Morgunblaðið - 25.05.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 25.05.2004, Síða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingvar Daníels-son fæddist á Akranesi 16. septem- ber 1983. Hann lést á heimili sínu sunnu- daginn 16. maí síð- astliðinn. Foreldrar Ingvars eru hjónin Margrét Magnús- dóttir, f. í Reykjavík 15. nóvember 1953, og Daníel Viðarsson, f. á Akranesi 23. nóv- ember 1951. Bróðir Ingvars er Hjalti, f. í Reykjavík 8. nóvem- ber 1979. Móður- amma er Inga Skarphéðinsdóttir, f. í Reykjavík 18. maí 1933. Föð- uramma er Guðrún L. Friðjóns- dóttir, f. á Akranesi 23. september 1925. Ingvar bjó með foreldrum sín- um og bróður á Akranesi til ársins 1987 en þá fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur vegna fötlunar Ingv- ars. Hann gekk í Safamýrarskóla og sótti dagvist fatlaðra í Lyngási og skammtímavist á vegum Styrktar- félags vangefinna. Að grunnskólanámi loknu lá leiðin í sér- deild fyrir einhverfa við Menntaskólann í Kópavogi, en þaðan brautskráðist Ingv- ar í maí 2003. Frá þeim tíma sótti Ingv- ar dagvist í Gylfa- flöt, Reykjavík og námskeið hjá Fjöl- mennt, fullorðins- fræðslu fatlaðra. Ingvar bjó hjá hjónunum Kristjönu Jacobsen og Björgvini Björgvinssyni árin 1993–1999 meðan foreldrar hans og bróðir dvöldu erlendis vegna starfa föður hans. Í febrúar 2001 flutti Ingvar í íbúð við sambýli fyrir einhverfa í Hólabergi 76 í Reykjavík og bjó þar til dauða- dags. Ingvar verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Þökkum þér samfylgdina, ástkæri sonur. Mamma og pabbi. Alltaf skal dauðinn koma manni í opna skjöldu. Mér var tilkynnt um lát Ingvars á sunnudagsmorgni, mér fannst það svo ótrúlegt að hugsa sér hann ekki lengur á lífi, en ég átti von á honum í heimsókn eftir fjóra daga. Síðast sá ég hann í apríl, en þá kom hann í afmælið mitt, og kom með fal- legan blómvönd og var svo sannar- lega ánægður þegar hann rétti mér vöndinn. Hann vildi henda korti, sem hann hafði skrifað og fylgdi blómun- um. Með góðum vilja mátti skilja hvað stóð á kortinu og fékk ég leyfi til að eiga kortið þegar ég sagði honum að mér fyndist kortið flott. Mig langar að kveðja hann með nokkrum orðum og minnast hans eins og ég kynntist hon- um. Ingvar var góður drengur, mjög næmur, nákvæmur og afskaplega minnugur en með mikla og óskiljan- lega fötlun. Duglegur var hann að glíma við sína erfiðu fötlun og harður af sér þegar flogaköstin herjuðu mis- kunnarlaust á hann. Við í okkar fjöl- skyldu eigum margar góðar minning- ar frá þeim tíma er hann dvaldi hjá okkur og líka eftir að hann flutti og kom til okkar í heimsóknir. Ég minn- ist hans í sambandi við bækur, í tvö til þrjú ár var hann stöðugt með Pass- íusálmana og Sálmabókina og þær fylgdu honum hvert sem hann fór í húsinu og voru opnar á þeim stað sem hann var að lesa hverju sinni. Skemmtilegast var þó þegar hann fór í gegnum kvæðasafn Davíðs Stefáns- sonar, en það gerði hann oft, og er gaman að minnast þess þegar hann fór með kafla úr ljóðunum fyrir okk- ur. Kom þá með eina og eina vel æfða setningu, sem hann kunni utan að og var svo glaður og sigri hrósandi þegar maður skildi hann, og að ekki sé talað um ef maður hafði ljóðlínuna rétt eftir honum. Það var ólýsanlegt þegar hann þuldi kvæði Davíðs í tíma og ótíma, sem heitir Og kirkja fyrirfinnst engin, en það var mikið uppáhalds- kvæði hjá honum. Hann kunni heil ósköp af lögum og kvæðum og söng