Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 42
DAGBÓK
42 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.
SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222,
auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569
1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald
2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein-
takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Mánafoss og Slétt-
bakur koma í dag. Lag-
arfoss fer í dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur. Skrifstofa
s. 551 4349, fax.
552 5277, mataraðstoð
kl. 14–17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa og postulín,
kl. 13 postulín, kl.13.30
Leshringur í fund-
arsalnum. Hársnyrting,
fótaaðgerð.
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað og handavinna, kl.
10.30–11.30 heilsu-
gæsla, kl. 13–16.30
smíðar og handavinna,
kl. 13 spil.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 bað, kl. 9–16
handavinna, kl. 10–
10.30 bankinn , kl. 13–
16.30 bridge/vist. Sími
535 2760.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Fyrstu vikuna í
júní er lokað vegna við-
gerða á húsnæði.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin, kl.
10–13 opin verslunin,
kl. 13.30 bankinn, kl.
11–11.30 leikfimi.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Vinnustofan
opin miðviku-, fimmtu-
og föstudag með leið-
beinanda til 15. júní.
Púttvöllurinn opinn.
Böðun mánu- og
fimmtudaga. Fótaað-
gerðastofa á mið-
vikudögum, aðra daga
eftir samkomulagi.
Hárgreiðsla alla daga
kl. 9–12.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Kvenna-
leikfimi kl. 9.30, handa-
vinnuhornið í Garða-
bergi kl. 13. Vöfflukaffi
í Garðabergi, opið 13–
17. Skráning stendur
yfir í sameiginlega ferð
FEBG og FAG sem
farið verður í fimmtu-
daginn 10. júní. Ekið
verður austur á bóginn
og endað í Vík í Mýrdal,
þríréttuð máltíð á
Hvolsvelli í bakaleið-
inni. Skráning og upp-
lýsingar í símum
525 8590 og 820 8553.
Skráning stendur yfir
fram á mánudags-
kvöldið 7. júní.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Skrifstofan
er opin í dag frá kl. 10–
11.30, viðtalstími í Gjá-
bakka kl. 15–16.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Kl. 9
Moggi, rabb, kaffi, kl.
11 línudans, kl. 13.30
pílukast. Ferð á Njálu-
slóðir 15. júní. Leið-
sögumaður Jón Böðv-
arsson. Skráning er
hafin í Hraunseli.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Samfélagið í
nærmynd kl. 11 – þátt-
ur um málefni eldri
borgara á RÚV. Göngu
– Hrólfar fara í göngu
kl. 10 frá Ásgarði,
Glæsibæ.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 10.30 sund-
og leikfimiæfingar í
Breiðholtslaug, frá há-
degi spilasalur opinn,
kl. 14 kóræfing, ferða-
kynning: akstur og sigl-
ing um Evrópu.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 10–17 handavinna,
kl. 13 félagsvist, kl. 17.
bobb.
Gullsmári, Gullsmára
13. Félagsþjónustan er
opin alla virka daga frá
kl. 9–17. Handa-
vinnustofan er opin frá
kl. 13–16. Alltaf heitt á
könnunni.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, hár-
greiðsla, fótaaðgerð og
banki, kl. 13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl.
9–15 handmennt, kl. 9–
10, kl. 10–11 og kl. 11–
12 jóga, kl. 10.30 sam-
verustund. Fótaaðgerð-
ir virka daga, hársnyrt-
ing þriðjudag til
föstudags.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 vinnustofa, kl. 9–
16 fótaaðgerð, kl. 13–
13.30 bankinn,
kl. 14 félagsvist, kaffi og
verðlaun.
Vesturgata 7. Kl. 9–
10.30 setustofa, dagblöð
og kaffi, kl. 10–12 sund í
Hrafnistulaug, kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 12.15–14.30
verslunarferð í Bónus,
kl. 13–14 myndbands-
sýning, spurt og spjall-
að.
Vitatorg. Kl 8.45
smiðja, kl. 9 fótaaðgerð-
ir, kl. 10 bútasaumur og
hárgreiðsla, bókband,
kl. 13 föndur og kóræf-
ing, kl. 12.30 versl-
unarferð.
Þjónustumiðstöðin,
Sléttuvegi 11. Kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13–
16 keramik, taumálun,
föndur, kl. 15 bókabíll-
inn.
Hafnargönguhóp-
urinn. Kvöldganga kl.
20 miðvikudaga. Lagt
af stað frá horni Hafn-
arhúsins norðanmegin.
Iðjuþjálfun geðdeildar.
Sumarsala á hand-
unnum vörum verður
haldin fimmtudaginn 3.
júní kl.12–15.30. Salan
verður í anddyri geð-
deildarhúss Landspít-
alans við Hringbraut.
Í dag er miðvikudagur 2. júní,
154. dagur ársins 2004, Imbru-
dagur. Orð dagsins: Lát ekki hið
vonda yfirbuga þig, heldur sigra
þú illt með góðu.
(Rm. 12, 21.)
