Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 53 FERILSSKRÁ Polly Harvey, „svölustu konu í heimi“, sem hljóðritar und- ir sveitarnafninu PJ Harv- ey er afar glæstur. Fyrstu þrjár breiðskíf- urnar eru hrikalega flottar, gróft og blæðandi einlægt rokk en dampur- inn datt aðeins niður (bara pínkulítið) á Is this Des- ire? (’98). Tveimur árum síðar kom hún hins vegar stormandi til baka með Stories From the City, Stories From the Sea. Persónulega var ég ekk- ert sérstaklega hrifin af síðastnefndu plötunni, fannst Harvey standa þar of nálægt skugganum af Patti Smith. Platan sem slík er þó hin ágætasta en Harvey er algerlega fyr- irmunað að gera slaka plötu. Á Uh Huh Her kveður við nokkuð annan tón en þar er einhvers konar stóískari og dular- fyllri útgáfa af fyrstu tveimur plötunum. Um leið er platan í fjölbreytara lagi; hér eru dimmar og skuggalegar stemmur, hálfpartinn órafmagnaðar í bland við brjálaða rokkara. Öllu er svo haldið saman af einstakri listamannssýn PJ Harvey, sem er eitthvað svo heil og sönn. Maður trúir því að hún sé að leggja spilin á borðið í hverju einasta lagi og að þetta sé í raun spurning um líf og dauða. Þetta er „alvöru“. Frá- bær plata frá rokkdrottn- ingunni einu og sönnu sem virðist ætla að sitja í há- sæti sínu lengi vel. Tónlist Dráps- drottn- ingin PJ Harvey Uh Huh Her Island/Universal Polly Harvey er með helstu rokkkvendum sem sagan hefur getið af sér. Auk þess er hún snillingur.  Arnar Eggert Thoroddsen BLINDSKER – Saga Bubba Morthens er heimildarmynd sem eldhugar í kvik- myndafélaginu Poppoli hafa unnið að síðastliðin tvö ár og gera ráð fyrir að frumsýna í kvikmyndahúsum í haust. Vel hefur gengið að þræða skerja- garðinn um líf og störf þessa mikilvæga tónlistarmanns og segir Ólafur Jóhann- esson, leikstjóri myndarinnar, að fyrsta „klipp“ verði að öllu líkindum tilbúið í júní. „Þessa dagana erum við að fara í gegnum safnefnið sem til er um Bubba, og er það alveg gríðarlegt magn. Það er mikil vinna fólgin í því að gera honum Ásbirni Morthens skil, og skiljum við nú af fenginni reynslu afhverju svo margir sem hafa ætlað að búa til mynd um Bubba hafa hrökklast frá því verk- efni. Ferill og saga þessa tónlistar- manns er svo umfangsmikil að hann er eiginlega orðinn nokkurs konar þjóðar- eign. Við höfum því lagt okkur eftir því að gera þetta 170% vel.“ Ólafur Páll Gunnarsson (Óli Palli) semur handritið að myndinni, Ragnar Santos hefur yfirumsjón með kvik- myndatöku og Benedikt Jóhannesson klippir, en myndin er unnin í samvinnu við Friðrik Þór Friðriksson. Meginfókus myndarinnar verður á manninn Bubba Morthens fremur en tónlist hans, og segir Ólafur að skyggnst verði dýpra á bak við þá mynd af Bubba sem þjóðin þekkir. „Við reynum að komast að því hvað drífur manninn áfram, og förum auðvit- að út í þennan ótrúlega bakgrunn hans,“ segir Ólafur. „Þar ætlum við að leita lengra en komið hefur fram í við- tölum, t.d. verður fjallað um uppvaxt- arár Bubba og það umhverfi sem hann kemur úr. Þá er mjög mikið áhugavert efni til um Bubba sem við munum nota, en það er í raun einsdæmi hversu vel honum hefur verið fylgt eftir í gegnum tíðina. T.d. hefur Friðrik Þór látið okk- ur hafa gamalt efni úr sínum fórum sem hann tók á filmu þegar hann fylgdi Bubba og Utangarðsmönnum eftir á ní- unda áratugnum. Tolli bróðir Bubba tók sömuleiðis upp efni af Utangarðs- mönnum þegar þeir voru að ferðast á milli verbúða. Ekki má gleyma öllu aukaefninu úr Rokk í Reykjavík sem Friðrik hefur leyft okkur að skoða líka. Tímabilið 1980 til 1987 var eiginlega geggjaðasta tímabilið hans Bubba, og því ómetanlegt að fá þetta gamla efni, án þess hefðum við varla lagt í að gera myndina.“ Ólafur bætir við að styrkir frá tveim- ur fyrirtækjum, Íslandsbanka og Essó, hafi gert þeim félögum kleift að hefja verkið, en síðan hafi Kvikmyndasjóður styrkt verkefnið. „Það er ekki annað hægt en að gera stóra og vandaða mynd um Bubba Morthens, og leggjum við áherslu á að fólk geti séð hana í bíó. Við viljum að myndin verði sterk kvikmyndaupplifun, með fjölbreyttu en um leið skemmti- legu efni, og umfangsmiklum strúktúr, eins og hæfir kvikmynd í fullri lengd.