Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 13
morgun, fimmtudag, verður tekin ákvörðun
um hvort auka eigi framleiðslu á olíu í því skyni
að reyna að ná fram lækkuðu olíuverði á mörk-
uðum.
Neikvæð áhrif
Í vefriti fjármálaráðuneytisins, sem kom út
síðastliðinn fimmtudag, kemur fram að gera
megi ráð fyrir að hækkað olíuverð muni hafa
neikvæð áhrif á íslenska hagkerfið. Þegar
þjóðhagsspá ráðuneytisins var birt í maí hafi
verið gert ráð fyrir að olíuverð hækkaði úr 29
bandaríkjadölum í 30 dali fatið, en þar sem
hækkunin hafi orðið töluvert meiri verði að bú-
ast við aukinni verðbólgu sem gæti orðið um
hálfu prósentustigi hærri en gert var ráð fyrir í
spánni – haldist olíuverðið í 40 dölum – og verði
því um 3,5% að meðaltali árið 2004. Kaupmátt-
ur launa gæti einnig rýrnað um svipað hlutfall
og viðskiptahallinn við útlönd aukist um sem
svarar hálfu prósentustigi.
OLÍUVERÐ hækkaði töluvert á mörkuðum í
gær í kjölfar hryðjuverkaárása í Sádi-Arabíu á
laugardag og var fatið af hráolíu komið í tæpa
42 bandaríkjadali. Er þetta sögulegt met, enda
hefur olíufatið aldrei verið dýrara í dollurum
talið. Verð á hráolíu á meðan á olíukreppunni á
áttunda áratugnum stóð var hins vegar hærra
að raunvirði en það er nú.
Margrét Guðmundsdóttir hjá Skeljungi hf.
segir að reynist hækkunin varanleg muni fyr-
irtækið neyðast til að hækka smásöluverð á
eldsneyti, þó ekki sé enn ljóst hve mikil hækk-
unin yrði eða hvenær hún taki gildi. Gera má
ráð fyrir að hin olíufélögin grípi til svipaðra að-
gerða.
Á ráðherrafundi OPEC, samtaka olíufram-
leiðsluríkja, sem haldinn verður í Beirút á
Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri í fjár-
málaráðuneytinu, segist ekki hafa trú á að
framleiðsluaukning OPEC-ríkjanna muni hafa
mikil áhrif til lækkunar á olíuverði. „Ég býst
við að hún muni heldur slá á frekari hækkanir
en að hún muni leiða til verulegrar verðlækk-
unar. Það sem hefur rekið hækkanirnar er ekki
endilega skortur á framboði á olíu heldur ótti
kaupenda við að hryðjuverk, eins og þau sem
framin voru á laugardag, geti skert framleiðslu
í framtíðinni. Þá hefur aukin olíunotkun Kín-
verja haft áhrif til hækkunar á olíuverði og
ekkert útlit er fyrir minnkandi eftirspurn þar,“
segir Bolli.
Langtímaáhrif ekki alslæm
Að sögn Björns Rúnars Guðmundssonar,
hagfræðings hjá greiningardeild Landsbank-
ans, myndu áhrif langvarandi hækkunar á olíu-
verði á íslenska hagkerfið fyrst koma fram í
hækkunum á smásöluverði á bensíni með til-
heyrandi hækkun á vísitölu neysluverðs.
Hækkað bensínverð myndi einnig hafa áhrif á
afkomu margra fyrirtækja sem velta myndu
kostnaðinum yfir á neytendur. Björn segir þó
að til að hækkunin hefði þessi áhrif þyrfti hún
að vara í að minnsta kosti einn til þrjá mánuði.
„Hafi væntanleg framleiðsluaukning OPEC
tilætluð áhrif á olíuverð er ólíklegt að Íslend-
ingar og íslenska hagkerfið finni mikið fyrir
þessari hækkun, gangi hún til baka í tæka tíð,“
segir Björn.
Hann bendir líka á að þótt skammtímaáhrif
hækkandi olíuverðs á hagkerfið geti verið sárs-
aukafull séu langtímaáhrifin ekki endilega
slæm fyrir Íslendinga eða góð fyrir OPEC-
ríkin. Reynist hækkunin varanleg muni menn
reyna að þróa nýja tækni, bæði til að nýta olí-
una betur og einnig til að virkja önnur orku-
form eins og vetni.
Verð á hráolíu í sögulegu hámarki og leiðir líklega af sér aukna verðbólgu
Ólíklegt að framleiðsluaukning lækki verðið
Fréttaskýring
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
ÞETTA HELST …
VIÐSKIPTI
● NORÐURLJÓS hafa frest til 7.
þessa mánaðar til að svara frum-
rannsókn Samkeppnisstofnunar og
fyrr verður
ekki ljóst
hvort eða
hvaða
áhrif sala
Norður-
ljósa á
Skífunni
mun hefur á rannsókn Samkeppn-
isstofnunar á félögunum. Þetta
kom fram í samtali Morgunblaðs-
ins við Steingrím Ægisson, við-
skiptafræðing hjá Samkeppn-
isstofnun.
Steingrímur segir að allir þeir
markaðir sem Norðurljós starfaði á
þegar Skífan var hluti fyrirtækisins
séu til skoðunar í rannsókninni.
Í janúar voru Norðurljós og Frétt
sameinuð og á sama tíma keypti
Skífan, sem þá var eitt dótt-
urfélaga Norðurljósa, verslunarsvið
Tæknivals, en undir það heyrðu
meðal annars BT-verslanirnar. Í
tengslum við þessar breytingar
greindi framkvæmdastjóri Skíf-
unnar frá því að eftir þær hefði
Skífan um 85% markaðshlutdeild í
tónlistar- og tölvuleikjasölu hér á
landi.
Allir markaðir
Norðurljósa undir
í rannsókninni
● Stefán Kjærne-
sted hefur verið
ráðinn forstjóri
Áburðarverk-
smiðjunnar hf.
Stefán var fram-
kvæmdastjóri og
meðeigandi Atl-
antsskipa ehf.
frá janúar 1999
til júlí 2003 og
starfaði áður m.a. sem fyr-
irtækjatengill hjá FBA, fjármálastjóri
Ó. Johnsson & Kaaber og markaðs-
fulltrúi Húsfélags Kringlunnar, að
því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu. Stefán er með B.S. í fjár-
málafræði frá Boston College og er
stúdent frá hagfræðibraut Verzl-
unarskóla Íslands.
Sigurður Þór Sigurðsson, sem
gengdi starfi framkvæmdastjóra
tímabundið, mun starfa sem fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Áburð-
arverksmiðjunnar og dótturfélaga
þess.
Stefán forstjóri
Áburðar-
verksmiðjunnar
Stefán Kjærnested