Morgunblaðið - 25.05.2004, Side 2

Morgunblaðið - 25.05.2004, Side 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLALÖG Í GEGN Frumvarp um eignarhald á fjöl- miðlum var samþykkt á Alþingi í gær. Nefnd sem vinnur að skýrslu um hringamyndun og samþjöppun í atvinnulífinu mun skila niðurstöðu í september. Ný ályktun hjá SÞ Bandaríkjamenn lögðu í gær fram drög að nýrri ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um málefni Íraks. Er þar kveðið á um að bráða- birgðastjórn Íraka taki við völdum 30. júní en jafnframt gert ráð fyrir að erlent herliðið verði áfram í Írak frá valdaskiptunum í a.m.k. ár. Íbúðaverð hækkar ört Fasteignaverð hefur hækkað um 13,4% á síðustu tólf mánuðum og tvöfaldast á undanförnum sjö árum. Þá hefur vísitala neysluverðs hækk- að um 30% á sama tíma en launa- vísitala um 65%. Friðargæsluliði féll Norskur friðargæsluliði lét lífið og annar særðist á sunnudagskvöld þegar gerð var árás á bílalest við Kabúl í Afganistan. Bílarnir voru á fjölförnum vegi en árásarmennirnir komust samt í sex kílómetra fjar- lægð frá lestinni sem þykir með ólík- indum vegna þess að mikil örygg- isgæsla er á þessum slóðum. Sprenging í Rúmeníu Mikil sprenging varð í farmi flutn- ingabíls í Rúmeníu í gær og létu 16 manns lífið. Bíllinn var hlaðinn um 20 tonnum af ammoníum-nítrat- áburði en hryðjuverkamenn nota efnið oft í sprengjur. Eldur kom upp í bílnum og sprakk hann er slökkvi- lið var komið á vettvang. Tíu metra djúpur gígur myndaðist á staðnum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Úr verinu 11 Viðhorf 32 Viðskipti 12 Minningar 32/36 Erlent 14/16 Bréf 40 Minn staður 18 Dagbók 42/43 Höfuðborgin 19 Kirkjustarf 43 Akureyri 20 Staksteinar 42 Suðurnes 21 Íþróttir 44/47 Austurland 22 Kvikmyndir 48 Landið 22 Fólk 50/53 Daglegt líf 23 Bíó 50/53 Listir 24/25 Ljósvakar 54 Umræðan 26/27 Veður 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið Háskóli og atvinnulíf. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is DAVÍÐ Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heil- brigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, var í gærmorgun kosinn for- maður framkvæmda- stjórnar Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO). Davíð er fyrsti Ís- lendingurinn sem gegnir þessu starfi en fjórir ára- tugir eru síðan Norður- landabúi var síðast kosinn til að sitja í forsæti fram- kvæmdastjórnar stofnun- arinnar. Framkvæmda- stjórnin er skipuð 32 fulltrúum 192 aðildarríkja WHO. Sérfræðingar líta til Íslands Í samtali við Morgunblaðið sagði Davíð að kjörið væri viðurkenning fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu og sýndi að litið væri til okkar á því sviði. „Erlendir sérfræðingar sem þekkja til heilbrigðismála á Íslandi eru mjög hrifnir af þeirri heilbrigðisþjónustu sem við höfum byggt upp,“ sagði Dav- íð. Aðspurður um hvort kosningin hafi persónulega þýðingu fyrir sig sagði hann það vissulega vera gaman að hafa hlotið kosningu í embættið en kosning hans væri hins vegar fyrst og fremst viðurkenning á því góða starfi sem Ísland hefur unnið á sviði heilbrigðismála og þeim málflutningi sem Íslendingar hafa haft uppi í stjórninni. Davíð tók sæti í framkvæmdastjórn- inni í fyrra og mun sitja í þrjú ár en formaður framkvæmdastjórnarinnar er kosinn til eins árs í senn. Davíð segir að hann hafi frá því að hann tók sæti í stjórninni fyrir hönd Íslands einkum lagt áherslu á þrjú mál; mál- efni kvenna og barna, heilbrigða lífs- hætti og málefni fatlaðra. Starf formanns hefur í för með sér talsverða vinnu en að sögn Davíðs þarf formaðurinn ekki að vera búsett- ur í Genf og hann mun því gegna stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- ráðuneytinu áfram. Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin hefur þó fjölmarga fast- ráðna starfsmenn á sínum snærum. Æðsti maður stofnunarinnar er for- stjóri hennar en Kóreumaðurinn Lee Jong-wook tók við því starfi í fyrra af Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Öflugt eftirlit og uppbygging Að sögn Davíðs er starf Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar fjölþætt. „Stofnunin starfar á vegum Samein- uðu þjóðanna og er ein af stærstu undirstofnunum samtakanna. Það sem almenningur tekur mest eftir er það eftirlit sem stofnunin sér um í tengslum við hættulega smitsjúk- dóma, á borð við HABL og fuglaflens- una, og að koma