og gat farið með kvæði þó að hann tal- aði nær ekkert. En alltaf skildi hann mig þegar ég talaði við hann, a.m.k. hin seinni ár og kannski frá byrjun, við því fæst aldrei neitt svar fremur en mörgu öðru. Dagatal var honum nauðsynlegt að hafa við höndina og þar fór ekkert fram hjá honum og alltaf var eitthvað framundan til að láta sig hlakka til. Hann kynntist hér hundum og kisum sem hann var dauð- hræddur við í fyrstu en urðu síðar góðir vinir hans og hann spurði oft um, með sínu lagi. Hann fékk að fara í hesthús með Elísabetu og þær ferðir gáfu honum mikið, var þó ekki hrifinn í byrjun, enda mikið snyrtimenni og fannst nóg um lyktina og sóðaskapinn í hestunum en smám saman fór hann að taka þátt í því sem gera þarf í hest- húsi, að gefa hey, klappa hestunum og moka skít ef vel lá á honum. Svo var það hún Marín vinkona hans en hún fæddist þegar Ingvar hafði búið hjá okkur í tvö ár. Hún er nú 8 ára. Hann sá hana stækka og dýrkaði hana og henni þykir líka afskaplega vænt um Ingvar. Hann var alltaf framarlega á listanum yfir þá sem hún bauð í af- mælið sitt, og hann fór mjúkum hönd- um um afmælispakkana sem hann gaf henni. Samband þeirra var fallegt og engu líkt, þegar Ingvar kom þá rétti hann fram höndina til að heilsa henni og hélt lengi í hönd hennar og klapp- aði henni vel og lengi, geislaði af ánægju og sagði Marín með svo mik- illi hlýju í röddinni, og meira þurfti ekki að segja. Hún stóð yfirleitt graf- kyrr og ánægð með athyglina í seinni tíð, en var mishrifin með þetta mikla klapp sem hún skildi ekki þegar hún var smábarn. Ég minnist þess þegar ég las fyrir hann einn sögubút á dag og mér fannst hann ekkert vera að hlusta og ég reyndi að svindla og fletta tveim blaðsíðum í stað einnar en ég komst aldrei upp með það, hann var alltaf jafnfljótur að fatta það, og ef ég las vitlaust leiðrétti hann mig strax. Honum fannst gaman að láta lesa fyrir sig textann úr sjónvarpi þótt hann væri fluglæs. Á tímabili fór- um við reglulega um borð í skip til að sækja Bjögga og keyra hann aftur um borð. Honum fannst þær alltaf jafn- spennandi skipsferðirnar og var alltaf með það á hreinu hvaða daga mátti eiga von á skipinu. Hann átti greiða leið að hjarta svo margra sem kynnt- ust honum, ýmist lagði hann sig fram við að heilsa fólki með handabandi eða hann lét sem hann sæi það ekki. Ég vil þakka Ingvari samfylgdina, hann kenndi mér margt og minningin um hann mun lifa um ókomin ár. Hann mun eiga stað í hjarta mínu alla tíð og svo á við um alla fjölskyldu okk- ar. Ég, Marín, Kristjana og Unnar, við erum viss um að það hefur verið tekið vel á móti honum á nýjum stað. Við biðjum Guð að blessa minningu Ingvars og sendum fjölskyldu hans allri og vinum einlægar samúðar- kveðjur. Stella og fjölskylda. Í dag kveð ég Ingvar frænda minn sem dó ekki nema 20 ára gamall. Við fréttirnar streymdu hugsanirnar óskipulega um hugann og minning- arnar skutu upp kollinum. Það er mikill missir að þessum mikla persónuleika, sem því miður fékk ekki að njóta sín að fullu vegna glímu við einhverfu. Þó fékk maður að finna fyrir stríðni hans, t.d. í heimboð- um hjá uppáhaldsfrænku hans, Helgu, þegar ég ætlaði að spila á gít- arinn. Eitthvað var ég ekki nógu góð- ur fyrir hans smekk, því hann fór í græjurnar og hækkaði í botn, þannig að mínir hljómar hurfu í bassadrun- um tónlistar hans. Oftast hitti ég Ingvar heima hjá Gunnu ömmu og settist ég þá gjarnan með honum