Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 43
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert úrræðagóð/ur og því
leitar fólk oft eftir ráðum hjá
þér. Þú hefur einnig mikla
aðlögunarhæfni og lifir oft
ævintýralegu lífi. Búðu þig
undir spennandi breytingar.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert gripin/n barnalegri
þörf fyrir að hafa þitt fram í
rökræðum í dag. Þetta gerir
þig krefjandi og erfiða/n í
samskiptum. Reyndu að slaka
á og sýna þitt rétta andlit.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þig langar að kaupa eitthvað
og það strax. Ef um miklar
fjárhæðir er að ræða ættirðu
að taka á honum stóra þínum
og hugsa þig tvisvar um.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú tekur öllum hlutum mjög
persónulega í dag og því gæti
komið til óvenju harkalegra
deilna á milli þín og þinna nán-
ustu. Sýndu sveigjanleika.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þér er mikið í mun að gera
umbætur í vinnunni í dag. Þú
ert sannfærð/ur um að hug-
myndir þínar muni leiða til
góðs en það er ekki víst að
aðrir séu sammála þér.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er mikil orka í loftinu,
nýttu hana jákvæðan hátt. Ef
þú æðir áfram án þess að
skeyta um áhrif þess á fólkið í
kring gæti það ógnað vináttu
þinni við einhvern.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er hætt við að tilfinningar
þínar blindi þig í samskiptum
þínum við foreldra þína og yf-
irmenn í dag. Það er líklega
einhvers konar valdabarátta í
uppsiglingu. Farðu varlega.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Reyndu að forðast deilur í
dag. Gömul ágreiningsmál
munu sennilega koma upp á
yfirborðið í samskiptum við
systkini þín og nágranna.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Venus er beint á móti Plútó og
það skapar jákvæða spennu í
ástarmálunum hjá þér. Þú átt
auðvelt með að laða að þér
fólk.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Reyndu að fylgjast vel með
því sem er að gerast í kringum
þig í dag. Það er hætt við að
þú særir eða móðgir fólk með
framkomu þinni.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú hefur sterkar skoðanir á
hlutunum en ættir þó að forð-
ast að þröngva þeim upp á
aðra í dag. Þetta á sérstaklega
við í vinnunni þar sem yf-
irgangur getur aflað þér var-
anlegra óvinsælda.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það er einhver spenna í loft-
inu í dag og það getur komið
þér til góða í ástarmálunum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú þarft að taka af skarið á
heimilinu eða í vinnunni. Þú
veist að þú þarft að taka
stjórnina í þínar hendur til að
koma hlutunum í rétt horf.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Á RAUÐSGILI
Enn ég um Fellaflóann geng,
finn eins og titring í gömlum streng,
hugann grunar hjá grassins rót
gamalt spor eftir lítinn fót.
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.
Löngum í æsku ég undi við
angandi hvamminn og gilsins nið,
ómur af fossum og flugastraum
fléttaðist síðan við hvern minn draum.
- - -
Jón Helgason
LJÓÐABROT
80 ÁRA afmæli. Áttatíuára er í dag, 2. júní,
Ólafur Þórhallsson, Nes-
haga 14, Reykjavík, fyrrum
bóndi að Ánastöðum í V-
Húnavatnssýslu.
Eiginkona hans er Hall-
dóra Kristinsdóttir. Þau
eru að heiman í dag.
Á KVENNADAGINN, hinn
19. júní, verður 47. Evr-
ópumótið sett í Málmey í
Svíþjóð. Keppt er í þremur
flokkum, opnum flokki (33
þjóðir), kvennaflokki (22
þjóðir) og flokki öldunga (16
þjóðir). Ísland sendir lið í tvo
fyrstnefndu flokkana, sem
eru þannig skipuð: Opinn
flokkur: Jón Baldursson og
Þorlákur Jónsson; Matthías
Þorvaldsson og Magnús E.
