Morgunblaðið - 25.05.2004, Side 44

Morgunblaðið - 25.05.2004, Side 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ STEVE Flesch tryggði sér sigur á Colonial-golfmótinu í Bandaríkj- unum á sunnudag þrátt fyrir að fá skolla á 17. holu á lokadeginum. Hinn 37 ára Bandaríkjamaður lauk leik á 11 höggum undir pari og var einu höggi betri en Chad Champell, en þess má geta að Flesch hélt upp á afmælisdaginn með sigri. Þetta er í annað sinn sem Flesch sigrar á móti á bandarísku PGA-mótaröðinni, en hann var eini kylfingurinn sem lék undir 70 höggum alla fjóra keppn- isdagana. Flesch dró sig úr keppni á Byron Nelson-mótinu sem fram fór í síðustu viku. „Líkamlega get ég leikið keppnisgolf í hverri viku en andlega er það ekki hægt. Ég var þreyttur á golfinu og vildi taka mér frí. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörð- un,“ sagði Flesch sem fékk rúmar 70 millj. kr. fyrir sigurinn, en hann hef- ur aldrei áður fengið jafn háa upp- hæð í sigurlaun á sjö ára ferli sínum sem atvinnumaður í PGA-mótaröð- inni. Svíinn Jesper Parnevik missti flugið á síðustu 9 holum keppninnar en hann var aðeins einu höggi á eftir Flesch þegar níu holur voru eftir. Parnevik endaði í 14. sæti en hann lék á 72 höggum á lokadeginum. Colonial-mótið vakti gríðarlega athygli fyrir ári er sænsku konunni Anniku Sörenstam var boðið að taka þátt en henni tókst ekki að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum tveimur keppnisdögum. Engin kona hafði tekið þátt í atvinnumóti fyrir karla í 58 ár og í kjölfarið hafa fleiri konur tekið þátt í atvinnumanna- mótum karla. Steve Flesch stóðst álagið á Colonial Steve Flesch með verð- launabikarinn. AP HEINER Brand, þjálfari þýska landsliðsins í handknattleik, hefur sent forráðamönnum meistaraliðs Flensburg tóninn fyrir að vera með of marga útlendinga í sínu liði. Í vet- ur léku níu leikmenn frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð með Flensburg og fyrir næsta tímabil hefur félagið samið við þrjá útlendinga, Blazenko Lackovic frá Króatíu, Glenn Sol- berg frá Noregi og Kaupo Palmar frá Svíþjóð. Þá er þjálfari liðsins sænskur, Kent-Harry Andersson. Brand segir að þetta sé orðið einum of mikið og tímabært sé að setja reglur til að fækka útlendingunum í þýsku liðunum. „Ég get ekki verið sáttur við þá staðreynd að í meist- araliði Þýskalands skuli ekki vera að finna einn einasta þýskan lands- liðsmann, og staðan verður enn verri næsta vetur,“ sagði Brand við Sport-Bild. Thorsten Storm, framkvæmda- stjóri Flensburg, er ekki sáttur við ummæli landsliðsþjálfarans. „Við erum í dálítið sérstakri stöðu, vegna staðsetningar okkar við dönsku landamærin stöndum við vel að vígi með að lokka til okkar leikmenn af Norðurlöndunum. Þetta hefur ekki gerst allt í einu í vetur, það er búin að vera áralöng þróun í þessum mál- um hjá okkur. Svo veit ég ekki betur en að nágrannar okkar í Kiel hafi unnið titla á undanförnum ár með eintóma útlendinga í lykilstöðum,“ segir Storm. Brand gagnrýnir Flensburg fyrir útlendinga  SOFFÍA Rut Gísladóttir, ung- lingalandsliðskona í handknattleik, er gengin til liðs við Val og hefur samið til þriggja ára við félagið. Soffía, sem er 19 ára og leikur í vinstra horni, spilaði með Fylki/ÍR en þegar liðið hætti keppni í ársbyrj- un fór hún til Víkings og lék þar út tímabilið. Soffía skoraði 41 mark í 24 deildaleikjum í vetur.  ENSKA knattspyrnufélagið Charlton Athletic, sem Hermann Hreiðarsson leikur með, hefur geng- ið frá kaupum á Stephan Andersen, markverði frá AB í Danmörku. Kaupverðið er um 80 milljónir króna en Andersen, sem er 22 ára, er sagð- ur einn efnilegasti markvörður Dana.  