“ Vinnu við heimildarmyndina Blindsker – Saga Bubba Morthens að ljúka Á siglingu um skerjagarð Bubba Á veggspjaldi heimildarmyndarinnar Blindsker – Saga Bubba Morthens er m.a. ljósmynd af Bubba á unga aldri. heida@mbl.is STÚLKNABANDIÐ Nylon, sem sett var saman af umboðs- manni Íslands, Einari Bárðarsyni, í upphafi árs, hefur inn- reið sína í sjónvarpið í kvöld. Þá verður sýndur fyrsti þátt- urinn af Nylon og munu stúlkurnar þar með feta í fótspor hinnar andans skyldu sveitar og þeirra fyrstu sem var „tilbúin“, The Monkees, en hún var með eigin þætti í banda- rísku sjónvarpi á sjöunda áratugnum. Í þættinum verður fylgst með Nylon; þeim Emilíu, Ölmu, Klöru og Steinunni, á æfingum, á tónleikum, við upptökur og spjallað við þær saman og í sitt hvoru lagi. Einnig er talað við umboðsmanninn þeirra, Einar Bárðarson, og aðra máls- metandi menn í íslenska poppbransanum. Þættirnir verða vikulega á dagskrá Skjás eins út sumarið. Að sögn Klöru Ósk Elíasdóttur Nylonstúlku verður þátt- urinn byggður upp í kringum daglegt stúss hennar og vin- kvenna hennar sem meðlima í Nylon, en ekki verði fylgst með þeim 24 tíma á sólarhing eins og sums staðar hefur ver- ið sagt. „Þetta er skemmtilegur vinkill á þessu starfi okkar,“ segir hún. „Það er skrýtið að hafa myndavél stöðugt á bakinu, þar sem maður er með hárið í teygju og í joggingbuxum að æfa einhver dansspor en það venst.“ Klara segir tímann í Nylon vera einkar lærdómsríkan, þetta sé mjög gaman en þetta sé um leið „harðkjarna“ reynsla. „Við erum auðvitað að gera það sem okkur finnst skemmtilegast; þ.e. að syngja og koma fram,“ segir hún. Klara lætur vel af samstarfinu og segir að þær stöllur nái mjög vel saman. „Í raun var auðvitað nóg að við næðum vel saman í sam- starfinu, vináttan var engin krafa. Þannig að þetta er ánægjuleg aukaafurð að við náum svona vel saman. Ágrein- ingsmál koma auðvitað líka upp en væri líka eitthvað skrýtið ef það væri ekki, enda er samstarfið mjög náið.“ Klara segir að lokum að stefnt sé á breiðskífu í haust og nú sé hellingur af efni í vinnslu. Spurð um hvort þetta sé spurning um heimsyfirráð eða dauða segir hún kankvís: „Bara bæði. Byrjum á heims- yfirráðunum og eftir það deyjum við.“ Dagskrárgerðin í Nylon er í höndum Ástu Briem og Bene- dikts Nikulásar Anesar Ketilssonar. Þess má og geta að Nyl- on verður á fleygiferð um landið í sumar og nýjasta lag þeirra, ábreiða yfir Mannakorns-slagarann „Einhvers stað- ar, einhvern tímann aftur“, er í spilun á útvarpsstöðvum um þessar mundir. Nylon-sjónvarpsþátturinn hefst í kvöld á Skjá einum Heimsyfirráð – eða dauði? Nylon er á dagskrá Skjás eins klukkan 21.00 í kvöld. Nylon: Emilía, Alma, Stein- unn og Klara. B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banai l l i ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU! L Í L J I LIF ILÍF ! Með íslen sku tali ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU! L Í L J I LIF ILÍF ! B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banai , l l , i Stórviðburður ársins er kominn! Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen.  Tvíhöfði  DV  Roger Ebert Chicago Sun Tribune FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“  Tvíhöfði  DV  Roger Ebert Chicago Sun Tribune FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU! L Í L J I LIF ILÍF ! B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Bana Stórviðburður ársins er kominn! Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. Stórviðburður ársins er kominn! Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. i l l i B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banai l l i  SV MBL FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ POWERSÝNING kl. 10 I l. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 5.30, 6.30, 8, 9 og 10.30. B.i. 12 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. ÁLFABAKKI Kl. 4. ísl tal KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI kl. 3.45. Ísl tal. KRINGLAN kl. 6. Ísl tal. AKUREYRI kl. 6. Ísl tal. ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU! L Í L J I LIF ILÍF !  SV MBL AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8, og 10.30. B.i. 12 ára AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. B.i. 12 ára 29.05. 2004 3 7 9 9 8 7 4 2 6 5 5 7 9 25 33 17 26.05. 2004 16 20 21 31 41 42 35 44 FIMMFALDUR 1. VINNINGUR Í NÆSTU VIKU!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.