Morgunblaðið - 25.05.2004, Page 22
AUSTURLAND
22 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Kristín Sigurrós
Tékkneski stórmeistarinn Tomas Oral tefldi fjöltefli við tuttugu og þrjá mótherja.
Tékkneski stór-
meistarinn mátaði
23 skákmenn
Kristinssonar, fyrrverandi Íslands-
og Evrópumeistara, sem búsettur
er í sveitarfélaginu, en hann hafði
ekki tök á að taka þátt í fjölteflinu
að þessu sinni.
Tomas kom til Hólmavíkur
ásamt Mána Hrafnssyni frá skák-
félaginu Hróknum. Kvaðst hann
hafi komið þrisvar til fjórum sinn-
um á ári til landsins síðustu fjögur
árin og dvalið allt upp tvo til þrjá
mánuði í einu, sem er lengri tími
heldur en hann dvelur að jafnaði í
heimalandi sínu. Að þessu sinni
gerir hann víðreist og ferðast
nokkur hundruð kílómetra milli
staða. Eftir fjölteflið á Hólmavík
var förinni heitið á Drangsnes og
þaðan til Bíldudals.
Hólmavík | Tékkneski stórmeist-
arinn Tomas Oral heimsótti
Hólmavík sl. sunnudag og tefldi
fjöltefli við tuttugu og þrjá mót-
herja, átján grunnskólanemendur
og fimm fullorðna karlmenn. Segja
má að þrjár kynslóðir hafi tekið
þátt í keppninni, því meðal þeirra
eldri var afi eins af yngstu kepp-
endunum. Tomas vann allar skák-
irnar, en þeir sem lengst dugðu
léku rúma tuttugu leiki gegn hon-
um. Það var Árni Daníelsson, einn
af fulltrúum eldri borgara í fjöl-
teflinu, sem tefldi lengst, en næst
honum í leikjafjölda var Arna Mar-
grét Ólafsdóttir, nemandi í 4. bekk
Grunnskólans. Þess má geta að
Arna Margrét er dótturdóttir Jóns
LANDIÐ
LEIGUÍBÚÐIR í Fjarðabyggð
byggja húsin og eins og nafnið gefur
til kynna verða í þeim leiguíbúðir, 104
talsins, en alls verða 26 íbúðir í hverju
sjö hæða húsi. Menn eru almennt
sammála um að húsin séu lagleg að ut-
an og mæti brýnni þörf fyrir leiguhús-
næði, en einhverjir eru smeykir um að
þau beri lágreista byggðina ofurliði og
séu ekki hentug á Reyðarfirði.
Arkitekt, sem Morgunblaðið ræddi
við og mikið hefur komið nálægt
skipulagi á smærri stöðum, segir
byggingu fjölbýlishúsanna á Reyðar-
firði nánast vera umhverfisspjöll.
„Húsin eru engan veginn í takt við
byggðina sem fyrir“ segir arkitektinn,
en vill ekki láta nafns síns getið vegna
hagsmunatengsla austur um. „Þetta
er smágerð, lágreist byggð og svo
koma eins og skrattinn úr sauðar-
leggnum fjögur sjö hæða há hús.
Menn eru að yfirfæra tískufyrirbæri
frá þéttbýli yfir í litla bæi. Ekki er
þetta neitt ódýrara; ekki er landið
dýrt þarna svo menn hefðu eins getað
lagt þessar blokkir á hliðina og fengið
sama fjölda af íbúðum. Þar sem lítið
landrými er eftir og lóðir dýrar er
skiljanlegt að menn byggi á þennan
hátt, en á Reyðarfirði eru ekki slíkar
forsendur.“ Viðmælandi Morgun-
blaðsins bætir við að arkitektar séu al-
mennt mjög undrandi á þessari hönn-
un.
