, sem eru um ein milljón, lifa undir fátæktar- mörkum. Nú kvað þetta hlutfall vera komið niður í um fjórðung. Félagsleg vandamál eru mikil. Héraðið hefur fengið orð á sig fyrir að vera gróðrarstía fyrir farsóttir – alnæmi og berklar þeirra alvarlegastar – og fyrir eitur- lyfjasmygl og -neyzlu, skipulagða glæpastarf- semi, óhefta mengun og fleiri ófögnuð. Þetta ástand hefur ýtt undir viðleitni ESB til að sjá til þess að eftirlit verði hert á hinum nýju ytri landamærum sambandsins, sem munu liggja að héraðinu. Landamæraverðir nýju aðildar- ríkjanna hafa hlotið sérstaka þjálfun og útbún- ir tækjum af fullkomnustu gerð, svo sem næt- ursjónaukum, til að eftirlitið verði eins gott og til er ætlazt. Þetta eftirlit og skylda Kaliningrad-búa til að afla sér vegabréfsáritunar til að mega fara yfir landamærin að Litháen eða Póllandi mun að mestu binda enda á umferð smáhöndlara yf- ir landamærin, sem annars hefur verið helzta lífsbjörg margra þar síðustu árin. Vidmantas Purlys, sem átti sæti í ESB- samninganefnd Litháens og greinarhöfundur hitti í Vilnius, segir að meðal íbúa Kaliníngrad séu bæði vonir og áhyggjur tengdar ESB-aðild Litháens og Póllands. Að hans mati væri æski- legast að svæðið nyti að einhverju leyti góðs af ESB-aðild hinna aðliggjandi landa. Getur hann til dæmis séð fyrir sér að hægt verði að tengja Kaliníngrad inn í svæðisbundin sam- starfsverkefni sem ESB styrkir. Ungt fólk horfir í vestur Ungt fólk í héraðinu horfir í vesturátt. Ný- leg skoðanakönnun sýndi að rétt um 80% fólks á þrítugsaldri hefði heimsótt vestrænt land en margir í þeim hópi hafa aldrei komið til rúss- neska móðurlandsins. „Við erum mitt á milli. Þetta er rússneskt yfirráðasvæði og Kaliningrad er rússnesk borg en við sjáum framtíð okkar í Evrópu, landfræðilega, menningarlega og í viðskipt- um,“ segir Murat, 19 ára gamall laganemi við Kaliningradháskóla. Annar nemi, Alexander að nafni, gengur svo langt að segja að hann vildi helzt sjá Kalinin- grad losna frá Rússlandi og ganga í ESB. „Ég er fylgjandi Evrópu, ég vil vinna í ESB og ég myndi styðja að Kaliningrad fengi aðild að Evrópusambandinu,“ tjáði hann AFP. ssa mun búa ópusambandi s 1. maí breytist margt nd. Auðunn Arnórsson ytingar helzt felast. auar@mbl.is r en tíð u.‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.