fyrir framan sjónvarpið. Það fór eftir því hvað hann var að horfa á hverju sinni hvernig hann reyndi að virkja mig í alls kyns leiki. Þegar horft var á spóluna með Elvis tók hann í höndina á mér og tosaði mig upp úr sætinu og fékk mig til að syngja með. Ég, svolítið feiminn, raul- aði með þegar fáir sáu til en hann söng hástöfum og var sko ekki feim- inn við það. Það var því ljóst að mikið líf og list bjó innra með honum. Þegar við horfðum saman á teikni- myndir sá hann til þess að hver ein- asta setning sem sögð var færi ekki framhjá mér. Þannig endurtók hann setningarnar og fékk mig til að end- urtaka þær með sér. Það verður tómlegt þegar ekki verður til staðar sá ljósgeisli sem frá Ingvari streymdi, en ég mun varð- veita góðar minningar um hann í huga mér alla tíð. Sævar Logi Viðarsson. Elsku Ingvar minn. Þar sem við verðum að kveðja hvort annað núna, af því að þú ert að fara til nýrri og betri heimkynna, langar Helgu frænku til að faðma þig, sólargeislann sinn, og segja einu sinni enn við stóra, duglega strákinn sinn: Ingvar minn, þú ert yndislegur, þú ert svo duglegur, þú ert svo skemmti- legur, þú ert svo klár, þú ert svo fal- legur, þú ert frábær, þú ert besti strákurinn hennar Helgu. Helgu frænku þykir svo innilega vænt um Ingvar. Elsku besti Ingvar minn, þakka þér innilega fyrir allar samverustund- irnar sem við höfum átt frá upphafi, allar stundirnar sem við áttum og nutum í Þangbakkanum við að lesa saman bækurnar okkar, hlusta sam- an á spólurnar, spjalla um heima og geima, syngja saman Presleylögin, Ríólögin eða lögin hans Bubba og Bjögga og öll hin lögin sem þú kunnir uppá hár, horfa saman á handboltann eða fótboltann í sjónvarpinu og fagna öllum glæsilegu mörkunum sem voru skoruð. Eða þegar við heimsóttum afa Viðar og ömmu Gunnu í Gautland- ið og fórum í skoðunarferðirnar okkar um borgina og næsta nágrenni og nið- ur á höfn til að skoða skipin og fólkið. Þá var nú aldeilis gaman að fá tölvupóstana frá þér Ingvar minn, þar sem þú skrifaðir Helgu hvað þú varst að hugsa um og þig langaði til að gera næst þegar við hittumst og færum fyrst í bíltúr til að gera það sem þú varst búinn að plana og svo í Þang- bakkann. Takk fyrir allt þetta Ingvar minn og svo miklu, miklu meira. Helga frænka er óumræðilega þakklát fyrir að hafa átt þig og hafa fengið að fara með þér í gegnum lífið, svona miklum sjarmör, dugmiklum og glaðværum, algjörri gersemi. Að fá að fylgjast með þér og taka þátt í öllum sigrunum sem þú vannst, sem voru bæði margir og stórir á lífsleið- inni þinni. Helga frænka trúir því að allt það góða fólk sem við þekktum og er farið á undan þér taki þig í faðminn sinn og umvefji þig með sömu ástúð og kær- leika og þú hefur umvafið okkur í þínu lífi. Guð varðveiti þig elsku Ingvar minn. Þín að eilífu – Helga frænka. „Hann Tumi fer á fætur.“ Þannig byrjar laglína í samnefndu lagi sem Bergþóra dóttir mín söng fyrir Ingv- ar eitt skiptið er við heimsóttum hann í Hólabergið. Þessi lína kom upp íhuga mér þegar ég frétti að Ingvar hefði dáið sl. sunnudagsmorgun. Þá vissi ég að þann dag hafði Ingvar farið á fætur á öðru tilverustigi og ég er þess fullviss að þar líður honum vel. Ég man vel eftir Ingvari sem barni þar sem Magga vinkona mín var að mata hann í barnastólnum. Hann var kátur og hress strákur og þá óraði engan fyrir þeim erfiðleikum sem framundan voru í lífi fjölskyldunnar vegna fötlunar hans. Þá byrjaði