Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Íslenskur fáni blaktir nú viðhún á Kabúl flugvelli í Afgan-istan. Við athöfnina í gærvoru þjóðsöngvar Íslands og
Þýskalands spilaðir. Hallgrími N.
Sigurðssyni var formlega afhent
stjórn flugvallarins. Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra sagðist
í ræðu sinni af því tilefni vera stolt-
ur af því að Íslendingar gætu tekið
þátt í þeirri vinnu að tryggja starf-
semi flugvallarins. „Ég er líka sann-
færður um að okkur mun takast
þetta mikilvæga verkefni, með
hjálp allra þeirra 24 þjóða sem hafa
séð fyrir mannskap til að flugvöll-
urinn geti starfað,“ sagði Halldór.
17 Íslendingar
starfa á vellinum
Alls starfa sautján Íslendingar
nú á Kabúl-flugvelli. Hallgrímur N.
Sigurðsson stýrir flugvellinum, en
áður hefur hann gegnt sambæri-
legri stöðu á vegum Íslensku frið-
argæslunnar í Kosovo á Balkan-
skaga. Þá er Ólafur Ragnar
Ólafsson, sem hefur verið í Afgan-
istan frá því í janúar við undirbún-
ing, yfirmaður flugumsjónar á vell-
inum og munu þrír Íslendingar til
viðbótar starfa við flugumsjón, auk
fulltrúa annarra þjóða. Kristján
Björgvinsson er slökkviliðsstjóri og
fer fyrir um 35 manna alþjóðlegu
slökkviliði. Þar starfa fimm Íslend-
ingar, að Kristjáni meðtöldum,
Norðmenn, Svíar, Finnar og Portú-
galar. Þá verða tveir íslenskir flug-
umferðastjórar að störfum í Kabúl
fyrstu tvo til þrjá mánuðina, til að
tryggja að engir hnökrar komi upp
við yfirtökuna.
Þorbjörn Jónsson, sendiráðu-
nautur í utanríkisráðuneytinu, seg-
ir að upprunaleg kostnaðaráætlun
fyrir verkefnið hljóði upp á 200
milljónir króna, en endanleg tala
liggi ekki fyrir. Þar eru innifalin
laun fyrir starfsmenn í Kabúl og tvo
starfsmenn í utanríkisráðuneytinu,
kostnaður vegna undirbúnings,
þjálfunar og búnaðar starfsmanna.
NATO greiðir allan meiriháttar
rekstrarkostnað verkefnisins. Arn-
ór Sigurjónsson, yfirmaður Ís-
lensku friðargæslunnar, segir að
alls búi um 1.200 manns á herstöð-
inni á flugvellinum og að rúmlega
300 þeirra tilheyri flugvallarstarfs-
liðinu. Um 200 manna belgísk og
lúxemborgsk sveit sér um öryggi og
varðgæslu á flugvellinum. Þá eru
sex árásarþyrlur á flugvellinum og
sáu Íslendingar um flutning þeirra.
Íslensku friðargæsluliðarnir eru
einkennisklæddir og vopnaðir og
segir Þorbjörn ástæðuna
viðbúnaðarreglur á flug
geri ráð fyrir því. Vopnin s
jafna ekki hlaðin, heldur
skammbyssu og skothylki
öryggisástandið versnar o
aðarstig hækkar gera reglu
fyrir að vopnin eigi að ve
og á síðasta viðbúnaðarsti
menn að vera með hjálm á
skotheldu vesti. Einkennis
Íslendinganna er keyptur
mönnum og því sá sami og
hermenn klæðast, nema
friðargæsluliðarnir hafa í
fána á öxlinni. Þá bera þ
samræmi við skyldur þ
hlutverk á flugvellinum.
„Við lítum á þá sem bor
starfsmenn friðargæslunn
búningi, af því að aðstæður
Íslenska friðargæslan tekur við stjórn alþjóða
Áætlaður kostn
um 200 milljónir
Stjórn alþjóðaflugvall-
arins í Kabúl er stærsta
verkefni Íslensku frið-
argæslunnar til þessa.
Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra var
viðstaddur athöfn í
gær, þar sem stjórn
vallarins var formlega
færð í hendur Íslend-
inga. Nína Björk Jóns-
dóttir fylgdist með.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra heldur ræðu á
flugvellinum í Kabúl í tilefni af því að Íslenska frið-
argæslan hefur tekið við stjórn flugvallarins. Hall-
grímur Sigurðsson flugvallarstjóri fylgist með.
Hátíðar
gær. Ut
Íslendi
með hjá
Morgunblaðið/Nína Björk J
Hermenn stóðu heiðursvörð við athöfn sem haldin var í tilefni af
ingu flugvallarins. Alls búa um 1.200 manns á herstöðinni á flugv
og rúmlega 300 þeirra tilheyra flugvallarstarfsliðinu.
