Morgunblaðið - 25.05.2004, Side 14

Morgunblaðið - 25.05.2004, Side 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKN hófst í gær á til- drögum slyssins á Charles de Gaulle- flugvelli á sunnudag er fjórir menn týndu lífi þegar þak einnar álmu flugstöðvar hrundi. Þessi hluti flug- stöðvarinnar var á ný rýmdur í gær þegar brestir tóku að heyrast í þak- inu. Hugsanlegt er að byggingin verði rifin. Pierre Graff, forstjóri Aeroports de Paris, ríkisfyrirtækis sem rekur flugvelli Parísarborgar, sagði í gær að verið væri að rannsaka hvort byggingin öll gæti talist ógnun við öryggi farþega. Tvær meginflugstöðvar eru á Charles de Gaulle-flugvelli. Flugstöð 2 skiptist upp í sex byggingar og varð slysið í byggingu 2E. Tvær langar álmur úr steinsteypu, gleri og járni liggja úr byggingu 2E og þaðan er farið um landganga út í flugvélarnar. Þak annarrar álmunnar hrundi á um 30 metra kafla. Í fyrstu var sagt að sex manns hefðu týnt lífi en í gær varð ljóst að fjórir menn fórust í slys- inu sem varð um klukkan fimm að ís- lenskum tíma að morgni sunnudags. Vitað er að tveir kínverskir ferða- menn biðu bana í slysinu. Engin áhætta tekin Pierre Graff sagði fyrir liggja að engin áhætta yrði tekin. Leiddi rann- sóknin í ljós að þessi hluti flugstöðv- arinnar stæðist ekki öryggiskröfur væri ljóst að rífa þyrfti bygginguna. Rannsóknin beinist m.a. að því hvort um meiri háttar hönnunargalla hafi verið að ræða. Arkitekt byggingarinnar, Paul Andreu, hélt í gær til Parísar frá Peking í Kína þar sem hann var við störf. Andreu, sem er heimsþekktur arkitekt, sagðist vera „þrumu lost- inn“ yfir slysinu. Sagði hann hönn- unina vissulega djarfa en því færi fjarri að hún gæti talist bylting- arkennd. Þessi hluti flugstöðvarinnar var tekinn í notkun í júní í fyrra. Kostn- aðurinn við bygginguna var rúmir 65 milljarðar króna. Litið var á fram- kvæmdina sem merkt framlag til byggingarlistar en með þessu móti hugðust yfirvöld í París treysta stöðu Charles de Gaulle og færa hann á ný í hóp mikilvægustu flugvalla Evrópu. Þykir slysið á sunnudag mikið áfall fyrir þær áætlanir allar. Skömmu eftir að tilkynnt var um að rannsókn væri hafin heyrðust brestir á ný í þaki álmunnar. Var álman því rýmd á ný en þar voru að störfum sérfræðingar og björg- unarlið. Brestir heyrðust einnig í þakinu á sunnudag skömmu áður en það hrundi. Slysið á Charles de Gaulle-flugvelli í París Byggingin verður hugsanlega rifin Brestir heyrðust á ný í þaki bygg- ingarinnar í gær              !"  #   !$% &   ' & ( & )*# " +"  "  !' " % (   &  %% + () %,          -         ' .        ' /                     ! "#       0123  45 66 $    %  &  '  ( )( *   +   , + -   . '     " París. AFP. SEXTÁN manns létu lífið og sjö brenndust illa í gærmorgun þegar flutningabíll með áburðarfarm sem oltið hafði skammt frá Búk- arest, höfuðborg Rúmeníu, sprakk í loft upp. Bíllinn valt við þorpið Mihail- esti um 70 kílómetra norðaustur af Búkarest. Eldur kom upp í bílnum þegar hann valt um klukkan fjögur að íslenskum tíma aðfaranótt mánudagsins. Voru slökkviliðsmenn að berjast við eldinn þegar bifreiðin sprakk skyndilega í loft upp. Flutn- ingabíllinn sundraðist í frum- eindir og braki og líkamshlutum rigndi niður í nágrenninu. Tíu metra djúpur gígur myndaðist og um 20 hús skemmdust í spreng- ingunni sem heyrðist í 35 kíló- metra fjarlægð. Í sprengingunni fórust sex slökkviðliðsmenn, tveir sjónvarps- fréttamenn og átta menn til við- bótar sem áttu leið hjá og höfðu farið út úr ökutækjum sínum til að fylgjast með. Eins manns var enn saknað síðdegis í gær. Óttast var að tala látinn ætti eftir að hækka. Tveir slökkviliðsbílar og sex bifreiðar til viðbótar eyði- lögðust í sprengingunni. Í bílnum voru um 20 tonn af ammoníumnítrat-áburði en það efni er einnig notað í sprengiefni. Svo virðist sem slökkviliðsmenn hafi ekki vitað hver farmur bíls- ins var en upphaflega var talið að skordýraeitur væri í honum. Tal- ið er að ökumaðurinn hafi sofnað við stýrið en