Morgunblaðið - 25.05.2004, Side 32
MINNINGAR
32 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í
samfélagi nútímans virð-
ist stundum sem enginn
nenni að lyfta litla fingri
án þess að fá eitthvað fyr-
ir sinn snúð. „Hvað fæ ég
borgað?“ virðist oft vera við-
kvæðið hjá fólki, jafnvel þegar
það leitar sjálft eftir að taka þátt í
starfi af ýmsum toga.
Einmitt af þessum sökum var
það svo skemmtileg upplifun að
sitja þing Bandalags íslenskra
leikfélaga sem fram fór í Svarf-
aðardal um helgina. Þarna var
samankomið áhugafólk alls staðar
að af landinu sem hefur brenn-
andi áhuga á leiklist og starfar að
þessu áhuga-
máli sínu án
þess að fá
neina borgun
fyrir – aðra en
ánægjuna af
því að sjá
verkið, sem unnið hefur verið,
lifna á sviðinu, heyra viðbrögð
áheyrenda og njóta félagsskapar
við hitt fólkið í leikfélaginu.
Aðild að Bandalagi íslenskra
leikfélaga eiga 66 leikfélög sem
starfa um allt land og eru fé-
lagarnir um 4.500 talsins. Sum
leikfélaganna eru starfrækt á
svæðum þar sem íbúarnir eru
ekki ýkja margir og er ótrúlegt að
hugsa til þess hversu öflugt starf
þessara félaga er miðað við íbúa-
fjöldann. Áhugaleikfélög eru t.d.
starfrækt á Suðureyri, Þórshöfn, í
Búðardal, á Fáskrúðsfirði og
Tálknafirði. Gott dæmi um hversu
öflugt starfið getur verið á lands-
byggðinni er Leikfélag Hörg-
dæla, þar var leikritið Klerkar í
klípu sett upp í vetur. Nú veit ég
ekki hversu margir búa í Hörg-
árdal en ég geri ráð fyrir að nokk-
uð hátt hlutfall íbúa þar hafi kom-
ið að sýningunni, því alls tók hátt
á þriðja tug þátt í henni.
Það má segja að vagga áhuga-
leiklistarinnar sé á landsbyggð-
inni þar sem færri afþreying-
armöguleikar eru í boði en í
höfuðborginni. Ef fólk vill fara í
leikhús er víða eina leiðin fyrir
íbúana að búa til leikhús sjálfir.
Þeir sem flust hafa á mölina hafa
síðan viljað halda áfram að daðra
við leiklistargyðjuna og stofnað
leikfélög á höfuðborgarsvæðinu,
þannig er Leikfélagið Hugleikur,
sem ég er félagi í, einmitt tilkomið
en það varð 20 ára á dögunum.
Áhugaleiklistin hefur skotið rót-
um um allt land og dafnar sem
aldrei fyrr, víða starfa leikfélögin
á gömlum grunni, þau elstu eru
orðin yfir aldargömul.
Talað er um áhugaleikhús og
atvinnuleikhús til að greina á milli
hverjir hafa atvinnu af leiklistinni
og hverjir sinna henni af áhug-
anum einum saman. Yfirleitt eru
atvinnumennirnir einnig mennt-
aðir í faginu, þótt einstaka und-
antekning finnist á því og hafa
sumir sem starfa innan áhugaleik-
hússins menntað sig í faginu þótt
þeir hafi leiklistina ekki að ævi-
starfi.
Þá hefur Bandalag íslenskra
leikfélaga starfrækt leiklist-
arskóla að Húsabakka í Svarf-
aðardal í átta ár þar sem áhuga-
samir geta farið á sumarnámskeið
í ýmsu sem tengist leiklistinni,
eins og leik, leikstjórn og leik-
ritun. Í áhugaleikfélögum eru
nefnilega ekki bara leikarar held-
ur þarf einnig fólk í að stýra ljós-
um, smíða leikmynd, sauma bún-
inga, farða leikara, selja
aðgöngumiða, kynna leikritið og
svo framvegis. Og enginn fær
neina borgun fyrir nema þegar
leikfélög fá til sín utanaðkomandi
leikstjóra, en það hefur reyndar
færst í aukana að leikfélögin leik-
stýri verkum sínum sjálf, einmitt í
kjölfar námskeiða í leikstjórn sem
haldin hafa verið að Húsabakka.
