Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sofðu vært, sofðu rótt, nú er svartasta nótt, sjáðu sóleyjarvönd, hafðúann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól, guð mun vitjáum þitt ból. Góða nótt, góða nótt, vertu gott barn og hljótt. Meðan yfir er húm, vakir engill við rúm. Sofðu vært, sofðu rótt, eigðu sælustu nótt. (Jón Sigurðsson.) Ástarþakkir fyrir okkar samleið. Anna, Bjarni, Kristín Birta og Birgitta Líf. Elsku Bjarni minn, nú ertu farinn frá okkur, svo skrítið að hugsa um það að eiga ekki eftir að sjá þig aftur. En þú lifir í hjörtum okkar og í minn- ingunni. Það var alltaf svo gaman að hitta þig og setjast við eldhúsborðið og spjalla, já, það var spjallað um margt og skemmtilegt og oft um KA. Bjarni, þú varst yndisleg persóna!! Það var lagt ýmislegt á þig í gegnum veikindin, alltaf stóðstu upp aftur, svo sterkur, en svo gerðist það, Bjarni minn, undir það síðasta varstu orðinn svo ofboðslega veikur. Nú ertu kominn á annan stað. Guð hefur þarfnast krafta þinna annars staðar og á betri stað. Elsku Bjarni, ég elska þetta lag og texta og læt það fylgja með, það huggar mig, því ég veit að þetta er góður staður og er til þín. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. Drottinn minn, faðir lífsins ljóss, lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur, þú ert mín lífsins rós, tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni, vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn, réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd. Og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær. Aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Guð verði með þér, elsku Bjarni. Elsku Anna og Rabbi, Anna, Bjarni, Kristín Birta og Birgitta Líf, systkini og fjölskyldur þeirra. Guð verði með ykkur á þessum erfiðum tímum. Þínir vinir Inga og Gylfi. BJARNI ÁSGEIRSSON ✝ Bjarni Ásgeirs-son fæddist á Ak- ureyri 7. október 1960. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 23. apríl. Á skírdag stöðvaðist lífsklukka vinar okkar, Bjarna Ásgeirssonar. Hann hafði nú síðustu misseri barist við illvíg- an sjúkdóm, sem hann hafði borið frá barn- æsku, og nú að lokum lagði hann að velli um páskana. Þegar ég kynntist Bjarna fyrir tæplega 30 árum, var hann rétt rúmlega fermdur. Þá þegar var hann orðinn illa haldinn af sykursýki og átti strax á þeim árum og oft síðar erfiðar stundir, þegar sjúk- dómurinn herjaði á. En á milli þess- ara erfiðu daga komu góðir dagar, og þá var oft glatt á hjalla í stórum systkinahópi og þá var Bjarni hrók- ur alls fagnaðar og lét sjúkdóm sinn engin áhrif hafa á glaðværð og hlý- hug til samferðafólks. Þegar litið er um öxl er næsta ótrúlegt að muna ekki eftir neinni svartsýni í huga Bjarna og jafnvel ekki nú hin síðustu ár, þegar veikindi hans gerðust al- varlegri með hverju árinu sem leið. Það er mikið lán fyrir vini og ætt- ingja að hafa kynnst þeim mannkost- um, sem Bjarni var búinn, þar var þrautseigja og æðruleysi – og aldrei kvartað. Það er þó ekki þannig, að Bjarni hafi staðið einn í baráttu sinni, því hann átti góða fjölskyldu. Hann bjó hjá foreldrum sínum alla tíð, sem reyndust honum afar vel og studdu hann á allan hátt. Einnig að- stoðuðu systkini hans, og fjölskyldur þeirra, hann af einstakri alúð og vin- semd svo eftir var tekið og voru fé- lagar og vinir, hvort sem var í gleði eða sorg. Bjarni var sístarfandi, hann byrj- aði ungur að vinna hjá Mjólkurstöð KEA á Akureyri, og hin síðari ár vann hann hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, eða þar til fyrir þremur árum þegar hann varð að hætta vinnu vegna sjúkdóms síns. En hann gafst ekki upp, á síðustu misserum dundaði hann við smíðar í bílskúrn- um í Kópavoginum, sér til dægra- styttingar. Við Sólveig þökkum Bjarna ánægjulegar samverustundir á liðn- um árum og vottum foreldrum hans, systkinum og öðrum aðstandendum dýpstu samúð okkar. Björn Ó. Björgvinsson. Bjarni Ásgeirsson var samferða- maður okkar um nokkurra ára skeið á skilunardeild Landspítalans. Þessi deild er undarlegur staður. Þar hitt- ast einstaklingar sem halda lífi með því að vél hreinsar blóð þeirra þrisv- ar í viku. Þeir sem koma á þessa deild hverfa þaðan aðeins á tvo vegu – annaðhvort fá þeir nýtt nýra eða þeir deyja. Bjarni var ungur maður sem vildi lifa og beið eftir því að hið stórkostlega kall kæmi – að búið væri að finna handa honum nýra. Það varð ekki og heilsu hans hrakaði snögglega fyrir nokkrum vikum svo ekki varð aftur snúið. Bjarni var þrautseigur og sterkur einstaklingur sem svaraði heimsku- legum spurningum um heilsufar sitt með orðunum: „Ég þekki ekkert annað.