Það kemur HjálmariÁrnasyni, þingflokks-
formanni Framsókn-
arflokksins, mjög á óvart
að tveir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins skuli hafa
uppi brigslyrði í garð
flokks hans vegna skatta-
málanna. „Tilefnið er
óþarft því aldrei hefur
staðið til annað en fylgja
eftir því sem kveðið er á
um skattalækkanir í
stjórnarsáttmálanum.
Þar er fjallað um að í
tengslum við kjarasamn-
inga verði svigrúm í rík-
isfjármálum notað til að
lækka skatta. Talað er
um lækkun tekjuskatts,
allt að 4%, skoða lækkun
virðisaukaskattsins,
hækkun barnakortsins og
afnám eignaskattsins á
íbúðarhúsnæði.
Útgangspunkturinn ersá að nýta svigrúmið
til skattalækkunar án
þess að tefla hinum efna-
hagslega stöðugleika í
hættu. Hversu langt vilja
menn fara? Hvert þrep til
lækkunar tekjuskatts
kostar um 4 milljarða.
Verði farið upp í 4%
lækkun er um að ræða 16
milljarða. Þá eru eftir
vaskurinn og barnakort-
in. Hversu langt vilja
menn teygja sig í þeim
þáttum? Hvað er svig-
rúmið mikið? Um það
verða menn að vera full-
komlega sammála því
enginn getur viljað stefna
stöðugleika ríkisfjármála
í hættu,“ segir Hjálmar á
heimasíðu sinni.
Það er vonandi ekkertnýtt að Hjálmar hafi
áhyggjur af stöðu rík-
isfjármála. Hann hefur
líka getað notað tímann
frá síðustu kosningum til
að velta þeim áhyggjum
fyrir sér á meðan skatta-
lækkunartillögur rík-
isstjórnarinnar voru unn-
ar. Þau rök, að
skattalækkun geti ógnað
stöðugleika ríkisfjármála,
heyrast alltaf í aðdrag-
anda slíkra ákvarðana.
Davíð Oddsson, forsætis-
ráðherra, sagði á morg-
unfundi í Valhöll fyrir
síðustu kosningar, að hjá
vinstri mönnum væri
aldrei rétti tíminn til að
lækka skatta.
Hjálmar segir svo:„Skattabreytingar
taka ávallt gildi um ára-
mót. Varla hefur nokkr-
um dottið í hug að breyt-
ingarnar yrðu lögfestar á
miðju ári.“ Þessar til-
lögur voru samt sem áður
tilbúnar, að sögn alþing-
ismanna Sjálfstæð-
isflokksins, Péturs Blön-
dal og Gunnars
Birgissonar. Davíð Odds-
son hafði sagt að þær
yrðu kynntar fyrir þing-
lok, Geir H. Haarde til-
kynnti það sömuleiðis í
eldhúsdagsumræðum
eins og Sigurður Kári
Kristjánsson. Það þurfti
einfaldlega staðfestingu
og svo yrði yfirlýsing um
skattalækkun send fjöl-
miðlum til kynningar með
góðum fyrirvara. Hverjir
stöðvuðu málið ef ekki
framsóknarmenn með
Hjálmar Árnason innan-
borðs?
STAKSTEINAR
Aldrei rétti tíminn til að
lækka skatta
Víkverji skrifar...
Unglingur Víkverja er ágrunnskólaaldri. Prófin
eru búin og í stað þess að
slíta þá skóla og afhenda ein-
kunnir taka við þemadagar.
Krakkarnir eru orðnir hund-
leiðir á skólanum en fara
þessa viku út og suður í viku-
tíma áður en sumarfríið
skellur á.
Víkverji skilur ekkert í því
hversvegna skólaárið var
lengt í báða enda ef sá tími
er svo notaður í allt annað en
kennslu. Hver er tilgang-
urinn? Borgar sig þá ekki að
stytta kennslutímann á ný og
útskrifa krakkana bara í lok
maí? Það kemur í það minnsta í
veg fyrir skólaleiða.
x x x
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum hvað veðrið hefur
verið stórkostlegt undanfarið. Vík-
verji hefur skellt sér í gönguskóna
næstum á hverju kvöldi þegar halla
fer í miðnætti. Þá er ekki mikil
bílaumferð en það kemur Víkverja
á óvart að sjá hversu margir eru
úti svona seint á kvöldin. Hann
mætir mörgum á göngu og verður
var við að hjón og vinir sitja úti í
garði við kertaljós og spjalla saman
eða eru að borða síðbúinn kvöld-
verð. Af og til heyrir hann í ein-
hverjum sem hafa skellt sér í heita
pottinn fyrir svefninn og sitja þar
og ræða heimsmálin – svo hefur
hann meira að segja rekist á mann
sem sat með fartölvuna sína við
borð úti í garði. Margir eru líka að
puða í görðum sínum þegar klukk-
an er orðin svona margt og njóta
veðurblíðunnar þá með þeim hætti.