Mér hefur alltaf fundist svolítið
neikvæður blær yfir hinu annars
fallega orði „amatör“ sem á er-
lendum tungumálum er notað um
áhugamenn. Orðið amatör kemur
úr latínu og stendur einfaldlega
fyrir „sá sem elskar“. Þegar orðið
amatör er notað á íslensku hefur
fólk gjarnan þá tilfinningu að sá
hinn sami hljóti að vera fúskari og
því geti ekkert gott frá honum
komið. En það er einfaldlega ekki
rétt.
Mín sterkasta upplifun úr leik-
húsi er einmitt af sýningu þar sem
„tómir amatörar“ voru á ferðinni.
Þau tóku sem sagt enga borgun
fyrir það sem þau voru að gera, en
léku af svo mikilli innlifun og virð-
ingu fyrir listinni að unun var að
horfa á. Þetta var rússneski hóp-
urinn Studia Teatra Mannequin
sem kemur frá iðnaðarborginni
Chelyabinsk í Rússlandi. Ég sá
sýningu þeirra á leiklistarhátíð
áhugaleikfélaga í norðanverðri
Evrópu í Svíþjóð fyrir tveimur ár-
um þar sem Leikfélag Kópavogs
var á ferðinni með sýningu á
Grimms-ævintýrum sem hafði
vakið mikla athygli og hefur síðan
þá verið sett upp víðar.
Í grein sem ég skrifaði í Lesbók
Morgunblaðsins um þessa hátíð
eftir að heim var komið sagði ég
að það væri óskandi að einhver
sæi sér fært að bjóða þessum hópi
hingað til lands, svo að sem flestir
fengju að berja þessa einstöku
listamenn augum. Ég gladdist því
mikið þegar ég heyrði í umræðum
á þinginu sem vísað var til í upp-
hafi að búið er að bjóða þessum
hóp að sækja Ísland heim á næsta
ári en þá mun áhugaleikhúshreyf-
ingin í landinu standa fyrir al-
þjóðlegri leiklistarhátíð.
Fólk þarf þó ekki að bíða þar til
á næsta ári hafi það áhuga á að
kynna sér hvað áhugaleikarar eru
að bauka. Þjóðleikhúsið hefur síð-
ustu ár valið athyglisverðustu
áhugaleikhússýningu ársins og
boðið viðkomandi leikfélagi að
sýna á stóra sviðinu. Sýningin
sem varð fyrir valinu í ár og verð-
ur sýnd 6. júní er leikritið Lands-
mótið sem Umf. Efling setti á svið
í Reykjadal síðastliðinn vetur.
Þá bauð Borgarleikhúsið
áhugaleikhúshreyfingunni húsa-
kynni sín síðasta haust þar sem
blásið var til einþáttungahátíðar
og hefur leikhúsið tilkynnt að boð-
ið standi næsta haust. Því ættu að
gefast næg tækifæri til að kynn-
ast því hvað áhugaleikhúsið hefur
að bjóða á næstu misserum.
Af einskær-
um áhuga
Það má segja að vagga áhugaleiklist-
arinnar sé á landsbyggðinni þar sem
færri afþreyingarmöguleikar eru í boði
en í höfuðborginni. Ef fólk vill fara í
leikhús er víða eina leiðin fyrir íbúana
að búa til leikhús sjálfir.