“ Og sannarlega var það rétt því Bjarni var búinn að vera heilsu- laus allt sitt líf og að auki með óstarf- hæf nýru síðustu árin. Á blóðskilunardeild myndast sterk bönd og mikil samkennd milli manna sem hittast þrisvar í viku ár- um saman. Bjarni var ómetanlegur félagi í þeim hópi sem hittist á morgnana í kringum borð á gangi deildarinnar til þess að spjalla sam- an áður en meðferðin hefst. Og okk- ur var það ekki nóg að hittast á spít- alanum heldur hittumst við gjarnan utan hans heima hjá hvert öðru eða á kaffihúsi. Það voru góðar stundir og veisluborðið sem beið okkar þegar við hittumst heima hjá Bjarna líður okkur seint úr minni. Bjarni var ákaflega hagur og ber litli torfbærinn á grasflötinni við heimili hans því vitni. Einnig saum- aði hann út og vöktu jólasveinarnir sem hann saumaði í blóðskilun þegar jólin nálguðust mikla aðdáun okkar hinna. Við söknum Bjarna úr morgun- hópnum og vildum að hann væri horfinn úr hópnum vegna þess að hann hefði fengið nýra og þyrfti ekki lengur á blóðskilun að halda. Við minnumst samvista við Bjarna með þakklæti. Foreldrum Bjarna og systkinum sendum við einlægar samúðarkveðjur. Ásdís, Áslaug, Hulda og Jórunn. ✝ Eyfríður Guð-jónsdóttir fædd- ist í Nefsholti í Holta- hreppi 10. apríl 1908. Hún lést á vistheimili aldraða í Víðinesi 20. apríl síðastliðinn 96 ára að aldri. Foreldr- ar hennar voru Guð- jón Jónsson, f. 30.8. 1865, d. desember 1949, og Sólveig Magnúsdóttir, f. 29.1. 1869, d. 6.3. 1937. Þau bjuggu í Nefs- holti í Holtahreppi. Systkini Eyfríðar voru Benedikt, f. 1896, d. 1991, Þuríður, f. 1898, d. 1988, Málfríð- ur, f. 1900, d. 1966, Júlía, f. 1902, d. 1995, Halldóra, f. 1905, d. 1997, og Páll, f. 1910, d. 1994. Börn Eyfríðar eru Guðni R. Þór- arinsson, f. 26.3. 1934, d. 12.10. 1990, eiginkona hans Margrét Þóra Vilbergsdóttir, f. 28.8. 1938, börn þeirra, eru Kristinn, f. 1959, kvæntur Berglindi Jónsdótt- ur, eiga þau þrjú börn, Guðmundur, f. 1961, kvæntur Ástu Ragnarsdóttur, eiga þau þrjú börn, fyrir átti Guðmundur eina dóttur, Guðrúnu Þóru og á hún soninn Ragnar Þór; Vilberg, f. 1963, kvæntur Gabrielu Rambau; Eyþór, f. 1965, unn- usta Halldóra Ingvarsdóttir og eiga þau eitt barn og fyrir á Eyþór soninn Hafstein Örn; Sigríður Ásta Guðmundsdóttir, f. 21.8 1937. Útför Eyfríðar verður gerð frá kirkju Óháða safnaðarins, Há- teigsvegi 56, í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Okkur strákana langar að minnast Eyju ömmu í örfáum orðum. Fyrstu minningarnar um ömmu eru frá Sól- heimum, þegar við komum til hennar á kvöldin og sögðum: „Amma, ég er kominn,“ og sofnuðum svo hjá henni. Þegar amma og Sigga fluttu á Bræðraborgarstíg, þá var farið alla sunnudaga til ömmu og Siggu í heim- sókn, því að hún var besta amma í heimi. Alltaf var jafn gaman að tala við hana, hvort sem heldur það var um stjórnmál eða eitthvað annað því að hún hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum, og ekki má gleyma hennar mikla og innilega hlátri sem smitaði alla í kringum hana. Alltaf var gott að leita til ömmu eftir góð- um ráðum, því skilningsrík og lífs- glöð kona var hún. Nú kveðjum við þig að sinni því að við vitum að við eigum eftir að hittast aftur, elsku amma. Heimsins þegar hjaðnar rós og hjartað klökknar, Jesú, gef mér eilíft ljós sem aldrei slökknar. Kristinn, Guðmundur, Vilberg og Eyþór. EYFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minn- ing@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Um hvern látinn einstak- ling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinar- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, Sunnuvegi 3, Skagaströnd, er lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss fimmtu- daginn 22. apríl, verður jarðsungin frá Hóla- neskirkju á Skagaströnd laugardaginn 1. maí kl. 13.00. Páll V. Jóhannesson, Agnes Sæmundsdóttir, Óskar J. Jóhannesson, Guðbjörg Pétursdóttir, barnabörn og langömmubörn. JÓNAS SVAFÁR EINARSSON skáld, lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi þriðju- daginn 27. apríl. Sólveig Einarsóttir, Herdís Björnsdóttir. HREGGVIÐUR DANÍELSSON frá Bjargshóli, Miðfirði, V-Húnavatnssýslu, síðast til heimilis á Ásbraut 9, Kópavogi, sem andaðist laugardaginn 24. apríl sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 30. apríl kl. 10:30. F.h. vandamanna, Þórir Daníelsson. Bróðir okkar, JÓN KRISTINN GUÐMUNDSSON, Skáldstöðum, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi þriðjudaginn 27. apríl Ingibjörg Guðmundsdóttir, Kristján Guðmundsson. Konan mín, BIRNA KRISTJANA BJARNADÓTTIR, Hlíðargerði 14, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 4. maí kl. 13.30. Ísleifur Jónsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og systur, GUÐBJARGAR EIRÍKSDÓTTUR, Heiðdalshúsi, Eyrarbakka. Eiríkur Sigurjónsson, Sólveig S. Sigurjónsdóttir, Steindór I. Steindórsson, Bjarni Sigurjónsson, Antonía Sveinsdóttir, Elín M. Sigurjónsdóttir, Erla S. Sigurjónsdóttir, Loftur Kristinsson, Guðbjörg Eiríksdóttir, Sveinn E. Lárusson, Vigdís V. Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.