Magnússon; Þröstur Ingi-
marsson og Bjarni H. Ein-
arsson; fyrirliði Guðm. P.
Arnarson. Kvennaflokkur:
Guðrún Óskarsdóttir og
Anna Ívarsdóttir; Hjördís
Sigurjónsdóttir og Ragn-
heiður Nielsen; Stefanía Sig-
urbjörnsdóttir og Alda
Guðnadóttir; fyrirliði Einar
Jónsson.
Suður gefur; AV á hættu.
Norður
♠ÁK9876
♥K9
♦ÁK1084
♣–
Vestur Austur
♠D52 ♠1043
♥63 ♥Á54
♦DG3 ♦976
♣K8432 ♣ÁD65
Suður
♠G
♥DG10872
♦52
♣G1097
Opni flokkurinn stóð í
ströngu um síðustu helgi, en
þá voru spiluð 200 æf-
ingaspil á tveimur dögum
gegn harðri andstöðu. Spilið
að ofan er frá helginni. Á öll-
um borðum vakti suður á
veikri hjartasögn og norður
keyrði síðan í sex hjörtu.
Slemman er afleit, en liggur
þó til vinnings EF út kemur
tíguldrottning. Sem er ekki
fráleitara útspil en hvað ann-
að.
Sagnhafi tekur á tígulás,
spilar ÁK í spaða og trompar
spaða með TVISTINUM
heima. Þótt trompið sé þétt
niður í sjöu hefur sagnhafi
ekki ráð á neinu bruðli.
Næst er tígultíu svínað og
laufi hent í tígulkóng. Nú
eru tvö lauf farin niður í há-
spil blinds og hin tvö er hægt
að trompa með K9.
Ótrúlegt spil.
BRIDS
Guðmundur
Páll Arnarson
1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4.
cxd5 exd5 5. Bg5 Be7 6. e3
0-0 7. Bd3 c6 8. Dc2 Rbd7 9.
Rge2 He8 10. 0-0 Rf8 11. f3
Da5 12. a3 g6 13. b4 Dd8 14.
Kh1 Re6 15. Bh4 a5 16. b5 c5
17. Da2 b6 18. Bxf6 Bxf6 19.
Dxd5 cxd4 20. Re4 Hb8 21.
Dxd8 Bxd8 22. exd4 Be7 23.
Hfd1 Bb7 24. a4 Hbc8 25.
Hac1 f5 26. Rd2 Hxc1 27.
Hxc1 Bg5 28. Hd1 Rxd4 29.
Rxd4 Bxd2 30. Bc4+ Kh8 31.
Re6 Bb4 32. Kg1 Bc8 33. Rc7
Hf8 34. Kf1 g5 35. Be6 Kg7
36. Bxc8 Hxc8 37. Hd7+ Kg6
38. Ke2 Bc5 39. Kd3 h5 40.
Rd5 Hb8 41. Hc7 f4 42. Kc4
Bg1 43. Hc6+ Kf5 44. h4
gxh4 45. Re7+ Ke5 46. Hh6
He8 47. Hxh5+ Ke6 48. Rd5
Hc8+ 49. Kd3 Kd6 50. Rxf4
Bf2 51. Hh6+ Kc5 52. Ke2
Bg3 53. Re6+ Kb4 54. Rd4
Kxa4 55. Hxb6 Hd8 56. Ke3
Staðan kom upp á Evr-
ópumeistaramóti ein-
staklinga sem lauk
fyrir skömmu í Anta-
lya í Tyrklandi. Virk-
asti stórmeistari Ís-
lendinga, Hannes
Hlífar Stefánsson
(2.567), hvítt, hafði
verið að þjarma að
búlgarska alþjóðlega
meistaranum Julian
Radulski (2.497) en
lék illilega af sér í síð-
asta leik. Sá búlg-
arski greip tækifærið
fegins hendi og vann
mann eftir 56. –
Hxd4! 57. Kxd4 Bf2+ 58.
