Morgunblaðið - 02.06.2004, Page 44

Morgunblaðið - 02.06.2004, Page 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRA B. Helgadóttir, markvörður Íslands, fær væntanlega að nóg að gera á milli stanganna í dag þegar Íslendingar etja kappi við Frakka í undankeppni EM á Laugardalsvelli kl. 17 í dag en franska liðið hefur skorað samtals 22 mörk í leikjunum fimm í riðlinum. „Þetta er örugglega einn af stærri leikjunum sem við höfum spilað og auðvitað er mikil spenna og eft- irvænting hjá okkur. Mér fannst í fyrra þegar við spilum við Frakka og töpuðum 2:0 að þeir ættu góðan dag en við aftur á móti ekki og því tel ég okkur eiga möguleika á sigri svo fremi sem við hittum á góðan leik,“ sagði Þóra við Morgunblaðið. Þóra segir franska liðið vel mann- að og með mikla reynslu en íslenska liðið er aftur á móti frekar óreynt. „Reynslan gefur þeim ákveðið for- skot en við höfum hjartað á réttum stað og með samstöðu og samheldni inni á vellinum þá er ég viss um að við getum gert góða hluti. Frakk- arnir hafa meiri hraða en við en það kemur sér ágætlega fyrir okkur að þá vantar sinn besta leikmann sem er mikill markaskorari. Það hefði samt verið gaman að eiga við hann en mitt takmark er að halda mark- inu hreinu og ef það tekst þá er allt opið. Laugardalsvöllurinn hefur fleytt okkur langt og við vonumst til að sjá sem flesta á vellinum. Við lof- um að gera okkar allra besta og meira er ekki hægt að fara fram á.“ Við lofum að gera okkar allra besta gegn Frökkum FÓLK  ZINEDINE Zidane er besti knattspyrnumaðurinn í Evrópu frá upphafi að mati hlustenda á BBC 5 á Bretlandi. Zidane hlaut 12% at- kvæða, Johan Cryuff varð annar með 10%, George Best þriðji með 8%, Marco Van Basten fjórði með 6% og Thierry Henry fimmti með 5%. Athygli vakti að David Beck- ham, fyrirliði enska landsliðsins, komst ekki á topp 40 listann yfir þá bestu. Hlustendur voru beðnir um að að velja fimm bestu knattspyrnu- mennina að sínu mati og höfðu þeir úr 40 knattspyrnumönnum að velja.  OLIVER Kahn, landsliðsmark- vörður Þjóðverja í knattspyrnu og leikmaður Bayern München, kann að vera á leið til Manchester United ef marka má fréttir í þýska blaðinu Bild. Kahn hefur látið hafa eftir sér að hann geti hugsað sér til hreyf- ings og vitað er að Sir Alex Fergu- son, stjóri United, hefur lengi verið adáandi Kahns og reyndi að lokka hann til félagsins fyrir tveimur ár- um.  ULI Höness, framkvæmdastjóri Bayern München, er ósáttur við ummæli Oliver Kahns. „Kahn er samningsbundinn Bayern til ársins 2006. Ef hann er óánægður hjá Bayern á hann að tala við okkur, hann á ekki að ræða við fjölmiðla um þessi mál,“ sagði Höness. Franska kvennalandsliðið í knatt-spyrnu sem mætir Íslendingum á Laugardalsvellinum í undankeppni Evrópumótsins í dag er ákaflega reynslumikið og í hópi þeirra sterk- ustu í heiminum. Tveir leikmenn í lið- inu hafa spilað yfir 100 leiki, varnar- maðurinn Corienne Diacre, 107, og miðjumaðurinn Stéphanie Mugneret- Beghe á að baki 103 A-landsleiki. Miðjumaðurinn Sandrie Soubeyrand hefur spilað 82 leiki en framherjinn Marinette Pichon, sem hefur spilað 83 leiki og skorað í þeim hvorki fleiri né færri en 67 mörk, gaf ekki kost á sér. Til samanburðar þá er Olga Færseth og Erla Hendriksdóttir leikjahæstar í íslenska liðinu með 45 leiki. Frakkar hafa unnið alla fimm leiki sína í riðlinum, Ungverja á útivelli, 