Nútímaþróun að
hanna stærri hús
Annar arkitekt sem rætt var við
segir að það sé ekkert sem banni
mönnum að byggja upp í loftið og fólk
megi ekki vera alltof púkalegt í hugs-
un. „Ef hlutirnir fara eitthvað út fyrir
hið venjubundna verða menn skelf-
ingu lostnir og byrja endalaust arga-
þras. Kannski hefðu blokkirnar ekki
átt að vera alveg svona háar, hefðu
mátt vera meira blandaðar, eitthvað
lægri og fjölbreyttari. Þetta er samt
nútíminn og þróunin sú að gera stærri
hús.“
Leigumarkaður í Fjarðabyggð er
orðinn mjög erfiður og eins og einhver
sagði, er varla hægt að fá þar leigt
tjaldstæði nú til dags, svo mikil er
ásóknin í húsnæði. Reiknað er með
mikilli fólksfjölgun í sveitarfélaginu
næstu misseri og jafnvel talað um að
allt að 400 hundruð íbúðir skorti til að
mæta þeirri þörf sem mun skapast í
kjölfar byggingar álvers. Um 300
íbúðir í Fjarðabyggð eru þegar á
teikniborðinu eða í byggingu.
Nútímabyggingarlist
eða umhverfisspjöll?
Byrjað er að reisa fyrsta fjölbýlishúsið af fjórum sem skipulögð hafa verið á Oddnýjarhæð á Reyðarfirði. Skiptar
skoðanir eru um þessar byggingar, einkum þó hæð þeirra og staðsetningu, ekki síst eftir að byrjað var að byggja
lágreist hús á lóðum í kring. Ljóst er að svipmót þorpsins breytist varanlega og sitt sýnist hverjum í þeim efnum.
kvæða ímynd af staðnum út á við
og þeirri uppbyggingu sem þarna á
sér stað. Fjölbýlishús eru í sjálfu
sér ekki neikvæð, en út frá skipu-
lagslegum sjónarmiðum er eins-
leitni í þessu punkthúsaformi. Ekki
er tekið tillit til húsanna í grennd-
inni, sem er mjög miður og þetta
er ekki í neinu samræmi við það
sem fyrir er. Í stað þess að byggja
lágreistar blokkir sem mynda rými,
fallega götumynd, skapa skjól og
gefa þannig möguleika á útivist, þá
eru þetta blokkir sem rísa upp úr
bílastæðum, af þeim varpast miklir
skuggar, þær mynda sterka vind-
strengi og erfitt er að ná fram fal-
legri götumynd við svona hús.“
Aðalheiður segir að alltaf þurfi
að hafa tvær eða fleiri mismunandi
tillögur, til að yfirvöld og almenn-
ingur geti gert sér grein fyrir
hvaða möguleikar séu í boði.
„Það er næsta auðvelt að kynna
hvað sem er, sýna frá bestu sjón-
arhornum og láta það líta nokkuð
vel út á blaði. Enda eru þessi hús
alls ekki ljót sem slík og íbúðirnar
örugglega ágætar og með góðu út-
sýni. Almenningur á að mínu mati
hins vegar rétt á tveimur tillögum
til að vega og meta möguleikana.
Þarna eru það tíminn og hraðinn
sem vinna ekki með skipulaginu.
Hraðinn er hættulegur í skipulagi
því allar tillögur þurfa að þroskast.
Ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá
aðra útfærslu á þessari byggð. Það
mætti reyna að bjarga einhverju
með því að lækka austustu blokk-
irnar og byggja þriggja, fimm og
sjö hæða hús, þannig að þau myndi
ekki þennan mikla vegg sem húsin
koma bersýnilega til með að gera.“
Vantaði fleiri
möguleika til
viðmiðunar
„BÆJARYFIRVÖLDUM og íbúum
í Fjarðabyggð voru ekki sýndar
aðrar tillögur og höfðu því ekk-
ert viðmið“ segir Aðalheiður E.
Kristjánsdóttir, landslags-
arkitekt, en hún er ein örfárra
sem hafa opinberlega mótmælt
byggingu fjölbýlishúsanna á
Reyðarfirði.
Aðalheiður er innfæddur Reyð-
firðingur og hefur unnið við
skipulag og hönnun sl. 12 ár.
„Ég er hrædd um að við séum
að fá þarna neikvæða ásýnd á lít-
ið samfélag og að blokkirnar
verði kennileiti sem gefi nei-
„Mér finnast blokkirnar
of háar og fjórar hæðir
hefðu verið nóg, eða að
byggja þessi háhýsi ann-
ars staðar í bænum,“ seg-
ir Bryndís Steinþórs-
dóttir á Reyðarfirði.
