Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 24 62 1 0 5/ 20 04 Leiti› og flér munu› finna Smáaugl‡singar fiarftu a› selja? Viltu kaupa? Á smáaugl‡singavef mbl.is eru flúsundir augl‡singa me› öllu milli himins og jar›ar. Smáaugl‡singar eru fríar á smáaugl‡singavef mbl.is til 1. september n.k. Mývatnssveit | Aðalfundur At- vinnuþróunarfélags Þingeyinga var haldinn í Hótel Reynihlíð á fimmtu- daginn. Að loknum fundinum var haldið málþing undir yfirskriftinni „Ferðaþjónusta í Þingeyjarsýslum“. Í upphafi málþingsins afhenti for- maður AÞ, Björn Ingimarsson, Hvatningarverðlaun AÞ 2004. Verð- launin hlutu að þessu sinni 2 fyr- irtæki í ferðaþjónustu í Mývatns- sveit: Baðfélag Mývatnssveitar „fyrir að halda á lofti ákveðnum aldagöml- um þætti í menningu og sögu Mý- vetninga og hrinda um leið í fram- kvæmd áhugaverðum afþreyingarmöguleika sem án efa á eftir að stuðla að eflingu ferðaþjón- ustu á svæðinu.“ Við verðlaunum tók Pétur Snæbjörnsson, stjórn- arformaður Sel Hótel á Skútustöðum „fyrir markvisst og árangursríkt starf við uppbyggingu ferðaþjónustu, nýj- ungar í afþreyingu og þjónustu og mikla hugmyndaauðgi og fram- kvæmdasemi“. Við verðlaunum tók Yngvi Ragnar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri. Á málþinginu voru fram- sögumenn þeir Gunnar Jóhann- esson frá AÞ og Jóhann Jónsson frá ferjunni Norrænu á Seyðisfirði. Í lok málþings var samþykkt ályktun: „Aðalfundur AÞ haldinn í Mý- vatnssveit 27. maí 2004 lýsir þung- um áhyggjum vegna lokunar Kís- iliðjunnar. Ljóst er að lokun verksmiðjunnar mun hafa mjög al- varlegar afleiðingar í för með sér fyrir byggð og atvinnulíf í Mývatns- sveit og raunar héraðinu öllu. Fundurinn leggur áherslu á mik- ilvægi þess að fjármögnun kís- ilduftverksmiðju, sem í undirbún- ingi hefur verið um nokkurt skeið, verði lokið hið fyrsta. Nái það verkefni ekki fram að ganga er ljóst að héraðið þarf að takast á við hrun í atvinnumálum. Gangi áætlanir um uppbyggingu verksmiðjunnar eftir er engu að síð- ur ljóst að veruleg röskun verður á atvinnumálum í héraðinu og nauð- synlegt að allir aðilar, til þess bær- ir, taki höndum saman um allar til- tækar mótvægisaðgerðir. Til að hrinda slíkum aðgerðum í fram- kvæmd hvetur fundurinn til þess að stjórn félagsins, í samstarfi við hlut- aðeigandi sveitarstjórnir, stétt- arfélög og Héraðsnefnd Þingeyinga, hafi forgöngu um gerð aðgerðaáætl- unar þar sem m.a. verði leitað at- beina stjórnvalda og annarra hlut- aðeigandi aðila.“ Málþing haldið um ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum Morgunblaðið/BFH Hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga 2004 afhent. F.v. Björn Ingimarsson, Pétur Snæbjörnsson og Yngvi Ragnar Kristjánsson. Hvatningarverðlaun afhent Stykkishólmur | Kajakáhugamenn settu svip á bæjarlífið í Stykk- ishólmi um hvítasunnuhelgina. Í bænum var staddur fjöldi áhuga- manna um kajaksiglingar og tók þátt í kajakmóti sem þar var haldið. Mótið var það fyrsta af fjórum mótum sem gefa stig til Íslands- meistaratitilis í kajakróðri. Eins og fyrr segir var mjög góð þátttaka í mótinu og voru yfir 60 ræðarar og flestir þeirra komu með sína fjölskyldu. Það er talið að þetta sé fjölmennasta kajakmót sem haldið hefur verið hér á landi til þessa. Fjölbreytt dagskrá var í boði á mótinu. Keppt var í sprettróðri og veltu og fór keppnin fram í Stykk- ishólmshöfn. Þá var farið í 3–4 tíma kajakaróðra um Breiðafjarð- areyjar. Það er kajakleigan Sagan í Stykkishólmi í samvinnu við Ultima Thule sem stóð fyrir mótinu. Þorsteinn Sigurlaugsson sem rekur kajakleiguna Sagan var að vonum ánægður með hversu vel tókst til um helgina. Mikil veð- urblíða var í Hólminum alla helgina og hafði veðrið góð áhrif. Þorsteinn segir að áhugi fyrir kajaksiglingum fari vaxandi. Hann segir að Breiða- fjörður sé ákjósanlegur til að róa á kajak, umhverfið fjölbreytt, útsýni og sjólag áhugavert. Þetta er í þriðja skipti sem haldið er kaj- akmót í Stykkishólmi um hvíta- sunnu. Áður voru slík mót haldin í Vatnsfirði. Næstu samkomur kajakfólks verða Jónsmessuróður í Hvamms- vík og Siglingadagar á Ísafirði í júlí. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Örn Torfason Ísafirði, Haraldur Njálsson Hafnarfirði og Guðrún Ægisdótt- ir Hafnarfirði komin í gallana og tilbúin að leggja af stað. Fjölmennt kajakmót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.