Morgunblaðið - 29.04.2004, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
FÉLAGSMENN í Verslunar-
mannafélagi Hafnarfjarðar felldu
nýgerðan kjarasamning við Félag
íslenskra stórkaupmanna. Samn-
ingurinn var naumlega samþykkt-
ur í atkvæðagreiðslu meðal fé-
lagsmanna í Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur en þar kusu aðeins
12% félagsmanna eða 218. Já sögðu
51,37% en nei 48,63%.
Gunnar Páll Pálsson, formaður
VR, segir þessa litlu þátttöku valda
verulegum vonbrigðum, svo og hve
mjótt var á munum í atkvæða-
greiðslunni. Hann bendir einnig á
að verslunarmenn í Hafnarfirði
hafi fellt samninginn.
„Við ætlum að taka upp viðræður
við atvinnurekendur aftur í ljósi
þessa til að fara yfir stöðuna,“ seg-
ir hann.
Leita skýringa
á lítilli þátttöku
Gunnar Páll segir að úrslitin í
Reykjavík og lítil þátttaka verði
hugsanlega túlkuð sem almenn
óánægja með samninginn. „Eða þá
að einhverjir hinna óánægðu hafi
verið háværir og aðrir viljað láta þá
njóta sín, ef svo má segja.“
Sú nýbreytni var við afgreiðslu
samningsins að kosið var um hann
á Netinu. Gunnar Páll segir að von-
ir hafi staðið til þess að þátttaka
myndi aukast með nýju fyrirkomu-
lagi en því hafi verið öfugt farið.
Atkvæðagreiðsla er hafin um
kjarasamning VR og Samtaka at-
vinnulífsins, sem undirritaður var
21. apríl sl. Kosið er rafrænt um
samninginn á Netinu. Á kjörskrá
eru tæplega 20 þúsund félagsmenn
en langflestir félagsmenn VR
starfa samkvæmt samningi VR og
SA.
Kjarasamningur VR
við FÍS var naumlega
samþykktur
Verslunar-
menn í
Hafnar-
firði felldu
HVERGI skorti á lipurð og fínlegar hreyfingar
þegar þessar ungu ballettmeyjar frá Klassíska
listdansskólanum tóku spor sín á sviði Borgar-
leikhússins í gærkvöld. Tilefni sýningarinnar
var í raun tvöfalt, því sýningin var í senn vor- og
afmælissýning í tilefni af tíu ára afmæli skólans,
isveisluna, þar sem ólíkar furðuverur komu
fram. Þar á meðal voru hressar póstkonur, mar-
íuhænur og moldvörpur, letidýr, blómadísir og
skóálfar auk Maríu kanínumóður, sem gætti
barna sinna vel og lögðu allir sig fram eins og
vera ber.
sem Guðbjörg Skúladóttir skólastýra stofnaði
árið 1994.
Nemendur skólans á öllum aldri, frá fimm ára
og upp úr, sýndu dans af ýmsum toga. Þannig
sýndu yngstu nemendur listdansskólans meðal
annars heimatilbúið dansverk skólans, Afmæl-
Morgunblaðið/Eggert
Fimar dansmeyjar leika listir sínar
STJÓRNARLAUN hjá tíu af
stærstu fyrirtækjum sem skráð
eru í Kauphöll Íslands hafa hækk-
að um 62% að meðaltali á tveimur
árum.
Mest hækkun hefur orðið á
stjórnarlaunum hjá Bakkavör, þau
hafa ríflega þrefaldast, farið úr
780 þúsundum á ári í 2.620 þúsund
á ári. Stjórnarlaun hjá Straumi og
Burðarási, sem áður var Eim-
skipafélagið, hafa tvöfaldast og
hækkunin hjá KB banka nemur
82%. Samanlögð stjórnarlaun allr-
ar stjórnar félags eru hæst hjá KB
banka, 24 milljónir króna á ári, og
þar er krónutöluhækkunin á sam-
anlögðum stjórnarlaunum jafn-
framt mest, eða 13,4 milljónir á
tveimur árum. Næsthæst stjórn-
arlaun samanlagt greiðir Bakkavör
18,3 milljónir á ári, Íslandsbanki
11,6 og Síminn alls 11,2 milljónir.
Meðalþóknun almenns stjórnar-
manns á mánuði hefur þannig
hækkað úr 54 þúsund krónum á
mánuði í 72 þúsund krónur.