Vetraryfirhafnir, sjúkrarúm, hækjur,lyf og önnur hjálpargögn, sem íslenskhjálparsamtök hafa safnað und-anfarnar vikur, voru afhent á flug-
vellinum í Kabúl í gær. Utanríkisráðuneytið
leigði Airbus 360 vél Íslandsflugs til að nota við
flutning hjálpargagna í tengslum við upphaf
verkefnis Íslensku friðargæslunnar á flugvell-
inum, en næstu tólf mánuði mun Ísland fara
með stjórn vallarins.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra var
viðstaddur athöfn á flugvellinum í gær þar sem
íslensku hjálpargögnin voru afhent.
8.000 vetrarflíkur
Jónas Þ. Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálp-
arstarfs kirkjunnar, afhenti Hjálparstarfi
norsku kirkjunnar hjálpargögn, sem mun sjá
um að koma þeim til sjúkrahúsa í Kabúl og ná-
grenni og Örn Ragnarsson afhenti um 8.000
vetrarflíkur, einkum fyrir börn og konur, sem
safnað var meðal almennings á Íslandi.
Fyrirtækið Actavis gaf um eitt tonn af
berkla- og sýklalyfjum, að andvirði um tíu
milljóna króna, sem flugvélin sótti í Búlgaríu
þar sem fyrirtækið hefur verksmiðjur. Jónas
segir að berklar séu útbreitt vandamál í Afgan-
istan og að lyfin komi því að góðum notum.
Sjúkrahús í Afganistan eru mjög illa búin,
Hjálparstarf kirkjunnar segir að margir sjúk-
linganna liggi á lakalausum dýnum á gólfinu.
Meðal hjálpargagnanna sem send voru frá Ís-
landi voru um 90 sjúkrarúm og á annað hundr-
að dýnur. Þá voru afhentar göngugrindur,
hjólastólar, hækjur og lækningatæki ýmiskon-
ar, fæðingarborð, skoðunarborð og fleira. Ung-
barnadauði er hár í Afganistan og voru ýmis
hjálpargögn fyrir ung börn send frá Íslandi,
t.d. ungbarnakassi, hitalampi, fæðingarrúm,
ungbarnavigt, göngustafir og göngugrindur
fyrir börn. Þá var gefin öndunarvél, tæki til að
mæla rúmtak lungna, sog, skoðunarbekkir,
eyrnaþrýstingstæki, hjartalínuritstæki o.fl.
Flíkur til að verjast fimmtán stiga frosti
Vetrarflíkurnar sem Rauði kross Íslands
safnaði, einkum á höfuðborgarsvæðinu og á
Vestfjörðum, verður dreift á heilsugæslu-
s
h
s
e
þ
m
u
u
s
k
o
s
s
e
H
u
h
M
s
T
S
e
Í
Eitt tonn af berkla- og sýk
OLÍA, VETNI OG ÖRYGGI
Olíuverð hefur enn hækkað ámörkuðum eftir hryðjuverk-in í Sádi-Arabíu um síðast-
liðna helgi, þar sem á þriðja tug
manna týndi lífi. Árásin, sem sam-
tök Osama bin Ladens, al-Qaeda,
hafa lýst á hendur sér, var gerð í ol-
íuborginni Khobar og beindist gegn
Vesturlandabúum, sem starfa þar
við olíuiðnaðinn. Henni var augljós-
lega ætlað að skaða olíuhagsmuni
Sádi-Arabíu og valda óróa á olíu-
markaðnum.
Eins og vikið var að í Reykjavík-
urbréfi Morgunblaðsins síðastliðinn
sunnudag sýna áhrif hryðjuverka
og hins ótrygga ástands í Mið-Aust-
urlöndum á olíuverðið að hagkerfi
Vesturlanda eru alltof háð olíunni.
Með ógnarverkum sínum geta
hryðjuverkamenn í Mið-Austur-
löndum haft áhrif á lífskjör og hag-
vöxt á Vesturlöndum.
Skortur á olíu er ekki meginorsök
verðhækkunarinnar að undanförnu,
heldur óttinn við hryðjuverkin.
Bolli Bollason, hagfræðingur og
skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyt-
inu, bendir á það í samtali á við-
skiptasíðum Morgunblaðsins í dag
að þetta þýði að óvíst sé að ákvörð-
un OPEC-ríkjanna um að auka olíu-
framleiðslu hafi nokkur áhrif í þá
átt að lækka verðið, þótt hún geti
e.t.v. komið í veg fyrir að það hækki
frekar.
Þannig er olíufíkn Vesturlanda
bæði efnahagslegt vandamál og ör-
yggisvandi, en lengi hefur verið við-
urkennt að hún er vandamál fyrir
umhverfið.
