Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 32 NEMENDUR í tíunda bekk Há- teigsskóla ásamt fimm fararstjórum urðu eftir á Kastrupflugvelli á mánudagskvöld þegar vél Iceland- air, sem hópurinn var bókaður í, fór á loft án þriðjungs farþeganna. Þetta gerðist í kjölfar verkfalls hlað- manna SAS flugfélagsins en mikil ringulreið ríkti á flugvellinum og yf- ir 100 flugferðum var aflýst með þeim afleiðingum að rúmlega 10.000 farþegar komust ekki leiðar sinnar. Hópurinn frá Háteigsskóla átti bókað flug hjá Icelandair klukkan 19.45 en þurfti frá að hverfa þegar í ljós kom að vélin var farin. Að sögn Kára Tryggvasonar, eins af farar- stjórum hópsins, gerðu þau allt sem í þeirra valdi stóð til þess að afla sér upplýsinga um flugið en höfðu ekki erindi sem erfiði. „Um sjöleytið fengum við loks að vita að við gæt- um innritað okkur klukkan átta. Stúlkan sem var að innrita hætti skyndilega vegna þess að hún fékk þær upplýsingar að flugvélin væri lögð af stað. Við vorum þá búin að vera í flugstöðinni í átta klukku- stundir og það var ekki fyrr en um miðnættið sem við fengum hótelgist- ingu,“ sagði Kári. Hann segist hafa fengið þau skilaboð frá Icelandair að flugstjórinn hafi tekið þá ákvörðun að fara og er mjög ósáttur við þá ákvörðun og þjónustu Icelandair í kjölfarið. „Við urðum ekki vör við neina aðstoð af hendi Flugleiða heldur fengum við aðstoð frá starfs- fólki SAS. Það var enginn búinn að koma til þess að gera eitthvað í því að athuga hvernig staðan væri.“ Verkföll bitna á þeim sem síst skyldi Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að skyndi- verkfall hlaðmanna hafi orsakað mikla seinkun og vandræði fyrir far- þega. „Verkfallið hafði þær afleið- ingar að fólk gat ekki innritað sig vegna þess að ekki var hægt að af- greiða farangur. Flugfélögin náðu þar af leiðandi engu sambandi við farþegana og vissu ekkert hvar þeir voru staddir. Vélin, sem hér um ræðir, beið líklega í eina og hálfa klukkustund í þeirri von að farþegar kæmust í gegn. Við biðum þangað til það var ekki hægt að réttlæta það að bíða lengur og á endanum varð að fara án þriðjungs farþeganna.“ Guð- jón segir að öll kerfi hafi legið niðri og því hafi starfsmenn Icelandair ekki haft upplýsingar um það hvar farþegarnir voru staddir. „Þetta er mjög leitt og í rauninni ekkert við því að gera. Svona verkföll bitna yf- irleitt á þeim sem síst skyldi,“ segir Guðjón. Að sögn Guðjóns var hópnum út- vegað pláss á hóteli yfir nóttina og þau bókuð heim í gær. 32 nemendur urðu eftir á Kastrup í ringulreið verkfalla Vél Icelandair fór án þriðjungs farþeganna HUNDRAÐÞÚSUNDASTA eintak- ið af bókum Arnaldar Indriðasonar var selt í Pennanum Eymundsson á fimmtudaginn. Það voru hjónin Guðmundur Hjálmarsson og María Kristmundsdóttir sem keyptu bók- ina Syni duftsins en það var eina bókin eftir Arnald sem þau vantaði í safnið. Á myndinni má sjá hjónin taka við gjöf frá Vöku-Helgafelli upp á 100.000 króna bókaúttekt. Synir duftsins er fyrsta bók Arn- aldar og kom hún út árið 1997 en Arnaldur hefur gefið út sjö bækur á jafnmörgum árum, allar hjá Vöku- Helgafelli. Morgunblaðið/Þorkell 100.000. eintakið af bókum Arnaldar HAFIN er uppskera á íslenskum gulrótum sem ræktaðar eru í Sól- byrgi í Borgarfirði og er von á þeim í verslanir