Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 51 ÞUNGAROKKSSVEITIN Andlát, sem sigraði í Músíktilraunum Tóna- bæjar árið 2001, er um þessar mundir á tónleikaferðalagi í Evrópu. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu í mars undir heitinu Mors Longa hjá útgáfufyr- irtækinu Hopewell Records, en út- gáfufyrirtæki þeirra stendur fyrir tónleikaferð sveitarinnar. Reykjavík Loftbrú styrkir hljómsveitina til þessarar ferðar. Andlát hélt utan um miðjan maí og hefur nú þegar haldið nokkra tón- leika í Belgíu, Hollandi og Þýska- landi, en tónleikaferðin mun standa yfir til 8. júní n.k. Þegar Morgunblaðið hafði sam- bandi við Hauk, bassaleikara sveit- arinnar, voru þeir að leggja upp frá Dresden í Þýskalandi til Póllands. Hann segir ferðina hafa verið afar skrautlega til þessa en jafnframt skemmtilega. „Aðsóknin á tónleika okkar hefur verið misjöfn en við höf- um spilað í sóðalegum kjöllurum, „harðkjarnabúllum“ og börum. Á suma tónleika mæta einungis tíu manns en á öðrum hafa verið um tvö hundruð. Það koma auðvitað flestir á tónleikana þegar þeir eru haldnir um helgar,“ segir Haukur. „Við höfum boðið plötuna okkar til sölu á tón- leikum og selt að jafnaði eitt til sjö eintök.“ Aðspurður segir Haukur að þeir hafi lent í ýmsum ævintýrum. Honum fannst það kúnstugt þegar trommari sveitarinnar, Magnús Örn Magn- ússon, lenti í því óláni að fjárfesta í tannlími í staðinn fyrir tannkremi. „Hann las vitlaust á umbúðirnar og gítarleikarinn okkar brúkaði það fyrstur manna og ældi.“ Til allrar hamingju fyrir liðsmenn hljómsveit- arinnar lét söngvarinn tannlímið eiga sig. „Þá var gaman að hitta liðsmenn Mínuss en við rákumst á þá í Hann- over og litum inn í rútuna þeirra.“ Aðbúnaður piltanna er misjafn og stundum þurfa þeir að sofa á gólfi þeirra tónleikastaða sem þeir leika á. „Við sofum annaðhvort heima hjá ein- hverjum hugsjónamönnum úr heimi harðkjarnans eða á gólfi tónleikastað- anna. Þá hafa „grúppíurnar“ að mestu leyti látið okkur í friði á þess- um stöðum.“ Framundan hjá Andlátsmönnum eru tónleikar í Póllandi en þeir munu ljúka tónleikaferð sinni í Prag þann 7. júní nk. Nánari uppl. um tónleika sveit- arinnar og dagbók hljómsveit- armeðlima er að finna á heimasíðu sveitarinnar. Hljómsveitin Andlát á tónleikaferð um Evrópu Tannlím og tónleikahald Hljómsveitin Andlát slær hvergi af á tónleikum sínum. www.andlat.com STUNDUM geta hljómsveitir virkað á mann eins og góðir sauma- klúbbar. Og er gleðisveitin Spaðar eitthvert besta dæmið þar um. Gamlir og góðir vinir sem koma saman og gera saman það sem þeim þykir kærast, taka í hljóðfæri og söngla létta og líflega söngva. Þetta hefur þessi hartnær tutt- ugu manna félagsskapur gert nú í góða tvo áratugi og er afraksturinn að finna á þessari bráðskemmtilegu safnplötu. Fyrstu árin og áratuginn gerði sveitin reyndar meira af því að koma fram í góðra vina samkvæm- um, en að gefa út plötur, dreifðu reyndar þremur snældum á árun- um 1987–1992, sem fóru þó ekki ýkja víða. Síðustu árin virðist útgáfu- metnaðurinn þó hafa vaxið í góðu samræmi við aukna getu og betra samspil, eins plöturnar Ær og kýr frá 1997 og Skipt um peru frá 2002 gáfu til kynna. En þrátt fyrir frekari sett- legheit var aðalsmerki sveitarinnar eftir sem áður fádæma spilagleði. Svo er og hér á nýju plötunni sem er tvískipt, nýtt efni á fyrri disk- inum og safn eldri upptakna á þeim síðari. Þar greinir maður glöggt áðurnefnda þróun, galsinn og „greddan“ sem Ólafur Þ. Harðar- son – „Spaðagosinn“ – talar rétti- lega um í káputexta er allsráðandi í eldri upptökunum á meðan spila- mennskan er betri í nýja efninu og tónlistareinkennin öll orðin mun markvissari. Nú er líka svo komið að sem íslensk hljómsveit eru Spaðarnir orðnir alveg sér á báti því fáar standast þeim snúninginn þegar kemur að flutningi góðrar og alþýð- og alþjóðlegrar danstónlist- ar sem höfðar jafnvel til þeirra sem alla jafnan hlusta ekki á slíka tón- list. Það er einmitt þessi samruni hins alþjóðlega og alþýðlega sem gerir Spaðana svo merkilega. Þeim ferst orðið svo vel úr hendi að velja af smekkvísi erlend dansvæn þjóð- lög og standarda – gjarnan ættuð úr austri – og gera þau eitthvað svo innilega íslensk, bæði með flutningi sínum og fjörlegum frum- sömdum textum þar sem vandaðir orðsins menn á borð við Guðmund Andra, Gyrði Elíasson og fleiri njóta sín greinilega út í ystu æsar, sleppa fram af sér beislinu, við að berja saman létta og oft og tíðum kæruleysislega dægurlagatexta þar sem viðfangsefnin virðast oftar en ekki vera öll