þrautaganga foreldranna, að berjast fyrir hönd Ingvars til að tryggja hon- um mannsæmandi líf. Eftir áralanga baráttu þeirra við kerfið við að finna Ingvari framtíðarheimili uppskáru þau loks afrakstur vinnu sinnar og Ingvar fékk litla íbúð út af fyrir sig í Hólaberginu þar sem hann bjó. Ingvar var einstaklega geðgóður og tók alltaf glaður á móti mér þegar ég kom til hans í heimsókn. Samveru- stundir okkar voru alltaf á sama hátt. Ég kom með paprikuskrúfur og djús og eftir að hann hafði gætt sér á veit- ingunum lásum við eða sungum. Mest hafði hann gaman af því er ég las text- ann við lögin sem hann var að spila í græjunum sínum. Við strukum bak hvort annars og hann lagði kinn sína við mína. Það eru engin orð sem lýsa þessari nánd þar sem samskipti Ingv- ars við aðra voru á allt annan hátt en við sem heilbrigð teljumst vera eigum að venjast. Ég man eftir einu skipti þegar ég ætlaði að breyta út af van- anum og fara með hann út í göngu og bíltúr en þá sýndi hann mér að þetta líkaði honum ekki. Eftir það breytti ég ekki neinu í samverustundum okk- ar. Ingvar særði aldrei neinn og hann kenndi mér að láta smáatriðin í lífinu ekki angra mig. Kæru vinir Magga, Danni og Hjalti, á ýmsu hefur gengið í lífi fjöl- skyldu ykkar en þið náðuð samfara mótlætinu að vinna jafnt og þétt úr því. Ykkar missir er mikill og ég bið guð að styrkja ykkur í sorginni. Í mín- um augum eruð þið hetjur vegna bar- áttu ykkar fyrir Ingvar og það er ykk- ur að þakka og engum öðrum að hann komst í Hólabergið þar sem þið bjugguð honum yndislegt heimili. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Ingv- ari, hann var einstök perla og þær eru sjaldgæfar. Edda. Vinur okkar og félagi Ingvar Dan- íelsson er dáinn. Við starfsfólk sér- deildarinnar í MK eigum erfitt með að trúa því að hann sé farinn. Við kynntumst Ingvari haustið 1999, þeg- ar hann hóf nám hjá okkur í MK. Ingvar var sterkur persónuleiki og setti mikinn svip á nemendahópinn. Þau fjögur ár sem Ingvar var hjá okk- ur voru mjög skemmtileg og það var lærdómsríkt fyrir okkur starfsfólkið að sjá hvaða augum hann leit lífið og tilveruna. Ingvar var mikill ná- kvæmnismaður og passaði vel uppá að allir hlutir væru á sínum stað. Hann kenndi okkur að lifa í núinu og njóta líðandi stundar, þegar hann mætti í skólann eftir áramót var það hans fyrsta verk að eyða öllum gögn- um um liðið ár, til dæmis dagatölum og minnismiðum. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þennan tíma með Ingvari. Minningarnar eru margar en sérstaklega stendur upp úr útskrift- arferð til Færeyja vorið 2003. Þetta var vel heppnuð ferð, allir skemmtu sér konunglega, bæði nemendur og starfsfólk. Í gegnum kynni okkar af Ingvari sáum við hvað hann átti góða að, það var aðdáunarvert að fylgjast með hvað ættingjar hans og vinir hugsuðu vel um hann og hans málefni. Vottum við þeim öllum okkar dýpstu samúð. Starfsfólk sérdeildar fyrir einhverfa nemendur, Mennta- skólanum í Kópavogi. Fyrir rétt tæplega fjórum árum kynntist ég Ingvari Daníelssyni fyrst er hann dvaldi í sumardvölinni á Ytri- Lyngum II. Hress ungur maður og hafði mjög ákveðnar hugmyndir um það hvernig hann vildi hafa allt og alla í kringum sig. Ekki fóru þær hug- myndir alltaf saman við það sem aðrir vildu og oft fór drjúgur tími í að leysa málin en allt hafðist það einhvern veg- inn. Kom þetta berlega í ljós er hann vildi láta mig spila á gítar og syngja íslensk