VIÐHORF
Eftir Nínu Björk
Jónsdóttur
nina@mbl.is
Í dag hefði Snjólaug
Stefánsdóttir, vinkona
mín og fyrrum mág-
kona, orðið fimmtíu og þriggja ára ef
harðskeyttur sjúkdómur hefði ekki
lagt hana að velli. Minningabrot
rúmlega þrjátíu ára vináttu streyma
fram eins og ljósmyndir:
Snjólaug aðeins nítján ára gömul
hugsjónakona. Óvenju fullorðinsleg
með þroskaðar skoðanir sem hún á
SNJÓLAUG
STEFÁNSDÓTTIR
✝ Snjólaug GuðrúnStefánsdóttir,
Fagrahvammi 2b í
Hafnarfirði, fæddist
í Reykjavík 25. maí
1951. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítal-
ans í Kópavogi 21.
apríl síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Hafnar-
fjarðarkirkju 27.
apríl.
auðvelt með að rök-
styðja. Rétt komin af
unglingsaldri sjálf en
ber þegar fyrir brjósti
velferð ungs fólks sem
lent hefur í erfiðleikum.
Það er auðvelt að dást
að þessari ungu, fallegu
og hvatvísu konu sem
lætur hvorki þá sem
eldri eru né neina aðra
segja sér fyrir verkum.
Hún er opin og hefur
hjartað á réttum stað.
Þess vegna er auðvelt
að kynnast henni,
verða vinur hennar og
leita til hennar með hugðarefni sín.
Hún er aldrei spör á tíma né góð ráð.
Á næstu mynd er Snjólaug nokkr-
um árum eldri í djúpum samræðum
við ungan frænda sinn, Fróða. Þau
eru væntanlega að rökræða um lífið,
tilveruna og ungt fólk sem þau bæði
þekkja. Erfiðleika þess eða sæta
sigra. Fróða finnst óskaplega gaman
að tala við frænku sína, hún er svo
ung í anda og talar við hann sem
jafningja. Þessi vinátta þeirra hefur
mikil og þroskandi áhrif á hann.
Þriðja myndin er af Snjólaugu
með ljúflingnum og skákmeistaran-
um Dan Gunnari, sem hún varð ást-
fangin af á námsárunum í Svíþjóð. Á
myndinni eru líka Brynja og Líney,
dæturnar sem þau Danni ferðuðust
um hálfan hnöttinn til að geta eign-
ast og eru stolt fjölskyldunnar.
Fjórða myndin er líka ógleyman-
leg. Árlegt jólaboð hjá Margréti,
móður Snjólaugar. Margt um mann-
inn og stjórnmál líðandi stundar efst
á baugi. Snjólaug fremst í flokki
kvenna og lætur ekki kveða sig í kút-
inn frekar en fyrri daginn. Hún notar
líka tækifærið til að mennta bræður
sína og aðra gesti um réttindamál
unglinga, kvenna og útlendinga á Ís-
landi.
Fimmta og síðasta myndin er ljós-
lifandi, enda nýjust og reyndar sú
síðasta. Það er miður janúar og
nokkrar konur úr tveim fjölskyldum
eiga óvenjulega kvöldstund saman.
Snjólaug hefur barist við krabba-
mein í rúm tvö ár, en það er hvergi
✝ Stefán Sigurðs-son kennari
fæddist á Reyðará í
Lóni í Austur-
Skaftafellssýslu 14.
mars 1901. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Ljósheimum á
Selfossi 20. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Sigurður
Jónsson, f. 6.6. 1868,
d. 1.3. 1917, bóndi á
Reyðará í Lóni, og
k.h. Jórunn Anna
Lúðvíksdóttir Schou
(Anna Hlöðversdótt-
ir), f. 29.9. 1876, d. 14.4. 1953, hús-
móðir og kennari. Bræður Stefáns
eru: Geir, bóndi á Reyðará, Ás-
mundur, kennari, alþingismaður
og bankastarfsmaður, Hlöðver,
skólastjóri á Siglufirði, Þórhallur,
trésmiður, og Hróðmar kennari,
síðast í Hveragerði.
Stefán kvæntist 25.6. 1940 Vil-
borgu Ingimarsdóttur frá Efri-
Reykjum í Biskupstungum, f.
22.11. 1902, d. 22.8. 1974, kennara
nám í Kiel í Þýskalandi vorið 1929.
Stefán var skólastjóri heimavist-
arskóla í Reykholti í Biskupstung-
um 1929–1946 og kennari við
Melaskólann í Reykjavík 1946–
1968.
