Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR
50 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
SIGURÐUR Ingimundarson lands-
liðsþjálfari karla í körfuknattleik
hefur valið 26 manna æfingahóp
fyrir verkefni á næstu vikum og
mánuðum en liðið leikur alls 11
leiki í sumar til undirbúnings fyrir
leikina þrjá í Evrópukeppninni sem
fer af stað í haust.
Hópurinn sem Sigurður valdi er
þannig: Friðrik Stefánsson, Brent-
on Birmingham, Páll Kristjánsson,
Egill Jónasson, Ólafur Aron Ingv-
arsson, allir úr Njarðvík, Gunnar
Einarsson, Fannar Ólafsson, Sverr-
ir Þór Sverrisson, Magnús Þór
Gunnarsson, Jón N. Hafsteinsson,
Arnar Freyr Jónsson og Halldór
Halldórsson frá Keflavík, Sævar
Haraldsson, Haukar, Eiríkur Ön-
undarson og Ómar Örn Sævarsson
úr ÍR, Skarphéðinn Ingason, KR,
Hlynur Bæringsson og Sigurður
Þorvaldsson, Snæfell, Lárus Jóns-
son, Hamar, Pálmi Sigurgeirsson,
Breiðablik, Jón Arnór Stefánsson,
Dallas, Helgi Magnússon, Catawba,
Jakob Sigurðarson, Birmingham,
Damon Johnson, Murcia og Logi
Gunnarsson, Gisen.
Egill Jónasson, Ólafur Aron Ingv-
arsson, Arnar Freyr Jónsson, Hall-
dór Halldórsson, Sævar Haralds-
son, Ómar Örn Sævarsson og Lárus
Jónsson eru allir nýliðar.
Helgi Jónas Guðfinnsson, Grinda-
vík, gaf ekki kost á sér vegna
meiðsla og þeir Magni Hafsteins-
son, KR, Baldur Ólafsson, KR og
Óðinn Ásgeirsson, Ulriken Eagles
gáfu ekki kost á sér af persónu-
legum ástæðum.
Landsliðið mætir Belgum á Ís-
landi í þremur leikjum síðari hlut-
ann í júní og Pólverjar leika þrjá
leiki hér á landi í ágúst. Liðið tekur
síðan þátt í móti í Ungverjalandi í
ágúst og mætir þar heimamönnum,
Makedóníu og Póllandi og fer síðan
á mót í Írlandi þar sem leikið verð-
ur við Íra og Líbana. 10. september
hefst EM en þá leika Íslendingar
við Dani ytra, 15. september verður
spilað við Aserbaídsjan á heimavelli
og 18. september við Rúmena hér
heima.
Sigurður valdi sjö nýliða
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigurður Ingimundarson
ÍVAR Ásgrímsson, landsliðs-
þjálfari kvenna í körfuknattleik,
er búinn að velja 16 manna hóp
sem tekur þátt í þremur verk-
efnum landsliðsins í sumar en
líkt og karlaliðið spila konurnar
marga landsleiki í sumar, 12 tals-
ins, og hafa þeir aldrei verið
fleiri. Liðið leikur þrjá leiki hér
heima við Englendinga í lok maí,
í júlí tekur það þátt í Promotion
Cup sem fram fer í Andorra og í
ágúst þegar það tekur þátt í
Norðurlandamótinu sem fram
fer í Svíþjóð. Landsliðshópurinn
er þannig skipaður: Alda Leif
Jónsdóttir, Lovísa Guðmunds-
dóttir og Signý Hermannsdóttir,
allar úr ÍS, Anna María Sveins-
dóttir, Birna Valgarðsdóttir,
Erla Reynisdóttir, Erla Þor-
steinsdóttir, Rannveig K. Rand-
versdóttir, Marín Karlsdóttir og
Svava Stefánsdóttir, allar frá
Keflavík, Sólveig Guðmunds-
dóttir, Petrúnella Skúladóttir og
Ólöf Helga Pálsdóttir, frá
Grindavík, Pálína Gunnlaugs-
dóttir, Haukar, Kristrún Sig-
urjónsdóttir, ÍR og Hildur Sig-
urðardóttir, KR.
Petrúnella, Ólöf Helga, Pál-
ína og Kristrún eru nýliðarnir í
hópnum.
Tólf leikir hjá konunum
HANDKNATTLEIKUR
Undanúrslit karla, annar leikur:
Austurberg: ÍR - Valur ........................ 19.15
Valur er 1:0 yfir.
KA-heimilið: KA - Haukar................... 19.15
Haukar eru 1:0 yfir.