nú fyrir fyrstu helgina í júní. Á Sólbyrgi ræður ríkjum Dag- ur Andrésson bóndi. Á meðfylgj- andi myndum er Andri Freyr Dags- son, sonur Dags bónda, að skoða uppskeruna á Sólbyrgi. Útiræktaðar gulrætur koma síð- an á markað upp úr miðjum júlí. Þangað til bjargar ylurinn í gróð- urhúsunum okkur og sér okkur fyr- ir fersku íslensku grænmeti. Fyrstu íslensku gulrætur sumarsins HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugs- aldri í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Manninum, sem var fram- kvæmdastjóri Íslenska dansflokks- ins á árunum 1998-2001, var gefið að sök að hafa dregið að sér fé af tékkareikningi ÍD með skipulögðum hætti á árunum 1999–2001, samtals kr. 2.339.375. Í dómi héraðsdóms segir að ákærði eigi sér litlar varnir enda hafi hann ekki leitast við að réttlæta gerðir sínar með neinum hætti. Við ákvörðun refsingar sé til þess að líta að ákærði gegndi opinberu starfi þar sem honum voru fengnar fjárreiður opinberrar stofnunar til meðferðar. Fram kemur að fjárdráttur ákærða hófst um hálfu ári eftir að hann hafði verið skipaður til starf- ans. Leyndi ákærði fjárdrætti sín- um skipulega, en brotin upplýstust ekki fyrr en við reglubundið eftirlit Ríkisendurskoðunar. Ákærði hafi að engu leyti bætt það tjón sem hann hafi valdið. Með hliðsjón af öllu þessu þyki refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 9 mánuði. Í dómnum segir að ákjósanlegt hefði verið að rannsókn málsins hjá lögreglu gagnvart ákærða hefði haf- ist fyrr en raun varð á. Til þess sé þó að líta að um var að ræða viða- mikla rannsókn sem tók til verulegs fjölda færslna í bókhaldi er allt ein- kenndist af mikilli óreiðu. Með hlið- sjón af eðli og umfangi brotsins þykir ekki unnt að skilorðsbinda refsingu ákærða að neinu leyti. Ákærða er gert að greiða allan sakarkostnað, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, 250 þúsund krónur. Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp dóminn. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins Níu mánaða fangelsi FRAMLÖG úr ríkissjóði til for- varna gegn ólöglegum fíkniefn- um námu alls 636,5 milljónum króna, á árunum 1995 til 2003, sé miðað við verðlag ársins 2003. Þetta kemur fram í skrif- legu svari heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar, við fyrir- spurn Björgvins G. Sigurðsson- ar, þingmanns Samfylkingar- innar. Framlög til þessa málaflokks voru t.d. 38,7 milljónir árið 1995, skv. verðlagi ársins 2003, 64,2 milljónir árið 1996, 65,9 milljónir árið 1999, 80,6 millj- ónir árið 2000 og 78,6 milljónir árið 2003. Svarið byggist eingöngu á tölum frá ráðuneytinu og stofn- unum þess. „Fyrirspyrjandi spyr um framlög hins opinber til forvarna,“ segir í svarinu. „Ráðuneytinu er einungis unnt að svara því sem snýr að því og stofnunum þess.Ýmsar stofn- anir hins opinbera beita sér fyrir forvörnum gegn fíkniefn- um án þess að framlög til stofn- ana séu sérstaklega mörkuð þeim verkefnum. Til dæmis sinnir Landlæknisembættið þessum málum með ýmsum hætti. Svipað á við um ýmsar heilbrigðisstofnanir.