Morgunblaðið - 25.05.2004, Side 56

Morgunblaðið - 25.05.2004, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÞEIM sem þurfa á reglubundinni súrefn- isgjöf að halda í heimahúsum vegna lungna- sjúkdóma hefur fjölgað um helming á þrem- ur árum. Tæplega 300 þurftu á þessari aðstoð að halda í fyrra en um 150 árið 2000. Dóra Lúðvíksdóttir, sérfræðingur í lungna- og ofnæmissjúkdómum á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi, sagði að þeim væri að fjölga sem þyrftu á þessari aðstoð að halda og á síðasta ári hefðu bæst við 55 ein- staklingar. Þar væri einkum um að ræða sjúklinga með langvinna lungnateppu og þar réði sennilega mestu að stórir árgangar væru að koma inn af fólki komnu yfir miðjan aldur, en meðal þess hefðu reykingar verið algengar. „Reykingar voru algengar þegar þessi aldurshópur var yngri og við erum fyrst og fremst að sjá afleiðingar reykinganna í þessari fjölgun í elstu aldurshópunum,“ sagði Dóra. Hún sagði að um það bil tveir þriðju hlut- ar þeirra sem þyrftu að nota súrefni væru með lungnateppusjúkdóm og þar væri lang- vinn lungnateppa algengust. Hins vegar væru vissulega til lungnateppusjúkdómar af öðrum orsökum en reykingum, auk þess sem aðrir lungnasjúkdómar kæmu við sögu í þriðjungi tilfella. 90% af völdum reykinga „Það má segja að 90% þeirra sem þjást af langvinnri lungnateppu hafi reykt eða verið útsett fyrir reykingum, en vissulega hafa umhverfisþættir og erfðir líka áhrif.“ Hún bætti því við að að þetta væri sam- bærileg þróun og hefði orðið annars staðar í Evrópu. Langvinn lungnateppa hefði í kringum 1990 verið í sjötta sæti yfir algeng- ustu dánarorsakir, en reiknað væri með að hún yrði komin í 3. sætið árið 2020. Dóra sagði að súrefnismeðferð bætti verulega líðan og yki þrek og þol og fækkaði sjúkrahúsinnlögnum hjá einstaklingum með lungnateppu á háu stigi. Meðferðin skilaði þannig oft góðum árangri. Sífellt fleiri fá súrefnisgjöf reglulega Morgunblaðið/Árni Torfason Súrefnismeðferð bætir verulega líðan sjúklinga og eykur þol þeirra og þrek. „… ÞVÍ það er dásamlegt, dásamlegt, dásamlegt þetta líf …“ ómar úr hljóðverinu Geimsteini í Keflavík þegar blaðamaður Morgunblaðsins bregður sér af bæ til að hitta hina eldfjörugu Hljóma. Sumrinu ætla þeir meðal annars að eyða í hljóðverinu til að vinna að nýrri plötu. „Þetta er ekta sumarsmellur,“ svarar Gunnar Þórðarson spurningu blaðamanns um lagið, sem heitir „Upp með húmorinn“. Engilbert Jensen ljóstrar því upp að lagið verði gefið út á safnplötu í sumar þannig að landsmönnum gefist kostur á að hlusta á það þó að nýja platan komi ekki út fyrr en í haust. Verður lagið frumflutt í dag. „Við höldum tryggð við 5. október, daginn sem Hljómar komu fyrst fram opinberlega. Síðasta plata okkar kom út þennan dag í fyrra, þegar hljómsveitin varð 40 ára, og þessi nýja lítur dags- ins ljós á 41 árs afmælisdaginn,“ sagði Rúnar Júl- íusson í samtali við blaðamann. Þeir félagar hafa ekki slegið slöku við eftir að Hljómar komu fram að nýju með trukki á 40 ára afmælisárinu, enda hafa þeir fengið mikinn með- byr og góðar viðtökur. „Við höfum fengið alveg frábær viðbrögð og síðasta plata okkar seldist