Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Nýja svið og Litla svið DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes 4. sýn fi 3/6 kl 20 - græn kort 5. sýn su 6/6 kl 20 - blá kort Su 13/6 kl 20 CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse Fö 4/6 kl 20, Lau 5/6 kl 20, Lau 12/6 kl 20, Lau 19/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Ósóttar pantanir seldar daglega DANSLEIKHÚS 10/06/2004 SAMKEPPNI 9 verk eftir 14 höfunda Fi 10/6 kl 20 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is NÝTT: Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson Su 6/6 kl 20, Su 13/6 kl 20 SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson Fi 3/6 kl 20, Síðasta sýning RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20 - UPPSELT Fi 3/6 kl 20 - UPPSELT Fö 4/6 kl 20 - UPPSELT Mi 9/6 kl 20, Fi 10/6 kl 20, Fö 11/6 kl 20 - UPPSELT Lau 12/6 kl 15 Örfáar sýningar HUGSTOLINN - KAMMERÓPERA Marta Hrafnsdóttir, Sigurður Halldórsson, Daníel Þorsteinsson Í kvöld kl 20 TANZ THEATER HEUTE - LJÓSMYNDASÝNING í samvinnu við Goethe Zentrum - Í FORSAL Á LISTAHÁTÍÐ: Fim. 24. júní FRUMSÝNING kl. 19.30 - UPPSELT Fös. 25. júní Sýning nr. 2 kl. 19.30 - UPPSELT Mið. 30. júní Sýning nr. 3 kl. 19.39 Fim. 1. júlí Sýning nr. 4 kl. 10.30 Fös. 2. júlí Sýning nr. 5 kl. 19.30 Sun. 4. júlí Sýning nr. 6 kl. 17.00 Lau. 10. júlí Sýning nr. 7 kl. 16.30 Lau 10. júlí Sýning nr. 8 kl. 19.30 EFTIR tónlistarlegt gjaldþrot Pixies fyrr í vikunni (þar sem eini ljósi punkturinn var enduruppgötv- un tónleikahaldarans Hr. Örlygs á Kaplakrika sem hinum fínasta tón- leikastað) reistu Korn rokksál mína við á nýjan leik með framúrskarandi tónleikum. Ég var svei mér þá farinn að hafa áhyggjur af því að vera orð- inn of gamall eftir Pixies-óskundann (kominn á fertugsaldurinn!) en Korn slökkti á slíku bulli. Rokkið var feitt og maður fór út í kvöldbirtuna með skínandi bros á vörum og glóð í geði; endurnærður maður. Mike Patton og félagar í Fantom- as sáu um upphitun. Það má segja að það hafi verið eins og að hleypa refi inn í hænsnakofa því að súrt sett Fantomas féll engan veginn hungr- uðum Korn-krökkum í geð. Þegar um korter var eftir tók fólkið að púa og kallaði á ensku: „Við viljum Korn!“ Skiljanlegt en algerlega óvið- eigandi líka. Það er lágmark að lista- manninum sé sýnd tilhlýðileg virðing og þarna var frammistaða íslenskra áhorfenda til skammar. Í litlu landi þar sem allir eru kóngar virðist sorg- lega stutt í barbarismann. Tónleikar Fantomas voru engu að síður meira flottir en góðir, meira tilkomumiklir en að þeir hafi snert mann. Bore- doms/Naked City eftirhermur Patt- ons eru síst skemmtilegar en kafl- arnir sem teknir voru af nýjustu plötu sveitarinnar, Delerium Cordia, voru fínir. Draugatónlist sem er í raun hin hliðin á Kornpeningnum. Biðin á milli Fantomas og Korn var alltof löng, um fimmtíu mínútur, og margir því orðnir óþreyjufullir. Það jákvæða við hana var að maður var minntur á hversu frábær rokk- sveit Queens of the Stone Age er, en plata þeirra, R, fékk að hljóma um salinn megnið af tímanum. Q.O.T.S.A til Íslands, einhver? Korn átti salinn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir hófu leikinn á „Right Now“, fyrsta laginu af síð- ustu plötunni sinni, Take a look in the Mirror. Hvílík sprengja! Og ég hef sjaldan séð áhorfendur jafn vel með á nótunum og á sunnudags- kvöldið. Hvort sem var í stæði eða stúku sungu allir hástöfum með og Korn-liðar – sem voru sýnilega í miklu stuði sjálfir – efldust við þetta ef eitthvað var. Lagaskráin náði yfir allan feril Korn og var svona brot af því besta, „Got the life“, „Freak on a Leash“, „Here To Stay“, „Falling Away From Me“, „Faget“, „Blind“, „A.D.I.D.A.S.