Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ég kom seint inn í hina stóru fjöl- skyldu Stellu og Nunna Konn. Fjöl- skyldufaðirinn var þá sestur í helgan stein fyrir nokkru síðan og það var helst að hitta hann fyrir í stofunni í Gilinu. Þar sat hann gjarnan að horfa fréttir eða íþróttir í sjónvarpinu, hlusta á sígilda músík eða spjalla við gesti, sem streymdu í Gilið á öllum tímum. Ég lærði strax að meta Nunna Konn og okkur varð vel til vina. Við höfðum um margt að spjalla enda báðir vel heima í þjóðmálunum. Nunni var harður sósíalisti og hefur líklega seint búist við því að fá frétta- stjóra af Morgunblaðinu inn í fjöl- skylduna! Hann talaði tæpitungu- laust en eins og um flesta af hans kynslóð var það hagur íslensku þjóð- arinnar sem var honum efst í huga þegar þjóðmálin bar á góma. En mestur tími fór í spjall um íþróttirnar, sem var okkar sameig- inlega áhugamál. Nunni horfði á alla knattspyrnuleiki sem voru á boðstól- um í sjónvarpinu og einnig aðrar íþróttagreinar en síst þó handbolt- ann. Gaman var að heyra hann rifja upp gamlar stundir í golfinu þar sem hann var í fremstu röð á sínum tíma. Í þá daga var golfið ekki orðið al- menningsíþrótt og það þóttu stórtíð- indi þegar verkamaður af Eyrinni spilaði golf við helstu menn bæjarins, bankastjóra og forstjóra. Nunni vann marga sigrana á löngum ferli en mest mat hann sigur í afmælismóti Golf- sambandsins sem fram fór í Grafar- holti og þar vann hann alla helstu golfspilara landsins. Hann hætti að spila golf fyrir nokkrum árum en al- veg fram í andlátið var hann að kaupa sér nýjar golfgræjur. Eftirminnilegustu stundirnar í Gilinu voru samt þær þegar við sát- um tveir einir í stofunni og Nunni setti diska á fóninn. Hver tenórinn af öðrum hóf upp raust sína og Nunni sveiflaði höndunum af einskærri hrifningu. Nú hefur þessi mikli höfðingi kvatt og ég mun sakna hans mikið. Ég hef oft velt fyrir mér hvaða starfsgrein hann hefði valið sér ef honum hefði staðið menntabrautin til boða eins og öllum ungmennum í dag. Hann hafði gáfur og hæfileika til að ná í fremstu röð á hverju því sviði sem hann hefði valið sér. Á þessari stundu hvarflar hugur- inn til hetjunnar Stellu Stefánsdóttur og hennar stóru og samhentu fjöl- skyldu. Blessuð sé minning Gunnars Konráðssonar. Sigtr. Sigtryggsson. Kunnur borgari hér á Akureyri, Gunnar Konráðsson, hefur nú kvatt þennan heim. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Aureyri þann 26. maí sl. á 84. aldursári. Gunnar var sonur hjónanna Svövu Jósteinsdóttur og Konráðs Jóhannssonar, vélstjóra og gullsmiðs. Hann var næstelstur 6 systkina, látnir eru þeir Jóhann og Jósteinn en eftirlifandi eru Hjördís, Svavar og Haukur. Skömmu eftir hið venjubundna barnaskólanám gerðist Nunni sjómaður um 7 ára skeið á síldarárunum í skjóli föður síns, sem var vélstjóri á Sjöstjörnunni og Bris í eigu Stefáns Jónassonar útgerðar- manns. Árið 1943 kvæntist hann Stellu Stefánsdóttur sjúkraliða og varð þeim 14 barna auðið og eru 13 þeirra á lífi. Árin 1945–1948 bjuggu þau í Reykjavík og starfaði Nunni hjá Eimskipafélagi Íslands. Árið 1948 fluttu þau til Akureyrar og starfaði hann áfram hjá Eimskip og um hríð hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga. Þá keyptu þau húseignina Lækjargötu 22a, sem eftir það var þeirra varanlega heimili með allan hinn röska barnahóp. Við ellimörkin 67 ára lauk hann störfum hjá Eim- skip og var hann þá að leiðarlokum sæmdur fallegri viðurkenningu eftir áratuga dygga þjónustu. Nunni fylgdist mjög vel með öllum þjóðmál- um, krufði hvert mál til mergjar og var alls óhræddur að lofa okkur hægri sinnunum að heyra „sannleik- ann“ í málinu á allhressilegri Ís- lensku. Hann studdi Alþýðubanda- lagið og bar hag láglaunamanna mjög fyrir brjósti. Hann var ör í lund og