Kc4 Bxb6 en íslenski víking-
urinn var ekkert á því að gef-
ast upp enda hefur uppkom-
ureitur h-peðsins annan lit
en svarti biskupinn. 59. f4
Ka3 60. Kd5 a4 61. Kc6 Bd4
62. b6 Kb3 63. b7 Ba7 64. f5
a3 65. f6 a2 66. f7 a1=D 67.
f8=D Da6+ 68. Kd5 Dxb7+
69. Ke5 Db8+? Glutrar skák-
inni niður í jafntefli. 69. –
Bb8+ var betra þó að hvítur
geti haldið baráttu sinni
áfram. 70. Dxb8+ Bxb8+ 71.
Ke4 Kc2 72. Ke3 Kd1 73.
Kf2 Ba7+ 74. Kf3 Bb8 75.
Kf2 Bh2 76. Kf3 Ke1 77. g4!
Kf1 77. – h3 hefði ekki dugað
til vinnings vegna 78. g5 Be5
79. g6 Kf1 80. g7. 78. g5 Bf4
og samið um jafntefli. Hann-
es stóð sig með prýði og fékk
7½ vinning af 13 mögulegum
og lenti í 17.–24. sæti. Stefán
Kristjánsson fékk 6½ vinn-
ing og lenti í 34.–44. sæti en
Björn Þorfinnsson fékk 5
vinninga og lenti í 60.–66
sæti. Alls voru 74 keppendur
á mótinu.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
„Ekki snerta þennan hnapp,“ sagði ég… „Ekki
snerta þennan hnapp.“
MEÐ MORGUNKAFFINU
KIRKJUSTARF
Bústaðakirkja. Starf aldraðra kl. 13–
16.30. Þeir sem óska eftir að láta sækja
sig fyrir samverustundirnar látið kirkju-
verði vita í síma 553 8500.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 520 9700.
Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8.
Hugleiðing, altarisganga, morgunverður.
Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11.
Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12.
Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöldbænir kl.
18.
Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10
undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur.
Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað
kl. 10.30.
Neskirkja. Fyrirbænamessa kl. 12.15.
Prestur sr. Árni Þórðarson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í há-
deginu kl. 12. Altarisganga. Léttur hádeg-
isverður.
Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há-
deginu. Léttur málsverður. Kl. 13–16 opið
hús.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.
Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur
málsverður.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10.
Opinn sporafundur Tólf sporanna kl. 20.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund kl.
18. Beðið fyrir sjúkum. Tekið á móti fyr-
irbænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–
12 með Nönnu Guðrúnu.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn-
aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12.
Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Léttur há-
degisverður kl. 12.30 í Ljósbroti Strand-
bergs.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og
brauð í safnaðarheimilinu. Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 13.
Bessastaðasókn. Foreldramorgnar kl.
10–12. Opið hús eldri borgara kl. 13–16.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar
kl. 10–12.
Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í
Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum.
Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í
síma 565 3987.
Fríkirkjan Kefas. Samverustund unga
fólksins kl. 20.30. Samvera, lofgjörð,
fræðsla og lestur
Orðsins. Nánari upplýsingar á www.-
kefas.is.
Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Org-
eltónar, sakramenti, fyrirbænir, léttar veit-
ingar á vægu verði í safnaðarsal. Síðasta
samvera fyrir sumarhlé.
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Ómar
Sængurfataverslun,
Glæsibæ • Sími 552 0978
Vöggusett
barnasett
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmæl-
isbarns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgð-
armanns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Borgartúni 28 • símar 520 7901 & 520 7900
Draumavél
heimilanna!
Vegleg brúðargjöf!
Ísaumuð svunta
með nöfnum og
brúðkaupsdegi fylgir!
ARTISAN
5 gerðir - 7 litir
stærri skál, hveitibraut fylgir
Yfir 60 ára frábær reynsla
ÁRNAÐ HEILLA