4:0, Íslendinga á heimavelli, 2:0, Pól- verja á heimavelli, 7:1, Ungverja heima, 6:0, og Rússa á útivelli, 3:0. Ísland og Frakkland hafa þvívegis mæst á knattspyrnuvellinum, alltaf í undankeppni EM. Árið 1997 gerðu þjóðirnar 3:3 jafntefli á Akranesi en Frakkar höfðu betur í heimaleiknum, 3:0. Í september í fyrra mættust liðin svo á nýjan leik í París þar sem Frakkar sigruðu, 2:0. Reynslu- boltar í franska liðinu Grindavík hefur haft gott tak áFram. Í níu viðureignum lið- anna í Grindavík hefur Fram aðeins einu sinni farið með sigur af hólmi og í 17 leikjum liðanna hafa Grindvíkingar unnið níu sinnum en Framarar aðeins þrisvar. Fyrri hálfleikurinn var algjör eign Grindvíkinga. Þeir léku Fram- ara á köflum afar grátt og sýndu mögnuð tilþrif í veðurblíðunni í Grindavík. Zeljko Sandovic, þjálfari Grindvíkinga, gerði stöðubreyting- ar hjá sínum mönnum. Hann færði Sinisa Valdimar Kekic í fremstu víglínu á nýjan leik og Orri Freyr Óskarsson sem jafnan leikur sem framherji var færður í öftustu vörn. Þessi breyting hitti í mark og var afar gaman að sjá leik heimamanna þar sem boltinn gekk á milli manna og hver stórsóknin af annarri skall á Framvörninni. Grétar Ólafur Hjartarson opnaði markareikning Grindvíkinga með stórkostlegu marki. Þessi snjalli framherji var aftur á ferðinni skömmu síðar þeg- ar hann nýtti sér mistök í öftustu vörn Framara og Sinisa Valdimar kórónaði frábæran fyrri hálfleik með skallamarki undir lok fyrri hálfleiks. Framarar voru skelfilega slakir í fyrri hálfleik og voru í raun stálheppnir að vera ekki með verri stöðu þegar þeir gengu til búnings- herbergja í leikhléi. Andleysið var algjört hjá þeim bláklæddu og þeir gerðu sig seka um byrjendamistök og þá sértaklega í öftustu vörn. Ekki voru nein teikn á lofti í byrjun síðari hálfleiks að Framarar væru að vakna til lífsins en um miðjan seinni hálfleik fóru Gestur Gylfason og Sinisa Kekic af velli og við það var eins og Grindvíkingar misstu tökin á leiknum. Framarar vöknuðu úr dái og tókst að rétta sinn hlut með tveimur mörkum Ríkharðs Daðasonar á lokakafla leiksins. Grindvíkingar léku meistaralega vel í tæpar 70 mínútur og hefðu fá lið staðist þeim snúning í þessum ham. Kekic og Grétar Ólafur sýndu að þeir eru frábærir saman og varnarmenn Fram réðu ekkert við þá félaga. Eysteinn Hauksson og Paul McShane voru með yfirburði á miðsvæðinu og vörnin var lengst af mjög traust. Þó svo að Grindvík- ingar hafi slakað á undir lokin sýndu þeir að mikið er í lið þeirra spunnið og fyrsti sigurinn hlýtur að gefa þeim byr undir báða vængi. „Þetta var afar kærkominn sigur og nú liggur leiðin bara upp á við. Við misstum töluvert dampinn þeg- ar Kekic fór útaf en fyrri hálfleik- urinn er það besta sem við höfum sýnt lengi. Það fór töluvert um mig þegar Framarar minnkuðu muninn í eitt mark en það hefði orðið al- gjört rán hefðu þeir náð stigi,“ sagði Grétar Ólafur við Morgun- blaðið eftir leikinn. Spurður út í markið glæsilega sagði Grétar; „Ég smellhitti tuðruna og fann það strax að boltinn myndi steinliggja í netinu. Ég hef sett mér það mark- mið að skora fleiri mörk en fyrir tveimur árum þegar ég varð markakóngur,“ sagði Grétar sem skoraði 14 mörk það sumar en missti af síðustu leiktíð vegna meiðsla. Leikur Framara var á löngum köflum í algjörum molum og beint framhald af leiknum við ÍA á dög- unum. Vörn og miðja Framara