Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 13 morgun, fimmtudag, verður tekin ákvörðun um hvort auka eigi framleiðslu á olíu í því skyni að reyna að ná fram lækkuðu olíuverði á mörk- uðum. Neikvæð áhrif Í vefriti fjármálaráðuneytisins, sem kom út síðastliðinn fimmtudag, kemur fram að gera megi ráð fyrir að hækkað olíuverð muni hafa neikvæð áhrif á íslenska hagkerfið. Þegar þjóðhagsspá ráðuneytisins var birt í maí hafi verið gert ráð fyrir að olíuverð hækkaði úr 29 bandaríkjadölum í 30 dali fatið, en þar sem hækkunin hafi orðið töluvert meiri verði að bú- ast við aukinni verðbólgu sem gæti orðið um hálfu prósentustigi hærri en gert var ráð fyrir í spánni – haldist olíuverðið í 40 dölum – og verði því um 3,5% að meðaltali árið 2004. Kaupmátt- ur launa gæti einnig rýrnað um svipað hlutfall og viðskiptahallinn við útlönd aukist um sem svarar hálfu prósentustigi. OLÍUVERÐ hækkaði töluvert á mörkuðum í gær í kjölfar hryðjuverkaárása í Sádi-Arabíu á laugardag og var fatið af hráolíu komið í tæpa 42 bandaríkjadali. Er þetta sögulegt met, enda hefur olíufatið aldrei verið dýrara í dollurum talið. Verð á hráolíu á meðan á olíukreppunni á áttunda áratugnum stóð var hins vegar hærra að raunvirði en það er nú. Margrét Guðmundsdóttir hjá Skeljungi hf. segir að reynist hækkunin varanleg muni fyr- irtækið neyðast til að hækka smásöluverð á eldsneyti, þó ekki sé enn ljóst hve mikil hækk- unin yrði eða hvenær hún taki gildi. Gera má ráð fyrir að hin olíufélögin grípi til svipaðra að- gerða. Á ráðherrafundi OPEC, samtaka olíufram- leiðsluríkja, sem haldinn verður í Beirút á Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu, segist ekki hafa trú á að framleiðsluaukning OPEC-ríkjanna muni hafa mikil áhrif til lækkunar á olíuverði. „Ég býst við að hún muni heldur slá á frekari hækkanir en að hún muni leiða til verulegrar verðlækk- unar. Það sem hefur rekið hækkanirnar er ekki endilega skortur á framboði á olíu heldur ótti kaupenda við að hryðjuverk, eins og þau sem framin voru á laugardag, geti skert framleiðslu í framtíðinni. Þá hefur aukin olíunotkun Kín- verja haft áhrif til hækkunar á olíuverði og ekkert útlit er fyrir minnkandi eftirspurn þar,“ segir Bolli. Langtímaáhrif ekki alslæm Að sögn Björns Rúnars Guðmundssonar, hagfræðings hjá greiningardeild Landsbank- ans, myndu áhrif langvarandi hækkunar á olíu- verði á íslenska hagkerfið fyrst koma fram í hækkunum á smásöluverði á bensíni með til- heyrandi hækkun á vísitölu neysluverðs. Hækkað bensínverð myndi einnig hafa áhrif á afkomu margra fyrirtækja sem velta myndu kostnaðinum yfir á neytendur. Björn segir þó að til að hækkunin hefði þessi áhrif þyrfti hún að vara í að minnsta kosti einn til þrjá mánuði. „Hafi væntanleg framleiðsluaukning OPEC tilætluð áhrif á olíuverð er ólíklegt að Íslend- ingar og íslenska hagkerfið finni mikið fyrir þessari hækkun, gangi hún til baka í tæka tíð,“ segir Björn. Hann bendir líka á að þótt skammtímaáhrif hækkandi olíuverðs á hagkerfið geti verið sárs- aukafull séu langtímaáhrifin ekki endilega slæm fyrir Íslendinga eða góð fyrir OPEC- ríkin. Reynist hækkunin varanleg muni menn reyna að þróa nýja tækni, bæði til að nýta olí- una betur og einnig til að virkja önnur orku- form eins og vetni. Verð á hráolíu í sögulegu hámarki og leiðir líklega af sér aukna verðbólgu Ólíklegt að framleiðsluaukning lækki verðið Fréttaskýring Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● NORÐURLJÓS hafa frest til 7. þessa mánaðar til að svara frum- rannsókn Samkeppnisstofnunar og fyrr verður ekki ljóst hvort eða hvaða áhrif sala Norður- ljósa á Skífunni mun hefur á rannsókn Samkeppn- isstofnunar á félögunum. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðs- ins við Steingrím Ægisson, við- skiptafræðing hjá Samkeppn- isstofnun. Steingrímur segir að allir þeir markaðir sem Norðurljós starfaði á þegar Skífan var hluti fyrirtækisins séu til skoðunar í rannsókninni. Í janúar voru Norðurljós og Frétt sameinuð og á sama tíma keypti Skífan, sem þá var eitt dótt- urfélaga Norðurljósa, verslunarsvið Tæknivals, en undir það heyrðu meðal annars BT-verslanirnar. Í tengslum við þessar breytingar greindi framkvæmdastjóri Skíf- unnar frá því að eftir þær hefði Skífan um 85% markaðshlutdeild í tónlistar- og tölvuleikjasölu hér á landi. Allir markaðir Norðurljósa undir í rannsókninni ● Stefán Kjærne- sted hefur verið ráðinn forstjóri Áburðarverk- smiðjunnar hf. Stefán var fram- kvæmdastjóri og meðeigandi Atl- antsskipa ehf. frá janúar 1999 til júlí 2003 og starfaði áður m.a. sem fyr- irtækjatengill hjá FBA, fjármálastjóri Ó. Johnsson & Kaaber og markaðs- fulltrúi Húsfélags Kringlunnar, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Stefán er með B.S. í fjár- málafræði frá Boston College og er stúdent frá hagfræðibraut Verzl- unarskóla Íslands. Sigurður Þór Sigurðsson, sem gengdi starfi framkvæmdastjóra tímabundið, mun starfa sem fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Áburð- arverksmiðjunnar og dótturfélaga þess. Stefán forstjóri Áburðar- verksmiðjunnar Stefán Kjærnested
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.