Reyðfirðingurinn Guð-
mundur Frímann Guð-
mundsson segist ekki hafa
tekið sérstaka afstöðu til
blokkanna. „Þær mættu
þó vera annars staðar.“
„Þetta eru alltof há hús í
þessu hverfi. Það er samt
allt í lagi að búa í blokk,“
segir Hákon Seljan Jó-
hannsson um fjölbýlis-
húsin.
Leigumark-
aðurinn þarfn-
ast stórrar
innspýtingar
„Ég er alveg hlutlaus,“
segir Kristján Lúðvíksson
á Reyðarfirði. „Við höfum
þó mikið og gott bygging-
arland, svo ekki þarf
blokkirnar þess vegna.“
„ÉG held að menn verði alltaf að
horfa á heildarmyndina. Þetta er
stór framkvæmd og aldrei þannig að
menn séu allir sammála um slíkt,“
segir Franz Jezorski, fasteignasali
og stjórnarformaður Leiguíbúða í
Fjarðabyggð, sem reisa fjölbýlis-
húsin á Reyðarfirði.
„Þrjú þúsund manns búa í Fjarða-
byggð og það komu inn fjögur mót-
mæli við skipulaginu eftir mjög ít-
arlega kynningu á byggingunum.
Við höfum fundið mjög mikinn með-
byr með verkefninu. Í Fjarðabyggð
er gríðarleg húsnæðisþörf núna og
leiguíbúðaformið hentar afar vel til
að leysa hana. Maður getur sett sig í
spor þess fólks sem er að flytja á
Reyðarfjörð og þekkir staðinn ekki
neitt. Það þarf ekki endilega að
kaupa fasteign heldur getur leigt
sér íbúð í ákveðinn tíma meðan það
athugar hvernig því líkar við stað-
inn og getur svo í framhaldinu keypt
ef því líst á sig. Þetta leiguíbúða-
form er ekki hægt að koma með
nema í fjölbýlishúsaformi. Það leigir
enginn raðhús eða einbýlishús, það
bara stendur ekki undir sér.
Menn hafa sagt að það sé sjald-
gæft að úti á landi séu byggð svona
há hús, en þau eru bara ekki há. Í
borginni eru tólf hæða há hús, en
húsin á Reyðarfirði verða kjallari og
sex hæðir. Fyrir nú utan að það er
búið að byggja nákvæmlega sams
konar hús á Egilsstöðum. Af hverju
er hægt að byggja svona hús á Egils-
stöðum en ekki á Reyðafirði? Af
hverju breytir það bæjarímyndinni á
Reyðarfirði en ekki á Egilsstöðum?
Leigumarkaðurinn í Fjarðabyggð
hefur margfaldast á undanförnum
mánuðum og ef ekki kemur innspýt-
ing inn í hann núna með alvöru
framboð á markaðinn verður skelfi-
legt ástand á leigumarkaði í sveitar-
félaginu,“ segir Franz.
„ÞAÐ er búið að leyfa byggingu
þessara húsa eftir ítarlega kynn-
ingu, borgarafund og samþykkt í
öllum nefndum og bæjarstjórn. Það
eru allir sammála um þessi hús,“
Menn vildu hafa
þau enn hærri
segir Guðmundur H. Sigfússon, for-
stöðumaður umhverfismálasviðs
Fjarðabyggðar.
„Ég leyfi mér stórlega að efast
um að margir Reyðfirðingar séu
mótfallnir þessu og hef ekki heyrt
þær raddir. Búið er að ganga frá
byggingarleyfi fyrir fyrsta húsið og
byrjað að byggja. Auðvitað hafa
margir misjafnar skoðanir á þessum
framkvæmdum, en húsin standa á
góðum stað og fara vel þarna. Menn
voru sammála um þetta í umhverf-
isnefnd og í bæjarstjórn greiddi
enginn atkvæði á móti, en tveir sátu
hjá. Ég man heldur ekki til þess að
neinar athugasemdir hafi borist
varðandi deiliskipulag eða annað.
Auðvitað voru mörg sjónarmið á
lofti á kynningarfundinum, en það
var enginn sem mótmælti bygging-
unni og menn voru frekar á því að
hafa ætti fjölbýlishúsin enn hærri.