Það er ekki á mörgum stöðum í
heiminum sem fólk getur setið nán-
ast í dagsbirtu á miðnætti og unnið
úti í garði! Það er líka
skemmtilegt að skoða gróð-
urinn. Það er ótrúlegt hvað
hann er orðinn fjölskrúðugur
og garðarnir margir hverjir
minna helst á fínustu skrúð-
garða í útlöndum.
x x x
Í góða veðrinu hlýtur fólk aðlanga í öðruvísi fæðu en
venjulega, meira grænmeti,
ávexti og léttan mat. Víkverji
veltir því fyrir sér hvers
vegna kaupmenn nýta sér
ekki veðurblíðuna og fræða
neytendur um framandi
grænmetis- og ávaxtateg-
undir, deila uppskriftum með við-
skiptavinum og kynna nýjungar.
Hvaða ávextir eru til dæmis núna
bestir? Er aðaluppskerutími kirsu-
berja núna eða eru hindber
kannski upp á sitt besta? Hvers
vegna flytja ekki einhverjir fram-
takssamir inn heilu stæðurnar af
þessum ávöxtum eða berjum og
bjóða á tilboðsverði með freistandi
uppskriftum?
Víkverja finnst vanta líf í mat-
vöruverslanir sem hann heimsækir,
nýstárlegar hugmyndir og fersk-
leika.
Garðar víða um bæ minna helst á skrúðgarða í
útlöndum.
Hvað eru menn
að káfa á sögunni?
Í sjónvarpsfréttum RÚV
25/5 2004 var fréttaþáttur
frá Snæfellsnesi og þar
sagði fréttamaður: „Þegar
hér er komið við sögu …“
þegar hann var að lýsa
framvindu þeirrar sögu
sem hann var að segja.
Sama orðalag var notað í
sjónvarpi fyrir nokkrum
vikum í þætti um Þórberg
Þórðarson.
Á þeirri íslensku sem
ég kann er sagt þegar lýst
er framvindu sögu: „Þeg-
ar hér er komið sögu …“.
Ólafur.
Þökk en ekki takk
HÉR í landi þökkum við
fyrir okkur en tökkum
ekki, eins og frændur
okkar í Skandinavíu gera.
Einhver málmengun
varð hér hjá okkur á fimm
alda valdatíma Dana, allt
til 1904 og 1944. Sagt er
að í þá daga hafi Stykkis-
Hólmarar „flottað“ sig
með því að reyna að tala
dönsku á sunnudögum.
Líklega eru þeir alveg
hættir því nú. En, landar
góðir, höldum okkur við
móðurmálið okkar kæra,
sem er dýrmætur arfur
og alls ekki má spillast.
Þökk,
H.Þ.
Þakklæti
til Sumarferða
OKKUR langar að þakka
ferðaskrifstofu Sumar-
ferða fyrir frábæra þjón-
ustu. Ferðin var farin
með fullþroska VR-fé-
lögum ásamt fleirum til
Benidorm. Þessi ferð var
til sóma fyrir Sumarferðir
og allt þeirra frábæra
starfsfólk. Það var sama
hvort var í Keflavík eða
Alicante, alls staðar
mættum við þessari góðu
þjónustu. Hjartanlega til
hamingju, Helgi, og allt
þitt fólk. Megið þið dafna
í framtíðinni.
Sveinsína og
Jón Andrésson.
Tapað/fundið
Þakkir til
lögreglunnar
SÓLEY hafði samband
við Velvakanda og vildi
koma á framfæri þakklæti
sínu til lögreglunnar. Fyr-
ir skömmu björguðu tveir
lögreglumenn ketti henn-
ar úr húsi þar sem hann
hafði verið innilokaður í
tvær vikur. Lögreglu-
mennirnir voru mjög
elskulegir og sýndu fag-
mennsku í öllum sínum
aðgerðum.
Jakki
tapaðist
HINN 29. maí síðastliðinn
tapaðist jakki á Ölstofu
Kormáks og Skjaldar við
Vegamótastíg. Jakkinn er
af tegundinni Karen
Millen og er steingrár og
hnepptur upp í háls. Hann
hefur eflaust verið tekinn
í misgripum og er
finnandi vinsamlegast
beðinn um að skila jakk-
anum á Ölstofuna eða
hafa samband í síma
899 3363. Fundarlaun í
boði.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 ískyggileg, 8 blístur, 9
bölva, 10 veiðarfæri, 11
sanna, 13 rík, 15 röska,
18 líffæri, 21 leyfi, 22
stólpi, 23 daufa ljósið, 24
einber.
LÓÐRÉTT
2 kátt, 3 brynna, 4
kroppa, 5 kvenkyn-
fruman, 6 mjög, 7
skrökvaði, 12 verkur, 14
dvelst, 15 upphá krukka,
16 drykkjuskapur, 17
frægðarverk, 18 smá, 19
gömlu, 20 heimili.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 lynda, 4 herra, 7 útför, 8 landi, 9 afl, 11 tían, 13
amla, 14 álfar, 15 grær, 17 græt, 20 ask, 22 tusku, 23
ástin, 24 neita, 25 asnar.
Lóðrétt: 1 ljúft, 2 nefna, 3 aðra, 4 holl, 5 rónum, 6 aðila,
10 fífls, 12 nár, 13 arg, 15 gætin, 16 ærsli, 18 rótin, 19
tínir, 20 ausa, 21 kála
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html