Morgunblaðið - 25.05.2004, Síða 48

Morgunblaðið - 25.05.2004, Síða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 Viðskiptavinir Og Vodafone fá 20% afslátt á fyrstu 8 sýningarnar Fim. 24. júní FRUMSÝNING kl. 19.30 - UPPSELT Fös. 25. júní Sýning nr. 2 kl. 19.30 - UPPSELT Mið. 30. júní Sýning nr. 3 kl. 19.30 Fim. 1. júlí Sýning nr. 4 kl. 19.30 Fös. 2. júlí Sýning nr. 5 kl. 19.30 Sun. 4. júlí Sýning nr. 6 kl. 17.00 Lau. 10. júlí Sýning nr. 7 kl. 16.30 Lau. 10. júlí Sýning nr. 8 kl. 19.30 JÓNSI SVEPPI Stóra svið Nýja svið og Litla svið DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes 3. sýn fi 27/5 kl 20 - rauð kort 4. sýn fi 3/6 kl 20 - græn kort 5. sýn su 6/6 kl 20 - blá kort Su 13/6 kl 20 CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse Fö 28/5 kl 20 - UPPSELT Lau 29/5 kl 20, Fö 4/6 kl 20, Lau 5/6 kl 20, Lau 12/6 kl 20, Lau 19/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Ósóttar pantanir seldar daglega DANSLEIKHÚSIÐ - 4 NÝ VERK e. Irmu Gunnarsdóttur, Peter Anderson, Maríu Gísladóttur og Jóhann Björgvinsson Í kvöld kl 20 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is NÝTT: Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson Su 6/6 kl 20, Su 13/6 kl 20 SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson Fi 3/6 kl 20, Síðasta sýning RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 26/5 kl 20 Fi 27/5 kl 20 - UPPSELT Fö 28/5 kl 20 - UPPSELT Mi 2/6 kl 20, Fi 3/5 kl 20, Fö 4/6 kl 20 THIS IS NOT MY BODY Norræn gestaleiksýning Lau 29/5 kl 20 - kr. 1.900 PÓLSTJÖRNUR - TÓNLEIKAR/TROMMUDANS Grænland - Belgía - Ísland Fi 27/5 kl 21 - kr 2.500 HUGSTOLINN - KAMMERÓPERA Marta Hrafnsdóttir, Sigurður Halldórsson, Daníel Þorsteinsson Fö 28/5 kl 20 - kr 2.500 BRODSKY KVARTETTINN Sjón, Ásgerður Júníusdóttir, Skólakór Kársness Lau 29/5 kl 16 - Miðasala Listahátíðar TANZ THEATER HEUTE - LJÓSMYNDASÝNING í samvinnu við Goethe Zentrum - Í FORSAL Á LISTAHÁTÍÐ: UM hríð hafa þeir félagar í kvart- ettnum Hljóð í skrokkinn kafað djúpt í gamla söngdansa sem verið hafa á efnisskrá djassleikara lung- ann úr síðustu öld. Þeir héldu fyrir skemmstu tónleika í Þorlákshöfn við góðar undirtektir og nú var röðin komin að Reykjavík. Þess má minn- ast að fyrstu djasstónleikar í Þor- lákshöfn voru haldnir fyrir um það bil áratug er tríó sænska barýton- saxófónleikarans Peter Gullins lék á Duggunni. Það voru glettilega góðir tónleikar og mikið leikið af söng- dönsum. Peter kom hér í tvígang og lék víða á Íslandi. Hann var sonur eins mesta snillings Evrópudjassins, Lars Gullins, og lést í fyrra aðeins 44 ára gamall eftir erfið veikindi. Það var við hæfi hjá Ólafi og fé- lögum að tileinka þessa tónleika minningu Þorsteins Eiríkssonar trommuleikara, sem lést 5. maí og verður jarðsunginn í dag. Hann var einn af helstu trommurum svingtím- ans á Íslandi og lék mörg þessara laga sem eru á efnisskrá kvartettsins á Borginni á árum áður með Jan Moravek og fleirum, en djassinn var honum alla tíð ástríða. Það var held- ur ekki ónýtt fyrir íslenskan tromm- ara að fá viðurnefnið Krupa – en Gene Krupa var dáðasti trommari djassins er hann lék með Benny Goodman og lengi eftir það. Ýmsar djasshljóðritanir með Þorsteini frá fyrri tíð hafa varðveist m.a. með hljómsveit Árna Ísleifs og á elstu tríóupptöku Guðmundar Ingólfsson- ar sem varðveist hefur slær Steini trommurnar, en á bassann er Frið- rik Theodórsson. Hin síðari ár var Steini áberandi í djasslífinu og lék þá mest með kvart- etti Ómars Axelssonar og oft með Ólafi Stolzenwald. Meira að segja er til upptaka hjá Ríkisútvarpinu þar- sem