Morgunblaðið - 29.04.2004, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 57
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6 og 8. Með ensku tali / Sýnd kl. 4. Með ísl tali
AKUREYRI
Kl. 6. Með ísl tali
AKUREYRI
kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára
KRINGLAN
Sýnd kl. 6. Með ísl tali
Það vilja allir vera hún, en hún vil vera „frjáls“ eins
og allir aðrir.Sprenghlægileg rómantísk gamanmynd
um forsetadóttur í ævintýraleit!
Stranglega
bönnuð
innan 16 ára.
SV. MBL
VE. DV
Fyrsta stórmynd sumarssins
KRINGLAN
Forsýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára.
Tær snilld.
Skonrokk.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10.20.
ÁLFABAKKI
Kl. 6, 8 og 10.10.
FORSÝNING
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10.10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.10.
Með L i ndsay Lohan úr Freaky Friday
Frábær gamanmynd um
Dramadrottninguna Lolu sem er tilbúin
að gera ALLT til að hitta „idolið“ sitt!
„Frábærar
reiðsenur,
slagsmálatrið
i, geggjaðir
búningar og
vel útfærðar
tæknibrellur“
Fréttablaðið
rar
i ur,
latrið
, j ðir
i r og
l tf rðar
i r llur“
r tt l ðið
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6 og 8.30. B.i.12 ára
Viggo Mortenson í magnaðri
ævintýramynd byggð á sannri sögu!
Enginn trúir því að
hann muni lifa af þetta
villta og seiðandi
ferðalag.
FORSÝNING
Kvikmyndir.is
F r u m s ý n d e f t i r 8 d a g a
IVOR Novello-verðlaunin verða
afhent í 49. skiptið í Lundúnum
hinn 27. maí næstkomandi. Verð-
launin veita samtök breskra tón-
skálda og lagahöfunda og eru af-
ar virt í „bransanum“.
Í poppgeiranum bítast Will
Young (úr bresku Stjörnuleitinni),
Dido og Belle and Sebastian um
besta lag ársins 2003.
Dizzee Rascal, Amy Winehouse
og Kylie Minogue munu hins veg-
ar bítast í flokknum „besta sam-
tímalagið“.
Minogue, sem áður hefur unnið
til verðlaunanna, er tilnefnd fyrir
lagið „Slow“ en það er samið af
henni sjálfri ásamt þeim Mr. Dan
og Emilíönu okkar Torrini.
Emilíana og Mr. Dan áttu einn-
ig þátt í tveimur öðrum lögum á
síðustu plötu Minouge, Body
Language, þaðan sem „Slow“
kemur.
Fleiri sem eru tilnefndir eru t.d.
Coldplay, Sugababes og Robbie
Williams.
Samkvæmt www.emiliana.nu,
einni af stærri aðdáendasíðum
hennar (já, þær eru nokkrar!),
vinnur Emilíana svo að nýrri
plötu um þessar mundir en fyrsta
og eina breiðskífa hennar til þessa
fyrir erlendan markað, Love in
the Time of Science, kom út árið
1999. Útgáfu má vænta í október
og líklega verður farið í hljóm-
leikaferðalag í nóvember. Emil-
íana lék þá á hljómleikum í París í
aprílbyrjun og kynnti þar ný lög,
m.a. „Sunny Road“, „Bring Me
Down“ og „HoneyMoon Child“.
Morgunblaðið/Golli
Emilíana Torrini er einn þrigga höfunda lagsins „Slow“ sem varð afar vin-
sælt á síðasta ári í flutningi poppdrottningarinnar Kylie Minogue.
Ivor Novello-verðlaunin verða afhent 27. maí
Emilíana Torrini tilnefnd
ásamt tveimur öðrum
Séð tvöfalt (Shuang tong)
Spennumynd
Taívan/Hong Kong 2002. Skífan. VHS
(114 mín.) Bönnuð yngri en 16 ára. Leik-
stjóri: Chen Guofu. Aðalleikarar: Tony
Leung Ka Fai, David Morse, Rene Liu,
Leon Dai, Kuei-Mei Yang.
UNDARLEGIR atburðir eiga
sér stað í Taípei, höfuðborg Taív-
ans. Maður frýs í hel á sólríkum
sumardegi og annar brennur til
bana þótt annað sé óskemmt um-
hverfis hann.
Rannsókn leiðir í
ljós að bæði fórn-
arlömbin þjást af
ókennilegri
sveppasýkingu
við heilann. Lög-
regluforinginn
Hauang Huo-Tu
(Tony Leung Ka
Fai), stendur
ráðþrota gagnvart þessum ósköp-
um. Hann grípur til neyðarúrræð-
is, leitar hjálpar alríkislöggunnar
Richters (David Morse), hjá
bandaríska sendiráðinu. Richter
er sérfræðingur í raðmorðingjum,
en drápin tvö benda til þess að
slíkur háskagripur sé á ferð.
Spennandi og vel leikin mynd af
aðalleikurunum tveimur sem halda
hlutunum gangandi og eru algjör-
ar andstæður í skapferli og útliti.
Þeir minna þó engan veginn á
klisjur eins og Jackie Chan og
Chris Rock í Rush Hour-mynd-
unum. Eru alvörugefnari, efnið
drungalegra, sambland af spennu-
mynd og hrollvekju, með fyndnum
köflum sem einkum skapast af
eðlilegum kringumstæðunum; þeir
eiga í mestu vandræðum með að
skilja hvor annan.
Tvöföld sýn er spennumynd vel
í meðallagi og talsvert frumleg í
miðri raðmorðingjamyndasúpunni.
Aðdragandi, umhverfi og fram-
kvæmd morðanna eru með fersku
og framandi sniði, blönduðu aust-
urlenskri dulúð. Þó kemur á óvart
að sjá Morse á þessum slóðum eft-
ir stígandi velgengni, síðast í The
Green Mile. Maður var farinn að
vona að þessi fíni leikari væri
sestur að í alvörumyndum við hæfi
hans ótvíræða atgervis og leik-
sigra.
Sæbjörn Valdimarsson
Myndir
Raðmorð
í austri
www.thumalina.is