í veg fyrir útbreiðslu slíkra sjúkdóma. Stofnunin beitir sér auðvitað einnig á öðrum sviðum og rekur skrifstofur í mörgum af fátækari löndum heimsins sem aðstoða löndin við að koma sér upp heilbrigðiskerfum og takast þannig á við þá sjúkdóma sem eru landlægir í mörgum þessara landa,“ sagði Davíð að lokum. Davíð Á. Gunnarsson formaður framkvæmdastjórnar WHO Davíð Á. Gunnarsson Íslensk heilbrigðis- þjónusta viðurkennd ÁRNI Bragason, forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverfis- stofnunar, vísar á bug þeim um- mælum Ögmundar Jónassonar þingmanns í eldhúsdagsumræðum Alþingis í gærkvöld, að land- vörðum, sem í fyrrasumar hörm- uðu Kárahnjúkavirkjun með því að draga fána í hálfa stöng, hafi verið neitað um vinnu í sumar vegna þess. „Þarna var um að ræða fimm sumarstarfsmenn. Tveir þeirra fá störf á öðrum stöðum, einn fær ekki starf en tveir sóttu ekki um,“ segir Árni og bætir við að breytingar hafi verið gerðar á ráðningarferlinu. „Við höfum fært val á starfsmönnum út í hérað til þjóðgarðsvarða.“ Árni segir yfirlandvörð, sem var einn af starfsmönnunum fimm, hafa ítrekað óhlýðnast fyrir- mælum sínum og m.a. skrifað harðorða skýrslu um framkomu og meintan umhverfissóðaskap Ferðafélags Akureyrar (FFA), sem á aðstöðu á svæðinu þar sem landverðirnir starfa. „Það er dap- urleg framkoma þegar fólk er með dylgjum og leiðindum að reyna að eyðileggja farsælt samstarf sem við höfum átt með FFA í yfir þrjátíu ár,“ segir Árni og lýsir um leið furðu sinni yfir að Ögmundur slái öðru eins fram án þess að leita sér upplýsinga. Valdhroki ferðafélags Dagný Bergþóra Indriðadóttir landvörður segir að gengið hafi verið fram hjá sér í ár, þrátt fyrir fjögurra sumra reynslu. „Til þess að þurfa ekki að ráða mig var meðal annars ráðið réttindalaust fólk. Ég fór á fund með Árna Bragasyni, þar sem ég spurði hvort einhver óánægja væri með mín störf. Hann fullvissaði mig um að svo væri ekki og gat ekki gefið neina útskýringu á því hvers vegna ég fékk ekki vinnu,“ segir Dagný og bætir við að Árni hafi sagt sér að gert hafi verið sam- komulag við FFA eftir síðasta sumar um að ráða engan aftur sem hefði starfað áður í Öskju og Herðubreiðarlindum. Dagný segir samskiptin við FFA hafa einkennst af valdhroka. „Mér er spurn hvaða tangarhald FFA hefur á Umhverfisstofnun. Af hverju ráða þeir hverjir eru ráðnir hjá ríkisstofnun?“ Landverðir deildu við Ferðafélag Akureyrar LÖGREGLAN í Kópavogi handtók mann um tvítugt rétt fyrir kl. 6 í gærmorgun, eftir að hann hafði brotist inn í söluturn Atlantsolíu vestast á Kópa- vogsbraut. Innbrotsþjófurinn skarst þegar hann braut rúðu til að komast inn í verslunina, og tókst lögreglu að rekja blóðslóð mannsins frá vettvanginum til að hafa uppi á honum. Brotist var inn í verslunina um kl. 4 um morguninn og ein- hverju smávægilegu stolið, að sögn lögreglunnar í Kópavogi. Maðurinn játaði á sig innbrotið við yfirheyrslur eftir að honum var boðið að láta bera blóð sitt saman við blóðið á vettvangi, og var honum sleppt að því loknu. Röktu blóðslóð þjófsins TALIÐ er að um 300 manns hafi komið saman við skrifstofu forseta Íslands við Sóleyjargötu í Reykjavík í gærkvöldi til að leggja áherslu á kröfu um að Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, staðfesti ekki lög um fjölmiðla, sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Hans Kristján Árnason, Ólafur Hannibalsson og Örn Bárður Jónsson stóðu fyrir að- gerðunum. Að sögn Róberts Marshalls, for- manns Blaðamannafélags Íslands, höfðu í gærkvöldi 29.300 manns skrifað undir samskonar áskorun í undirskriftasöfnun sem Fjölmiðla- sambandið hefur staðið fyrir að und- anförnu bæði á Netinu og með hefð- bundnum undirskriftalistum. Stefnt er að því að afhenda forseta Íslands tölvudiskling með undirskriftunum í dag. Róbert segir að eins og í öðrum undirskriftasöfnunum treysti menn á heiðarleika manna, en tekur fram að farið hafi verið yfir listana og m.a. verið fjarlægðar rúmlega þús- und undirskriftir fólks undir 18 ára aldri sem ekki hafi kosningarétt. Um 300 manns á mótmælafundi Morgunblaðið/Júlíus Mótmæli fyrir utan Staðastað, skrifstofu forseta Íslands. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er talið að um 300 manns hafi verið á staðnum til að leggja áherslu á þá kröfu að forsetinn undirriti ekki lög um fjölmiðla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.