var úti á þekju og sóknin afar bitlaus að því undanskildu að Ríkharður Daðason stóð vel fyrir sínu og var ávallt hættulegur í vítateig Grind- víkinga. ,,Við skutum okkur svo sannar- lega í fótinn með hörmulegri frammistöðu í fyrri hálfleik. Við vorum trekk í trekk að gera mistök sem varla sjást hjá leikmönnum í fimmta flokki og fyrri hálfleikurinn var okkur til hreinnar skammar. Það var ekki heil brú í okkar leik og andleysið algjört og við vorum heppnir að vera ekki 5:0 undir í hálfleik. Þetta gat ekki annað en skánað hjá okkur og það kom smá- lífsmark í liðið undir lokin en með sama áframhaldi bíður okkar ekk- ert annað en fallbarátta,“ sagði Ríkharður Daðason Morgunblaðið/Sverrir Það var oft atgangur í vítateigum liðanna í Víkinni í gærkvöldi og mikið fjölmenni þar eins og sjá má. Grétar með mark sumarsins GRINDVÍKINGAR hafa jafnan haft góð tök á Frömurum á heimavelli sínum og engin breyting varð á því í gærkvöld. Grindvíkingar fögn- uðu 3:2 sigri og um leið fyrsta sigri sínum á Íslandsmótinu í ár. Úr- slitin gefa kannski ekki rétta mynd af leiknum því heimamenn yf- irspiluðu Framara í 65 mínútur en Safamýrarpiltum tókst að bjarga andlitinu með því að skora tvö síðustu mörkin. Guðmundur Hilmarsson skrifar Grindavík 3:2 Fram Leikskipulag: 3 5 2 Landsbankadeild karla, 4. umferð Grindavíkurvöllur Þriðjudaginn 1. júní 2004 Aðstæður: Logn, skýjað og frábært knattspyrnuveður. Völlurinn blautur en góður. Áhorfendur: 773 Dómari: Ólafur Ragnarsson, Hamar, 4 Aðstoðardómarar: Magnús Kristinsson, Ingvar Guðfinnsson Skot á mark: 16(8) - 8(5) Hornspyrnur: 2 - 1 Rangstöður: 5 - 4 Leikskipulag: 3 5 2 Albert Sævarsson M Orri Freyr Hjaltalín M Gestur Gylfason (Eyþór Atli Einarsson 62.) Óðinn Árnason Óli Stefán Flóventsson M Eysteinn Húni Hauksson M (Jóhann Helgi Aðalgeirsson 76.) Guðmundur A. Bjarnason Paul McShane M Ray Anthony Jónsson M Grétar Ó. Hjartarson MM Sinisa Valdimar Kekic M (Óskar Örn Hauksson 64.) Tómas Ingason Eggert Stefánsson Hans Fróði Hansen Andrés Jónsson Ómar Hákonarson Ingvar Ólason M Fróði Benjaminsen Baldur Þór Bjarnason (Heiðar Geir Júlíusson 59.) Ragnar Árnason (Daði Guðmundsson 70.) Ríkharður Daðason M Andri Steinn Birgisson (Kristján Brooks 28.) 1:0 (23.) Orri Freyr Hjaltalín átti langa sendingu fram völlinn á Sinisa Kekic sem skallaði til Grétars Ólafs Hjartarsonar og þrumufleygur hans með við- stöðulausu skoti fór efst í markhornið. Glæsilegt mark. 2:0 (28.) Grétar Ólafur Hjartarson stal boltanum af Hans Fróða Hansen rétt ut- an vítateigs. Hann lék inn í teiginn og vippaði skemmtilega yfir Tómas Ingason markvörð Fram. 3:0 (44.) Ray Anthony Jónsson spólaði sig upp vinstri kantinn og átti góða sendingu á stöngina fjær þar sem Sinisa Valdimar Kekic stökk hæst allra og skallaði í netið. 3:1 (69.) Kristján Brooks átti skot að marki Grindvíkinga. Albert Sævarsson varði en Ríkharður Daðason náði frákastinu og skoraði af stuttu færi. 3:2 (75.) Ríkharður Daðason skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Fróði Benjaminsen var felldur innan teigs. Gul spjöld: Hans Fróði Hansen, Fram (48.) fyrir brot  Ríkharður Daðason, Fram (67.) fyr- ir brot  Andrés Jónsson, Fram (69.) fyrir hendi  Eyþór Atli Einarsson, Grindavík (73.) fyrir brot  Heiðar Geir Júlíusson, Fram (79.) fyrir brot . Rauð spjöld: Engin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.