Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 1
Djass, jóga og klassík Fjölbreytileg tónlistarhátíð á Ísafirði | Listir Bíómynd um Bubba Heimildamynd um Bubba Morth- ens sýnd í haust | Fólk í fréttum STOFNAÐ 1913 149. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is GEORGE W. Bush Banda- ríkjaforseti fagnaði í gær nýrri bráðabirgðastjórn Íraks, sem mynduð hafði verið fyrr um daginn og sagði að með henni færðist þjóðin „einu skrefi nær“ lýðræði. Hann varaði þó við því að í kjölfarið mætti bú- ast við auknu ofbeldi í landinu. Tilkynnt var í gær að Ghazi al-Yawar yrði forseti Íraks en Iyad Allawi verður forsætisráðherra. Stjórnin tekur strax til starfa þótt formlega taki hún við völdum 30. júní. Íraska framkvæmdaráðið var lagt niður í gær um leið og tilkynnt hafði verið um skip- an hinnar nýju 33 manna stjórnar sem ætlað er að starfa fram í janúar 2005 þegar í ráði er að kosn- ingar fari fram í Írak. Fulltrúar Bandaríkjastjórn- ar, íraska framkvæmdaráðsins og Sameinuðu þjóðanna hafa síðustu vikur karpað um hverjir ættu að sitja í nýju stjórninni. Bush sagði í ræðu sem hann flutti í Hvíta húsinu að uppreisnarmenn vildu að stjórninni mistækist. „Þarna eru enn ofbeldishneigðir menn sem vilja stöðva allar framfarir. Aðferðir þeirra hafa ekki breyst. Þeir vilja drepa saklaust fólk og brjóta nið- ur viljastyrk almennings. Þeim mun ekki takast að brjóta niður viljastyrk okkar.“ Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, fagnaði nýju stjórninni en gagnrýndi aðdragandann. „Ég tel að við verðum öll að viðurkenna að ekki var staðið að valinu á fullkomlega réttan hátt“. Bandaríkjamenn og Bretar lögðu endurskoðað uppkast að nýrri ályktun um Írak fyrir Örygg- isráð SÞ í gær. Í því er gert ráð fyrir að Írakar fái mun meiri völd yfir sínum málum en gert var í fyrsta uppkastinu, sem sum ríki ráðsins höfnuðu. Bush og Annan fagna nýmyndaðri Íraksstjórn Sameinuðu þjóðunum. Washington. AP. AFP.  Skipan/14 Ghazi al-Yawar Bandaríkjaforseti varar við auknu ofbeldi í kjölfar stjórnarskiptanna MIÐLARAR voru einbeittir í kaup- höllinni í New York í gær. Verð á olíu í Bandaríkjunum hækkaði um 2,44 dollara á tunnu, eða 6%, eftir árásir herskárra múslíma í Sádi- Arabíu um helgina. / 13 Reuters Olían hækkar VERÐBÓLGUHORFUR til eins árs hafa versnað og í nýrri verð- bólguspá Seðla- banka Íslands til næstu tveggja ára er talið að verðbólga verði nokkuð yfir verð- bólgumarkmiðum í lok spátímans, en verðbólgu- markmið Seðla- bankans er 2,5%. Samkvæmt spá bankans mun verðbólga verða yfir markmiði hans allt spátímabilið og gæti verðbólga farið yfir þolmörk verðbólgumarkmiðsins (4%) á næstu ársfjórðungum. Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabankans sem út komu í gær. Þar segir í framhaldinu að þessar horfur gefi tilefni til frekara aðhalds í peninga- málum. Seðlabankinn tilkynnti í gær um sína aðra vaxtahækkun í vaxta- hækkunarferli sínu til að stemma stigu við vaxandi verðbólgu. Boðuð hækkun nemur 0,25 prósentum og segir bankinn að horfurnar sem hann kynnti á fundinum gætu gefið tilefni til meiri hækkunar vaxta en gert var. Því megi búast við að bankinn hækki stýrivexti sína fljót- lega aftur. Bankinn spáir því að þjóðarút- gjöld og landsframleiðsla vaxi hrað- ar á þessu og næsta ári en áður var reiknað með. Framleiðsluspenna mun því myndast fyrr en áður var talið og verður að óbreyttu orðin veruleg á árinu 2006. Samkvæmt spá bankans mun viðskiptahalli halda áfram að vaxa og gæti orðið 11%–12% af landsframleiðslu 2005 og 2006. Verðbólguhorfur til eins árs hafa versnað Stýrivextir hækkaðir um 0,25%. Frekari hækkun boðuð  Seðlabankinn/12 Birgir Ísleifur Gunnarsson MARGIR hafa sýnt samhug í verki eftir að 11 ára gömul stúlka lést af völdum stungusára að morgni mánudags. Fjöldi fólks lagði leið sína á Hagamel í gær og skildi eftir blómvönd á stéttinni sem liggur að húsinu þar sem stúlkan lést. Morgunblaðið/Sverrir Margir sýna samhug STÚLKAN sem lést af völdum stungusára á heimili sínu aðfaranótt mánudags hét Guðný Hödd Hildar- dóttir, til heimilis að Hagamel 46. Hún var fædd hinn 29. desember árið 1992. Hún var nemandi í 6. bekk Melaskóla og átti hún 14 ára gamlan bróður sem liggur á gjörgæsludeild Landspítalans vegna stungusára sem hann fékk umrædda nótt. Móðir barnanna sætir gæsluvarð- haldi, grunuð um að hafa veitt þeim áverkana og liggur hún einnig á gjör- gæsludeild en lögregla telur að hún hafi einnig veitt sjálfri sér áverka um nóttina. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar eru mæðginin ekki lífs- hættulega slösuð. Lögreglan leggur áherslu á að hraða rannsókn á tildrögum málsins og var rætt við mæðginin á spítalan- um í gær. Verður yfirheyrslum haldið áfram næstu daga. Drengnum hefur verið skipaður réttargæslumaður lög- um samkvæmt. Vegna atburðarins fóru prestar í Neskirkju í skóla Guðnýjar Haddar að beiðni skólastjóra Melaskóla í gær og ræddu við kennara og bekkjar- félaga hinnar látnu. Einnig var rætt við allan árgang 6. bekkjar svo og ár- gang 5. og 7. bekkjar. Prestar munu í dag, miðvikudag, hitta nemendur og kennara í Hagaskóla, þar sem bróðir hinnar látnu stundar nám. Prestar heimsækja skólana FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fékk fjöl- miðlalögin til staðfestingar rúm- lega fjögur í gær. Örnólfur Thorsson, skrifstofustjóri hjá forsetaembættinu, sagði forset- ann hafa fengið lögin ásamt öðr- um skjölum til staðfestingar. Í stjórnarskránni segir að ef Alþingi hafi samþykkt laga- frumvarp, skuli það lagt fyrir forseta lýðveldisins eigi síðar en tveimur vikum eftir að það var samþykkt. „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður laga- gildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir at- kvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri at- kvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu,“ segir í stjórnarskránni. Fjölmiðla- lögin komin til forsetans Bílar í dag Fornbílar í Höllinni  Meiri lúxus á Subaru Outback  Fjölskyldubíllinn Mazda3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.