Stefán var formaður Ung-
mennafélags Biskupstungna í
nokkur ár og heiðursfélagi þess
frá 1968. Hann var formaður
Sjúkrasamlags Biskupstungna frá
stofnun, 1941–46. Hann sat í stjórn
Kennarafélags Árnessýslu í nokk-
ur ár, í stjórn Byggingafélags
barnakennara um árabil frá 1951.
Hann sat í stjórn Esperantista-
félagsins Auroro í Reykjavík um
skeið, tók þátt í fimmtán alþjóða-
þingum Esperantosambandsins og
var heiðursfélagi Íslenska esper-
antosambandsins.
Stefán fékkst töluvert við þýð-
ingar og má þar m.a. nefna
sautján bækur eftir norska höf-
undinn Anne-Cath. Vestly, en auk
þess þýddi hann nokkuð úr esper-
anto á íslensku og úr íslensku á
esperanto. Íslensk ljóð sem hann
þýddi úr esperanto voru gefin út í
sambandi við níræðisafmæli hans.
Auk þess samdi hann fjölda söng-
laga við ljóð eftir ýmsa höfunda.
Útför Stefáns verður gerð frá
Hveragerðiskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
á Húsavík. Dætur
Stefáns og Vilborgar
eru Þóra Ingibjörg, f.
12.6. 1941, píanókenn-
ari og félagsráðgjafi,
búsett í Svíþjóð, og
Anna Jórunn Stefáns-
dóttir, f. 21.12. 1942,
tónmenntakennari og
talmeinafræðingur,
búsett í Hveragerði,
gift Þórhalli Hróð-
marssyni, kennara.
Þeirra börn eru: 1)
Stefán Ingimar, f.
30.4. 1974, kennari og
tónlistarmaður, bú-
settur á Selfossi, kvæntur Kristínu
Örnu Hauksdóttur, íslenskufræð-
ingi. Þeirra sonur er Pétur Nói, f.
1.7. 2003. 2) Vilborg Una, f. 17.9.
1976, röntgentæknir og geislunar-
fræðingur, búsett í Boston, gift
Matthew Vilglas, trésmið.
Stefán tók kennarapróf 1923 og
var síðan farkennari í átthögum
sínum í fimm vetur. Hann stundaði
nám í Gymnastikhöjskolen í
Ollerup í Danmörku og dvaldi við
Látinn er í hárri elli Stefán Sig-
urðsson, afabróðir okkar, og með
andláti hans er lokið langri og far-
sælli ævi merkismanns. Hann
fæddist á Reyðará í Lóni í
A-Skaftafellssýslu, næstelstur sex
sona þeirra hjóna Sigurðar Jóns-
sonar bónda þar og konu hans Jór-
unnar Önnu Hlöðversdóttur. Anna
móðir hans var kennari um áratuga
skeið, meðal annars í Lóni í Suð-
ursveit og Álftafirði. Eins og vant
var um unga drengi á þessum árum
lærði Stefán fljótt að taka til hend-
inni og vinna þau margbreytilegu
störf sem til féllu í sveitinni. Eftir
að hafa tekið að sér kennslu í Lóni í
nokkur ár flutti Stefán til Reykja-
víkur og hóf nám við Kennaraskól-
ann og lauk þaðan kennaraprófi
1923. Hann stundaði einnig nám við
Gymnastik-Höjskolen í Ollerup á
Fjóni og fór í námsdvöl til Þýska-
lands 1929. Það sama ár var Stefán
ráðinn skólastjóri í Reykholti í
Biskupstungum og gegndi því
starfi til ársins 1946. Á þessum ár-
um stjórnaðist félagsstarf mikið til
frá skólanum og skólastjórinn varð
oft miðdepill alls félagslífs í sveit-
inni. Stefán gerðist formaður ung-
mennafélags Biskupstungna og var
gerður að heiðursfélaga þess árið
1968. Hann kvæntist konu sinni
Vilborgu Ingimarsdóttur kennara
árið 1940 og eignuðust þau tvær
dætur, þær: Þóru Ingibjörgu, tón-
listarkennara og félagsráðgjafa, og
Önnu Jórunni, sérkennslufulltrúa.