“ og svo framvegis. Um miðja tónleika rann upp fyrir undirrituðum hversu mikilvæg sveit Korn í raun og veru er. Með fyrstu plötu sinni árið 1994, sem er sam- nefnd sveitinni, er ekki ofmælt að Korn hafi bjargað þungarokkinu. Á plötunni, sem hljómar ótrúlega enn þann dag í dag, er þungarokksform- inu snúið á einkar frumlega lund, það framreitt fyrir nýja kynslóð hipp hoppara og raftónlistarmanna og því gefinn myrkur hljómur sem skír- skotar til nýbylgju og gotarokk. Textarnir þá ofsalega „inn í sig“ og hefðbundin yrkisefni eins og brenni- vín, mellur og hass skilin eftir. Allt þetta er svo gert af gríðarkrafti en líka melódískum næmleika. Hafa ber hugfast að á þessum tíma var grugg- ið allsráðandi og þungarokk sem slíkt nánast skammaryrði. Korn breyttu þessu öllu. Áhrifa Korn gætir enn þann dag í dag, eins og reyndar mátti sjá á áhorfendum sem voru frá ca þrítugu niður í tíu ára. Gítarleikarinn Head ber mikla heilbrigðislega ábyrgð því hundruð síð-Korn-sveita spruttu upp í kjölfar vinsælda hennar og eru enn að spretta upp, og að sjálfsögðu eru gítarleikarnir allir með gítarinn í gólfinu og bakið í keng! Á „Shoots and Ladders“ tók Korn svo smá krók og spilaði hluta úr meistaraverki Metallica, „One“. Fín- asta upphitun fyrir komandi Metallica tónleika. Þessir tónleikar sýndu þá og sönnuðu að þungarokks- æð Íslendingsins er þykk og mikil og án efa verður allt brjálað á Metallica þann 4. júlí. Þegar Rammstein fyllti Höllina tvisvar hér um árið höfðu meðlimir á orði að þeir skildu þetta ekki. „Heitustu aðdáendur okkar eru í Mexíkó, Póllandi ... og á Íslandi!?“ sögðu þeir forviða. Kári, það er kom- inn tími á að rannsaka þetta íslenska þungarokksgen. Keyrslan var góð allan tímann og Korn-liðar voru virkilega að gefa sig. Sérstaklega Munky, sem fór reglu- lega framarlega á sviðið til áhorf- enda og í lokin dreifðu þeir félagarn- ir gítarnöglum í tugavís. Allt í allt var þetta einstaklega mettandi kvöldstund og Korn er komin nokkrum þrepum ofar í „uppáhalds rokksveita“-listanum mínum. Tónlist Uppskera: Góð TÓNLEIKAR Laugardalshöll KORN Korn og Fantomas í Laugardalshöll. Sunnudagurinn 30. maí, 2004. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Árni Torfason Jonathan Davis var í miklu stuði í Höllinni, eins og allir sem þar voru. Sími 594 6000 Bæjarflöt 4, 112 R.vík Fjöldi lita og gerða Marley þakrennur Sjáum einnig um uppsetningu Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið KVIKMYNDAGOÐSÖGNIN Audr- ey Hepburn hefur verið valin feg- urst allra kvenna, frá náttúrunnar hendi, í könnun sem drykkjarvöru- fyrirtækið Evian stóð fyrir. Þessi stjarna mynda á borð við Breakfast at Tiffany’s og My Fair Lady var valin af sérstakri dóm- nefnd, sem skipuð var fegurðar- og snyrtiskríbentum, förð- unarlistamönnum, fyrirsætufröm- uðum og ljósmyndurum. Bandaríska leikkonan Liv Tyler og ástralska leikkonan Cate Blanchett höfnuðu í öðru og þriðja sæti listans. „Konurnar voru valdar vegna náttúrulegrar fegurðar þeirra, heilbrigðs lífernis, innri fegurðar jafnt sem ytri, húðarinnar og al- mennrar útgeislunar,“ útskýrir stjórnandi Elle-fegurðarsamkeppn- innar, Rosie Green. Hún segir að Audrey Hepburn sé „persónugerv- ingur náttúrufegurðinnar“. Hún hafi búið yfir einstæðum sjarma og innri fegurðu sem geislaði er hún brosti. „Húðin er fersk og hrein í öllum hennar myndum og hlýlegur persónuleikinn leynir sér ekki.“ Helmingurinn af þeim tíu feg- urstu að mati dómnefndar eru dökkhærðar, þrjár eru ljóshærðar og tvær rauðhærðar. Athygli vek- án þess að þurfa að hylja það með farða og er hraust, hamingjusamt og ljómandi; það býr yfir nátt- úrufegurð,“ segir Eleonore Cropton hjá tímaritinu Heat. ur að þrjár ástralskar konur eru á listanum; Blanchett, söngkonan Natalie Imbruglia og fyrirsætan Elle MacPherson. „Fólk sem líður vel með útlit sitt Audrey Hepburn fegurst allra 1. Audrey Hepburn 2. Liv Tyler 3. Cate Blanchett 4. Angelina Jolie 5. Grace Kelly 6. Natalie Imbruglia 7. Juliette Binoche 8. Halle Berry 9. Helena Christensen 10. Elle MacPherson NÁTTÚRUFEGURÐ: Topp 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.