Undanúrslit kvenna, annar leikur:
Kaplakriki: FH - ÍBV........................... 19.15
ÍBV er 1:0 yfir.
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, efri deild, 8-liða úrslit:
Reykjaneshöll: Keflavík - Víkingur R. .... 20
Deildabikar karla, neðri deild B:
Selfoss: Selfoss - KFS............................... 19
Í KVÖLD
Kvennakvöld Hauka
Kvennakvöld Hauka verður haldið annað
kvöld, föstudaginn 30. apríl að Ásvöllum.
Húsið opnar klukkan 19.30. Veislustjóri
verður Harpa Melsted.
Aðalfundur fulltrúaráðs
Víkings
Aðalfundur fulltrúaráðs Víkings verður
haldinn í kvöld, fimmtudaginn 29. apríl, í
Víkinni og hefst kl. 18:00. Dagskrá: Venju-
leg aðalfundarstörf. Önnur mál.
FÉLAGSLÍF
KNATTSPYRNA
Lettland – Ísland 0:0
Skonto Stadium, Ríga, vináttulandsleikur
karla, miðvikudaginn 28. apríl 2004.
Lettland: P. Kolinko, I. Stepanovs, V. As-
tafjevs, A. Zajresevskis, J. Laizans, O. Bla-
gonasezdins, A. Isakovs, V. Lobanovs (A.
Stolcers 69. (M. Pahars 80.), M. Verpa-
kovski, A. Rubins, A. Prohorenkovs (V.
Rimkus 77.)
Ísland: Árni Gautur Arason, – Ívar Ingi-
marsson, Pétur Hafliði Marteinsson,
Hermann Hreiðarsson – Þórður Guðjóns-
son (Jóhannes Karl Guðjónsson 69.), Ólafur
Örn Bjarnason (Brynjar Björn Gunnarsson
73.), Arnar Grétarsson, Arnar þór Viðars-
son, Indriði Sigurðsson (Kristján Örn Sig-
urðsson 87.) – Tryggvi Guðmundsson (Gylfi
Einarsson 80.), Marel Baldvinsson (Bjarni
Guðjónsson 83.).
Gul spjöld: Pétur Hafliði Marteinsson 50.
(brot).
Rauð spjöld: Enginn.
Markskot: Lettland 15 – Ísland 6.
Horn: Lettland 5 – Ísland 5
Rangstöður: Lettland 3 – Ísland 4
Áhorfendur: 7.216.
Vináttuleikur U19 karla
Norður-Írland – Ísland ........................... 1:0
Deildabikar karla
Efri deild, 8 liða úrslit:
KA – FH .................................................... 3:4
Jóhann Þóhallsson Dean Martin, Hreinn
Hringsson – Atli Viðar Björnsson, Jónas
Grani Garðasson, Sverrir Garðarsson,
Víðir Leifsson.
ÍA – Fylkir ................................................ 2:1
Garðar Gunnlaugsson 2 – Ólafur Valdimar
Júlíusson.
Neðri deild, C-riðill:
Víkingur Ó. – Afturelding........................ 0:3
Lokastaðan:
HK 5 5 0 0 21:6 15
Afturelding 5 4 0 1 12:2 12
Víkingur Ó 5 2 1 2 11:9 7
Huginn 5 2 0 3 20:16 6
Skallagr. 5 1 1 3 5:23 4
KS 5 0 0 5 6:19 0
HK í undanúrslit. Þar mætast HK –
Fjölnir og Völsungur – Breiðablik.
Vináttulandsleikir
Suður-Kórea – Paraguay ....................... 0:0
Kazakhstan – Aserbaídsjan ................... 2:3
Karpovic 58., Luneva 80. – Nadir Nabiev
31., Kamal Guliyev 59., Rashad Sadikhov
85.
Tékkland – Japan .................................... 0:1
– Tacuhiko Kubo 32.
Búlgaría – Kamerún ............................... 3:0
Dimitar Berbatov 7., 54. (víti), Lazarov 56.
Rautt spjald: Lucien Mettomo 52. (Kamer-
ún).
Ísrael – Moldavía ..................................... 1:1
Kovalenko 32. (sjálfsmark) – Serghei
Rogaciov 70.
Hvíta-Rússland – Litháen....................... 1:0
Bliznijuk 75.
Pólland – Írland ....................................... 0:0
Úkraína – Slóvakía.................................. 1:1
Oleg Venhlinsky 12. – Varga 65.
Makedónía – Króatía............................... 0:1
– Klasnic 23.
Rúmenía – Þýskaland ............................. 5:1
Plesan 21., Razvan Rat 23., Daniciulescu
34., 40., Caramarin 84. – Philipp Lahm 88.