dægurlög. Ekki mátti fara með textann í laginu nema eins og hann vildi hafa hann og ef það var ekki gert þurfti að endurtaka lagið í heild aftur, kom það fyrir að það var gert nokkuð oft. Ég kynntist síðan Ingvari betur er ákveðið var að hann flytti í sjálfstæða búsetu í Hólabergi 76 en þangað flutti hann í febrúar 2001. Var þetta stórt stökk fyrir hann, að flytjast að heim- an og fara að búa sjálfstætt. Og við tók tími hjá honum að byggja upp heimilið og temja sér aðra lífshætti sem því er samfara. Gekk á ýmsu í því brölti eins og gefur að skilja enda var Ingvar skapstór og ákveðinn. Er það fyrir tilstilli margra aðila s.s. aðstand- enda, vina, starfsmanna Hólabergs ásamt fleirum að honum tókst að byggja upp sitt heimili, þar sem hon- um leið vel. Er nokkuð gott jafnvægi var komið á hlutina fór Ingvar að njóta sín betur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann útskrifaðist úr MK vorið 2003 og var skemmtileg veislan sem Ingv- ar hélt heima hjá sér af því tilefni og verður í minnum höfð. Einnig sú veisla er hann hélt upp á tvítugsaf- mælið sitt í september 2003. Eftir að skólagöngu lauk tóku við aðrir hlutir eins og í Fjölmennt og Gylfaflöt, þar sem hann tókst á við nýja hluti og kynntist mörgu góðu fólki. Með þessum minningabrotum vil ég nú kveðja góðan dreng og vin sem ég var svo lánsamur að fá að kynnast. Megi hann njóta friðar og hvíldar í faðmi almáttugs Guðs. Foreldrum, bróður, öðrum að- standendum sem og þeim sem honum voru nánastir votta ég dýpstu samúð mína og megi góður Guð styrkja ykk- ur í sorginni. Guðmundur Már Björg- vinsson, forstöðumaður Sam- býlisins Hólabergi 76. Elsku Ingvar, það er svo skrýtið að koma í Hólabergið og sjá þig ekki úti í glugga eða koma fyrir hornið og sjá þig ekki standa í dyrunum bjóðandi góðan daginn. En ég á margar góðar minningar um þig elsku Ingvar. Ferð- irnar í Kolaportið þar sem við fengum okkur skúffuköku og kók og kíktum á geisladiskana, ferðirnar í Borgar- bókasafnið þar sem þú gast eytt löngum tíma í að spá í hljóðsnældurn- ar þó svo Flosi Ólafsson hafi iðulega orðið fyrir valinu, og hinar mörgu leikhúsferðir, þar sem þú skemmtir þér konunglega. Manstu þegar ég þurfti að syngja með öllum lögunum á Dýrunum í Hálsaskógi? Eða þegar þú fórst með ljóðið á Kryddlegnum hjörtum, öll þrjú erindin. Ég man eftir afmælis- veislunum þínum, hvað þú skemmtir þér vel, og útskriftardeginum þínum þegar þú útskrifaðist úr sérdeild MK. Ég var svo stolt af þér. Þú varst svo duglegur. Ég man líka hversdagslegu hlutina, við að horfa á sjónvarpið, við að fara í búðina, elda eða bara slappa af. Elsku Ingvar ég þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Vertu ekki grátinn við gröfina mína, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttu bil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér! Gáðu, ég dó ei, ég lifi í þér. (Höf. ók.) Ég votta fjölskyldu og aðstandend- um mína innilegustu samúð. Þín vinkona Dagný. INGVAR DANÍELSSON Þú sefur eins og bylgja sem vindar hafa vaggað í værð á lygnum fleti. Andar hljótt. Og liljuhvítar mundir hafa lokað augum þínum og ljóssins dísir boðið góða nótt. Svo fagurt er vort mannlíf, svo fullt af ást og mildi, þó feyki visnum blöðum gegnum draum þinn stormaher. Ímynd þess, sem vonar, sem verndar allt og blessar skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Guðný. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.