“ Rúmar 636 millj- ónir á níu árum Framlög til forvarna gegn fíkniefnum SAMFYLKINGIN og Vinstri græn- ir bæta við sig fylgi, en Sjálfstæð- isflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn tapa fylgi frá síðustu kosningum samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Þá hefur fylgi ríkisstjórnarinnar ekki mælst jafnlítið frá því Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hófu stjórnar- samstarf, en ríkisstjórnin hefur um 40% stuðning. Samfylkingin bætir við sig um fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og fengi 32,9% fylgi ef kosið yrði nú. Sjálfstæðisflokkur missir um fimm prósentustig frá könnun í síðasta mánuði og fengi 29,2% ef kos- ið yrði nú, en fylgi Sjálfstæðisflokks- ins hefur ekki farið niður fyrir 30% síðan í október 1993, að því er fram kemur í frétt um þjóðarpúlsinn. Með minna en helming fylgisins í öllum kjördæmum Vinstri grænir bæta við sig 1,5 prósentustigi frá síðustu könnun og fengju 18,6% ef kosið yrði nú og rúmlega tvöfalda fylgi sitt frá því í kosningunum. Framsóknarflokkur- inn fær 13,6% nú og tapar 4,4% pró- sentustigum frá kosningunum í fyrravor og Frjálslyndi flokkurinn fengi 5,5% fylgi en fékk 7% í kosn- ingunum. Fram kemur að stjórnarflokkarn- ir missa fylgi í öllum kjördæmum og eru með minna en helming fylgisins í þeim öllum. Samkvæmt könnuninni hefur Sjálfstæðisflokkur tapað um 5–7 prósentustigum í Norðaustur-, Suðvestur- og Reykjavíkurkjör- dæmi norður, en um 1 prósentustigi í öðrum kjördæmum. Þá hefur Fram- sóknarflokkur tapað um 10 pró- sentustigum í Suðurkjördæmi og 1–5 prósentustigum í öðrum kjör- dæmum. Samfylkingin hefur mest fylgi allra flokka í þremur kjördæm- um og hefur bætt við sig fylgi í öllum kjördæmum nema Reykjavík suður þar sem flokkurinn hefur tapað um 6 prósentustigum. Vinstri-grænir hafa hins vegar aukið fylgi sitt í öllum kjördæmum um 7–12 prósentustig. Könnun var gerð í gegnum síma á tímabilinu 28. apríl til 26. maí og náði til tæplega 3.600 manns á aldrinum 18–75 ára. Svarhlutfall var 63% og eru vikmörk 1–3%. Um 17% tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa hana upp og 7% sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu. Ríkisstjórnin er með um 40% stuðning skv. Gallupkönnun Samfylkingin og VG bæta við sig fylgi ÁNÆGJA með forsætisráð- herraskiptin í haust hefur minnkað töluvert frá því í fyrrasumar. Nú eru tæplega 35% ánægðir með skiptin en þeir voru 56% í fyrrasum- ar og óánægja aukist um tíu pró- sentustig, að því er fram kemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Fram kemur að nú eru rúmlega 31% óánægt með að Halldór Ás- grímsson taki við af Davíð Oddssyni og 34% eru hvorki ánægð né óánægð. Þá vildu um 63% frekar að Hall- dór yrði forsætisráðherra og tæp- lega 26% Davíð en rúmlega 11% vildu hvorugan, jafnvel þótt að- spurðir væru hvattir til þess að taka afstöðu til annars hvors. Einnig kemur fram að tæplega 59% telja að Halldór muni standa sig vel sem forsætisráðherra, 19% hvorki vel né illa og rúmlega 22% að hann muni standa sig illa. Konur ánægðari en karlar Þá kemur fram að konur eru mun ánægðari en karlar með að Halldór taki við, eða 42% kvenna, á móti 27% karla. Mest er ánægjan með skiptin í yngsta aldurshópnum en hún er minnst í aldurshópnum 35– 44 ára. Könnunin náði til 1.230 manns og var tekin í gegnum síma 12.–25. maí síðastliðinn. Svarhlutfall var 63%. Þriðjungur aðspurðra ánægður með skiptin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.