hann mun hafa lifað slysið af.Reuters 16 farast í sprengingu í Rúmeníu SAMTÖK flutningastarfs- manna í Noregi náðu í gær samkomulagi við atvinnurek- endur eftir nær fimm vikna langt verkfall og stóð til að byrja akstur með mat og aðrar vörur í nótt, að sögn frétta- vefjar Aftenposten. Verkfallið hafði mikil áhrif á daglegt líf vegna þess að nauðsynjavörur af mörgu tagi voru fljótt upp- urnar í verslunum að kaup- félagsbúðum undanskildum. Samið var um almenna launahækkun er nemur 3,5% og sérstaka aukagreiðslu, 2000 norskar krónur, á hvern starfs- mann. Eiga atvinnurekendur og launþegar í hverju fyrirtæki að ákveða í sameiningu hvern- ig því fé verði deilt niður. Per Østvold, leiðtogi starfs- mannasambandsins, sagði að vissulega væri það nokkur ósigur að ekki hefði fengist í gegn krafa um sérstaka yfir- greiðslu til starfsmanna sem væru í sambandinu. „En okkur tókst að koma vandanum vegna þeirra sem ferðast frítt með okkur á dagskrána,“ sagði Østvold. Talið er að líða muni nokkr- ar vikur áður en ástandið í verslunum verður komið í samt lag. Flutn- ingaverk- falli lokið Noregur NORSKUR friðargæsluliði um þrí- tugt lést og annar særðist þegar árás var gerð á bílalest norska hers- ins við borgina Kabúl um níuleytið á sunnudagskvöld. Boðað var til blaðamannafundar í gærmorgun í höfuðstöðvum NATO í Kabúl þar sem herforingjar norska hersins vottuðu aðstandendum og samstarfsmönnum hins látna samúð sína. Að sögn talsmanns NATO í Kab- úl, Ritu Le Page, voru fjórir norskir herbílar að koma úr reglubundinni eftirlitsferð um borgina þegar árás var gerð á bílana, rétt fyrir utan hlið norsku herstöðvarinnar við Jalalab- ad-veg. Vegurinn er einn af fjölförn- ustu vegunum út úr borginni í aust- urátt og þar er að finna bækistöðvar friðargæsluliða NATO. Þremur sprengjum var skotið að bílunum og ein sprengjan hæfði fyrsta bílinn. Mennirnir í bílnum voru samstundis fluttir í sjúkrahús í þýskri herstöð skammt frá en einn mannanna lést skömmu síðar. Sam- stundis fóru þyrlur í loftið og mátti heyra í þeim fram eftir kvöldi, sennilega í leit að árásarmönnunum. Að sögn La Page var sprengj- unum skotið einungis um sex kíló- metra frá Jalalabad-vegi, en veg- urinn er fjölfarinn og þar er mikil umferð yfir daginn. Skriðdrekar og herbílar á vegum NATO eru mjög áberandi á þessu svæði og örygg- isgæsla er mikil. Það þykir því með ólíkindum að árásarmennirnir hafi komist svo nálægt mikilvægum hernaðarlegum skotmörkum án þess að hafa náðst. Önnur árásin á Norðmenn Í samtali við lögregluyfirvöld kom fram ótti um að árásarmennirnir væru að færa sig upp á skaftið en einungis tvær vikur eru frá því árás var gerð á herstöðvar NATO við flugvöllinn með þeim afleiðingum að einn maður særðist. Þetta er önnur árásin sem gerð er á norska hermenn frá því þeir komu til Afganistans. Dauði norska frið- argæsluliðans þykir alvarlegt áfall fyrir norska herinn sem og friðar- gæslu NATO í landinu. Einn Íslendingur er í Kabúl á vegum íslensku friðargæslunnar, Ólafur R. Ólafsson, en hann býr í norsku bækistöðinni. Ólafur undir- býr komu Íslendinganna sem eiga að taka við stjórn flugumferðar á Kabúl-flugvelli sem er skammt frá herstöðvum NATO og Jalalabad- vegi. Norðmaður drep- inn í Afganistan Kabúl. Morgunblaðið. AÐ minnsta kosti 60 manns týndu lífi í Bangladesh eftir að fjórum ferjum hvolfdi í óveðri sem gekk yfir suðurhluta landsins í fyrradag. Talið var í gær að nokkur fleiri lík kynnu að finnast í ferjunum. Bátarnir fjórir voru allir á Meghma-ánni í Chandpur-héraði um 40 km frá höfuðborginni Dhaka. Í fyrstu var talið að allt að 200 manns væri saknað en margir þeirra náðu sjálfir að komast í land og lögregla bjargaði um 50 manns. Ferjunum fjórum og sex flutningaskipum hvolfdi öllum á þriggja klukkustunda tímabili í fyrradag. Að minnsta kosti 3.000 manns hafa farist í meira en 260 ferjuslysum í landinu frá því árið 1977. Minnst 60 látnir eftir ferjuslys Chandpur. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.