Eftir að þau hjón fluttust til
Reykjavíkur gerðist Stefán kennari
við Melaskólann í Reykjavík og
kenndi þar til starfsloka 1966.
Við bræður kynntumst Stefáni
fyrst veturinn 1975–76. Stefán var
þá orðinn ekkill og bjó einn í
þriggja herbergja íbúð í Vestur-
brún 14 í Reykjavík. Við bræður
vorum þá á fyrsta og öðru ári í
Menntaskólanum við Sund og
þurftum á húsnæði að halda. Okkur
mætti tiltölulega hár maður og
grannur, hægur og vinalegur í fasi
og traustur. Næstu tíu árin skipt-
umst við bræður á að dvelja hjá
Stefáni bæði vetur og sumur. Þetta
var okkur báðum lærdómsríkur
tími. Stefán var mikill áhuga- og
kunnáttumaður um íslenska tungu
og móðurmálið honum kært hugð-
arefni. Hann var á allan hátt mjög
nákvæmur hvað varðar íslenska
tungu og um það bera þýðingar
hans á bókum Anne-Cath Vestly
glöggt vitni, sem og hinar ýmsu
smásögur sem Stefán þýddi úr
esperantó yfir á íslensku og hafa
margar þeirra verið birtar í blöð-
um.
Tónlistin skipaði stóran sess í lífi
Stefáns. Hann átti bæði píanó og
orgel sem prýddu stofuna hans á
Vesturbrúninni og á þessi hljóðfæri
spilaði hann sjálfur íslensk alþýðu-
lög. Og hann söng með. Svo mikil
voru áhrif hans á okkur bræður að
hann fékk okkur til að standa við
hlið sér og taka lagið við undirleik
hans. Mörg af þessum lögum voru
okkur ókunnug og tók það því
ákveðinn tíma áður en tónarnir hjá
okkur fylgdu laglínunni. En Stefán
hafði mikla þolinmæði með okkur
og nutum við þessara samveru-
stunda. Hann var hins vegar ekki
hrifinn af tónlistarsmekk okkar.
Stefán var snillingur við að binda
inn bækur og taldi ekki eftir sér að
kenna okkur bræðrum það einnig.
Hann átti gríðarlegt safn bóka og
naut þess að auðga anda sinn við
lestur þeirra. Hann aflaði sér það
víðfeðmrar þekkingar að ekki voru
margir honum fremri. Hann ferð-
aðist og vítt um heim, til landa sem
mörgum Íslendingum eru enn þann
dag í dag alveg ókunn.
Stefáni var ævinlega umhugað
um heilsurækt og hollustuhætti. Öll
þau ár sem við dvöldum hjá honum
sótti hann Laugardalslaugina og
synti sína 200 m á hverjum degi og
eftir að hann flutti til Önnu dóttur
sinnar og tengdasonar í Hvera-
gerði hélt hann uppteknum hætti
kominn hátt á tíræðisaldurinn.
Öll þau ár sem við dvöldum hjá
Stefáni vorum við einnig hjá honum
í fæði. Okkur er ennþá minnisstæð-
ur allur hinn ágæti íslenski matur
sem hann framreiddi sjálfur, og þá
sérstaklega heimabökuðu brauðin
hans góðu; flatbrauð og rúgbrauð,
eða þá kæfan sem hann bjó til. Við
lærðum virkilega að meta staðgóð-
an og hollan íslenskan mat, eins og
lifrarpylsu og blóðmör, kjötsúpu,
lúðu og lúðusúpu og ýmislegt fleira.
Það fór ekki framhjá okkur
bræðrum að Stefán var við góða
heilsu, þótt aldurinn væri farinn að
færast yfir hann. Við urðum þess
oft áskynja og við ólíkar kringum-
stæður. Eitt af því sem við gerðum
okkur til skemmtunar var að fara í
bíó, öðru hverju. Eins og oft vill
verða urðum við stundum seinir
fyrir, meðal annars vegna þess að
ákvörðunin um bíóferð var tekin
STEFÁN
SIGURÐSSON