Morgunblaðið - 25.05.2004, Síða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 25
Sjálfstæ›isflokkurinn fagnar 75 ára afmæli í dag, flri›judaginn 25. maí.
Af flví tilefni ver›ur efnt til afmælisveislu á Hótel Nordica, Su›urlandsbraut 2, Reykjavík,
kl. 17-19 í dag flar sem sjálfstæ›ismenn munu gle›jast saman.
Dagskrá hefst kl. 17.30.
• Óperusöngvararnir Sigrún Hjálmt‡sdóttir og Bergflór Pálsson syngja vi›
undirleik Jónasar Ingimundarsonar.
• Forma›ur Sjálfstæ›isflokksins, Daví› Oddsson, forsætisrá›herra, flytur ávarp.
• Veitingar í bo›i.
Afmælisdagskráin ver›ur send út beint á heimasí›u Sjálfstæ›isflokksins,
www.xd.is. Útsendingin hefst kl. 17.30.
Allir velkomnir.
Sjálfstæ›isflokkurinn
Háaleitisbraut 1
105 Reykjavík
sími 515 1700
www.xd.is
Afmælisveisla
fiér er bo›i›!
Listasafn Íslands kl. 12.10–
12.40 Hádegisleiðsögn um sýn-
inguna Í nærmynd/Close-up. Á
sýningunni eru verk eftir alla
helstu samtímalistamenn Banda-
ríkjanna. Listamennirnir eru að
fjalla um þann margvíslega veru-
leika sem maðurinn lifir í og neytir.
Norræna húsið kl. 20 Magdalena
Olga Dubik, fiðla, Júlía Trausta-
dóttir, fiðla, Mark Reedman, selló
og Catherine María Stankiewicz,
selló flytja Kvartett í d-moll, D-810,
Dauðinn og stúlkan í fjórum þátt-
um eftir Franz Schubert. Tónleik-
arnir eru á vegum Tónlistarskólans
í Reykjavík.
Kaffi Reykjavík kl. 21 Skálda-
spírukvöldin, sem Benedikt S.
Lafleur og Gunnar Randversson
skipuleggja, verða eftirleiðis á
Kaffi Reykjavík. Í kvöld er 10.
Skáldaspírukvöldið og munu skáld-
in Einar Már Guðmundsson, Einar
Kárason, Halldóra Thoroddsen,
Birgitta Jónsdóttir, Sæbjörn
Brynjarsson og Steinunn Gunn-
laugsdóttir lesa úr verkum sínum.
Sparisjóður Garðabæjar, Garða-
torgi Eva Þ. Haraldsdóttir opnar
myndlistasýningu, aðallega myndir
unnar í olíu, krít og akrýl. Eva er
fædd 30. apríl 1954 á Akureyri, en
hefur búið í Reykjavík undanfarin
30 ár, hún er kennari í Seljaskóla.
Eva hefur sótt ýmis námskeið í
myndlist.
Sýningin stendur fram eftir sumri.
Í DAG
Verkin tvö hanga gegnthvort öðru og ljósmynd-irnar 128 kallast á, það ereins og verkin spegli
hvert annað en samt er alltaf ein-
hver munur á þeim myndum sem
speglast. Sýninguna kallar Roni
Horn „Her, Her, Her and Her“ og
myndefnið ætti að vera kunnuglegt
þeim sem lagt hafa leið sína í Sund-
höll Reykjavíkur, sem Guðjón Sam-
úelsson hannaði á árunum 1929 til
1937. Ljósmyndirnar eru allar tekn-
ar í búningsklefum laugarinnar,
sem er afar sérstakt rými; þröngir
gangar milli klefa þar sem gægju-
gat er á hurðum og allt lagt hvítum
flísum.
Roni Horn, sem eytt hefur hluta
ársins á Íslandi allar götur síðan
snemma á áttunda áratugnum, og
hefur sótt efnivið ótal verka til
landsins, gat ekki verið við opnun
sýninhgarinnar þar sem hún vinnur
að uppsetningu á stóru verki í lista-
safni Chicagoborgar. Hún hefur áð-
ur unnið myndröð þar sem mynd-
efnið er íslenskar sundlaugar og þá
hefur hún fjallað sérstaklega um
arkitektúr Guðjóns Samúelssonar, í
myndum og texta. En þegar við
ræddum saman í síma, þar sem hún
var á göngu um götur Chicago,
sagði hún Guðjón sem slíkan alls
ekki vera hluta af viðfangsefninu,
það væri einfaldlega margt við
þennan arkitektúr sem hefði vakið
athygli sína.
„Sem Íslendingur veist þú að
þarna er sundlaug en fólk sem sér
þessi verk annars staðar hefur ekki
hugmynd um að það er laug þarna
nálægt,“ segir Roni. „Það er ekkert
sem bendir á laugar, þú sérð bara
búningsklefa, skápa; þetta gæti ver-
ið geðveikrahæli.