Óskar Guðjónsson, þá kornung- ur, blæs söngdansa með Steina, Stolzenwald og Jóhanni Kristinssyni píanista. Það voru ellefu söngdansar á efn- isskrá kvartettsins á Borginni og margir hverjir perlur sem alltof sjaldan heyrast. Það var ekki ónýtt að hlusta á „Prisoners of love“ í frá- bærri túlkun Óskars. Þetta lag er m.a. til á plötum með Lester Young og Teddy Wilson og Coleman Hawk- ins og Ben Websters. Óskari hefur tekist að skapa sér mjög persónu- legan stíl ofinn úr mörgum þráðum og þarna var hann mun nær Hawk- ins en Lester. Það var helst í laglínu- blæstrinum í Billie Holliday söngv- unum sem lesterisminn skaut upp kollinum: „I wished on the moon“, „I’ll never be the same“ og „She’s funny that way“. Svo blæs Óskar alltaf einn ópus í karnívalstíl Rollins þegar hann er í sveifluhamnum. Að þessu sinni„Just you, just me“ með með stakkatói og öllum herlegheit- unum. Ómar Guðjónsson er ótrúlega næmur á djassklassíkina og sólóar hans melódískir og vel uppbyggðir. Tónninn dálítið hvellur einsog hjá fyrstu boppurunum og hann sönglar gjarnan með þótt lítt heyrist. Ólafur átti nokkra góða sólóa, ljóðfagra, og í „Three little words“ var göngubass- inn allsráðandi. Qvick notaði bursta mikið þetta kvöld, en í „I found a new baby“, sem var elsta lagið á efnis- skránni, samið af Spencer Williams 1921, lék hann langan sóló með kjuð- um í anda Steina Krúpu. Þetta var glæsilega gert hjá Erik og hefði Steini haft gaman af að heyra þá pilta glíma við gömlu söngdansana af þeirri virðingu sem hann sýndi þeim ætíð sjálfur. Megi Hljóð í skrokkinn halda áfram á sömu braut því þótt á stund- um hafi samleikurinn verið eilítið sundurlaus voru þau augnablik fleiri þar sem allt small saman. Tónlist Í minningu Steina Krúpu Djass Múlinn á Hótel Borg Hljóð í skrokkinn Óskar Guðjónsson tenórsaxófón, Ómar Guðjónsson gítar, Ólafur Stolzenwald bassa og Erik Qvick trommur. Sunnudagskvöldið 16.5. 2004. Vernharður Linnet ÖNNUR myndin um hið góðlátlega græna tröll Skrekk (Shrek 2) fékk gríðarlega góða aðsókn um helgina í bandarískum kvikmyndahúsum. Myndin sló jafnframt aðsóknarmet hvað teiknimyndir varðar en hún halaði inn 104,3 milljónum dala, eða rúma 7,6 milljarða króna, yfir frumsýningarhelgina. Fyrra metið átti Leitin að Nemo með 70,6 millj- ónir dala, eða um fimm milljarða króna, í nóvember 2001. Tekjur myndarinnar eru jafnframt aðrar mestu helgartekjur af einni kvik- mynd í sögunni. Aðeins Köngulóar- maðurinn hefur fengið meiri að- sókn en tekjur á fyrstu sýningar- helgi þeirrar myndar námu 114,8 milljónum dala. Skrekkur 2, sem sýnd var í metfjölda kvikmynda- húsa eða 4163, sló einnig met hvað varðar mesta aðsókn á einum degi en á laugardeginum komu 44,8 milljónir dala í kassann. Þá hefur engin mynd farið betur af stað á þessu ári, þar með talin Píslarsaga Krists. Kvikmyndin Trója, sem skartar Brad Pitt í aðalhlutverki, féll niður í annað sætið og námu tekjur af sýningu myndarinnar 23,8 millj- ónum dala. Hin ófrýnilegu skrímsli í Van Helsing urðu einnig að víkja fyrir Skrekk og féll myndin niður í þriðja sæti listans. Skrekkur 2 fjallar um heimsókn Skrekks og brúður hans, prinsess- unnar Fíónu, til foreldra hennar í konungsríkinu Langt í burtu. Með þeim í för er hinn eftirminnilegi Asni. Skrekkur setti met á met ofan Framhaldsmyndin um Skrekk hlaut frábærar viðtökur kvikmyndahúsagesta í Bandaríkjunum.                                                                               !   "# $ %          &' '( ' )'* '+ '( '+ ' ' '  +' (+'( ' )&', )*' *' + '  '+ ) ', '* FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.