Bosnía – Finnland.................................... 1:0
Misimovic 88.
Danmörk – Skotland ............................... 1:0
Ebbe Sand 61.
Eistland – Albanía ................................... 1:1
Kristen Viikmäe 80. – Aliaj 52.
Noregur – Rússland ................................ 3:2
Martin Andresen 25., Sigurd Rushfeldt 43.,
Jan Gunnar Solli 62. – Vladislav Radimov
85., Alexandr Kerzhakov 90.
Belgía – Tyrkland.................................... 2:3
Wesley Sonck 34., Dufer 86. – Yildiray
Basturk 43., Tolga 69., Karadeniz 90.
Sviss – Slóvenía........................................ 2:1
Fabio Celestini 66., Hakan Yakin 85. –
Zlatko Zahovic 45.
Austurríki – Lúxemborg ........................ 4:1
Kirchler 4., Kiesenebner 9., Hass 84., Koll-
mann 89. – Daniel Huss 62.
Holland – Grikkland................................ 4:0
Roy Makaay 50., Boudewijn Zenden 57.,
Johnny Heitinga 61., Pierre van Hooijdonk
88.
Ungverjaland – Brasilía ......................... 1:4
Torghelle 57. – Kaka 33., Fabiano 36., 44.,
Ronaldinho 64.
San Marino – Liechtenstein ................... 1:0
Andy Selva 5.
Norður-Írland – Serbía/Svart. .............. 1:1
James Quinn 18. – Paunovic 7.
Ítalía – Spánn ........................................... 1:1
Christian Vieri 56. – Fernando Torres 53.
Portúgal – Svíþjóð................................... 2:2
Pedro Pauleta 33., Nuno Gomes 90. – Kim
Källström 17., Rui Jorge 86. (sjálfsmark).
Marokkó – Argentína.............................. 0:1
– Gonzalez 53.
Frakkland
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Nantes – París SG .................................... 1:1
PSG vann í vítakeppni
Chateauroux – Dijon................................ 2:0
Svíþjóð
Bikarkeppnin, 2. umferð:
Malmö Anadolu – Örgryte....................... 0:4
Luleå – Åtvitaberg ................................... 0:0
Åtvitaberg vann í vítakeppni.
Brage – AIK.............................................. 2:0
Degerfors – Gautaborg............................ 0:4
Vallentuna – Friska Viljor....................... 1:2
HANDKNATTLEIKUR
Þýskaland
Stralsunder – Essen............................. 25:28
Magdeburg – Göppingen ..................... 24:24
Kr./Östringen – Grosswallstadt.......... 27:27
Eisenach – Kiel ..................................... 19:24
Flensburg – Lemgo...............................31:25
Staðan:
Flensburg 31 26 2 3 1012:812 54
Magdeburg 31 23 3 5 952:828 49
Kiel 30 23 2 5 970:794 48
Lemgo 31 22 2 7 999:857 46
Hamburg 31 22 1 8 866:795 45
Gummersb. 30 20 2 8 851:785 42
Essen 31 15 6 10 841:803 36
Wallau 31 13 4 14 939:947 30
Großwallst. 31 11 7 13 760:811 29
Wetzlar 31 10 4 17 803:865 24
Nordhorn 31 11 2 18 910:929 24
Wilhelmshav. 31 9 5 17 827:862 23
Minden 31 10 2 19 807:906 22
Göppingen 31 8 2 21 796:864 18
Pfullingen 31 7 4 20 824:925 18
Stralsunder 31 8 1 22 700:847 17
Kr-Östringen 31 7 2 22 829:922 16
Eisenach 31 6 3 22 777:911 15
KÖRFUKNATTLEIKUR
16 liða úrslit:
Austurdeild:
New Orleans – Miami .......................... 96:85
Staðan er jöfn, 2:2.
Vesturdeild:
Denver – Minnesota............................. 82:84
Minnesota er yfir, 3:1.
Morgunblaðið/Eggert
Stjörnumenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla með sigri á HK í tveimur úrslita-
leikjum. Í liði Íslandsmeistaranna eru, efri röð frá vinstri: Ástþór Hlöðversson, Pétur Már, Hannes
Ingi Geirsson, Gissur Þorvaldsson, Róbert Karl Hlöðversson, Jóhann Arnarson og Hlöðver Hlöð-
versson. Neðri röð: Emil Gunnarsson, Vignir Þ. Hlöðversson, Ingvar Arnarson, Arnar Smári Þor-
varðarson og Óli Freyr Kristjánsson. Á myndina vantar Geir Sigurpál Hlöðversson.