Verkið er um þennan arkitektúr,
þetta völundarhús, kynferðislegar
vísanir og furður þessa umhverfis.
Þetta er verk um gægjur, það að
gægjast.“
– Þú ljósmyndar
gægjugötin.
„Gægjugötin eru
Guðjóns. En hver sem
horfir á þennan arki-
tektúr hlýtur að velta
því fyrir sér hvað þessi
gægjugöt eru að gera
þarna. Ég hef ekki
fundið neinn sem hefur
getað gefið mér svar
sem dregur úr forvitni
minni. Gægjugötin eru
lykill að því að mig
langaði til að gera
þetta verk. Og aug-
ljóslega eiginleiki völ-
undarhússins, tilfinn-
ingin fyrir nánast
stærðfræðilegum hreinleika rým-
isins. Samruni vísinda og kynferð-
islegra vísana er mjög áhugaverður
í þessu rými. Þá er hálfgerður felu-
leikur í því hvernig rýmið er ljós-
myndað. Ég var með myndavélina
og fylgdist með afar hægri umferð-
inni. Aðeins lítill hluti myndanna
sýnir fólk sem ég þekki. Á mynd-
unum er einfaldlega það sem gerð-
ist þar sem ég fylgdist með ferðum
fólks um rýmið.“
– Þegar ljósmyndirnar renna
svona saman les fólk þær á allt ann-
an hátt en þegar einhverjar þeirra
sáust fyrst stakar, sem verk á bak-
síðu Lesbókar Morgunblaðsins fyrir
nokkrum misserum.
„Þá var verkið ekki til. Ég var
bara að nota filmurnar. Þó þetta sé
sama efnið er ekkert beint samband
þar á milli. Þetta er einfaldlega hrá-
efni sem ég á í fórum mínum og hef
verið að vinna úr.
Ég dái þetta rými augljóslega, og
Lesbókin var gott tækifæri fyrir
mig til að koma því á
framfæri opinberlega.
Á einu sviði er verk-
ið homage til rýmisins,
en á öðru sviði hefur
þetta ekkert með það
að gera. Fyrir áhorf-
anda sem þekkir rým-
ið ekki í raun, er inni-
haldið allt annað.“
– Þetta er svo furðu-
legt rými, eins og það
birtist samansett í
verkinu, að ein-
hverjum kann að koma
í hug að það sé byggt
sérstaklega fyrir
myndatökuna.
„Já, það er athygl-
isvert. En fyrir þann sem þekkir
það, er verkið eins og hugsun um
skipulagið í rýminu eins og það er í
raun. Það er ekki bókstafleg end-
urgerð en hugsunin er til staðar.
Maður fær líka á tilfinninguna, án
þess að ég hafi haft hugmynd um
hvort svo hafi verið, að Guðjón hafi
verið skákmaður. Það er þessháttar
kerfishugsun sem virðist hafa farið í
hönnun rýmisins. Ég veit ekki alveg
hvers vegna, en þetta er eins og
birtingarmynd margs þess besta
sem ég sé við Ísland. Það kynferð-
islega, skákvísunin, og áþreifanleg
gæði þessa umhverfis.“
– Þegar horft er á gægjugötin á
sumum myndanna, er eins og horft
sé ofan á peð á skákborði.
„Það má horfa á þetta þannig, en
ég var meira að hugsa um mann-
ganginn og síðan hvernig maður fer
um þetta rými. Ég setti það síðan
saman með tilvísun í skákborð.“
– En hvað ertu að gera í Chicago?
„Ég er að setja upp stóra sýningu
hérna, í The Art Institute of
Chicago. Hún opnar 25. maí. Þetta
er mjög stór innsetning sem fer um
sali með verkum í eigu safnsins, þar
sem hanga aðallega evrópsk mál-
verk. Þetta er útgáfa af myndröð-
inni „Some Thames“, sem ég vann í
London fyrir nokkrum árum, en
önnur útgáfa verksins er í Háskól-
annum á Akureyri. Þetta hefur ver-
uð áhugaverð vinna hér, en á sama
tíma og mitt verk fer upp er verið
að setja upp verk eftir Pollock, Mor-
andi, Picasso…það gengur mikið á.“
Verk um gægjur
Verkin minna á tvö skákborð en í hvoru eru 64 ljósmyndir teknar
í búningsklefum Sundhallarinnar í Reykjavík. Á sýningu Roni
Horn, sem er hluti af Listahátíð og var opnuð á Kjarvalsstöðum
í liðinni viku, notar listakonan enn og aftur íslenskan efnivið
í verk, sem hún sagði Einari Fal Ingólfssyni að hefðu
kynferðislegar tilvísanir en hylltu einnig arkitektinn.
efi@mbl.is
Roni Horn