hrifnæmur og því ekki að undra að tónlistin væri eitt af hans helstu hugðarefnum. Bróðir hins lands- fræga Jóhanns og náfrændi óperu- söngvaranna Kristjáns Jóhannsson- ar og Magnúsar Jónssonar. Nunni söng með Karlakór Akureyrar í all- mörg ár og hann átti mjög gott plötu- safn með úrvals söngvurum og merk- um tónverkum. Var oft bæði fróðlegt og gaman að hlusta á hann spjalla um gamla Gigli eða Martinelli, Tebaldi eða Callas. Enginn kom þar að tóm- um kofunum og alltaf var Jussi Björl- ing rétt við höndina. Hann ræddi oft um meðferð fólks á íslensku máli. Hann undraðist orðfæð margra, rangar beygingar og jafnvel engar. Nunni virtist vera sívakandi um hin margvíslegu málefni. Um tíma iðkaði Nunni billiard- íþróttina af miklum áhuga, bæði í Reykjavík og síðar hér í bæ, og fór slíkt orð af honum að hann þótti með- al hinna albestu hérlendis. Veit ég dæmi þess að nokkrum sinnum gerðu þeir hinir bestu sér ferð norð- ur til þess að rétta hlut sinn, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Það þóttu tíð- indi þá örsjaldan að hann tapaði ein- vígi. Augað var skarpt og keppnis- skapið mikið. Eftir norðurkomuna 1948 var hann um hríð í hesta- mennsku með föður sínum og bróður. Þeir áttu hesthús rétt við golfvöllinn á Suðurbrekkunni. Ekki fór það framhjá honum hvernig menn slógu þessa hvítu kúlu. Nunni tók miklu ástfóstri við þessa íþrótt og skilaði nákvæmni hans og elja honum mark- verðum árangri. Í meira en 30 ár, eða 1953–1985 var hann ætíð í einhverju verðlaunasæti! Hann vann Olíubikar- inn hjá GA 1956, 1961 og 1968, Mic- keýs-bikarinn 1961–1962, Gunnars- bikarinn 1964 og Gullsmiðabikarinn 1970 og 1978. Hann var öldunga- meistari GA 1985 og Íslandsmeistari öldunga árið 1971. En frægðin og verðlaunin voru honum ekkert aðal- atriði. Hann bar hlýjan hug til golf- klúbbsins og vallarins. Þetta var un- aðsreitur sem hann mat mikils og hann gerði sér ferðir neðan úr bæ upp á golfvöll til að raka og hreinsa ýmiss konar rusl við skálann eða á brautum. Nú að leiðarlokum hvarflar hugur margra golfara til ánægjulegra stunda með Nunna. Stjórn GA vottar fjölskyldu hans samúð og kveður þennan hreinskiptna og trygga liðs- mann með miklu þakklæti og virð- ingu. Megi hönd Guðs leiða hann um ókunna stigu. F.h. Golfklúbbs Akureyrar, Haraldur Sigurðsson. Ekki löngu eftir komu okkar Dón- alds til Grímseyjar fyrir 10 árum kynntumst við Gunnari Konráðssyni, föður okkar góða vinar Gylfa. Gunn- ar var hress lífslistamaður sem sóp- aði af, hvar sem hann fór, fyrir fastar skoðanir og gustmikla framkomu. Gunnar var alla sína starfsævi verka- maður en áhugamálin voru bæði fjöl- breytt og mörg. Golfari var Gunnar af lífi og sál og einn af stofnendum Golfklúbbs Akureyrar. Skínandi góð- ur snókerspilari á bernskudögum þeirrar íþróttar á Íslandi. Einlægur tónlistarunnandi og söngvari sjálfur. Það var oftar en ekki á síðustu árum, að við hittum Gunnar vin okkar á Ak- ureyri, hamingjusaman og brosandi, með nýkeyptan óperudisk í hönd, á leið heim í Gil að njóta söngs og flutn- ings helstu stórsöngvara heimsins. Ættfaðirinn Gunnar eignaðist 14 börn með heillastjörnunni sinni henni Stellu, yndislegri konu sem umvafði manninn sinn og hópinn þeirra stóra, bæði þétt og vel alla tíð. Það var eitthvað svo táknrænt að Gunnar sem taldi sín auðæfi í vel- gerðum, dugmiklum börnum og barnabörnum, skyldi eignast 129. af- komandann nokkrum klukkustund- um áður en hann sjálfur kvaddi. Tenging Gunnars við Grímsey var sterk. Hér á hann stóran hóp. Það var á gleði- og leikjadegi í grunnskól- anum sem golfarinn Gunnar sló sín síðustu golfhögg í litlum golfleik, stuttu áður en hann varð fyrir því áfalli sem var upphaf að endinum. Síðast hitti ég Gunnar á svölum Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þar sat hann í sólinni, með sína kæru Stellu sér við hlið. Sjúkdómurinn hafði sett sitt mark á kempuna en þegar golf og snóker barst í tal, glömpuðu augum af áhuga. Neistinn sem einkenndi Gunnar svo í öllum hans störfum um ævina, var enn á sínum stað. Við Dónald þökkum Gunnari Kon- ráðssyni skemmtileg kynni og biðj- um honum og öllum hans, Guðsbless- unar. Helga Mattína Björns- dóttir, Grímsey. GUNNAR KONRÁÐSSON Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðar- samkoma. Fanney Sigurðar- dóttir stjórnar. Inger Dahl talar. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Sveitarfélagið Ölfus Útboð Slitlag Þorlákshöfn 2004 Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir tilboðum í slit- lagsviðgerðir, malbikun, frárennslislagnir og gerð kantsteina. Verklok eru 22. júlí 2004. Helstu magntölur eru: Gröftur 300 m3 Neðra burðarlag 500 m3 Frárennslislagnir 40 m Malbik 4300 m2 Malbik, stakar viðgerðir 250 m Kantsteinar 1400 m2 Sögun ca 500 m Útboðsgögn eru afhent frá og með miðviku- deginum 2. júní 2004, hjá Verkfræðistofu Suð- urlands, Austurvegi 3-5, Selfossi og í Ráðhús- inu, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, gegn 5.000 kr. skilagjaldi. Tilboð verða opnuð í Ráðhúsinu, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, fimmtudaginn 10. júní 2004 kl. 11:00. Bæjarstjóri Ölfuss. Sveitarfélagið Ölfus Þorlákshöfn — Fráveita á hafnarsvæði Brunndælur og raforkuvirki Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir tilboðum í skólpdælur, raforkuvirki og stjórnbúnað vegna framkvæmda við fráveitu á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn. Helstu verkþættir eru: Skólpdælur. Afköst 55 l/sek., lyftihæð 7,2 m 2 stk. Þrýstilagnir 200-300 mm 31 m. Stjórnbúnaður, stýrivélar og skjástöð o.fl. Skýli og töflukassi fyrir stjórnbúnað. Verkinu skal lokið fyrir 15. október 2004. Útboðsgögn eru afhent gegn 3.000 kr. skila- gjaldi á skrifstofu VSÓ Ráðgjafar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 1. júní 2004. Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir opnun tilboða fimmtudaginn 10. júní 2004 kl. 10:00. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Auglýsing um deiliskipulag í Grímsnes- og Grafningshreppi Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulags- tillögu: Þrastarlundur í Grímsnesi, þjónustusvæði Ungmennafélags Íslands. Tillagan gerir ráð fyrir aðkomu og bílastæði við þjónustumiðstöð sem áður hefur verið samþykkt og er í byggingu, byggingarreit sem verður sameiginlegur fyrir þjónustumiðstöð, sýningarsal og síðari viðbætur við þjónustu- miðstöðina, byggingarreit fyrir 2 starfsmanna- hús og reit fyrir framtíðar bensínafgreiðslu Skipulagstillagan mun liggja frammi á skrif- stofu á skrifstofu Grímsnes- og Grafnings- hrepps að Borg og hjá embætti skipulagsfull- trúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laug- arvatni, á skrifstofutíma frá 2. júní til 30. júní 2004. Athugasemdir við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Ár- nessýslu í síðasta lagi miðvikudaginn 14. júlí 2004 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni. Laugarvatni, 21. maí 2004. F.h. sveitarstjórnar Grímsness- og Grafningshrepps, Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulags- fulltrúi uppsveita Árnessýslu. Suður-Frakkland Til leigu hús í Suður-Frakklandi, nálægt Mars- eille. Frá og með 15. júlí — 15. sept. nk. Leigist allan tímann eða að hluta. Húsið er stórt einbýl- ishús með aukaíbúð, sundlaug o.s.frv. 3 tvöföld svefnherbergi. Góður bíll getur fylgt með í leigu. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúm- er á augldeild Mbl. eða á box@mbl.is merkt „15464“ fyrir fimmtudaginn 3. júní. ATVINNUHÚSNÆÐI ATVINNA mbl.is TILBOÐ / ÚTBOÐ ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.