þau sem ekki þykir par fínt að koma inn á virðulegri vettvangi ritlistarinnar – glaumur, gleði og lúmskt karlrembulegar ástarjátningar. Spaðar eiga sér orðið góðan hóp dyggra stuðningsmanna, sem gjarnan hafa fallið fyrir þeim í ein- hverju samkvæmanna eða dans- leikjanna sem þeir hafa leikið á. Fyrir þá og aðra unnendur góðrar gleðitónlistar er þessi smekkfulla 43 laga safnplata fjörlegasta saumaklúbbs landsins hrein himna- sending. Hinir sem ekki hafa enn orðið þessarar gleði aðnjótandi ættu að vonast til að draga áttu – og breyta svo í Spaða. Tónlist Safnplata polka- hatarans Spaðar Úr segulbandasafninu 1983–2003  Safn laga, gamalla og nýrra, með hljóm- sveitinni Spöðum. Flytjendur: Guð- mundur Andri Thorsson söngur, munn- harpa; Magnús Haraldsson gítar, söngur, rafgítar, básúna; Aðalgeir Arason man- dólín, búsúki, söngur; Gunnar Helgi Krist- insson harmónikka, píanó, hljómborð; Hjörtur Hjartarson klarinett, flauta, raf- gítar; Guðmundur Pálsson fiðla; Guð- mundur Ingólfsson bassi, rafgítar, raddir; Sigurður G. Valgeirsson trommur, áslátt- ur, raddir; Helgi Guðmundsson munn- harpa; Sveinbjörn I. Baldvinsson rafgítar; Eiríkur Stephensen klarinett saxófónn; Páll Sigurðsson baritónhorn; Kristinn P. Magnússon söngur; Guðjón Grétar Ósk- arsson trommur, raddir; Jóhann Friðbjörn Valdimarsson raddir; Jón Thoroddsen söngur, raddir; Ragnar Sigurðsson túba; Ásgeir Óskarsson trommur. Diskur A inni- heldur nýjar upptökur frá 2003, diskur B inniheldur safn eldri upptaka frá árunum 1983–1993. Útgefandi Spaði 2003. Skarphéðinn Guðmundsson LEIKARINN, leikstjóri og hand- ritshöfundur, Billy Bob Thornton, hefur viðurkennt að hann skildi við konu sína Angelinu Jolie vegna þess að hann var hræddur við hana. Hann segir hana hafa verið of góða fyrir hann og hann hafi barist við að þola fegurð hennar. Hann segir að þetta sé allt honum að kenna og skrifist á vanmátt- arkennd hans og ótta. Hún hafi verið of falleg, of gáfuð og of heilsteypt. Þá segir hann samband sitt við fyrr- verandi konu sína vera gott, þau tali mikið saman og séu góðir vinir. Thornton á nú von á barni með nú- verandi unnustu sinni, Connie Angland, og segist ekki útiloka hjónaband … ÞOKKAGYÐJAN Cameron Diaz segist vilja fá líkama Britney Spears, enda sé hún farin að finna fyrir Elli kerlingu á sér, orðin alveg þrjátíu og eins árs. Diaz segir hina tuttugu og tveggja ára Spears vera kynþokkafyllstu konu heims. Diaz bætir því við í viðtali við blaðið OK! að fræga fólkið gefi ungum stúlkum óraunhæfar fyrirmyndir, þar sem fræga fólkið vinni með fólki sem tryggir að það líti alltaf fullkomlega út. Segir hún að stelpur þurfi að vita að ef þær hefðu förð- unarfólk sem löppuðu upp á þær í hvert skipti sem þær svitnuðu myndu þær líta jafn vel út á sinn hátt … ENN af Britney Spears, en nú hef- ur dísin sú ráðið til sín tvo sálfræð- inga til að veita sér sólarhrings- ráðgjöf. Eftir gríðarlegan ólifnað og oflæti sem endaði á þriggja sólar- hringa hjónabandi Britney Spears við æskuvin sinn, ákváðu aðstoð- armenn hennar að ráða tvo ráðgjafa til að halda stjörnunni á beinu brautinni. Sálfræðingarnir kosta í kringum fjórtán milljónir króna á ári og í þeirra verka- hring er að veita Spears fullan til- finningalegan stuðning og halda henni frá flöskunni. Britney er svo stressuð að hún keypti sér hús á St. Barts-eyju í Karíbahafinu til að sleppa frá streitunni. Þar segja vinir hennar að hún fái dálítinn stund- arfrið frá amstri heimsfrægð- arinnar. FÓLK Ífréttum Karfa á fæti með hjólum kr. 27.405 stgr. H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 06 . 2 00 4 kr. 28.405 stgr. Tilbo ð! kr. 29.925 stgr. kr. 11.305 stgr. Karfa með neti kr. 2.690 Karfa með bolta kr. 3.990 Fjaðrandi karfa kr. 4.990 Vandaðar rólur frá KETTLER, CE merktar Buslulaug. Tilboð, stærð 120 x 180 cm kr. 3.900 stærð 120 x 240 cm kr. 5.900 Fyrir ga rðinn og suma rbústað inn Vandið valið og verslið í sérverslun. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000  Ó.H.T Rás2 www.laugarasbio.iswww .regnboginn.is Sýnd kl. 10. B.i. 16. ELLA Í ÁLÖGUM Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari. Sýnd kl. 5.30, 7, 8.30, 10 og 11.30. DV Léttöl  Ó.H.T Rás2  SV MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára.  Kvikmyndir.com Að breyta fortíðinni getur haft óhugnalegar afleiðingar fyrir framtíðina. Svakalegur spennutryllir sem fór beint á toppinn í USA. Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. 17.000 manns á 6 dögum!!!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.