Rúmenía komst ekki í úrslita-keppni Evrópumóts landsliða
sem fram fer í Portúgal í júní nk. En
Þjóðverjar eru þar í riðli með Hol-
lendingum, Tékkum og Lettum.
Reyndar mætti þýska liðið seinna
til leiks í Rúmeníu en til stóð þar
sem flugi liðsins frá Þýskalandi
seinkaði en heimamenn voru gríð-
arlega grimmir og lýstu þýskir
blaðamenn rúmenska liðinu sem
grimmum úlfum í leiknum.
Mihaita Plesan skoraði fyrsta
markið á 21. mínútu, mínútu síðar
bætti Razvan Rat við marki, Ioan
Danciulescu skoraði tvívegis áður en
fyrri hálfleik lauk. Þetta er í fyrsta
sinn í 91 ár sem Þjóðverjar eru fjór-
um mörkum undir í hálfleik, en síð-
ast gerðist það árið 1913 gegn Belg-
um í Antwerpen.
Gabriel Caramarin bætti við
fimmta markinu í síðari hálfleik og
Gabriel Caramarin skoraði eina
mark Þjóðverja.
„Ég er orðlaus, það er ekki hægt
að afsaka það hve slakir við vorum.
Vissulega vantaði marga leikmenn í
okkar lið en það er engin afsökun
fyrir niðurstöðunni,“ sagði Oliver
Kahn, markvörður og fyrirliði Þjóð-
verja.
Næsti vináttuleikur Þjóðverja er
gegn Möltu í Freiburg hinn 27. maí.
Japan kom verulega á óvart með
því að leggja Tékka að velli í Prag
en heimamenn töpuðu þar með öðr-
um leik sínum í röð. Tékkar höfðu
ekki tapað í 20 landsleikjum í röð
þar til liðið tapaði gegn Írum í síð-
asta mánuði. Tacuhiko Kubo skoraði
eina mark leiksins.
Åge Hareide stjórnaði norska
landsliðinu í fyrsta sinn á heimavelli
á Ullevaal í Osló í gær þar sem
Rússar voru lagðir að velli, 3:2.
Hareide sem var áður þjálfari Ros-
enborg hefur lofað stuðningsmönn-
um liðsins að blása til sóknar og er
ekki annað að sjá en að það sé að
takast hjá Hareide enda er þetta
sjötti sigurleikur liðsins undir hans
stjórn. Norðmenn komust í 3:0 en
Rússar skoruðu tvívegis á lokakafla
leiksins.
Roberto Baggio stal senunni í leik
grannaliðanna Ítalíu og Spánar sem
skildu jöfn, 1:1, í gær. Baggio er 37
ára og hefur ekki leikið landsleik í
fimm ár en Giovanni Trapattoni
ákvað að gefa honum tækifæri á að
kveðja stuðningsmenn Ítalíu í leikn-
um. Hins vegar sýndi Baggio góða
takta í 56. landsleik sínum og var ná-
lægt því að skora á 69. mínútu en
honum var fagnað gríðarlega er
hann fór af leikvelli á 86. mínútu.
„Þetta er einn af eftirminnilegustu
leikjum sem ég hef spilað á mínum
ferli,“ sagði Baggio eftir leikinn.
Heimsmeistaralið Brasilíu átti í
höggi við Ungverja á útivelli og
höfðu meistararnir betur í fyrsta
sinn gegn Ungverjum, 4:1, en þetta
er í fjórða sinn sem liðin mætast.
Luis Fabiano skoraði tvívegis fyrir
Brasilíu, Kaka og Ronaldinho skor-
uðu eitt mark hvor.
Luis Figo misnotaði vítaspyrnu í
2:2 jafnteflisleik Portúgal gegn Sví-
um. Heimamenn komu Svíum yfir
með sjálfsmarki á 86. mínútu en
jöfnuðu síðan metin á 90. mínútu.
Þjóðverjar niður-
lægðir í Búkarest
ÞJÓÐVERJAR voru niðurlægðir í gær þegar silfurliðið frá síðustu
heimsmeistarakeppni var kjöldregið af Rúmenum í Búkarest, 5:1.
Rudi Völler, þjálfari þýska landsliðsins, átti fá svör uppi í erminni er
Rúmenar skoruðu fjögur mörk á 22 mínútna kafla. Varnarleikur
Þjóðverjar var afleitur í leiknum, en liðið hefur ekki tapað svo stórt
frá árinu 2001 er Englendingar unnu Þjóðverja með sömu
markatölu.