vel,“ sagði Gunnar. Rúnar bætir við að henni hafi hreinlega verið mokað út á brettum og aðsókn að tónleikum og öðrum uppákomum þar sem Hljómar hafa spilað verið góð. Hljómar komnir í hljóð- ver að vinna nýtt efni Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hljómamennirnir Erlingur Björnsson, Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson og Engilbert Jensen eru komnir í hljóðver til að vinna að nýrri plötu. Á næstunni ætla þeir að flytja land- anum boðskap um hversu dásamlegt lífið er. NEYÐARLÍNA fékk tilkynningu um að manneskja, hugsanlega barn, væri í sjónum út af Skerjagranda um kl. 19:40 í gær. Lögregla hafði nokk- urn viðbúnað vegna málsins, sendi þegar bíl sem var í nágrenninu á vettvang og ræsti út björgunarbát sinn. Þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að um gabb var að ræða og enginn í sjónum. Að sögn lögreglu er þetta atvik litið mjög al- varlegum augum og verið er að rann- saka hver stóð fyrir gabbinu. Tilkynnt var um barn í sjónum við Skerjagranda SUMARLEGT var í miðborginni í gær enda fór hitinn í nær 15 stig þegar best lét. Nær hvert útiborð kaffihúsanna var setið við Aust- urvöll og suðræn stemning sveif yfir vötnum og létt var yfir fólki. Þær Birna og Rósa hjá Skrúðgarðadeild Reykjavíkurborgar unnu hins vegar hörðum höndum við að gróðursetja blóm í beðunum gegnt Alþingishúsinu upp úr hádegi í gær. Sumarlegt um að litast í borginni Morgunblaðið/Ásdís FASTEIGNAVERÐ hækkaði að meðaltali um 2,5% milli mars- og aprílmánaðar á höfuðborgarsvæð- inu samkvæmt upplýsingum Fast- eignamats ríkisins og hefur fast- eignaverð þá hækkað um 13,4% á síðustu tólf mánuðum. Sé litið lengra aftur í tímann kemur í ljós að íbúðaverð hefur tvöfaldast á síð- ustu sjö árum eftir að hafa hreyfst lítið mörg árin þar á undan. Vísitala fasteignaverðs á höfuð- borgarsvæðinu var 194,4 stig í apr- íl síðastliðnum og hækkaði úr 190,3 í mars eða um 2,5%. 99,8% hækkun Sé hins vegar litið aftur til mars- mánaðar árið 1997 fyrir rúmum sjö árum kemur í ljós að ofangreind vísitala var 97,3 stig, en það jafn- gildir því að að íbúðaverð hafi hækkað um 99,8% á tímabilinu. Á sama tíma hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 30% að meðaltali og vísitala neysluverðs án húsnæð- is um 24%, en sú vísitala mælir breytingar á öðru verðlagi en á húsnæði. Launavísitala aftur á móti hefur hækkað mun meira en neysluverðsvísitalan á tímabilinu eða um 65% á undanförnum sjö ár- um. Laun hafa þannig hækkað mun meira en verðlag á ofan- greindu tímabili en nær það þó ekki að jafnast á við hækkun íbúða- verðs á tímabilinu, sem hefur hækkað rúmlega þriðjungi meira en launin eins og ofangreindar töl- ur bera með sér. Verð á íbúðar- húsnæði hafði hins vegar verið nánast óbreytt mörg árin þar á undan, þ.e.a.s. fyrir 1997, og mikil sölutregða á markaðnum. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,5% milli mars og apríl Íbúðaverð hefur tvöfald- ast á sjö árum                               ! &   >#   #:  ! 2# ;  & !  # "  ! " !   # " !   # $                 F G HIGC $      $    HJJ JJJ  FJJI JHGJ JIGF HJGC IGH 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.