Hæstu stjórnarlaun námu 150
þúsundum árið 2002 en hæstu
launin nú nema 218 þúsund krón-
um á mánuði.
Stjórnarlaun hafa hækkað
um 62% á tveimur árum
Snarhækkandi/C6
MIKLAR umræður fóru fram á Al-
þingi í gær um skýrslu nefndar
menntamálaráðherra um eignarhald
á fjölmiðlum. Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
fylgdi skýrslunni úr hlaði á þingfundi
sem hófst eftir hádegi og tóku síðan
við umræður sem stóðu yfir í allan
gærdag og fram á nótt og var ekki
lokið þegar Morgunblaðið fór í
prentun upp úr miðnætti.
Menntamálaráðherra sagði við
umræðurnar að samþjöppun á fjöl-
miðlamarkaði hér á landi væri langt-
um umfangsmeiri en nokkur dæmi
væru um í öðru vestrænu lýðræðis-
ríki. Sagði Þorgerður Katrín að eitt
stærsta fyrirtækið í íslensku við-
skiptalífi, sem ætti hagsmuna að
gæta á fjölmörgum sviðum, hefði á
stuttum tíma náð undir sig stærstum
hluta af íslenska fjölmiðlamarkaðn-
um. Nauðsynlegt væri að grípa til
viðeigandi aðgerða á grundvelli
skýrslunnar.
Þingmenn sögðu skýrsluna vel
unna og ítarlega en stjórnarand-
stæðingar gagnrýndu aftur á móti
fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinn-
ar harðlega.
Bryndís Hlöðversdóttir, þingmað-
ur Samfylkingar, sagði að ríkis-
stjórnin hefði fallið í þá undarlegu
gryfju að semja upp úr skýrslunni
ótrúlega illa unnið frumvarp sem
stæðist engar kröfur um lagasetn-
ingu.
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra sagði að fréttaumfjöllun síð-
ustu daga væri sönnun þess að eign-
arhald fjölmiðla gæti haft og hefði
stundum úrslitaáhrif á það hvernig
fjölmiðlar fjölluðu um umdeild mál.
Magnús Þór Hafsteinsson, þing-
maður Frjálslynda flokksins, taldi að
dygðir á borð við jafnræði og sann-
girni hefðu ekki ráðið ferðinni við
samningu frumvarpsins.
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, sagðist ekki skilja hvers
vegna lægi svo á að afgreiða frum-
varpið á vorþingi. Þrýstingur á af-
greiðslu þess væri svo mikill að einna
líkast væri sem himinn og jörð væru
að farast.
Langar umræður urðu á Alþingi í gær um skýrslu um eignarhald á fjölmiðlum
Þingmenn
deildu hart
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í ræðustól.
Samþjöppun/10
LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði
51 ökumann fyrir of hraðan akstur
á tímabilinu kl. 7 til 16 í gær með
nýjum leysigeislaradar lögreglunn-
ar.
Að sögn varðstjóra lögreglunnar
getur hugsast að góð veðrátta hafi
orðið þess valdandi að ökumenn
stigu ótæpilega á bensínið með
þessum afleiðingum.
51 tekinn fyr-
ir hraðakstur
♦♦♦
NÝ KENNSLUBÓK í íslensku
fyrir byrjendur kemur á næstu
dögum út í Finnlandi. Bók um
svipað efni kom út árið 1979, en
hefur nú verið uppseld árum
saman. Hópur kunnáttufólks um
íslenska tungu, bæði Íslendingar
og Finnar, hefur í tvö ár unnið
að gerð bókarinnar. Hún hefur
að mestu verið unnin í sjálf-
boðavinnu um kvöld og helgar
en Finnsk-íslenski menning-
arsjóðurinn fjármagnar hana að
hluta.
Bókin skiptist í tvo hluta,
textabók og málfræðiæfingar.
Fyrri hlutinn byggist á auðveld-
um samræðum, en í seinni hlut-
anum er fjallað um íslenskt
þjóðfélag, sögu þess og efnahag.
Pekka, ungur Finni, leggur upp
í ferð til Íslands, og í tíu köflum
fylgjumst við með ferðum hans
um höfuðborgina og kynnum
hans af íbúum hennar. Bókinni
fylgir orðasafn, máltækjasafn
og kynning á íslenskri hljóð-
fræði. Hún er 194 blaðsíður.
Íslenska handa Finnum
Ný kennslubók/26