DENNIS Wise, knattspyrnustjóri Millwall, vill fá fimm nýja leikmenn í sinn hóp fyrir næsta tímabil. Mill- wall, sem varð í 10. sæti 1. deildar, er komið í UEFA-bikarinn eftir að hafa leikið til úrslita gegn Manchester United í ensku bikarkeppninni og Wise vill að liðið verði bæði í stakk búið til að standa sig þar, og gera at- lögu að sæti í úrvalsdeildinni.  RAINER Calmund, stjórnarfor- maður Bayer Leverkusen, segir að Bayern München hafi gert félaginu tilboð í brasilíska varnarmanninn Lucio. Bayern er tilbúið að láta mið- vörðinn Robert Kovac, sem er fyrr- verandi leikmaður Leverkusen, með í kaupunum.  TONY Mowbray, fyrrum varnar- maður hjá Celtic og Middlesbrough, hefur verið ráðinn stjóri hjá skoska liðinu Hibernian. Mowbray, sem er fertugur, var þjálfari varaliðs Ips- wich á nýliðinni leiktíð. Guðjón Þórðarson var í sambandi við skoska liðið fyrr í vor en hætti á síðustu stundu við að taka tímabundið við stjórn þess.  VINNUKONA á heimili Shaquille O’Neal í Houston var stungin til bana þegar hún var að taka til hjá kappanum. Konan, sem var 37 ára, var að þrífa hús O’Neal ásamt 18 ára syni sínum, þegar þau fóru að deila og endaði það með því að sonurinn stakk móður sína nokkrum sinnum með eldhúshníf. Arnette Yard- bourgh, fyrrum unnusta O’Neal sem býr í húsinu ásamt sjö ára gamalli dóttur þeirra, sá atburðinn og lét lögregluna vita.  PAOLO Wanchope, sóknarmaður Manchester City, hefur ákveðið að leika ekki með landsliði Kosta Ríka í sumar. Liðið á fyrir höndum mikil- væga leiki í undankeppni HM og tekur þátt í Ameríkubikarnum. Wanchope er ekki búinn að jafna sig fyllilega eftir að hafa verið frá í þrjá mánuði í vetur vegna hnémeiðsla og ætlar að nota sumarið til að byggja sig vel upp fyrir næsta tímabil. FÓLK Meistaramót Volkswagen í golfi er 6 móta rö› sem fram fer sumari› 2004. Á mótunum ver›ur auk gó›rar sveiflu bo›i› upp á Golf Clinique, golfskóla VW, grillbita frá SS, veitingar frá Coke og reynsluakstur á Volkswagen. Hvert mót ver›ur kynnt nánar í fleim klúbbum flar sem mótin fara fram og á golf.is 29.05. Gar›avöllur Golfklúbburinn Leynir Akranesi 05.06. Hólmsvöllur í Leiru Golfklúbbur Su›urnesja 12.06. Strandarvöllur Golfklúbbur Hellu 19.06. Vestmannaeyjar Golfklúbbur Vestmannaeyja 10.07. Ja›arsvöllur Golfklúbbur Akureyrar 24.07. Korpa Golfklúbbur Reykjavíkur Skráning Skráning á mótin fer fram hjá viðkomandi golfklúbbum og hefst hún viku fyrir mót. Keppnisskilmálar Leikið skal samkvæmt golfreglum R&A, áhugamennskureglum R&A og staðarreglum. Þátttökurétt hafa þeir sem eru meðlimir í golfklúbbi innan vébanda GSÍ og eru með forgjöf 36 eða lægri. Keppt er í tveimur flokkum A flokki - Höggleikur með og án forgjafar; grunnforgjöf 12,4 eða lægri. B flokki - Punktakeppni með forgjöf; grunnforgjöf 12,5-36. ATH. Hámarksleikforgjöf er 24. Ver›laun Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Í A flokki verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin með og án forgjafar en sami keppandi getur ekki unnið til verðlauna bæði með og án forgjafar. Verðlaun án forgjafar ganga fyrir. Volkswagen Masters – lokamót í Su›ur-Afríku Sá sem nær besta skori í A flokki af öllum mótum ávinnur sér rétt til að keppa á lokamóti Volkswagen Masters sem fram fer á hinum frábæra Arabella Country Estate golfvelli í Suður- Afríku í nóvember 2004 sem fulltrúi Íslands. Ferð viðkomandi verður í boði HEKLU, umboðsaðila Volkswagen á Íslandi. Verðlaunaafhending fer fram strax að hverju móti loknu. Meistaramót Volkswagen – mótarö› 2004 Samstarfsa›ilar:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.