Undanfarin ár hefur færzt aukinn
kraftur í rannsóknir og þróun á nýt-
ingu annarra orkugjafa eða orku-
bera, þá ekki sízt hvernig nota megi
vetni til að knýja bíla, skip og önnur
samgöngutæki. Sú vinna hefur
einkum verið knúin áfram af um-
hverfissjónarmiðum. En mörgum
hefur þó þótt þetta starf ganga
hægt og spurt hvað þyrfti að koma
til að þessi tækni tæki raunverulegt
stökk fram á við. Menn hafa rifjað
upp ár síðari heimsstyrjaldarinnar,
þar sem ótrúlegar framfarir í flugi,
eldflaugasmíð og nýtingu kjarnork-
unnar urðu á örfáum árum – þá var
það spurning um líf eða dauða að
takast að koma nýrri og bylting-
arkenndri tækni í gagnið á sem
skemmstum tíma.
Sú ógn, sem umhverfi okkar staf-
ar af brennslu olíu og annars jarð-
efnaeldsneytis, mengun og út-
blæstri gróðurhúsalofttegunda,
virðist ekki hafa dugað til að Vest-
urlönd gæfu þróun annarra orku-
gjafa nægilegan forgang. Spurning-
in er hvort það breytist nú, þegar
það er augljóslega orðið alvarlegt
öryggisvandamál hversu háð Vest-
urlönd eru olíunni. Umræður í
kosningabaráttunni fyrir forseta-
kosningarnar í Bandaríkjunum hafa
gefið fyrstu vísbendingar um að svo
geti verið.
Ísland hefur einsett sér að vera í
fararbroddi við þróun vetnissam-
félagsins svokallaða, þar sem sam-
göngutæki eru knúin með vetni,
sem búið er til með endurnýjanlegri
orku, í stað olíunnar. Við höfum litið
á þessa stefnu sem framlag til um-
hverfismála á heimsvísu, en nú eru
að skapast forsendur til að horfa
ekki síður á hana sem hluta af fram-
lagi Íslands til öryggismála hins
vestræna heims. Það er í þessu ljósi
full ástæða fyrir íslenzk stjórnvöld
til að leiða bandamönnum sínum
meðal vestrænna ríkja þetta fyrir
sjónir og sækjast eftir auknum
stuðningi þeirra við þróun vetnis-
samfélags á Íslandi.
ALÞJÓÐLEG MYNDLIST
Á AUSTURLANDI
Fólk kynntist forsmekknum aðstærsta myndlistarviðburði
sem átt hefur sér stað á Austurlandi
nú um helgina þegar Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðarráðherra opn-
aði sýninguna „Fantasy Island“ eða
„Fantasíueyjuna“ á Skriðuklaustri.
Þar eru til sýnis skissur auk ann-
arrar hugmyndavinnu átta lista-
manna sem þátt taka í verkefninu.
Þau verk sem listamennirnir hafa
þróað af þessu tilefni verða síðan til
sýnis í Hallormsstaðarskógi og á
Eiðum síðar í sumar og er opnun
þess viðburðar fyrirhuguð í seinni
hluta júnímánaðar. Listamennirnir
sem um er að ræða eru þau Paul
McCarthy, Jason Rhoades, Atelier
van Lieshout, Elin Wikström, Björn
Roth, Katrín Sigurðardóttir, Þor-
valdur Þorsteinsson og Hannes
Lárusson.
Óhætt er að segja að farvegur
sýningarinnar sé einkar vel heppn-
uð samtvinnun á erlendri myndlist
og innlendri. „Fantasy Island“ er
liður í Listahátíð í Reykjavík og
þjónar vel sem dæmi um nýjar
áherslur í menningarpólitískri
hugsun, þar sem horft er út fyrir
höfuðborgarsvæðið og til lands-
byggðarinnar annars vegar, og hins
vegar þar sem íslenskir listamenn
njóta þess að standa jafnfætis
heimsfrægum listamönnum og
verða um leið þátttakendur í hinum
alþjóðlega listheimi.
McCarthy er, eins og flestum er
kunnugt, heimsfrægur listamaður
sem hefur verið mikill áhrifavaldur í
bandarískri myndlist. Jason Rhoad-
es og hópurinn að baki Atelier van
Lieshout eru einnig vel þekkt nöfn
er hafa ákaflega mikið aðdráttarafl
á heimsvísu. Sýningin sem heild hef-
ur því töluvert vægi fyrir myndlist-
arlíf á Íslandi og óhætt er að full-
yrða að það er töluverður viðburður
er hugmyndavinna hópsins sem
heildar og verk sem eru sérstaklega
unnin af þessu tilefni koma fyrir
sjónir almennings hér á landi.