Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk HEFURÐU EINHVERN TÍMAN UPPLIFAÐ DAGA ÞAR SEM ÞÚ KEMUR ENGU Í VERK? DAGA ÞAR SEM ÉG KEM ENGU Í VERK? NEI... ÁRATUGI... JÁ! ÞAÐ REYNIR EKKI MIKIÐ Á HJÁ ÞÉR AÐ VERA LATUR? NEI! EF ÞAÐ MYNDI GERA ÞAÐ ÞÁ VÆRI ÉG ÞAÐ EKKI NEI FRÖGEN. TÍMARNIR HJÁ ÞÉR ERU EKKI LEIÐINLEGIR... ÉG VAR BARA ÞREYTTUR... ÉG ER MEÐ TILLÖGU... EF ÉG SOFNA AFTUR, ÞÁ GÆTI ÉG SKIRFAÐ RITGERÐ UM ÞAÐ SEM MIG DREYMDI... HENNI LÍKAR ALDREI VIÐ TILLÖGURNAR MÍNAR! Risaeðlugrín © DARGAUD MÓTTEKIÐ GÚRKA 1. ÞAÐ GÆTI TEKIÐ MIG SMÁ STUND AÐ KOMAST TIL ÞÍN. VERTU RÓLEGUR. YFIR OG ÚT ? HALLÓ... HALLÓ GÚRKA 5 KALLAR Á GÚRKU 1... SVARAÐU GÚRKA 1! GÚRKA 1 HLUSTAR... TALAÐU GÚRKA 5 ÉG GLEYMDI AÐ SPYRJA ÞIG AÐ NÁKVÆMRI STAÐSETNINGU SVO ÉG GETI RATAÐ TIL ÞÍN EINS FLJÓTT OG MÖGULEGT ER TIL ÞESS AÐ SINNA ÞESSU ÁRÍÐANDI MÁLI. SVARAÐU! MÉR AÐ KENNA GÚRKA 5. ÉG HEFÐI ÁTT AÐ LÁTA ÞAÐ ÚT ÚR MÉR FYRSTUR MANNA. STAÐSETNING MÍN ER NÁKVÆMLEGA VIÐ HLIÐINA Á ÞEIM GRUNAÐA. ÞÚ GETUR EKKI VILLST. ÉG BÍÐ. YFIR OG ÚT! framhald ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. DRAUMUR hverrar Pókotstúlku í Keníu er að eignast akur, skepnur og mörg börn. En áður en þessi draum- ur getur ræst þarf hún að ganga í gegnum hinar verstu pyntingar sem hægt er að hugsa sér: Kyn- færi hennar eru skorin burt. Við sólarupp- rás, að loknum undirbúningi, gerist það. Á flöt- um steini situr hún, nakin að neðan, með fótleggina í sundur. Öll sveitin er mætt til að fylgjast með. Karlmenn eru í meirihluta, ungir og aldnir. Konuefni einhvers þeirra verður hún. Ef hún er heppin verður hún fyrsta konan, en hún veit að hún get- ur eins orðið önnur, þriðja eða fjórða kona einhvers öldungs í hópnum. Gömul kona beygir sig niður fyrir framan hana og kastar ösku í klof hennar áður en hún grípur um sníp- inn og með stórum, skaftlausum hníf sníður hún hann af. Blóðið fossar. Sársaukinn er sker- andi, nístandi. Hana svimar og henni sortnar fyrir augum en hún sýnir engin svipbrigði. Áður fyrr máttu feður drepa dæt- ur sínar ef þær létu bugast og sýndu veikleika í þjáningu umskurnarinn- ar. Nú kalla þær skömm yfir sig og sína, kveinki þær sér, og skömm skal ekki verða hlutskipti hennar. Hópur kvenna kemur nú að og hún er borin eða dregin til hliðar. Næsta stúlka sest á steininn, og sú næsta og sú næsta … Á nakinni, grýttri jörðinni liggur hún hreyfingarlaus, dofin og í losti. Umhverfis hana eru masandi kon- ur, en sumar þeirra halda henni, því enn er komið með hnífinn. Nú eru innri barmarnir skornir burt eins og þeir leggja sig. Hér má hún loks stynja, gráta og hljóða því karlarnir eru fjarri. Mun blæðingin stöðvast? Mun hún lifa af sýkinguna, sem koma mun í sárin? Ég stend álengdar og fylgist með. Dapurlegt er til þess að vita hvílík þjáning og eyðilegging hefur átt sér stað hér í dag. Kynlífs mun hún aldrei njóta og teygjanleg húðin sem gefur eftir í fæðingu er farin, skorin burt, og með tímanum myndast harður og óeftir- gefanlegur örvefur. Algjört tilgangsleysi séð frá bæj- ardyrum aðkomukonu, en í þeirra augum lífsnauðsynlegur áfangi á stuttri ævi. Enn meiri þjáning bíður þegar börnin koma síðan í heiminn eitt af öðru. Með harmkvælum mun það verða og ég veit líka að þann sársauka mun hún bera ein innra með sér, þegar ör- ið verður rist upp og skorið út til hlið- anna, stórir gapandi skurðir svo barnið komist út og mikið blóð, án deyfingar og lyfja, undir kofaveggn- um heima eða á einhverjum ríkisspít- alanum þar sem skortir nánast allt. Ró og friður hefur færst yfir, fólk- ið er farið heim. Ég lít í átt að kofanum. Þarna liggja þær á nautshúðinni á moldar- gólfinu. Logandi sársaukinn nístir þar sem kynfærin voru. Lærin eru herpt svo sárin grói. Blóðið vætlar og storknar á dökkri húðinni. Svitinn bogar og tárin renna, en ekki ein stuna, ekkert andvarp. Ég litast um: Storknað blóð á steinunum og afskorið holdið, tægjur liggjandi hér og þar í reiðileysi á jörðinni. Þetta er hold og blóð kvenna sem upphaflega var ætlað til annars en að vera afskorið og burtu kastað og hafna í maga hundsins eða villtra kattardýra sem koma munu í skjóli nætur. Til hvers allt þetta? Til þess að hún verði ekki lauslát? Til þess að hún verði fullorðin og geti alið börn? Skrefin eru þung. Ég lít til baka með kökk í hálsi. Hvernig fæ ég hjálpað? Hvað get ég gert svo þessum hryllingi ljúki? Fyrir hönd áhugamannahóps um bann við umskurn kvenna, SIGRÍÐUR HRÖNN SIGURÐARDÓTTIR kristniboði, hjúkrunarfræðingur og nemandi í guðfræðideild. Umskurður kvenna – kemur hann okkur við? Frá Sigríði Hrönn Sigurðardóttur: Sigríður Hrönn Sigurðardóttir EINHVERN tímann nýlega var út- gáfa/endurnýjun vegabréfa flutt frá Lögreglustjóra. Stofnunin sem nú sér um slíkt heitir Útlendingastofn- un. Eru þá ekki til INNlendingar? Sem sagt þeir sem hafa borið ís- lenskt vegabréf alla tíð? Ég er nú dá- lítið örg yfir þessu úrræðaleysi að finna ekki betra nafn á stofnunina. Á greiðslukvittun fyrir kortagreiðslu stendur meira að segja „Útlendinga- eftirlitið“! Þurfa ekki allir að leitast við að nota rétt orð yfir hlutina? JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR, Espigerði 2-2E, 108 Reykjavík. Inn- og útlendinga- stofnunin þar til ann- að betra heiti finnst Frá Jóhönnu Jóhannesdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.